Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 21 Nýlega var stofhað fyrsta katta- ræktarfélag á Islandi. ■ FYRSTA kattaræktarfélag á íslandi var stofnað þann 5. apríl sl. Hlaut það nafnið Kynjakettir, kattaræktarfélag íslands. Mark- mið félagsins er að kynna katta- ræktun með fundum félagsmanna, kattasýningum, útgáfu á frétta- bréfi, skráningu katta og útgáfu á ættartölum. Félagið ætlar að vinna með öðrum kattafélögum að bar- áttu fyrir málefnum katta, katta- ræktenda og kattavina. Símatímar félagsins eru á mánudögum, þriðju- dögum, miðvikudögum og um helg- ar kl. 20—21 í síma 91-624007. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýs- ingar eða gerast félagsmenn geta hringt í þann síma. (Fréttatilkynning) ■ Á FUNDI Foreldrafélags mis- þroska barna í Æfingadeild Kennaraháskóla Islands hinn 16. maí sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: Umönnun misþroska barna er oft ekki síður erfið en umönnun annarra fatlaðra barna. Nú hefur 10. greinin svokallaða verið endur- skoðuð með það fyrir augum að kippa burt stuðningi við þennan hóp án þess að nokkrar aðrar ráðstafan- ir hafi komið í staðinn. Kvótar um sérkennslu í grunnskólum eru enn- þá jafn naumir og gefa þeir áhuga- sömum kennurum og sérkennurum naumast nokkurt svigrúm til þess að sinna að gagni þessum hópi barna, sem þó á í flestum tilfellum fullt erindi í almenna skóla, fái þau rétta aðstoð. Foreldrafélag mis- þroska barna lýsir yfir þungum áhyggjum sínum með þessa með- ferð mála á báðum vígstöðvum og skorar á yfirvöld, jafnt félagsmála sem menntamála, að bregðast við án tafar, kanna í samráði við fag- fólk og foreldra hvernig bæta megi aðstöðu misþroska barna, og í fram- haldi af því gera allar þær ráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru. ■ JON Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, skipaði þann 16. maí sl. Pál Kr. Pálsson, verkfræðing, í stöðu forstjóra Iðntæknistofiiunar Is- lands til næstu fjögurra ára, frá 1. júní 1990 að telja. Páll hefur gegnt starfi forstjóra Iðntækni- stofnunar frá 1. júní 1986. ''S. N NISSAN MAXIMA Vél: 3.0, V6, bein innspýting (multi point, dual port), 173 hestöfl, framhjóladrifinn. Skipting: Sjálfskipting, fjögurra gíra með tölvustýrðu skiptivali (comfort, medium og fast), cruise control. Innrétting: Allur leðurklæddur. Rafmagn í öllu þ.ám. sætastillingum. Brsmsukerti: ABS. Aukahlutlr: Allt innifalið, m.a. 15 tommu álfelgur, upphitaðir speglar, fullkomið útvarp og segulband með 4 stórum hátölurum, rafmagnsloftnet. Lesendur erlendra bílatímarita, evrópskra jafnt sem amerískra, þekkja þá einróma hrifningu sem Nissan Maxima hefur vakið. Niðurstöður eins og „Hann er fullkominn“ „Ég get ekkert fundið að“ „Einfaldlega bestu kaupin“ höfum við engu við að bæta. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 91-674000 Nýtt símanúmer Frá og með 1. júni 1990 er símanúmer skiptiborðs Pósts og síma 63 60 00 og myndsendisnúmer 63 60 09. Nánari upplýsingar eru á blaðsíðum 338 og 339 í símaskránni. PÓSTUR OG SÍMI Við spörutn þér sporin 'é'fj GOTT FÓLKI SlA 5500-1S7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.