Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
Bandarískum gísl sleppt í Líbanon:
Hafðiu’ í haldi með íjór-
um Vesturlandabúum
Wiesbaden. Reuter.
BANDARÍKJAMAÐURINN Frank Reed, sem öfgasamtök í Líbanon
slepptu úr haldi á mánudag, sagði í gær að hann hefði hitt fjóra eða
fimm vestræna gísla á þeim 43 mánuðum er hann var á valdi mann-
ræningjanna.
Reed dvelst nú í Wiesbaden í
Vestur-Þýskalandi og segja læknar
að hann sé við ágæta heilsu. Banda-
rískir embættismenn í Vestur-
Þýskalandi sögðu í gær að af fram-
burði hans mætti ráða að flestir
vestrænu gíslanna í Líbanon væru
á valdi liðsmanna Hizbollah-sam-
takanna (Flokks Guðs) en talið er
að 15 Vesturlandabúar séu enn í
gíslingu í Líbanon, þar af sex
Bandaríkjamenn.
Svíþjóð:
Pettersson fær
skaðabætur
Reed ræddi stuttlega við blaða-
menn í gær og kvaðst hann hafa
verið í haldi ásamt tveimur gíslum
öðrum, íranum Brian Keenan og
Bretanum John McCarthy, frá því
í októbermánuði og væru þeir báðir
við ágæta heilsu. Þeir þrír hefðu
verið geymdir i sama húsi alls í tæp
þijú ár. Þá sagðist hann síðast hafa
hitt Tom Sutherland í febrúar í
fyrra og Terry nokkurn en af orðum
hans var ekki ráðið hvort hann átti
við Terry Anderson, fréttastjóra
Associated Press-fréttastofunnar,
sem verið hefur á valdi líbanskra
öfgamanna í fimm ár eða Terry
Waite, sendimann ensku biskupa-
kirkjunnar. Aðra gísla sagðist Reed
ekki hafa hitt frá því honum var
rænt í Bejrút 9. september 1986.
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins. TTÍctl U Tld •
CHRISTER Pettersson, sem ILlStldllU.
sýknaður var af ákæru um morð-
ið á Olof Palme, þáverandi for-
sætisráðherra Svíþjóðar, voru í
gær dæmdar' 300.000 sænskar
krónur í skaðabætur (um þrjár
millj ísl kr.).
Lögfræðingur Petterssons, Ame
Liljeros, hafði farið fram á tvær
milljónir sænskra króna í bætur til
handa skjólstæðingi sínum á þeim
fcrsendum að þess væri tæpast að
vænta að hann gæti lifað eðilegu
lífi á ný. Pettersson var hafður í
gæsluvarðhaldi í tíu mánuði er hann
var grunaður um ódæðið. Talsmenn
dómsmálaráðuneytisins sögðu að
tekið hefði verið tillit til fyrra lífern-
is Petterssons er bæturnar voru
ákvarðaðar en hann á langan af-
brotaferil að baki og hefur margoft
setið á bak við lás og slá.
Ame Liljeros kvaðst í gær ekki
vita hvort Pettersson vildi sækja
sænska ríkið til saka og krefjast
hærri miskabóta. Bætumar sem
hann hefur þegar fengið eru á
meðal þeirra hæstu sem greiddar
hafa verið í sænskri réttarsögu og
að auki undanþegnar skatti.
Útvarp Frelsisgyðjan hrellir Kínasljórn
Reuter
Kínverskur blaðamaður réðst í gær harkalega á
aðstandendur útvarpskipsins Frelsisgyðjan sem nú
er í Singapore. Ætlunin er að sigla því að landhelgi
Kína og kynna íbúum alþýðulýðveldisins kosti lýð-
ræðis með útsendingum allan sólarhringinn. „Þeir
ætla að valda ringulreið, stunda undirróður og lýð-
skrum,“ sagði Li Yong Ming, fréttaritari fréttastof-
unnar Nýja Kína, á blaðamannafundi sem eigendur
útvarpsstöðvarinnar kölluðu saman. Þeir hétu að
gætt yrði hlutlægni í útsendingunum og sögðust
hafa beðið samtök útlægra, kínverskra stúdenta í
Kína að draga sig út úr fyrirtækinu. Stjórn Kína
hefur gefið í skyn að valdbeiting komi til greina
verði af áformum skipveija.
Sjálfstæði einungis af-
stýrt með blóðbaði
Tallinn. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni
NU þegar athygli heimsbyggðar-
innar beinist að Litháum spyija
Eistlendingar sig hvers vegna
þeir verði ekki einnig fyrir eína-
hagsþvingunum af hálfii sov-
éskra yfirvalda, tilefiiin séu ærin.
„Ég vona hálft í hvoru að þeir
láti brátt til skarar skríða, þá
gengur þetta fljótar yfir,“ segir
Kersti Koat, tvítugur starfsmað-
ur eistneska æskulýðssambands-
ins. Þessi ummæli sýna glöggt
hversu staðráðnir Eistlendingar
eru að ná settu marki, endur-
Morgunblaðsins.
reisn lýðveldisins Eistlands. Að
sama skapi virðist fjandskapur
Eistlendinga við Rússa vera
meiri en t.d. Letta; báðar þjóðirn-
ar hafa næstum lent í minnihluta
í eigin landi sökum innflutnings
Rússa. Kersti Koat segir að sov-
éska sjónvarpið sýni í sífellu við-
töl við þá fáu Letta og Litháa sem
leggjast gegn sjálfstæði „en þú
fyndir ekki einn einasta Eistlend-
ing sem myndi gera slíkt.“
Þessi harða afstaða Eistlendinga
gegn Rússum er auðskiljanleg.
Bandarísk rannsókn:
Sjónvarpið hefiir
slæm áhrif á fólk
Vegna innflutnings Rússa eru Eist-
lendingar komnir í minnihluta í
höfuðborginni, Tallinn, þótt enn séu
þeir 60 prósent íbúa landsins í
heild. Rússarnir hafa ekki viljað
aðlagast siðum Eistlendinga og
menningu heldur þvert á móti reynt
að þröngva eigin siðum upp á
heimamenn. „Kommúnistarnir ætl-
uðu að búa til nýja mannveru,
Sovét-manninn, sem gæti látið sér
líða vel hvar sem er í Sovétríkjun-
um. Þetta gæti átt við Rússa en
ekki við Eistlendinga."
Það er í þessu andrúmslofti
fjandskapar við Rússa sem öflug-
asti stjórnmálaflokkur Eistlands,
Þjóðarflokkurinn, hefur sprottið
upp. Flokkurinn stóð fyrir því að á
einu ári voru skráðir rúmlega
500.000 borgarar lýðveldisins Eist-
lands frá árinu 1918 til 1940 og
afkomendur þeirrá. „Þetta eru hinir
raunverulegu Eistlendingar sem
vilja sjálfstæði, allir sem einn,“ seg-
ir Alge Súlla, starfsmaður flokks-
ins. Rússum og öðrum þjóðum sem
landið byggja verður boðið að sækja
um ríkisborgararétt. „ Það ætti að
vera auðsótt mál ef undan eru skild-
ir 250.000 sovéskir hermenn í
landinu og rússneskir glæpamenn.“ •
Undir lok fjórða áratugarins
töldu Eistlendingar sig standa jafn-
fætis frændum sínum Finnum.
„Sjáum nú hvar við stöndum í sam-
anburði við þá,“ segir Goivo Júrgen-
son, einn af leiðtogum flokks kristi-
legra demókrata. Hann segir að
Eistlendingar vilji ná sjálfstæði á
ný á lögformlega réttan hátt. „Við
lítum á Eistland sem hernumið land,
Æðsta ráðið í Tallinn er tilbúningur
hersetuveldisins. Þess vegna
hleyptum við þingi Eistlands af
stokkunum. Þar eru hinir sönnu
fulltrúar eistnesku þjóðarinnar."
Aðspurður um viðbrögð erlendra
ríkja svarar Júrgenson: „Það er ljóst
að við verðum að standa á eigin
fótum og getum ekki treyst á er-
lend ríki er við vörpum af okkur
hlekkjunum. En það er eitt sem
getur reitt Eistlendinga til reiði og
það er þegar við erum kallaðir „fá-
mennur hópur öfgamanna.“ Júrg-
enson segir að sjálfstæði Eystra-
saltsríkjanna verði aðeins afstýrt
með blóðbaði „Hvað hefði á sínum
tima getað komið í veg fyrir sjálf-
stæði Tslands?" segir hann og hefur
ekki um það fleiri orð.
New York. Daily Telegraph.
SJÓNVARP er viðsjárverður förunautur og má segja að þar leiði leið-
ur leiðan. Sjónvarpsgláp krefst sáralítillar einbeitingar og oft á tíðum
líður notandanum verr eftir að hann hefúr setið fyrir framan skjáinn
heldur en honum leið áður en hann settist, að sögn tveggja banda-
rískra sálfræðinga sem rannsakað hafa viðbrögð sjónvarpsnotenda í
13 ár.
Sálfræðingarnir tveir, dr. Robert
Kubey sem starfar við Rutgers-
háskóla í New Jersey og dr. Mihaly
Csikszentmihalyi sem starfar við
Cicago-háskóla, segja að rannsóknin
leiði í ljós að því lengur sem notand-
inn sitji fyrir framan skjáinn því
■ fjaðri, leiðari, daprari, umkomu-
•íiusai-i ogfjandsamlegri verði hann.
I'ram kom einnig að þeir sem
kvoiktu á sjónvarpstækinu í því
kyni að „slappa af“ sýndu aukin
..treitumerki þegar þeir slökktu á
tækinu. Vísindamennirnir telja að
þessi niðurstaða muni líklega koma
almenningi og sjónvarpsfólki mest á
óvart.
Niðurstöður rannsóknarinnar
komu út í bókarformi á mánudag.
Titill bókarinnar er „Sjónvarpið og
lífsgæðin: Áhrif áhorfs á hvers-
dagslífið". Þó að hér verði ekki um
neina metsölubók að ræða má búast
við að hún verði dapurleg lesning
fyrir sjónvarpsfólk.
Sálfræðingarnir fengu 1200
manns á aldrinum 10 til 82 ára til
að taka þátt í rannsókninni. Viðkom-
andi báru svonefnda friðþjófa á sér
og gáfu skriflega lýsingu á líðan
sinni í hvert skipti sem tækið gaf
frá sér hljóðmerki. „Við söfnuðum
saman skyndimyndum af því sem
þátttakendumir aðhöfðust og hvern-
ig þeim leið á meðan,“ segir dr.
Kubey. „Þannig gátum við fengið
glögga yfirsýn yfir hugarástand
þeirra og hegðunarmynstur — sem
þeir hafa ef til vill ekki haft sjálfir."
Um það bil 90% af áhorfstímanum
var fólkið að horfa af því að það
langaði til þess. Hins vegar vann
það aðeins 15% af vinnutímanum
með sama hugarfari.
Rannsóknin leiddi í Ijós að Banda-
ríkjamenn veija að meðaltali nærri
helmingi frítíma síns í að horfa á
sjónvarp — um tveimur tímum á dag
eða sem svarar sjö árum á meðalæ-
vitíma.
Vísindamennirnir komust að raun
um að Bandaríkjamenn horfa á sjón-
varp hvenær sem þeim gefst tími til
þess fremur en af þeirri ástæðu að
þá langi til að horfa á ákveðna dag-
skrárliði. Þar að auki kjósa þeir
fremur sjónvarpsþætti sem eru
kunnuglegir og með hefðbundinni
framvindu heldur en óvenjulega
þætti og örvandi fyrir hugann.
Þátttakendurnir 'voru sammála
um að bóklestur væri erfiðari og
reyndi meira á einbeitinguna en sjón-
varpsgláp. Samt voru þeir að jafnaði
afslappaðri eftir að hafa lesið bók
en eftir að hafa setið fyrir framan
skjáinn.
Zsa Zsa Gabor
lengi aðfarða sig
Bandaríska leikkonan Zsa Zsa
Gabor hlýðir á dómara úrskurða
að hún skuli afplána dóm sem
kveður á um 145 og hálfrar stund-
ar vinnu að félagslegu hjálpar-
starfi. Leikkonan, sem sennilega
er komin undir sjötugt þótt hún
haldi öðru fram, var dæmd í 120
stunda vinnu í september sl. fyrir
að beija lögregluþjón í Beverly
Hills-hverfinu í Hollywood. A
þriðjudag sagði dómari að þegar
vinnustundirnar voru taldar saman
hefði þokkagyðjan fagra, sem tek-
in er ofurlítið að fölna, reiknað
með þann tíma sem hún notaði til
að farða sig fyrir starfið, hvorki
meira né minna en fimm stundir
á dag! Dómarinn var ekki sáttur
við þetta og bætti því nokkru við
fyrri dóm.