Morgunblaðið - 03.05.1990, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
SIEMENS
Falleg tevél!
TA 90001
• Hellir upp á 1 - 8
bolla.
• Samowar-aðferð við
telögun.
• Valsnerill fyrir
lengd bleytitíma
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
fclk f
fréttum
SELFOSS
Skólaskæruliðar á ferð
Stúdentsefni Pjölbrautaskóla Suð-
urlands gerðu grín að ofbeldis-
þætti hermennskunnar þegar þau
héldu upp á síðasta kennsludaginn
og það að næstu daga fara prófin
í hönd. Búin sem sérdeildarher-
menn eða skæruliðar heimsóttu
þau fyrirtæki og stofnanir í bæn-
um. Þessu fylgdu viðeigandi fóta-
spörk, vélbyssugelt og ómissandi
skólabros. Það þarf ekki að taka
það fram að auðvitað var þessum
skólaskæruliðum vel tekið hvar
sem þeir fóru.
Harry Hamlin og Laura Johnson.
Harry Hamlin
hegðar sér
undarlega
Þau þóttu hið fegursta par leik-
ararnir Laura Johnson og Harry
Hamlin og um tíma lýstu þau
hvort öðru sem himnasendingu.
En skjótt skipast veður í lofti,
Harry féll fyrir Nicolette Sherid-
an sem er undurfagurt smástirni
og gæti aldurs vegna verið dótt-
ir hans. Eiga þau Laura og
Harry nú í hatrömmum meðlags-
deilum fyrir dómstólum. En mál
þeirra minnir í mörgu á efni
kvikmyndarinnar I blíðu og
stríðu, sem hér er sýnd um þess-
ar mundir, þar sem Kathleen
Turner og Michael Douglas deila
um skipti eftir skilnað og hvor-
ugt vill flytja á brott úr húsinu
og er meðal annars reynt að
skipta því í tvennt. Þetta hafa
Laura og Harry gert, en árekstr-
arnir eru margir og verða æ al-
varlegri. Hefur það t.d. tvisvar
gerst að sögn Lauru, að Harry
hefur sprottið öskrandi út úr
fataskáp á hennar svæði er hún
taldi sig vera eina í húsinu og
vildi hringja persónuleg símtöl
og svo hefur hann auk þess au-
sið yfír hana svívirðingum fyrir
framan gesti og gangandi. Mála-
ferlin eru flókin, en við þau hafa
nú bæst tilraunir Lauru til að
láta reka Harry úr húsinu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stúdentseftii Fjölbrautaskólans á Selfossi brugðu sér í gervi skæruliða siðustu kennsludaga fyrir próf.
KLOSSAR-STIGVEL
Hótel, sjúkrahús, mötuneyti, fisk- og kjötvinnslur
o.fl. Á RV-Markaði fáið þið létta vinnuklossa (hvíta
eða svarta) og hvít stígvél sem ekki verða hál.
ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA
5% staðgreiðsluafsláttur.
Kreditkorta
þjónusta
sfrh'SeW
STORDAGUR
Dóttir Jerry Hall 1
fótspor mömmu
Elisabeth Scarlett Jagger, hinni sex
ára gömlu dóttur ungfrú Jerry
Hail og rokkarans heimsfræga
Micks Jagger þykir kippa í kynið.
Elisabeth Scarlett var meðal sýn-
ingarbarna er árleg góðgerð-
artískusýning í þágu blindra var
haldin á Park Lane-hótelinu í Lund-
únum, en bömin voru valin úr nem-
endahópi Vacani-dansskólans.
Þetta var frumraun Lísu litlu í
sýningarstörfum, en móðir hennar
er sem kunnugt er einhver þekkt-
asta fyrirsæta hins vestræna heims.
Glöggir menn töldu Lísu hafa erft
hæfileika móður sinnar, en hún er
há og grönn eins og Jerry, Mick
er aftur á móti heldu rindilslegur
og ekki beint til sýningarstarfa. Það
voru stoltir foreldrar sem fylgdust
með barni sínu stika í tvígang niður
sýningarganginn og til baka. Jerry
var örugg og brosandi, en Mick var
aftur á móti allur á iði og gat ekki
setið kyrr. Hann þrískipti um sæti
meðan á sýningunni stóð.
Elisabeth Scarlett sýnir skraut-
legan ballkjól.
---—-—----
Stoltir foreldrar ásamt yngra barninum, peyjanum James,