Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 56

Morgunblaðið - 03.05.1990, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 4 IÞROTTIR UNGLINGA Körfuknattleikur: íslands- meistarar ÍBK í drengja- flokki Keflvíkingar sigruðu KR-inga í úrslitaleik í drengjaflokki fyrir skömmu. Á myndinni eru, efri röð frá vinstri: Guðbrandur Stefánsson, þjálfari, Ólafur Pét- ursson, Sigurður Valur Árnason, Birgir Guðfinnsson, Nökkvi Már Jónsson, Garðar Jónsson og Pétur Guðmundsson. Neðri röð frá viiistri: Ingvar Eyfjörð Jónsson, Kristinn Ingólfsson, Jón Júlíus Árnason, Hjörtur Harðarsson, Jón Stefánsson og Rúnar Valdimars- son. Morgunblaðið/Einar Falur JÚDO / ISLANDSMOT YNGRI FLOKKANNA Kampakátir Akureyringar eftir glæsilega frammistöðu á mótinu í Grindavík. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Glæsilegur árangur KA-manna í Grindavík Fengu tuttugu og sjö verðlaun á íslandsmóti yngri flokkanna um síðustu helgi ÍSLANDSMÓT íflokki 6-16 ára íjúdó varhaldið sl. helgi í íþróttahúsinu í Grindavík. Um -150 þátttakendur tóku þátt í mótinu, þar af 57 frá KA, Akur- eyri. Aðrir komu frá UMFG, Ármanni, ÍBK og JFR. Keppt var í 17 þyngdarflokkum, 2-4 í hveijum aldursflokki. KA fékk flest gull, 11 samtals og reynd- ar flest verðlaun eða 27 samtals sem er frábær Frimann Ótafsson skrífarfrá Gríndavik arangur. Jón Óðinn Óðins- son hefur séð um þjálfun hjá KA und- anfarin fimm ár sagði við Morgun- blaðið að mikill áhugi væri á íþrótt- inni á Akureyri og um 100 stund- uðu júdó þar. Hann sagði að júdó- menn æfðu mikið auk þess sem mikil áhersla væri lögð á aga. ,Það er góður andi í hópnum og með þessum góða árangri eykst áhugi á júdó,“ sagði Jón Óðinn, „auk þess er metnaðurinn mikill og ég veit að þeir sem fengu silfur og brons eru ekki fullkomlega ánægðir því allir komu til að vinna." Jón Óðinn sagði að strákarnir sem hann hefði byijað að þjálfa fyrir fimm árum hefðu séð um þjálf- un í vetur þegar hann sjálfur var í skóla í Reykjavík og þeir ættu hrós skilið fyrir árangurinn. Ármenningar stóðu sig vel í eldri flokkunum og fengu þrenn gull- verðlaun og 15 samtals. Heima- menn ollu nokkrum vonbrigðum og fengu ekki nema 1 gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Úrslit voru birt í Morgunblaðinu á þriðjudag. Mótið fór í alla staði vel fram og gekk snuðrulaust fyrir sig. Grunnskólar Reykjavíkur: Rúmlega 2.000 þátt- takendur á Íþróttahátíð Iþróttahátíð grunnskóla Reykjavíkur 1990 fer fram á morgun og verður sett í Laugar- dalshöll. Þátttakendur verða um 2.000, auk þeirra sem taka þátt í öðrum viðfangsefnum sem í boði eru. Hátíðin verður sett í Laugardals- höll kl. 13. Unglingar úr Ármanni sýna fimleika og Reykjavíkurmeist- arar í frjálsri aðferð sýna dans. Að því loknu verður keppt í hinum ýmsu greinum, handknattleik, knattspyrnu, körfuknattleik, boð- sundi, boðhlaupi, langstökki og víðavangshlaupi. I Laugardal verð- ur keppt í torfæruakstri á reiðhjól- um, fólki gefst kostur á að æfa sig í hjólreiðaþrautum og hjólabretta- pallur verður settur upp, auk leik- tækjasvæðis. Dagskrá Iþróttahátíðarinnar er á þessa leið: Laugardalshöll kl. 14.00 Handbolti, 7. og 8. bekkur drengja og stúlkna. 42 lið. Gervigrasvöllur kl. 14.00 Knattspyrna, 6. bekkur drengja og stúlkna. 31 lið. Álftamýraskóli kl. 14. Körfuknattleikur, 9. bekkur drengja og stúlkna. 19 lið. Laugardalslaug kl. 14.30 Boðsund, 4., 6., 7. og 9. bekkur, blönduð lið. 25 íið. Valbjarnarvöllur 13.45. Boðhlaup, 4. og 6. bekkur, blönduð lið. 17 lið. Langstökk, 1. og 3. bekkur, frjáls þátttaka. Kl. 15.00 Víðavangshlaup, 1. og 9. bekkur, fijáls þátttaka. Að auki verður íþróttasvæðið í Laugardal öllum opið og m.a. keppt í blaki, ratleik, tennis ofl. ÚRSLIT Vorhlaup UFA Vorhlaup Ungmennafélags Akureyrar fór fram á Akureyri 1. maí. Keppendur voru 87. Stelpur 11-12 ára, 1,3 km: Berglind Gunnarsdóttir, UMSE..........5,47 Þórdis Jónsdóttir, UMSE...............5,56 Sigurlaug Níelsdóttir, UMSE...........6,03 ValaHarðardóttir, UMSE................6,11 GunnurÝr Stefánsdóttir, UMSE..........6,17 Strákar 11-12 ára, 1,3 km: Bergvin Gunnarsson, UMSE..............5,22 Smári Stefánsson, UFA.................5,29 Jóhann Finnbogason, UFA...............5,51 Logi Siguijónsson, UMSE...............6,09 Róbert Kárason, UFA,..................6,14 Telpur 13-14 ára, 2,1 km: Unnur Kristín Friðriksdóttir, UFA....10,16 Heiðdís Þorsteinsdóttir, UMSE........11,35 Hafdís Heiðarsdóttir, UMSE...........11,42 Jóhanna Eria Jóhannesdóttir, UFA.....12,31 Hólmfríður Jónsdóttir, UFA...........12,42 Piltar 13-14 ára, 2,1 km: Anton Ingvason, UMSE..................9,07 Birgir Öm Reynisson, UFA..............9,53 -> 1990 ÍÞRÓTTASEÓLI Hálfsmánaðar fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir 6-13 ára börn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.