Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
SÍF stofiiar dóttur-
fyrirtæki á Spáni
Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda hefur stofnað dótturíyrir-
tæki á Spáni, Union Islandia SA. Fyrirtækið hefiir tekið við allri sölu-
og markaðsstarfsemi af söluskrifstofu SÍF í Barcelona, sem starfrækt
hefur verið síðastliðin tvö og hálft ár. Union Islandia er fyrsta dóttur-
fyrirtæki SIF erlendis, en sölusambandið hefiir starfrækt söluskrifstof-
ur í Genóa á Ítalíu, auk skrifstofunnar í Barcelona.
„Við gerum þetta fyrst og fremst
til að styrkja stöðu okkar á Spánar-
markaðnum,“ sagð: Magnús Gunn-
arsson framkvæmdastjóri SÍF í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við höfum
lagt mikla áherzlu á Spánarmarkað
síðustu ár og verið þar með ýmsa
tilraunastarfsemi í markaðssetningu
á saltfiski. Við höfum farið út í tals-
vert viðamikla auglýsingaherferð og
unnið markvisst að því að snúa við
samdrætti í saltfiskneyzlu. Við höf-
um einbeitt okkur mikið í kring um
Barcelona, í Katalóníu, en erum að
vinna okkur inn í aðra landshluta.
Ég held að það sé óhætt að segja
að við höfum fengið mjög jákvæðar
undirtektir og við erum að vonast
til að með stofnun sérstaks fyrirtæk-
is munum við geta styrkt stöðu okk-
ar enn frekar."
Saltfiskútflutningur til Spánar
nam á síðasta ári um 10.000 tonn-
um, að verðmæti þrír milljarðar
íslenzkra króna. Það eru um 20-25%
af heildarútflutningi á saltfiski, að
sögn Magnúsar Gunnarssonar. Hann
segist vonast til að enn sé hægt að
auka hlut íslendinga á Spánarmark-
aðnum. „Undanfarin ár höfum við
Þrotabú Islandslax;
Nýr fram-
kvæmdastjóri
til starfa
SKIPTASTJÓRAR þrotabús ís-
landslax hf. hafa ráðið Friðrik
Sigurðsson líffræðing sem fram-
kvæmdastjóra íslandslax hf. Frið-
rik er nú framkvæmdastjóri
Landssambands fiskeldis- og haf-
beitarstöðva (LFH) en lætur af
störfum fyrir sambandið á næst-
unni. LFH hefiir auglýst eftir nýj-
um framkvæmdastjóra.
Garðar Garðarsson, annar skipta-
stjóri íslandslax, sagði að Friðrik
væri ráðinn til stutts tíma því eðli
málsins samkvæmt gæti þrotabú
ekki ráðið menn til langs tíma.
Helstu kröfuhafar íslandslax, þ.e.
Fiskveiðasjóður, Framkvæmdasjóð-
ur og Landsbankinn, standa að
rekstrinum með skiptastjórunum.
Stöðin er í sams konar rekstri og
hún var við gjaldþrotið og gengur
ágætlega að sögn Garðars. 16-20
manns starfa við stöðina.
Bjarni Sigurðsson sem verið hefur
framkvæmdastjóri Islandslax er á
- förum til starfa erlendis.
fjölgað kaupendum og vöruúrvalið,
sem fer til Spánar, er mun fjölbreytt-
ara en áður var,“ sagði Magnús. I
ár hafa þegar verið flutt um átta
þúsund tonn til Spánar. Megnið af
saltfiskinum frá íslandi fer um höfn-
ina í Bilbao, þar sem SlF starfrækir
stóra kæli- og saltfiskskemmu.
Stjórn Union Islandia skipa
Tryggvi Finnsson, saltfiskverkandi
á Húsavík, sem er stjórnarfonnaður,
Gunnar Tómasson saltfiskverkandi
í Grindavík og Sigurður Haraldsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri SIF.
Framkvæmdastjóri er José Solernou,
sem sá um rekstur söluskrifstofu
SÍF í Barcelona. Solernou hefur
starfað við saltfisksölu í 30 ár.
Saltfiskur á brettum.
SteiimUarverksmiðjan:
Magn eitur-
eftia mjög lítið
Magn eiturefiia reyndist mjög
lítið í fljótandi úrgangi sem graf-
inn var upp á lóð Steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki þann
20. apríl. Efiiagreiningar á vegum
mengunarvarna Hollustuverndar
ríkisins hafa leitt þetta í ljós. All-
ur úrgangur sem upp var grafinn
hefur þó verið sendur úr landi til
förgunar.
Skömmu eftir að leki kom að
geymi í Áburðarverksmiðju ríkisins
í Gufnesi var ráðist í að grafa upp
tunnur með fljótandi úrgangi á lóð
Steinullarverksmiðjunnar hf. á
Sauðárkróki. Rannsóknir á úrgang-
inum staðfesta að um er að ræða
bindi- og hjálparefni sem notuð eru
við framleiðslu í verksmiðjunni. I
fréttatilkynningu frá Hollustuvernd
segir að niðurstöðurnar sýni að í
úrganginum sé mjög lítið magn
umhverfisskaðlegra efna (frítt fenól
og formaldehyd).
m
Þú getur stólað
á sparísjóðina
Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru
fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu
sparisjóðanna I landinu. Hver og einn þeirra
starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein-
staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri
stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at-
vinnuvega á sínu starfssvæði.
Sparisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á
persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj-
anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir
byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann-
ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við-
komandi byggðarlagi til góða.
/L
SPARISJÓÐIRNIR
fyrir þig og þína
AUK/SlA k6ZW31-34