Morgunblaðið - 03.05.1990, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990
51
SUMARKOMA
Skátar fögmiðu sumri
með hátíðahöldum
Á þriðja hundrað skátar á Selfossi
og fjöldi íbúa gengu í skrúðgöngu
til kirkju á sumardaginn fyrsta og
fögnuðu sumri. Skátastarf á Sel-
fossi er mjög öflugt um þessar
mundir eftir að hafa legið niðri um
nokkurra ára skeið.
Skátarnir söfnuðust saman við
barnaskólann og þaðan var gengið
um nokkrar götur, stansað við Ljós-
heima, sjúkraheimili aldraðra, á leið
til ktrkjunnar. Veður var gott, sól
skein í heiði með dálítilli kælu.
í ræðu sinni í skátamessunni gat
séra Sigurður Sigurðarson sóknar-
prestur þess sérstaklega hversu
ánægjulegt það væri að skátafélag-
ið Fossbúar starfaði með svo mikl-
um þrótti. Skátastarfið væri gef-
andi og hefði mikið uppeldislegt
gildi fyrir hvern og einn ásamt því
að vera veigamikill þáttur í samfé-
laginu.
Nýir foringjar voru vígðir til
starfa í skátamessunni af skátafor-
ingjum Fossbúa. Þeir báru íslenska
fánann í og úr kirkju og heilsuðu
með fánahyllingu.
Síðar um daginn var mikil skáta-
skemmtun í Hótel Selfoss þar sem
margt var sér til gamans gert og
var skemmtunin vel sótt af börnum
og fullorðnum.
- Sig. Jóns.
Ungir skátar á Selfossi í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta.
Skátaforingjar fóru fyrir skrúðgöngunni með fánaborg.
DRYKKJULÆTI
Hopper ánægðari þurr
Leikarinn góðkunni Dennis Hopper
er nýr maður þessa dagana, eða
eftir að hann kom úr meðferð vegna
hrikalegrar áfengis- og pilluneyslu.
Sjálfur segir hann að það hafi ekki
runnið af sér í svo mörg ár að hann
muni ekki hversu mörg þau eru.
Vinir og vandamenn Hoppers
voru ævinlega eitthvað að rella í
honum, en hann afgreiddi allt slíkt
eins og hvert annað raus og taldi
sig hafa góða stjórn á neyslu sinni.
Var hann einn um þá skoðun. Tvö
atvik urðu til þess að hann fór að
skoða hlutina í öðru Ijósi. Hann var
að vinna við kvikmyndatökur í
frumskógi og sturtaði í sig víni í
tíma og ótíma. Allt í einu missti
hann stjórn á sér og hann æddi um
allt svæðið, fletti sig loks klæðum
og hljóp öskrandi inn í frumskóg-
inn. Fjórir tæknimenn veittu honum
eftirför og drógu hann nauðugan
viljugan til búða. Nokkrum dögum
seinna var Dennis svo enn drukkn-
ari og þá stóð til að fljúga frá
Suður-Ameríku til Bandaríkjanna.
En áður en vélin komst í loftið
þurftu tæknimennirnir enn að grípa
í taumana, því skyndilega var
Hopper kominn út á væng vélarinn-
ar og þvertók fyrir að snúa í sætið.
Voru þá kallaðir til fílefldir menn
sem afgi-eiddu Hopper snyrtilega,
en er hann 'fékk minnið á ný féllst
hann á að fara í meðferð. Hefur
hann nú verið óvirkur í nokkra
mánuði og segist líka lífið betur en
nokkru sinni fyrr.
Hopper t.h. ásamt Kiefer Sutherland en þeir leika saman í mynd-
inni „Rebellion".
Richard Pryor.
KRANKLEIKI
Pryor fékk
hjartaáfall
í Astralíu
Heilsu gamanleikarans banda-
ríska Richards Pryors hrakar
nú töluvert, en hann er sagður
haldinn ms-sjúkdómnum. Hef-
ur Pryor horast gífurlega
síðustu mánuði, svo mjög, að
orðrómur fór á kreik um að
hann væri haldinn alnæmi, en
nú hefur annað komið í ljós.
Það síðasta sem brast á leik-
arann var vægt hjartaáfall fyr-
ir nokkrum vikum er hann var
staddur í Ástralíu. Var hann
lagður inn á sjúkrahús í Bris-
bane þar sem hann jafnaði sig
undir ströngu eftirliti lækna.
Læknar tilkynntu að áfallið
hefðu ekki valdið teljandi
skaða.
Hallvarður erkigaur hefur nú gengið
í íslenskra manna tölu og er hættur að
sletta útlenskum orðum. Hann iðrast þess
að hafa vaðið yfir þjóðina með enskuslett-
una "slim'7 og hefur heitið því að finna
íslenskt orð í staðinn. Hann leitar nú log-
andi ljósi í alíslensku orðabókinni sinni að
rétta orðinu. Hann væri afar þakklátur ef
íslenska þjóðin gæti sameinast í þessu
átaki og hjálpað honum að finna íslenskt
orð á umbúðimar í staðinn fyiir "slim".
Fyllið út seðilinn héma fyrir neðan -
og sendið hann til AUKhf, Auglýsinga-
stofu Kristínar, Pósthólf 5212,125 Reykja-
vík, merkt: Floridana hvað?, fyrir 1. ágúst
1990.
Verðlaun að upphæð kr. 100.000
verða veitt fyrir besta heitið.
Dómnefnd velur besta heitið. Ef
fleiii en einn eru með sama heitið, verður
dregið um hver hlýtur verðlaunin. Til-
kynnt verður um úrslit 3. september 1990.
AUGLÝSINGASTOFA
KRISTlNAR
I—
„Ekkert sull fyrír mig takk!
Aðeins 100% hreinan Florídana safa
í_______________________umbúðum."
Nafn_______________________________
Heimilisfang __________
Póstnr__________Staður
Sími __________________