Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990
Hjartans þakkir til a/lra þeirra sem samglödd-
ust mér á 80 ára afmœlinu mínu.
Elísabet Waage.
SIEMENS
Nr.
Rafmagnsofnar frá
Siemens í miklu úrvali
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Stóri bróðir snýr sér
að tannréttingnm
eftir Teit Jónsson
Þref um endurgreiðslu vegna
tannréttinga hefur nú staðið í
nokkra mánuði og sér ekki fyrir
endann á því. Ekkert er endurgreitt
til þeirra sem hafa byijað slíka
meðferð eftir 1. nóv. 1989. Fram
að síðustu áramótum gilti sú megin-
regla hér á landi að allir yngri en
17 ára áttu kost á 50% endur-
greiðslu. Þeir sem leggja á sig
óþægindin af tannréttingu og
greiða sinn skerf samkvæmt slíkri
reglu fá þá allir jafnstóran hluta
endurgreiddan. Slík tilhögun hefur
þann kost að skattgreiðendur njóta
allir sama réttar til sjúkratrygg-
inga, en er ekki mismunað eftir því
hvort hið opinbera mælir meiri eða
minni þörf fyrir meðferð hjá börn-
um þeirra og unglingum.
Deilt um jafnan rétt til
heilbrigðisþjónustu
í lögum um heilbrigðisþjónustu
frá árinu 1983 segir: „Allir lands-
menn skulu eiga kost á fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu, sem á
hveijum tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri, líkamlegri og fé-
lagslegri heilbrigði. Heilbrigðisþjón-
usta tekur til hvers kyns heilsu-
FIIIIEI, II li A R!
Ævintýraleg sumardvöl
fyrir 6-12ára börn
að sumardvalarheimilinu
Kjarnholtum í Biskupstungum
Á sjötta starfsári okkar bjóðum við upp á
fjölbreytta og vandaða dagskrá: Reiðnámskeið,
íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, ferðalög,
sund, kvöldvökur o.fl.
V E R Ð :
1 vika 15.800 kr., 2 vikur 29.800 kr.
Staðfestingargjald fyrir 1 viku 5.800 kr., 2 vikur 9.800 kr.
Systkinaafsláttur: 1 vika 1.200 kr., 2 vikur 2.400 kr.
T í M A B I L :
27. maí - 2. júní (1 vika)
3. júní — 9. júní (1 vika)
10.júní — 16.júní (1 vika)
17.júní - 23.júní (1 vika)
24.júní — 6.júlí (2vikur)
8.júlí — 14.júlí (1 vika)
15. júlí — 21. júlí (1 vika)
22.júlí - 3. ágúst (2vikur)
6. ágúst - 12. ágúst (1 vika)
12. ágúst - 18. ágúst (1 vika)
Innritun fer fram á skrifstofu
SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði
Sími 65 22 21
2
gæslu, heilbrigðiseftirlits, tann-
lækninga o.s.frv.“ Heilbrigðisyfir-
völd vilja nú spara með því að lækka
eða fella niður endurgreiðslu fyrir
tannréttingar þegar meðferðin hef-
ur h'tinn eða engan svokallaðan
„læknisfræðilegan" tilgang. Tann-
réttingafélag Islands (TRÍ) hefur
hinsvegar lagst gegn sparnaði á
grundvelli slíkrar flokkunar vegna
þess að fyrir henni eru litlar fagleg-
ar forsendur. Þörfin fyrir meðferð
ræðst ekki eingöngu af mælingum
sérfræðinga, líkum þeim sem gerð-
ar eru á gripasýningum, heldur
einnig af afstöðu einstaklingsins og
öðru sem ekki verður mælt í milli-
metrum. Athyglisvert er að deilan
snýst ekki um gjaldskrá tannlækna,
heldur skriffinnskutilburði sem heil-
brigðisyfirvöld hafa í frammi til
þess að leyna skerðingu á þjónustu.
Sparnaðarfrumvarp
heilbrigðisráðherra
Forsaga málsins er sú að sl. haust
þurfti ríkisstjórnin einu sinni sem
oftar að skera niður útgjöldin. Heil-
brigðisráðherra skipaði nefnd í
málið til þess að leggja sitt af mörk-
um til sparnaðarins og dreif í krafti
meirihlutans lagabreytingu gegn-
um þingið rétt fyrir jólin. Helsta
breytingin fólst í því að nú er að-
eins heimilt að endurgreiða allt að
50% og eftir reglum sem kveði á
um flokkun eftir eðli aðgerða. Höf-
undar frumvarpsins byggðu það á
fljótfærnislegum ágiskunum um að
helmingur barna og unglinga fengi
tannréttingu og helmingur þess
hóps að óþörfu. Með því að hætta
endurgreiðslum fyrir þessar óþörfu
tannréttingar og ferðakostnað við-
komandi hugðust þeir spara ríkinu
um 80 milljónir króna. TRÍ dró
þessar sparnaðarforsendur í efa og
bauð samvinnu um könnun og rétt-^
mæti þeirra, en því var ekki sinnt.
Seinna hefur athugun hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins (TR) leitt í ljós
að aðeins 31,5% 16 ára unglinga í
Reykjavík hafa farið í tannréttingu.
Yfir allt landið er þessi tala eflaust
lægri. TRÍ hefur gefið upp tölur
úr athugun meðal tannréttinga-
sérfræðinga sem sýnir að af hveij-
um 614 tilvikum eru aðeins 32, eða
um 5%, vegna minniháttar fegrun-
araðgerða. Sparnaðarhugmyndir
yfirvalda eru því byggðar á sandi,
en lýsa vilja til að velta yfir á barna-
fjölskyldur kostnaði við þennan þátt
heilbrigðisþjónustunnar.
Faglegar forsendur fyrir
flokkun á meðferðarþörf
Höfundar lagabreytingarinnar
studdust við norskar reglur um
þetta efni og hugsuðu sér t.d. að 9
mm yfirbit gæfi rétt á 50% endur-
greiðslu frá TR, en 8 mm aðeins
30%. Með sama áframhaldi má
hugsa sér að við lagfæringu á út-
stæðum eyrum sem mynda 60
gráða horn við höfuðið verði kostn-
aðarhluti sjúklings 30%, en hækki
í 50% ef hornið milli eyrans og
höfuðsins mælist ekki nema 50
gráður. TRÍ benti frumvarpssmið-
unum á að flokkun af þessu tagi
væri út í hött og leiddi ekki til rétt-
látari skiptingar þeirra fjármuna
sem hið opinbera ver til tannrétt-
inga. TRÍ benti einnig á að í Banda-
ríkjunum hefur endurgreiðsluaðil-
um verið bannað með dómi að mis-
muna einstaklingum eftir formúlum
af þessu tagi. Ennfremur má nefna
að nýjar rannsóknir á Norðurlönd-
um staðfesta að mjög erfitt er að
greina mörkin milli tannréttinga í
svokölluðu læknisfræðilegu skyni
og af huglægum ástæðum. Þar
hefur verið sýnt fram á að félagsleg
og sálfræðileg sjónarmið vega
þungt í raunverulegri þörf fyrir
meðferð. Það skiptir máli hvernig
unglingnum líður með sínar tennur
og sú líðan hefur skiljanlega ekki
nema takmarkaða fylgni við tann-
Teitur Jónsson
„ Athyglisvert er að
deilan snýst ekki um
gjaldskrá tannlækna,
heldur skriffinnskutil-
burði sem heilbrigðis-
yfirvöld hafa í frammi
til þess að leyna skerð-
inguáþjónustu.“
skekkju mælda í millimetrum. Til
marks um ný sjónarmið má líka
nefna að í Bandaríkjunum hefur
National Institute of Dental Rese-
arch beint rannsóknum í vaxandi
mæli að sálrænum og félagslegum
afleiðingum tannskekkju (psycho-
social impact).
Reglugerðin
Lögin tóku gildi að nafni til 1.
janúar sl. og nokkrum dögum síðar
hætti TR að endurgreiða sam-
kvæmt eldri ákvæðum, án þess að
ný reglugerð væri komin um nýju
lögin. Reglugerð er enn ókomin
vegna þess að sá starfsmaður TR
sem settur var til að semja hana
hefur barist þijóskulega fyrir því
að tannlæknar fylli út eyðublöð og
gefi kerfisbundnar upplýsingar til
að draga umsækjendur í dilka.
Skriffinnat’ Tryggingastofnunar
geta auðvitað dundað sjálfir við að
mismuna sjúklingum á þennan hátt
og stendur til boða að nota sjúkra-
gögn eða almenna sjúkdómsgreim
ingu frá tannlæknum til þess. TRI
hefur hinsvegar ákveðið að skipta
sér ekki af því vafasama föndri,
enda hljóta viðskipti TR og hinna
tryggðu að teljast tannlæknum
óviðkomandi. Tannlæknar vinna þó
eftir gjaldskrá sem er bundin samn-
ingi við TR og gefa sem fyrr sund-
urliðaðar kvittanir sem TR getur
endurgreitt eftir, ef vilji er fyrir
hendi.
Hugsanlegar Iausnir
Það skal tekið fram að hingað
til hefur ekkert tillit verið tekið til
ábendinga Tannlæknafélags ís-
lands og TRÍ í þessu dæmalausa
máli. Heilbrigðisyfirvöld hafa með
vanhugsuðum einhliða aðgerðum
siglt því í strand og bera því ein
ábyrgð á því hvemig komið er.
Skynsamleg framtíðarlausn er varla
möguleg án nýrrar vel undirbúinnar
lagasetningar, en til bráðabirgða
ættu heilbrigðisyfirvöld að taka
mark á tillögum og reglugerðar-
drögum sem TRÍ hefur sent for-
manni tryggingaráðs. Þar er ítrek-
að að eigi að halda umræddri flokk-
un til streitu verði hún á vegum
TR, en bent er á leiðir til þess að
einfalda framkvæmd hennar sem
mest.
Höfundur er formnöur
Tannrétiingafélags Reykja víkur.