Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 SÍF stofiiar dóttur- fyrirtæki á Spáni Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda hefur stofnað dótturíyrir- tæki á Spáni, Union Islandia SA. Fyrirtækið hefiir tekið við allri sölu- og markaðsstarfsemi af söluskrifstofu SÍF í Barcelona, sem starfrækt hefur verið síðastliðin tvö og hálft ár. Union Islandia er fyrsta dóttur- fyrirtæki SIF erlendis, en sölusambandið hefiir starfrækt söluskrifstof- ur í Genóa á Ítalíu, auk skrifstofunnar í Barcelona. „Við gerum þetta fyrst og fremst til að styrkja stöðu okkar á Spánar- markaðnum,“ sagð: Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri SÍF í sam- tali við Morgunblaðið. „Við höfum lagt mikla áherzlu á Spánarmarkað síðustu ár og verið þar með ýmsa tilraunastarfsemi í markaðssetningu á saltfiski. Við höfum farið út í tals- vert viðamikla auglýsingaherferð og unnið markvisst að því að snúa við samdrætti í saltfiskneyzlu. Við höf- um einbeitt okkur mikið í kring um Barcelona, í Katalóníu, en erum að vinna okkur inn í aðra landshluta. Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir og við erum að vonast til að með stofnun sérstaks fyrirtæk- is munum við geta styrkt stöðu okk- ar enn frekar." Saltfiskútflutningur til Spánar nam á síðasta ári um 10.000 tonn- um, að verðmæti þrír milljarðar íslenzkra króna. Það eru um 20-25% af heildarútflutningi á saltfiski, að sögn Magnúsar Gunnarssonar. Hann segist vonast til að enn sé hægt að auka hlut íslendinga á Spánarmark- aðnum. „Undanfarin ár höfum við Þrotabú Islandslax; Nýr fram- kvæmdastjóri til starfa SKIPTASTJÓRAR þrotabús ís- landslax hf. hafa ráðið Friðrik Sigurðsson líffræðing sem fram- kvæmdastjóra íslandslax hf. Frið- rik er nú framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva (LFH) en lætur af störfum fyrir sambandið á næst- unni. LFH hefiir auglýst eftir nýj- um framkvæmdastjóra. Garðar Garðarsson, annar skipta- stjóri íslandslax, sagði að Friðrik væri ráðinn til stutts tíma því eðli málsins samkvæmt gæti þrotabú ekki ráðið menn til langs tíma. Helstu kröfuhafar íslandslax, þ.e. Fiskveiðasjóður, Framkvæmdasjóð- ur og Landsbankinn, standa að rekstrinum með skiptastjórunum. Stöðin er í sams konar rekstri og hún var við gjaldþrotið og gengur ágætlega að sögn Garðars. 16-20 manns starfa við stöðina. Bjarni Sigurðsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Islandslax er á - förum til starfa erlendis. fjölgað kaupendum og vöruúrvalið, sem fer til Spánar, er mun fjölbreytt- ara en áður var,“ sagði Magnús. I ár hafa þegar verið flutt um átta þúsund tonn til Spánar. Megnið af saltfiskinum frá íslandi fer um höfn- ina í Bilbao, þar sem SlF starfrækir stóra kæli- og saltfiskskemmu. Stjórn Union Islandia skipa Tryggvi Finnsson, saltfiskverkandi á Húsavík, sem er stjórnarfonnaður, Gunnar Tómasson saltfiskverkandi í Grindavík og Sigurður Haraldsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SIF. Framkvæmdastjóri er José Solernou, sem sá um rekstur söluskrifstofu SÍF í Barcelona. Solernou hefur starfað við saltfisksölu í 30 ár. Saltfiskur á brettum. SteiimUarverksmiðjan: Magn eitur- eftia mjög lítið Magn eiturefiia reyndist mjög lítið í fljótandi úrgangi sem graf- inn var upp á lóð Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki þann 20. apríl. Efiiagreiningar á vegum mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins hafa leitt þetta í ljós. All- ur úrgangur sem upp var grafinn hefur þó verið sendur úr landi til förgunar. Skömmu eftir að leki kom að geymi í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufnesi var ráðist í að grafa upp tunnur með fljótandi úrgangi á lóð Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki. Rannsóknir á úrgang- inum staðfesta að um er að ræða bindi- og hjálparefni sem notuð eru við framleiðslu í verksmiðjunni. I fréttatilkynningu frá Hollustuvernd segir að niðurstöðurnar sýni að í úrganginum sé mjög lítið magn umhverfisskaðlegra efna (frítt fenól og formaldehyd). m Þú getur stólað á sparísjóðina Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu sparisjóðanna I landinu. Hver og einn þeirra starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein- staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at- vinnuvega á sínu starfssvæði. Sparisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj- anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann- ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við- komandi byggðarlagi til góða. /L SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína AUK/SlA k6ZW31-34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.