Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 19

Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990 19 Listskreytingar opinberra bygginga eftir Birgi ísleif Gunnarsson Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um Listskreytingarsjóð ríkisins. Það frumvarp er flutt til að uppfylla ákveðna lagaskyldu um endurskoðun núgildandi laga um þennan sjóð. Það gefur hins vegar tilefni til að hugleiða nokkuð það fyrirkomulag sem nú gildir í þessum efnum. 1-2% af byggingarkostnaði þennan sjóð árlega. Það hefur ekki tekist betur en raun ber vitni. Erum við á réttri braut? Ég bendi á þetta hér til þess að menn hugleiði hvort við séum á réttri braut með sérstakan list- skreytingarsjóð. Er það ekki líklegra til árangurs að leggja þá skyldu á byggjendur hverrar bygg- ingar að þeir veiji 1-2% af bygging- arkostnaði til listskreytinga? Er „Nú er nokkur reynsla komin á þennan sjóð og ég held að hún hafi kennt okkur að ótti manna við þessa leið hafi verið á rökum reistur. “ Birgir ísleifur Gunnarsson ekki líklegt að þannig renni meira Ijármagn til þess að fegra um- hverfi okkar með góðum listaverk- um? Er ekki búið að setja of þröngt hlið með því að stýra þessu fjár- rriagni í gegnum Listskreytingar- sjóð? Þessar hugleiðingar vil ég setja fram nú þegar Alþingi hefur til meðferðar frumvarp til laga um að endurnýja Listskreytingarsjóðinn. Ég set þetta fram til að áhugamenn um þessi mál geti hugieitt þetta og rætt það sín á milli. Ég mun hins vegar styðja frumvarpið í aðalatrið- um því að breytt fyrirkomulag þarfnast lengri undirbúnings en gefst á þessu Alþingi. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæöisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. Veturinn 1979-80 flutti ég á Al- þingi, ásamt þeim Halldóri Blöndal og Ólafi G. Einarssyni, frumvarp til laga um listskreytingar opin- berra bygginga. Þar var gert ráð fyrir að skylt væri að vetja til list- skreytinga fjárhæð sem næmi 1-2% af byggingarkostnaði opinberra bygginga. Þetta frumvarp endur- fluttum við síðan á tveimur næstu þingum. Þetta frumvarp komst aldrei lengra en í nefnd, en umræð- an varð til þess að þáverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gísla- son, flutti frumvarp um sérstakan listskreytingarsjóð á vegum ríkisins og varð það frumvarp að lögum. Ekki uppfyllt vonir manna Nú er nokkur reynsla komin á þennan sjóð og ég held að hún hafi kennt okkur að ótti manna við þessa leið hafi verið á rökum reist- ur. Það hefur sýnt sig að stofnun sérstaks sjóðs sem Alþingi veitir fjármagn í árlega hefur ekki upp- fyllt vonir manna. Auðvitað hefur þessi sjóður stuðlað að gerð margra listaverka, en sjóðurinn hefur aldrei fengið það fjármagn sem lögin gerðu ráð fyrir. Mest hefur sjóður- inn fengið 66% af því sem hann átti að fá árið 1984 og minnst 23,5% árið 1989. Dýrari byggingar Við höfum í gildi margs konar reglugerðir og staðla um frágang opinberra bygginga. Við fáum góða arkitekta til að hanna opinberar byggingar og þeir gera kröfur um frágang og útlit. Allt miðar þetta að því að gera byggingarnar vand- aðri og fegurri, en jafnframt oftast dýrari. Enginn segir neitt við því að slíkt sé hluti af eðlilegum bygg- ingarkostnaði. En þegar kemur að jafnsjálfsögðum hlut og að list- skreyta opinberar byggingar þá vandast málið. Þá þarf að miðstýra öllu, setja á stofn sérstakan sjóð með sérstakri stjórn og Alþingi að ákveða sérstaklega fjárveitingar í __________Brids_____________ AmórRagnarsson Bridsfélag kvenna Nú er fjórum kvöldum af fimm lokið i hraðsveitakeppninni og breyttist staða efstu sveita ekkert og er staðan þannig: Sv. ÖlduHansen 1912 Sigrúnar Pétursdóttur 1870 Soffíu Theodórsdóttur 1844 Vénýjar Viðarsdóttur 1816 Maríu Ásmundsdóttur 1770 Bridsdeild Húnvetningafélagsins Lokið er fjórum umferðum af fimm í 32 para barometer-tvímenningi og er staða efstu para þessi fyrir síðasta kvöldið: Jón Ólafsson — Ólafur Ingvarsson 276 Gísli Tryggvason — Tryggvi Gíslason 239 Friðjón Guðmundsson — Snorri Guðmundsson 236 Gunnar Birgisson — JóngeirHlynason 161 Rafn Kristjánsson — Bragi Jónsson 121 Birgir Sigurðsson — GuðlaugurNielsen 121 Mcðalskor 0 BBffljsaw Wmm, ■ ■ . . ',V- ,■ V v ■' \ ■ ; ■ r -rr-iL——« V /,i. ■ 8 i > H ¥ ‘ " / ■ ' Spítalastíg 8 við Oðinstorg símar 14661 26888 Geró af bandarísku hugviti og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox Alvöru fjallahjól! - 20 ára ábyrgó - Einkaumboó á Íslandi Reidhjólaverslunin Stofnsett 1925

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.