Morgunblaðið - 03.05.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Opið bréf til Eyfirðinga
Vegna áhuga sumra þeirra á álverksmiðju við Eyjaflörð
eftir Stefán
Valgeirsson
Þrátt fyrir allan fyrirganginn,
fjölmiðlaáróðurinn, sendinefndimar
til ríkisstjórnar og þingmanna að
ógleymdum hinum sjálfskipuðu ag-
entum fyrr og síðar fyrir byggingu
álverksmiðju við Eyjafjörð, hef ég
ekki tilfinningu fyrir því, að slík
óhamingja geti átt eftir að henda
það gjöfula og fagra hérað, að þar
verði byggð verksmiðja, sem dreifir
eimyrju yfír byggðirnar.
Eg stend í þessari trú þrátt fyrir
MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGIVIÐ
GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VK)
EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM
GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA
HAGSTÆÐU VERÐl
GRAM KF265
200 Hr. kælir
slgr. kr.S1.960.-
GRAM KF250
173 Itr. kælir
70 Itr. fryslir
H 126,5 tm
!35,0cm
(stillanleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áður kr. 57.990.-
nú ki. 54.700.-
slgr. kr.51.960,-
GRAM KF355
277 Itr. kælir
70 Hr. frystir
H 166,5 cm
175,0 cm
(stHlonleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áður kr. 72.960.-
nú ki. 68.900.*
stgr. kr. 65.450.-
GRAM KF344
198 Itr. kælir
146 Itr. frystir
H 166,5 cm
175,0 cm
fstillanleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áðurkr. 79.950.-
iiii kr. 75.400.-
ster. kr. 71.630.-
GRAM-KÆLiSKAPAR
hágæða læki í eldhúsið,
- á tilboðsverði
5% Stcidgreidsluafsláttur
Kaupir þú Ivö heimilistæki í einu í verslun
okkar, gerum vii enn betur og bjóium 10%
afslátt gegn staigreiislu
/FOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
fullyrðingarnar um að það sé komin
þjóðarsátt um að stefna að því, að
álver verði byggt þar sem erlendir
álfurstar óska og þrátt fyrir neyð-
aróp einstaklinga úr eyfírskum
byggðum, að ef þar verði ekki byggt
hið umtalaða álver sjái þeir fram á
eyðingu byggðarinnar. Já, ég stend
ennþá í þeirri trú, þó nú nýverið
væri haft eftír varaformanni Ein-
ingar á Akureyri, að hann sjái fram
á dauða og djöful ef Eyfirðingar fái
ekki álver. Mér finnst slíkar upp-
hrópanir flokkast undir hrein öfug-
mæli sé málið athugað niður í kjöl-
inn.
Merkisberar álversins eru ekki
vandir að meðulum í þessari bar-
áttu sinni. Þeir hafa t.d. fullyrt í
mín eyru, að það sé algjör einhugur
um málið norðan fjalla, en mér
heyrist að annað sé að koma fram
og að vísu vissi ég það fyrir. Ástæð-
an fyrir því að lítið hefur heyrst í
þeim, sem ekki telja álver bjargráð
fyrir Eyfírðinga, er að allar áætlan-
ir fram að þessu hafa verið við það
miðaðar að slík bygging yrði reist
í námunda við Straumsvík. Þeir
hafa litið svo á, að yfiriýsingar
sumra stjórnmálamanna um hið
gagnstæða væri helber sýndar-
mennska, enda málflutningurinn
þannig fram settur að auðvelt væri
að kenna hinum erlendu álfurstum
um staðsetninguna, þar sem þeir
hafa alltaf haldið því hátt á lofti
að þeir réðu staðarvalinu. Það sýn-
ir að risið á ráðamönnum þjóðarinn-
ar er ekki hátt þessa stundina, e.t.v.
sem betur fer, sé litið tii umræðunn-
ar um byggingu álvers.
Ég vil taka það skýrt fram, að
ég er ekki að væna neinn um það
að fólk sé vitandi vits að beijast
fyrir uppbyggingu atvinnurekstrar
í Eyjafírði sem yfírgnæfandi líkur
eru á að muni valda umtalsverðri
mengun og alvarlegu tjóni, nái það
fram að ganga. Æði margir hafa
haft samband við mig og ýmsa sam-
heija mína í þeim tilgangi að reyna
að hafa áhrif á okkur í þá átt, að
við förum ekki að leggja stein í
götu álmanna í eyfírskum byggð-
um. Þegar farið er að ræða um
þetta við þetta fólk og benda á
ýmsar staðreyndir um þennan at-
vinnurekstur, þá hefur það vakið
athygli mína að fyrstu viðbrögð
flestra eru að þeir fara að telja upp
fólk sem hefur lýst yfir fylgi sínu
við að byggt verði álver við Eyja-
fy'örð, þar á meðal ráðherrar, þing-
menn, verkalýðsforingjar og meira
að segja eyfirskir bændahöfðingjar
að ógleymdum bankastjórum. Að
upptalningunni lokinni er sagt:
Heldur þú að þetta fólk viti ekki
hvað okkur er fyrir bestu? Þegar
spurt er, hvað veist þú um mengun
frá álverum, er yfirleitt ekkert svar,
en í stað þess bent á málatilbúning
fjölmiðlanna, endurtekin upptalning
á þessu átrúnaðarfólki og bætt við:
Hér er atvinnuleysi, okkur stendur
ekki annað til boða, annars flytja
allir suður. Eftir því sem málið er
meira rætt minnkar trúin á átrún-
aðarfólkið og þar með á álið. Þessi
reynsla mín hefur orðið til þess að
ég skrifa þetta bréf. Ég mun m.a.
rökstyðja að álver er ekki hag-
kvæmur kostur fyrir okkur íslend-
inga, veldur alvarlegri rnengun og
eykur misrétti, bæði milli kynja og
byggðarlaga.
Er staðsetning og bygging
álbræðslu byggðamál eða er
það líka öfugmæli?
Reynsla okkar íslendinga af
verðbólgu og háum vöxtum ætti
ekki að leiða til þess að við gerðum
neitt vitandi vits til þess að verð-
bólguskriða fari af stað á nýjan
leik. Bygging 200 þús. tonna ál-
bræðslu ásamt nauðsynlegum virkj-
unarframkvæmdum næstu árin,
sem kallar á 3-4 þús. starfsmenn
yfír sumarmánuðina sum árin, hlýt-
ur að hafa veruleg verðbólguáhrif.
Ráðaniönnum mun vera þetta Ijóst.
Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri
hefur þegar bent ríkisstjórninni á
hvemig best sé að koma í veg fyrir
þensluáhrif frá slíkum framkvsemd-
um. Hans ráð eru að það opinbera
stöðvi að mestu leyti framkvæmdir
og reyni að hafa áhrif á sveitarfé-
lögin í landinu að gera slíkt hið
sama á meðan á framkvæmdum
stendur. Ef eftir þessari stefnu yrði
farið, væri þá ekki réttnefni á þess-
ari nýju stefnu, að kalla hana
byggðaeyðingarstefnu?.
í þessu sambandi verða allir að
hafa það í huga, að Atlantal-hópur-
inn svokallaði hefur sett þá ósk
fram, að ef þeir fari í byggingu
álbræðslu hér á landi, þá vilji þeir
tryggja sér rétt til að tvöfalda fram-
leiðsluna þegar henta þykir. Ef far-
ið yrði í þá stækkun í beinu fram-
haldi af verklokum hinnar fyrri, sem
er efalaust hagkvæmt, þá sé ég
ekki betur en að heildarfram-
kvæmdatíminn gæti orðið allt að
8-10 árum. Ef atvinnuuppbygging
og að mestu leyti aðrar fram-
kvæmdir verða látnar bíða í öðrum
héruðum Iandsins þar til þessum
framkvæmdum verður lokið, hveij-
ar yrðu þá afleiðingarnar? Hver og
einn ætti að hugleiða það, jafnvel
þó kyrrstaðan yrði aðeins 4 ár. Ef
slík bygging risi við Reyðarfjörð eða
við Eyjafjörð, hvað þá á suðvestur-
hominu, yrði þenslan gífurleg í
kringum byggingarsvæðið, en kyrr-
staða annars staðar. Er þetta
byggðastefnan, sem ríkisstjórn,
sem kennir sig við jafnrétti og fé-
lagshyggju, ætlar að hrinda í fram-
kvæmd?
Hér er um að ræða nýja og mjög
athyglisverða atvinnumálastefnu,
sem líklega enginn stjórnmálaflokk-
ur vill eða þorir að gangast við,
þótt allt bendi til að ríkisstjómin
sé að leggja grunn að henni með
gerð samninga um byggingu ál-
bræðsluverksmiðju á íslandi. Þessi
stefna myndi einnig leiða af sér,
að hlutur kvenna yrði algjörlega
fyrir borð borinn ef ekki kæmi önn-
ur umtalsverð atvinnuuppbygging
. til. í ísal er atvinnuþátttaka kvenna
9,6%^ eða ein kona á móti 10 körl-
um. I byggingarstarfsemi er hlutur
kvenna enn minni, eða aðeins 6%.
Þessi stefna er því ekki til að jafna
Iífsafstöðu milli kynjanna heldur til
þess að auka misréttið og launa-
muninn. Er það stefna ráðamanna
á íslandi árið 1990? Slík atvinnu-
málastefna hentar engan veginn
okkar fámennu þjóð. Við þurfum
að stefna að jafnari uppbyggingu á
sem flestum stöðum á landinu, því
eigum við að færa atvinnufyrirtæk-
in til fólksins en ekki fólkið að fyrir-
tækjunum, eins og verður raunin
ef álstefnan verður látin ráða.
Byrgjum brunninn:
Vímuefiianey sla-
vaxandí vandamál
eftirÞórarin Gíslason
Undanfarinn áratug hefur neysla
margs konar vímuefna margfaldast
hérlendis og jafnframt hafa komið
fram nýjar gerðir vímuefna. Erlend-
is hefur framleiðsla vímuefna, sér-
staklega ofskynjunarefna, sífellt
orðið einfaldari og hafa markaðir
sums staðar mettast og seljendur
leita nú nýrra kaupenda. Fjárhags-
legur ávinningur af innflutningi og
sölu vímuefna er verulegur og hefur
sýnt sig, að hann freistar jafnvel
þeirra sem ekki eru sjálfír vímu-
efnaneytendur. Frásagnir fjölmiðía
undanfarna mánuði um að stórir
hópar tengist innflutningi vímuefna
benda til þess að með öllu óbreyttu
sé engin von til þess að hér verði
neysla vímuefna frábrugðin því sem
gerist erlendis.
Spurningin er einfaldlega hvað
er til ráða?
Dugar ef til vill að efla tollgæslu
og fíkniefnalögreglu og „hindra“
þannig innflutning? Því miður er
það svo að aðeins tekst að upplýsa
um örlítinn hluta markaðarins
(15-20%). Efling löggæslu stuðlar
vissulega að erfíðleikum við útveg-
un vímuefna og einnig verður með
því móti lögum komið yfír suma
þá er gerst hafa brotlegir.
Því er stundum haldið fram, að
það séu þrátt fyrir allt svo fáir ein-
staklingar sem ánetjist vímuefnum,
að ekki sé ástæða til að leggja
mikið í sölumar vegna þessara
mála, og að jafnvel sé auðvelt að
hjálpa þessum einstaklingum með
meðferð. í því sambandi má nefna,
að meðferðarárangur yngri vímu-
efnaneytenda er mjög lélegur og
þarf þetta unga fólk margra ára
meðferð ef von á að vera um árang-
ur. Sérstaklega er árangur með-
ferðar lélegur meðal þeirra, sem
mjög eru orðnir háðir vímuefnum.
-Nýlega -var- sagt í sænska Iækna-
blaðinu frá afdrifum tæplega tvö
hundmð langt leiddra vímuefna-
neytenda í Stokkhólmi. Þetta fólk
var þvingað til „bestu fáanlegrar
meðferðar". Þegar árangur var
metinn ári síðar gat enginn þeirra
talist læknaður.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Að mínu mati er það vænlegasta
leiðin til þess að spoma við aukinni
vímuefnanotkun á Islandi að byggja
fólk upp, sem getur sagt nei. Ein
tilraun til þess felst í námsefni
Lions-Quest, sem á íslensku hefur
verið kallað „að ná tökum á tilver-
unni“. Kennsluefni þetta kemur frá
Bandaríkjunum en er nú kennt víða
um lönd. Tilraunakennsla hófst í
skólum hér á landi haustið 1987.
Að tilhlutan íslensku Lions-hreyf-
ingarinnar hefur allt námsefnið ver-
ið þýtt og staðfært og einnig hafa
kennarar fengið sérstaka þjálfun
vegna þessa verkefnis á fjórum
kennaranámskeiðum, sem _ Lions-
hreyfíngin hefur einnig styrkt.
Stefán Valgeirsson
„ Astæðan fyrir því að
lítið hefiir heyrst í
þeim, sem ekki telja ál-
ver bjargráð fyrir Ey-
firðinga, er að allar
áætlanir fram að þessu
hafa verið við það mið-
aðar að slík bygging
yrði reist í námunda við
Straumsvík.“
Ríkisstjórnir, en þó sérstaklega
iðnaðarráðherrar, hver fram af öðr-
um, hafa lagt þunga áherslu á
byggingu álvera á liðnum árum og
lagt fram mikla fjármuni til þess
að leita eftir auðhringum til að reisa
hér slíka verksmiðju. Ekki hefur
heyrst að leitað hafi verið eftir öðr-
um möguleikum sem betur henta
við okkar aðstæður. Hafi það verið
gert, þá hefur því verið haldið
leyndu.
Er álbræðsla hagkvæmur
kostur?
Talið er að rafvirkjunarkostnaður
til að fullnægja 200 þús. tonna ál-
bræðslu muni verða a.m.k. 40 millj-
arðar króna á verðlagi 1989, þrátt
fyrir að til þeirra framkvæmda yrðu
valdir ódýrustu virkjunarstaðimir.
Þegar samið er um orkuverð til ál-
Þórarinn Gíslason
„Námsefhið er ætlað
unglingum í efri bekkj-
um grunnskóla og felst
í því þjálfun í að takast
á hendur ábyrgð, taka
ákvarðanir, hafa sam-
skipti við aðra, efla
sjálfstraustið og setja
sér markmið.“
Námsefnið er ætJað unglingum í
efri bekkjum grunnskóla og felst í