Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 58

Morgunblaðið - 03.05.1990, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Eyjólfur tók Ásgeir á orðinu Kom inn á sem varamaður gegn Nurnberg og opnaði markareikning sinn hjá Stuttgart. Skor- aði með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri EYJÓLFUR Sverrisson tók Ás- geir Sigurvinsson á orðinu í ieik gegn Nurnberg á Neckar- leikvanginum í fyrradag, er hann opnaði markareikning sinn fyrir Stuttgart, sem vann 4:0. Þegar Eyjólfur kom inn á sem varamaður fyrir Danann Peter Rasmussen á 52. mín., sagði Ásgeir við Eyjólf: „Farðu ^>nú fram og skoraðu." Eyjólfur hafði ekki verið inni á vellinum nema í fimmtán mín. er hann var búinn að skora. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. „Send- ingin frá Ásgeiri kom á nærstöng- ina. Ég skaust fram fyrir markvörð- inn Köpke og skallaði knöttinn í markhomið. Það var ljúft að sjá knöttinn hafna í netinu,“ sagði jEyjólfur við Morgunblaðið. Hann ■ iék vel þann tíma sem hann var inni á. „Eyjólfur nýtti tækifærið og kom vel frá leiknum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem lék sinn fyrsta leik í langan tíma í byrjunarliðinu og fékk hann góða dóma. „Ég er að ná mér eftir meiðslin.“ Eyjólfur var nær búinn að skora fyrr. Varnarmaður Nurnberg náði þá að varna skoti frá honum. Knött- irnn fór til Fronzeck, sem skoraði, 2:0. Áður hafði Manfred Schnalke skorað. Eyjólfur skoraði þriðja markið og Fritz Walter það fjórða. Stuttgart leikur næst á útivelli gegn Mönchengladbach. „Ég reikna ekki með að vera í byijunarliðinu þá,“ sagði Eyjólfur, sem vonast þó “*til að koma inn á sem varamaður. Fjóröi íslenski dúettinn Ásgeir og Eyjólfur er ijórði ís- lendingadúettinn sem leikur saman í Bundesligunni. Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs léku saman hjá Dort- mund, Atli og Pétur Ormslev hjá Dússeldorf og Atli og Lárus Guð- mundsson hjá Bayer Uerdingen. Eyjólfur fagnar markinu gegn Núrnberg; fyrsta marki sínu fyrir aðallið Stuttgart. Fram og Víkingur mætast í kvöld Fyrri undanúrslitaleikurinn á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu fer fram í kvöld. Fram og Víkingar mætast á gervi- grasvellinu Laugardal kl. 20.30. Síðari leikurinn fer fram á sama stað á laugar- dag kl. 15.00. Þá mætast Þróttur og KR. Ásgeir á fullri ferð í leiknum gegn Núrn- berg á þriðjudag. Hann var talinn besti maður Stuttgart í leiknum. Asgeir fuHtrúi hjá Stuttgart Asgeir Sigurvinsson mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna 12. maí, eftir leik gegn Homburg á Neckar-leikvanginum í Stuttgart. „Það verður minn síðasti opinberi leikur í móti,“ sagði Ásgeir, en hann er þó samn- ingsbundinn Stuttgart til 1993. Dieter Höness, framkvæmdastjóri félagsins, kom til Ásgeirs á dög- unum og bauð honum ákveðið starf. „Höness óskaði eftir því að ég verði tengiliður Stuttgarts við þá aðila sem fjármagna félagið. Þetta er óneitanlega spennandi starf,“ sagði Ásgeir. „Það verður örugglega erfitt að hætta eftir sautján ára feril sem atvinnu- knattspyrnumaður. Ég hef undir- búið mig vel fyrir þessi tímamót, þannig að ég á að geta sætt mig betur við að hætta knattspyrnu. Ásgeir mun fara á námskeið í markaðsfræðum áður en hann tæki við nýja starfinu. Ásgeir ætlar að taka sér gott sumarfrí og síðan mun hann setj- ast niður í september og fara að huga að framtíðinni. „Ég hef lengi haft áhuga á að mennta mig sem knattspyrnuþjálfara. Til þess að fá þjálfararéttindi verð ég að fara í knattspyrnuþjálfaraskólann í Köln. Áður verð ég að taka A- stigs námskeið í þjálfun og ég gæti vel hugsað mér að taka það stig með haustinu,“ sagði Ásgeir. REYKJAVÍKURMÓTIÐ HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjarni Þau bestu og efnilegustu GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH, og Guðríður Guðjónsdóttir úr Fram voru kjörin bestu leikmenn 1. deildanna í handknattleik í vetur. Kjörinu var lýst í lokahófi handknattleiksmanna, eins og greint var frá í blaðinu á þriðjudaginn. Þau eru á hægri myndinni að ofan. Á þeirri vinstri eru leikmennirnir sem voru kjörnir þeir efnilegustu í hvorri deild; Laufey SigValdadóttir úr Gróttu og Magnús Sigurðsson, HK- ÚRSUT Knattspyrna REYKJAyÍKURMÓTIÐ Þróttur - Armann..................3:3 Haukur Magnússon, Sverrir Pétursson, Óskar Óskarsson - Amar Halldórsson 2, Jens Ormslev. LITLA-BIKARKEPPNIN A-riðill: FH-Víðir.........................1:0 Hörður Magnússon. FH........................2 2 0 0 5:1 4 Víðir.....................3 1 1 1 3:3 3 Keflavík..................1 0 1 0 0:0 1 Breiðablik.................2 0 0 2 3:7 0 B-ríðill: Selfoss - Akranes.....................1:3 Salih Porca, vítasp. - Bjarki Pétursson 2, Guðbjöm Tryggvason. Ilaukar - Stjaman.....................1:2 Rúnar Sigurðsson - Ragnar Gíslason 2. Akranes..................3 2 1 0 8: 4 5 Selfoss..................2 1 0 1 8: 5 2 Stjaman..................2 1 0 1 3: 4 2 Haukar....................3 0 1 2 5:11 1 ENGLAND 1. DEILD Man. Utd. - Wimbledon.................0:0 29.281. Liverpool - Derby.....................1:0 Gary Gillespie (81.). 38.038 leikir í gærkvöldi: Arscnal - Southampton.................2:1 Lee Dixon vítasp., David Roeastle - Barry Home. Nottingham For. - Man. Utd............4:0 Garry Parker (4.), Stuart Pearce (19.), Nigel Clough (21.), Steve Chettle (25.) Wimbledon - C. Palace.................0:1 - Mark Bright 2. DEIUO: Blackbum - Sheff. United..............0:0 Hull-Ipswich..........................4:3 Oldham - Oxford.......................4:1 Port Vale - Sunderland................1:2 Middlesborough - Bamsley..............0:1 West Ham - Leicester..................3:1 3. DEILD: Bolton - Huddersfíeld...i.............2:2 Cardiff - Reading.....................3:2 Walsall - Rotherham...................1:1 Bradford - Swansea....................2:1 Bristol R. - Bristol C......:.........3:0 Tranmere - Northampton.„..............0:0 4. DEILD: Aldershot - Herefoid..................0:2 Cambridge - Gillingham................2:1 Chesterfield - Scunthorpe.............1:1 Exeter - Bumley.......................2:1 SOVÉTRÍKIN Bikarúrslitaleikur. Dynamo Kiev - Lokomotiv Moskva........6:1 Óleg Salenkó 3, Alexei Mikhailttsjenkó, Vasílí Rats, Gennadí Litóvtsjenkó - Evgení Mflesjkín. FRAKKLAND Leikir í 8-liða úrslitum frönsku bikarkeppninn- ar Avignon - Montpellier.................0:1 Cannes - Mprseille....................0:3 Racing París - Bordeaux............. 1:1 (París vann í vítaspymukeppni 5:4) Mulhouse - St. Etienne................2:2 (St. Etienne vann í vítaspymukeppni 7:6) V-ÞÝSKALAND Bochum - Mönchengladbach..............2:1 Frankfurt - Homburg...................1:1 Stuttgart - Numberg...................4:0 Köln - Mannheim.......................6:0 Kaiserslautem - Bremen.................2:2 Diisseldorf - Bayer Ieverkusen.........2:0 Bayem Múnchen - St. Pauli..............1:0 Uerdingen - Dortmund...................1:3 Hamburg - Karlsruhe...................1:0 Handknattleikur Leikir í 1. deildarkeppninni á Spáni: Barcelona - Valladolid..................23:18 Caja Madrid - Bidasoa...................30:20 Atletico Madrid - Teka..................19:23 Granollers - Pajautordera...............35:25 ■Geir Sveinsson fékk eina sendingu inn á línuna og skoraði. Atli Hilmarsson lék ekki með Granollers vegna meiðsla. ■Staða efstu liðanna: Teka 41, Barcelona 40, Granollers 39, Atletico Madrid 34, Valencia 33, Bidasoa 30, Caja Madrid 30. Körfuknattleikur Leikið var í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þriðjudaginn: Milwaukee - Chicago Buils..........119:112 (Bulls er yfir 2:1) Cleveland - Philadelphia..........122: 95 (Philadelphia er yfir 2:1) Dctroit Pistons - Indiana.........108: 96 (Pistons vann 3:0) Houston - LA Lakers................114:108 (Lakers er yfir 2:1) Portland - Dallas.................106: 92 (Portland vann 3:0) San Antonio - Denver..............131:120 (San Antonio vann 3:0) Frjálsar íþróttir Vorhiaup Ungmennafélags Akureyrar fór fram 1. maí á Akureyri. Bestum tíma náðu: Konur 15 ára og cldir (3,4 km); Sigríður Gunnarsdóttir, UMDE.............14,55 Valdís Hallgrímsdóttir, UMSE.............15,10 BryndísL. Stefánsdóttir..................15,32 Brynhildur Á. Stefánsdóttir..............15,33 ÞóraG. Baldursdóttir.....................15,45 ■Þtjár þær síðastöldu era ófélagsbundnar. Karlar 15 ára og eldri (6,8 km): Jón Illugason, HSÞ......._...............27,52 Rafn Ingi Rafnsson, HVÍ..................27,57 Sigurður Aðalsteinsson, SRA..............27,56 Sigurður Bjarklind, KA...................28,02 Sveinn Trau^tason, FHótum................28,17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.