Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 9

Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990 9 Hef flutt snyrtistofu mína frá Sólheimum 1 að Fákafeni 11 í húsakynni Hárstúdíós Reykjavíkur. Snyrtistúla Þárúísar, Fákafeni 11, s. 688805. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR TOYOTA COROLLA GTi ’89 Svartur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 13 þús/km. Verð kr. 1.150 þús. PEUGOT 205 XR '88 Svartur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 38 þús. Verð kr. 570 þús. NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI TOYOTA TOYOTA CAMRY 4 x 4 ’88 Hvítur. 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 18 þús/km. Verð kr. 1.470 þús. TOYOTA LANDCRUISER ’86 Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Upphækkaður. 35' dekk. Ekinn 106 þús. Verð kr. 1.950 þús. MMC GALANT GTSi '89 Grænn. 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 15 þús/km. Verð 1.180 þús. VW GOLF GTi '87 Grár. 5 gíra. 3ja dyra. Vökvastýri. Álfelg- ur. Ekinn 31 þús/km. Verð kr. 1.100 þús. Svavar Gorbatsjov Gorbatsjov fór Sú var tíðin að sérfræðingar í Kremlarfræð- um settu sig í sérstakar stellingar hinn 1. maí ár hvert og grandskoðuðu þá sem röðuðu sér á grafhýsi Leníns við Kremlar- múra í Moskvu. Þá töldu menn það ótví- ræða vísbendingu um völd og vegtyllur í Kreml, hvar foringjarnir stóðu á grafhýsinu og leyfðu fólkinu að hylla sig. Þetta er liðin tíð og var það raunar áður en Mikhaíl Gorbatsjov skipaði mesta heiðurssessinn. Á þriðjudaginn gerðist það hins vegar í fyrsta sinn að höfðinginn sjálfur yfirgaf hátíðahöldin á Rauða torginu, áður en göngu almennings lauk. Hvarf Gorbatsjov af vettvangi þegar fólkið púaði á hann og stuðningsmenn sjálfstæðs Litháens birt- ust. í Staksteinum í dag er minnst á efna- hagsþrengingarnar í Sovétríkjunum og för Svavars Gestssonar til Berlínar. Hætta á borg- arastyrjöld Sovéski kommúnista- flokkurimi verður að afsala sér völdum og mynda þarf nýja stjóm, skipaða fulltrú- um sem flestra afla í þjóðfé- laginu, til að hægt verði að afstýra borgarastyijöld í Sovétríkjunum. Þetta seg- ir þekktur sovéskur hag- fræðingur, Vassílíj Selj- únín, í viðtali sem sovéska tímaritið Zebozekník birti um helgina. Sovéski um- bótasinninn Borís Jeltsín lét svipuð orð lalla eftir viðræður við Margaret Thatcher, forsætisráð-. herra Bretlands, i siðustu viku og sagði að almenn- mgur í Sovétríkjunum myndi gera uppreisn á ár- inu, yrði elhaliagur lands- ins ekki bættur innan nokk- urra mánaða. Seljúnín hefur hmgað til reynst sannspár í yfirlýs- ingum sínum um framvind- una í efnahags- og stjórn- málum í Sovétríkjunum. „Við þurfum öfluga sljóm sem getur sagt við almenn- ing: Kommúnistar hafa lagt efnahaginn í rúst og við getum ekki boðið ykkur neitt annað en versnandi lífskjör, erfiði og svita,“ segir liagfræðingurinn. Hann telur slíka stjóm hafa það fram yfir núverandi valdhafa landshis að þurfa ekki „að framfylgja úreltri hugmyndafræði og vali okkar í byltingunni árið 1917, sem virðist hafa átt að gilda til cilífðar". Seljúnín segir að stjómin þurfi að vera skipuð fulltrú- um verkalýðshreyfingar- innar og lýðræðisafla, auk bæjar- og héraðsráða, þar sem lýðræðissinnar hafá komist til áhrifa eftir kosn- ingar. Þessi ummæli em í beirnii mótsögn við ræðu, sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hélt í iðnaðar- borginni Sverdlovsk á fdstudag, þar sem hann ræddi „forystuhlutverk kommúnistaflokksins" og „kommúnískt val þjóðai-- innar“. Flokkurinn myndi ekki afsala sér völdum heldur „gegna á ný hlut- verki sem framsækið stjómmálaafl eins og Lenin boðaði". Borís Jeltsín, fyrmm flokksleiðtogi í Moskvu, sagði að hálfkákið í efiia- hagsstefnu Gorbatsjovs væri engin lausn á vanda Sovétríkjanna. Hami spáði versnandi lífskjömm, óða- verðbólgu og áframhald- andi vöraskorti í landhiu. „Stjórnin verður að ná ár- angri innan nokkurra mán- aða annars gerir almenn- ingur uppreisn á árinu," bætti hann við. Á 1. maí mátti Gorbatsj- ov síðan hlusta á það á Rauða torginu, áður en hami yfírgaf maimfagnað- inn í fússi, að aðalræðu- maður dagshis hvatti til þess að tekhm yrði upp markaðsbúskapur í Sov- étríkjunum. Svavar í Berlín Hvarvetna í þeim lönd- um Austur-Evrópu þar sem kommúnistaflokkar hafa verið við völd og almenn- mgur hefur fengið tækifieri til að láta í Ijós hug sinn hefur sósíalisma/kommún- isma verði hafiiað. Fólkið vill fa að búa við markað- skerfið og krafan um það hljómaði raunar á sjálfu Rauða torginu á 1. maí. Gömlu kommúnistai’nir hafa þó ekki lagt niður störf í þessum löndum þrátt fyrir þetta. í kosningunum í Austur-Þýskalandi fékk gamli kommúnistaflokkur- inn þar, sem nú er þekktur undir skammstöfuninni PDS, nokkuð fylgi í kosn- ingunum í mars og hann á emi fulltrúa á þingi, sem segjast ekki hafa sagt skilið við sósialisma/kommún- isma. Svavar Gcstsson, memitamálaráðheiTa og fyrrum formaður Alþýðu- bandalagsins, sem á sínum tima dvaldist við flokks- störf í Aústur-Þýskalandi (þegar konunúnistar höfðu þar örugglega tögl og hagldir) brá sér til Austur- Berlmar um páskana, eins og fram kom í Morgunblað- inu 1. maí og ræddi þar meðal annars við fulltrúa PDS. Eflir hcimkomuna hefúr hann ritað gi-einar í Þjóðviijann, þar sem hann boðar að í Berlm hafi sér orðið ljóst, að sósíal- ismi/kommúnismi eigi enn framtið fyi-ir sér og ástæðu- laust sé að láta merkið nið- ur falla, þrátt fyrir það sem gerst hafi í A-Evrópu. í útvarpsviðtali eftir Berlm- arferðina sagði Svavar, að færi svo að Alþýðubanda- lagið liði undir lok vegna átaka Svavars og félaga við flokksformanninn Ólaf Ragnar Grhnsson yrði að- eins stofiiaður nýr flokkur til að standa vörð um hinar hálcitu hugsjónir, arfinn frá Kommúnistaflokki Is- lands. Linan frá Berlín er skýr. Svavari nægði að hitta sljómmálamenn í A-Berlín til að fa pólitískt, veganesti í komandi átökum innan eigin flokks. Þá komst hann austur yfir landa- mærin en sagði að biðröð austur á bóginn hafi komið i veg fyrir-að hann gæti sinnt stefhumótum sem hann átti sem menntamála- ráðherra Islands. Hvaða hlið skyldi blessaður ráð- herraim hafa valið? Hvern- ig er passinn Iians á lithm? Er einhver gæsla yfirleitt á landamærunum sem tef- ur fyi-ir umferð yfir þau? Ráðherraskyldur Svav- ai-s eru auðvitað aukaatriði i augum flokkssystkina hans, sem nú hafa fengið nýja línu er nær austur yfir hhm hrunda Berlin- armúr. Emi skal miimt á þá staðreynd, að þeir sem eru í Alþýðubandalaginu og aðhyllast skoðanir Svav- ars geta kosið lista flokks- ins, G-listann, í komandi kosnhigum hér í Reykjavík. Þeir sem vilja kjósa Ólaf Ragnai- Grímsson, formann Alþýðubandalagsins, geta hins vegar kosið lista Nýs vettvangs. UPPLÝSINQAR UM FJARMAL Hjá Kaupþingi eru starfandi ráðgjafar, sem hafa þann starfa einan að veita fólki alhliða upplýsingar og aðstoð við fjármál. Þar má m.a. nefna aðstoð við: VAL A MISMUNANDI SPARNAÐARLEIÐUM Þar þarf að taka tillit til hversu lengi þú ætlar að fjárfesta, hvort þú þurfir að geta gengið að fénu snögglega o.s.frv. Valið stendur m.a. á milli Einingabréfa, Skammtímabréfa og Spariskír- teina ríkissjóðs, en þessi verð- bréf eru öll seld hjá KAUPÞINGI. UMONNUN FJARÞINSí FJÁRVÖRSLU OG VERÐ- BRÉFASÖLU þar sem við sjáum um kaup á verðbréfum í þínu nafni, innheimtum þau og endur- fjárfestum fyrir innkomið fé. Yfirlit yfir heildareign er sent fjór- um sinnum á ári. GERÐ GREIÐSLUYFIRLITA Auðveldar þér að gera þér grein fyrir útgjöldum og afborgunum næsta/næstu ára. SÖLU Á ÖLLUM GERÐUM VERÐBRÉFA, s.s. veðskulda- bréfum, spariskírteinum og bankabréfum. Allar frekari upplýsingar gefa ráðgjafar KAUPÞINGS HF. Sölugengi verðbréfa 3. maí 1990: EININGABRÉF 1 ..4.841 EININGABRÉF 2 ..2.648 EININGABRÉF 3 ..3.186 SKAMMTÍMABRÉF ..1.644 KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.