Morgunblaðið - 03.05.1990, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
NEYTENDAMAL
Þriðja kryddið (monosod-
ium glutamat) í eldlínunni
Á síðustu árum hefur það aukist að margskonar bragðaukandi
efni séu sett í matvælin m.a. til að bæta bragðið. Eitt þessara
aukefna er „monosodium glutamat" (MSG) sem hér er þekkt
undir nafninu „þriðja kryddið". Aukefnið sjálft er bragðlaust, en
það hefur hæfileika til að draga fram besta bragð matarins, með
örvun og deyfingu ákveðinna tauga í bragðlaukum munnsins.
Aukefni þetta hefur lengi verið umdeilt og í ljósi nýrra rannsókna
á áhrifum þess á starfsemi heila- og taugakerfis barna og ann-
arra viðkvæmra einstaklinga, hefur umræðan verið vakin enn á
ný, eins og fram kemur í vísindatímaritinu „Scienee" sem út kom
5. janúar á þessu ári.
Fyrir rúmum 20 árum benti
sérfræðingur í taugalífeðlisfræði,
John Olney, sem þá starfaði við
Washington University, á áhrif
monosodium glutamats (öðru
nafni þriðja kryddið (MSG)) á
starfsemi heilans. Hann sýndi
fram á, að væri aukefnið gefið
rottum eða öpum með inntöku,'
yki það glutamatmagnið í blóði
sem ylli skemmdum á þeim hluta
heilans sem stjórnar sjáifvirka
taugakerfinu. Þessi athugun
leiddi til uppgötvunar á „örvuna-
reitrun" eða excitotoxicity sem er
hæfileiki amínósýra eins og gluta-
mats til að örva taugafrumur til
dauða og valda þar með heilask-
aða.
Örvunareitranir hafa síðan ver-
ið viðurkenndar sem staðreynd,
segir í Science, þó enn sé umdeilt
á hvern hátt glutamatið valdið
eitrunum. En vonir standa til aó
rannsóknir á því muni geta skýrt
taugahrörnunarsjúkdóma eins og
Parkinsons- og Alzheimersjúk-
dóma.
John Olney var sannfærður um
að þetta aukefni, þriðja kryddið,
væri skaðlegt börnum. Rannsókn-
ir hans höfðu leitt í ljós að ung
tilraunadýr voru mun viðkvæmari
fyrir skaða vegna örvunareitrunar
af völdum þriðja kryddsins í fæð-
unni en hin fullorðnu. Hann áleit
því að hið sama myndi gilda um
börn og þá sérstaklega ungbörn.
Þetta var upphaf baráttu hans
við bandaríska Fæðu- og lyfjaeft-
irlitið (FDA) um að fá settar regl-
ur um notkun þriðja kryddsins í
matvæli, en fram til þess tíma
hafði þetta bragðaukandi efni
verið sett í allan barnamat. Hinn
opinberi eftirlitsaðili FDA neitaði
að setja reglur þar um, en árið
1969 ákváðu framleiðendur sjálfir
að hætta að nota þriðja kryddið
í barnamat. Olney hefur bent á,
að það nægi ekki vegna þess að
aukefnið er sett í pakkasúpur og
annan mat sem gefinn er börnum.
Olney hefur einnig bent á, að
börnum stafi hætta af sætuefninu
aspartam (NutraSweet) vegna
þess að það innihaldi aspartat,
hún er amínósýra sem örvar einn-
ig glutamatmóttakara í heila.
Hann hefur einnig gagnrýnt óná-
kvæmni í rannsóknum á efninu
sem framkvæmdar hafa verið með
fjáhagsstuðningi frá matvæla-
framleiðendum.
Rannsóknir Olneys hafa einnig
verið gagnrýndar og því m.a.
haldið fram, að í austurlöndum
fjær hafi aukefnisins verið neytt
jafnvel af börnum án þess að
skaðlegra líkamlegra áhrifa hafi
orðið vart.
Nýjar rannsóknir eru sagðar
styðja kenningar Olneys um að
þær taugafrumur sem eru við-
kvæmar fyrir skemmdum vegna
glutamats, séu sérstaklega við-
kvæmar í ungum tilraunadýrum.
Olney telur það styðja þá kennngu
sína að þriðja kryddið sé börnum
sérstaklega varasamt.
Fleiri þættir styðja þessar
kenningar. Barátta Olneys hefur
haft mikil áhrif á umræðuna og
rannsóknir á þessu sviði, þó að
sérfræðingar í taugafrumurann-
sóknum séu ekki að öilu leyti sam-
mála í þeim efnum.
En rannsóknir ná yfir mun
breiðara svið en glutamats sem
aukefnis í matvælum. Þessir örv-
unareiturefni geta verið til staðar
í sumum fæðutegundum frá
náttúrunnar hendi og jafnvel í það
mikiu magni að það valdi heila-
skemmdum sé þeirra neytt. Örv-
unareitur hefur verið tengt ákveð-
inni baunategund sem sumir íbúar
Afríku og Asíu borðuðu á tímum
hugursneiðar. Efnið hefur einnig
verið tengt taugahrörnunarsjúk-
dómi sem á upphaf sítt á eyjunni
Guam í Kyrrahafi.
Örvunareitrið í umhverfinu er
ekki aðal áhuggjuefnið. Vísinda-
menn hafa komist að því, að
glutamat í heilanum sjálfum getur
orðið að örvunareitri. Uppsöfnun
glutamats getur orðið í hluta heil-
ans og valdið heilaskemmdum í
kjölfar heilablóðfalls, blóðsykurs-
korts og losts. Vísindamenn telja
einnig að taugahrörnun í Hungt-
ingtons-, Parkinsons- og Alzhei-
mers-sjúkdómum geti stafað af
því að eðlileg starfsemi glutamats
hafi raskast.
í desember árið 1986 fengu 150
manns skelfiskeitrun í Kanada
eftir neyslu skelfisks sem við
rannsókn reyndist innhalda mikið
magn af domoic-sýru sem er
áþekk glutamati. Fjórir þeirra
sem sýktust létust og tólf þeirra
urðu fyrir varanlegu heilsutjóni
sem kom fram í minnisleysi svipað
því sem fylgir Alzheimer. Krufn-
ing á þeim sem létust leiddi í ljós,
að taugar í þeim hluta heilans sem
hefur með minnið að gera, höfðu
orðið fyrir skemmdum.
Þó ekki séu öll kurl komin til
grafar í sambandi við þessa skel-
fiskeitrun hefur það verið íhugun-
arefni vísindamanna, hvers vegna
svo fáir, af þeim fjölda sem taiið
er að neytt hafi skelfisksins, hafi
hlotið af varanlegan skaða. Þegar
því hefur verið svarað, má vera
að auðveldara verði að finna skýr-
ingu á því, hvers vegna ákveðinn
hópur þjóðfélagsins er svona
miklu viðkvæmari fyrir öiwuna-
reitrun en aðrir.
Sérstæður sjúkdómur kom upp
á eyjunni Guam í Kyrrahafi og
hafa vísindamenn lengi leitað
skýringa á. Sjúkdómur þessi hefur
verið kallaður Guam ALS Parkin-
sons og lýsir sér á svipaðan hátt
og Parkinsons- og Alzheimers-
sjúkdómurinn. Upphaf hans er
rakið til neyslu eyjabúa á sérstök-
um fræjum sem þeir lögðu sér til
munns í matarþrengingum sem
kom í kjölfar seinni heimsstyijald-
í flestum þessara matvæla er notað þriðja kryddið.
arinnar. Tilgátur eru um að sjúk-
dómnum hafi valdið efnið beta-
methylamino-alanine, sem er að
finna í þessum fræjum. Það hefur
komið fram, að margir þeir sem
fengið hafa þennan sjúkdóm
fengu hann ekki fyrr en mörgum
árum eftir neyslu á þessum fræj-
um. Skýring á því getur verið sú,
að örvunareitrið getur drepið
taugafrumur eftir neyslu þessara
efna, en að sjúkdómur komi ekki
fram fyrr en þegar frumum þess-
um fækkar með aldrinum. Ein-
kennin kæmu þá í ljós þegar
taugafrumum skaddaða hluta
heilans hefur fækkað niður fyrir
það sem talist getur eðlilegt og
rutt þannig leið fyrir fyrrnefndan
taugarýrnunarsjúkdóm — árum
síðar.
Fæðu- og lyfjaeftirlit Banda-
ríkjanna (FDA) er mjög gagnrýnt
fyrir að sýna þessum rannsóknum
á glutamati og taugaeitrunum
ekki nægjanlegan áhuga. Farið
er fram á að FDA hlusti á þá
vísindamenn sem vinna á opinber-
um styrkjum, þar sem möguleiki
sé á því að þær rannsóknir sem
gerðar eru á vegum matvælafyrir-
tækjanna sjálfra séu ekki fullkom-
lega hlutlausar, sérstaklega þær
sem gerðar eru á glutamati, segir
í greininni.
Þessar rannsóknir a glutamati
sem hér hafa verið teknar til
umræðu eru mjög umhugsunar-
verðar og þá ekki síst ef skaði
af neyslu þess kemur ekki fram
hjá viðkvæmum einstaklingum
fyrr en árum eftir neyslu. Hvað
með börn sem alin voru á mon-
osodium glutamati í barnamat
fram til ársins 1969, hafa þau
hlotið af varanlegan heilaskaða.
Getur þetta mikla magn af þriðja
kryddinu, sem hér er leyfilegt að
setja í matvæli, haft heiisuspill-
andi áhrif á okkar uppvaxandi
kynsióð.
Hér á landi er leyfilegt að láta
þriðja kryddið (MSG) í fjölmargar
matvælategundir eins og pylsur
og aðrar unnar matvörur bæði
úr kjöti og fiski. Það vekur einnig
athygli, að samkvæmt aukefna-
listanum er jafnvel leyfilegt að
setja þriðja kryddið í ferskt hakk-
að kjöt og fars. Það er einnig leyfi-
legt að setja í majones, í súpur,
álegg og tilbúna rétti úr kjöti og
fiski, — matvæli sem gjarnan eru
gefin ungum börnum.
M. Þorv.
MYNDBOND
OGMANNLEG
(Ó)NÁITÚRA
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bióborgin
Kynlíf, lygi og myndbönd —
„Sex, Lies and Videotapes“
Leikstjórn og handrit Steven
Soderbergh. Aðalleikendur
James Spider, Peter Gallagher,
Andie Macdowell, Laura San
Giacomo. Bandarísk. Miramax
1989.
Ef Gallagher hefði grunað
hvaða ósköp og skelfingu hann
kaliaði yfir sig er hann bauð göml-
um vini og félaga (Spider) að gista
hjá sér í nokkrar nætur, hefði
hann örugglega látið það ógert.
Nóg vandamál fyrir! Sjálfur er
hann lögfræðingur í vel launuðu
starfi, sjálfselskur, lyginn og
ómerkilegur. Konan orðin honum
fráhverf kynferðislega en ber
sorpvandamál Jarðarbúa þess
meira fyrir brjósti á vikulegum
mótum hennar við sálfræðinginn
sinn. En Gallagher lætur sér það
í léttu rúmi liggja, enda þarf hann
á allri sinni orku að halda að friða
hina ungu og bólfimu mágkonu
sína (Giacomo).
Inní þennann margflókna til-
finningavef kemur svo Spider, líkt
og laungraður foli. Hættur að
gagnast kvenfólki en á sínar sælu-
stundir vfir myndböndum sem
hann tekur af konum sem vilja
ræða við hann opinskátt um
kynlíf sitt.
Harla óvenjuleg skoðun á vel
þekktum vandamálum og glúrin
persónuskoðun, enda er handritið
óvenju hnyttið og viturlegt. Mynd-
in kom feykilega á óvart á síðasta
ári, hlaut yfirleitt mikið lof gagn-
rýnenda og almennings þó svo að
leikstjórinn og handritshöfundur-
inn Soderbergh væri næsta
óþekktur og allir hans meðreiðar-
menn. Eina kunna nafnið Spider,
sem fram til þess tíma hafði verið
víðsfjarri öllum stórvirkjum á leik-
listarsviðinu. En leikhópurinn
virkjar safaríkan textann og text-
inn leikhópinn. Þessir lítt kunnu
listamenn fara allir á kostum og
eru aukinheldur hárrétt valdir í
krefjandi hlutverk. Hér leysast hin
snúnustu kynferðis- og sam-
skiptavandamál á amerískum
hraða og sum harla ódýrt, og
reyndar kemur allt lofið aðeins á
óvart. Þegar margir þekktustu
gagnrýnendur Vesturheims halda
vart vatni af hrifningu á maður
von á meira kjöti á beininu. Því
þó Gallagher og Giacomo séu fast-
mótaðar, kunnuglegar persónur
vantar talsvert á fyllingu og trúð-
verðugleika hinna tveggja, eink-
um Spiders, sem vissulega er
þungamiðja dramans. Og mál-
gleðin er mikil. En kostirnir eru
margfalt fleiri. Kynlíf, lygar og
myndbönd er óvenju fersk og
frumleg kvikmynd og leikstjór-
inn/handritshöfundurinn með
giftuvænlegustu kvikmyndagerð-
armönnum sem fram hefur komið
um árabil. Bandaríkjamenn eru
ekki aideilis á flæðisken' staddir
á meðan þeir eiga byrjendur sem
þessa!
KINNA KALLIOG
KYIKMYNDIRNAR
Laugarásbíó:
Fjórða stríðið — „The Fourth
War“
Leikstjóri John Frankenhei-
mer. Aðalleikendur Roy
Scheider, Jtírgen Prochnow.
Ensk- bandarísk. Kodiak Films
1989.
Hvað er að gerast hjá Fran-
kenheimer, þeim gamalkunna
mektarleikstjóra sem á að baki
myndir á borð við The Manchur-
ian Candiate og þótti manna
snjallastur í gerð sjónvarps-
mynda sem sendar voru beint út
á bernskudögum þess og þykja
ein mesta þolraun í kvikmynda-
sögunni? Þessi nýjasta mynd
hans er éinfaldlega svo lítið
áhugaverð og klisjukennd að
áhorfandinn á í mestu vandræð-
um með að halda athyglinni vak-
andi á meðan á sýningu stendur.
S4 sem þessar línur skrifar átti
reyndar eitt hláturbofs, það kom
reyndar ekki til af góðu. Einbeit-
ingin var orðin svo domm, undir
vita líflausu og margtuggnu
lokaatriðinu, að upp fyrir honum
riljaðist aldeilis makalaus frétt
sem hann las um morguninn af
gervitenntum bankaraufara sem
tók einfaldlega útúr sér stellið til
að villa á sér heimildir! En það
er önnur saga ...
Ég ætla hvorki að ergja sjálfan
mig né aðra á að fara djúpt í
efnisþráðinn sem segir af átökum
stríðsþreyttra bardagajálka,
(Scheider og Prochnow), sitt
hvoru megin landamæra Þýska-
lands og Tékkóslóvakíu. Hann
er ein samfelld rökleysa og ekki
sæmandi gömlum þungavigtar-
mönnum sem Frankenheimer,
Scheider og Prochnow að fást
við slíkt Iéttmeti. Og þó svo það
leyni sér ekki að hér fari vanir
menn er Fjórða stríðið sannkölluð
lognmolla, stúrið afkvæmi
snjallra manna.