Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
Amarfhig og umræðan
eftir Óla Tynes
Það hefur sjálfsagt ekki farið
framhjá mörgum að Arnarflug á í
talsverðum erfíðleikum og ekki
óeðlilegt að um það sé fjallað í ijöl-
miðlum. Umræðan um málefni Am-
arflugs hefur hinsvegar einkennst
af slíkri móðursýki að annað eins
hefur ekki sést síðan Hafskipsmálið
var efst á baugi. Opinberir starfs-
menn virðast, til dæmis, vera í ein-
hverskonar samkeppni um hver
geti gefið út stóryrtastar yfírlýsing-
ar um félagið og hafa valdið því
gífurlegu tjóni. Bæði hérlendis og
erlendis era nú famar að heyrast
raddir sem draga í efa að Hafskip
hafí í raun verið gjaldþrota, þótt
vissulega hafí erfiðleikamir verið
miklir. Það hafí verið móðursýkisleg
umræðan sem varð þess eiginlegi
banabiti. Arnarflug á vissulega
einnig í miklum erfíðleikum og unn-
ið er að því hörðum höndum að
reyna að bjarga félaginu. Vonandi
hlýtur það ekki sömu örlög og Haf-
skip.
Yfirlýsingar „opinberra“
Það sem ekki síst hefur vakið
athygli í „Arnarflugsmálinu“ eru
yfirlýsingar opinberra starfsmanna
um málefni þess. Pétur Einarsson,
flugmálastjóri, reið á vaðið og til-
kynnti að hann væri á leiðinni að
loka Arnarflugi vegna skuldar. Því
tókst að afstýra með því að semja
um greiðslu.
Þegar til kom gat Arnarflug ekki
greitt nema helming skuldarinnar
á tilsettum tíma. Flugmálastjóri var
þá erlendis, en Mogeser. einhver
sem hjá honum vinnur brást ekki
húsbónda sínum og lýsti því yfir í
fjölmiðlum að framkoma Arnar-
flugs væri „forkastanleg“. Gaman
væri að vita hvort í starfslýsingu
hennar er að fínna klausu sem seg-
ir að eitt af hennar verkefnum sé
að gefa yfírlýsingar um viðskipta-
siðferði í íslenskum ferðamálum.
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri í Keflavík, gekk svo í liðið
og lýsti því yfír í fjölmiðlum að
hann ætlaði að bera Arnarflug út
úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sjálf-
sagt hefur það farið framhjá mér
að honum hefur verið fengið fógeta-
vald á Miðnesheiðinni. Starfsmaður
okkar í Keflavík varð skiljanlega
skelfingu lostinn við þessar fréttir.
Hann sendi okkur Fax í bæinn þar
sem var ljósrit af frétt Morgun-
blaðsins um að Pétur ætlaði að
bera okkur út. Undir hana hafði
hann handskrifað: „Sendið tjaldið —
fljótt".
Nú er auðvitað sjálfgefíð að fyrir-
tæki eiga að greiða skuldir sínar
og að opinberum starfsmönnum ber
skylda til að gæta hagsmuna sinna
stofnana. Um það er ekki deilt. Það
er líka staðreynd að Arnarflug er
skuldugt við þessar stofnanir og
hefur ekki getað staðið við samn-
inga, jafnvel ekki við samninga um
greiðslufrest. En í öllum venjuleg-
um viðskiptum er frágangur á
slíkum málum milli viðkomandi að-
ila. Þau eru ekki rekin í íjölmiðlum.
Um það má nefna mörg dæmi. Það
er alkunna að mörg íslensk fyrir-
tæki eiga í erfiðleikum. En ekkert
þeirra er eins elt á röndum og Am-
arflug sem nær daglega er krafið
um yfírlýsingar um hvemig og hve-
nær eigi að greiða einhverja tiltekna
skuld.
Bláa lónið
Það er ósköp skiljanlegt að fjöl-
miðlar skuli eltast við yfírlýsingar
opinberra starfsmanna. En það hef-
ur líka ýmislegt annað rekið á fjör-
ur þeirra. Tökum til dæmis Bláa
lónið, sem eiginlega var grátbros-
legt mál. Fréttamaður Stöðvar 2
stormaði suðureftir þegar fregnir
bárust um að farangur áhafna
leiguvélar Amarflugs hefði verið
kyrrsettur. Hann tók þar langt og
ítarlegt viðtal við eigandann sem
lýsti því yfír með grátstafínn í
kverkunum að líklega væri hann
bara á leið á götuna með konu,
•börn og kött, vegna vanefnda Arn-
arflugs. Fréttamaðurinn var að von-
um klökkur. Svo klökkur að hann
sá ekki ástæðu til að leita ummæla
hjá Arnarflugi. Ef hann hefði gert
það hefði fréttin heldur ekki verið
eins dramatísk. Þá hefði hann
nefnilega fengið að vita að Arnar-
flug var þá þegar búið að greiða
rúmlega átta hundrað þúsund krón-
ur inn á þessa gistingu og að eftir-
stöðvar voru óverulegar. Honum
datt heldur ekki í hug að líta á
málið frá annarri hlið og spyrja hve
margir gestir hefðu verið á hótelinu
þennan tíma. Mér þætti gaman að
vita hvaða lítið útkjálkahótel myndi
Óli Tynes
„Flugleiðir hafa algert
einkaleyfi á flugi til
Skandinavíu, Bretlands
og Bandaríkjanna.
Þangað fær Arnarflug
alls ekki að fljúga. Flug-
leiðir geta hinsvegar
tyllt sér niður allt í
kringum áætlunarstaði
Arnarflugs á megin-
landinu og gera það svo
sannarlega.“
fúlsa við um 280 gistinóttum með
tilheyrandi mat, í apríl, jafnvel þótt
það þyrfti að bíða eitthvað eftir
fullnaðaruppgjöri. Einn ljós punktur
í allri þessari vitleysu var frábær
teikning Gísla J. Ástþórssonar í
Mogganum af flugáhöfninni
strípaðri í Flugstöð Leifs. í hátalar-
anum var verið að lesa tilkynningu
þar sem farþegar Amarflugs voru
beðnir að loka augunum meðan
áhöfnin gengi um borð. Mitt í öllum
leiðindunum hlógum við okkur
máttlaus að húmor Gísla. Og, Gísli
minn, áður en þú tekur upp blýant-
inn aftur er best að þú vitir að
áhöfnin er ekki lengur berrössuð,
farangurinn er kominn til síns
heima.
Öryggismálin
Mig minnir að það hafí svo verið
sami fréttamaður Stöðvar 2 sem
datt í hug að kíkja á öryggismál
Amarflugs. Hann dreif sig til flug-
málastjóra. Ég man ekki spurning-
una orðrétt en hún var eitthvað á
þá leið hvort það væri ekki áhyggju-
efni, öryggislega séð, þegar flugfé-
lög ættu í fjárhagsörðugleikum.
Flugmálastjóri svaraði eitthvað á
þá leið að víst væri slíkt áhyggju-
efni og að í slíkum tilfellum væri
fylgst náið með þeim lið. Og þar
með endaði fréttin. Mér hefði fund-
ist eðlilegt að spyija í framhaldi af
þessu hvort komið hefði í ljós að
öryggismálum Arnarflugs væri í
einhveiju áfátt. Raunar fínnst mér
að flugmálastjóri hefði átt að taka
það fram að ekki hefði verið ástæða
til athugasemda. En fréttin endaði
þarna. Punktur og basta. Tor-
tryggni var sáð og þarmeð búið.
Ég er alls ekki að halda því fram
að það hafí verið tilgangur frétta-
mannsins. En það besta sem hægt
er að segja um þessa „frétt“ er að
hún var illa unnin.
Sama var að segja um greinar-
korn sem birtist í ferðablaði Morg-
unblaðsins ekki alls fyrir löngu. Þar
var fjallað um tiltekinn farþega sem
hafði orðið fyrir miklum óþægind-
um vegna þess að Arnarflug hélt
ekki áætlun. Hér er ekki pláss til
að rekja efnið í smáatriðum en far-
þeginn hefði, til dæmis, ekki lent í
fjögurra daga seinkun nema vegna
þess að hann vildi aðeins fara beint
til Hamborgar og vildi ekki fljúga
fyrr, með millilendingu. Það skal
þó ekkert úr því dregið að hann
varð fyrir miklum óþægindum og
við hörmum það. En svo fer blaða-
maðurinn að velta fyrir sér öryggis-
málum Arnarflugs sem hún sýni-
lega er ekki sérfróð um. Slíkt er
fyrir neðan virðingu þessa blaðs.
„Svo virðist"
Mjög skaðleg frétt fyrir Amar-
flug var einnig á Stöð 2, fyrir
skömmu. Þá höfðu nokkrir farþegar
orðið fyrir óþægindum í Amsterdam
vegna þess að fyrir misskilning
neitaði starfsmaður KLM að taka
við miðum frá Arnarflugi. Morgun-
blaðið hafði samband við KLM og
birti frétt undir fyrirsögninni: „Mis-
tök ef farseðlum frá Amarflugi
hefur verið hafnað hjá KLM — seg-
ir blaðafulltrúi KLM.“ Á Stöð 2 var
hinsvegar sagt á þá leið að svo virt-
ist sem KLM hefði sagt upp sam-
starfssamningi við Arnarflug.
VIRTIST. Stöðin er þarna að flytja
frétt um einn mikilvægasta sam- -
starfsaðila Arnarflugs og hún segir |
að svo VIRÐIST. Það er líklega
rétt að taka fram að ég á í sjálfu
sér ekkert sökótt við Stöð 2 og ég k
veit ekki hvort fréttaflutningur ann-
arra ljósvakamiðla hefur verið eitt-
hvað nákvæmari. Aðalástæðan fyr- l
ir að ég er að nöldra þetta í Stöð- ’
inni er sú að hún er þrátt fyrir allt
minn aðal ljósvakamiðill og ég missi
aldrei af fréttunum hjá þeim.
Á að púkka upp á Arnarflug?
En hvað svo með framtíð Arnar-
flujrs? Það er ekki óeðlileert að menn
spyiji hvort ástæða sé til að púkka
upp á flugfélag sem engin leið virð-
ist að reka með hagnaði, þegar fyr-
ir sé í landinu sterkt og traust flug-
félag. Ég held að svarið sé já. Arn-
arflug er ekki eingöngu baggi á
þjóðinni. Þegar Arnarflug hóf áætl-
unarflug fyrir sjö árum mátti telja
í nokkram hundruðum þá sem ferð-
uðust milli íslands og Hollands. Á
síðasta ári flutti félagið 40.000 far-
þega á þessari leið, fyrir utan mik-
ið magn af vöram. Fijáls viðskipti
landanna hafa aukist stórlega, báð-
um til hagsbóta. Arnarflug flutti á
síðasta ári 56.000 farþega í áætlun- •
arflugi og 20.000 til viðbótar í
leiguflugi. Félagið hefur flutt hing-
að til lands tugþúsundir ferða-
manna sem hafa_ skilað miklum
gjaldeyristekjum. Á síðustu fjóram
árum hafa þessir ferðamenn skilað
þjóðarbúinu rúmlega þrem milljörð-
um í gjaldeyristekjur, þar af um
einum milljarði á síðasta ári.
Ekki leikur nokkur vafi á að að-
alástæðan fyrir erfiðleikum félags-
ins er sú að það er eitt fárra fyrir-
tækja í landinu sem ekki fær að
starfa á jafnréttisgrundvelli. Flug-
leiðir hafa algert einkaleyfi á flugi
tii Skandinavíu, Bretlands og
Bandaríkjanna. Þangað fær Arnar-
flug alls ekki að fljúga. Flugleiðir
geta hinsvegar tyllt sér niður allt í
kringum áætlunarstaði Arnarflugs I
á meginlandinu og gera það svo
sannariega. Amarflug hefur ítrekað
reynt að fá einhveija leiðréttingu á \
þessu, en ekki tekist ennþá. Því
heyrist iðulega fleygt að ísland sé
svo lítill markaður að ekki sé pláss
fyrir tvö flugfélög. Nóg sé að hafa
eitt sterkt félag sem þurfi hvort eð
er að beijast við erlend flugfélög
sem hingað sæki.
Hver er samkeppnin?
En hver hefur þessi samkeppni
Sætuefiiið aspartam
Svar við opnu bréfi Hallgríms Þ. Magnússonar
eftir Guðmund
Bjarnason
í tilefni af opnu bréfí Hallgríms
Þ. Magnússonar, læknis, sem birtist
í Morgunblaðinu 24. maí sl., þar
sem farið er fram á að ráðherra
biðji bréfritara og aðra neytendur
afsökunar á rangfærslum, sem
sagðar eru koma fram í bæklingi
um sætuefnið aspartam (Nutra-
Sweet) og auglýsingu um sama
efni, sem birt var í Morgunblaðinu
15. maí sl., vill ráðuneytið koma
eftirfarandi á framfæri:
Samkvæmt reglugerð nr.
409/1988, um aukefni í matvælum
og öðrum neysluvöram, starfar á
vegum ráðuneytisins svokölluð
Aukefnanefnd, sem skipuð er full-
trúum tilnefndum af Eiturefna-
nefnd, Manneldisráði Islands, Fé-
lagi íslenskra stórkaupmanna og
Félagi íslenskra iðnrekenda auk
fulltrúa Hollustuvemdar ríkisins.
Aukefnanefnd hefur fjallað um asp-
artam og notkun efnisins í matvæl-
um og byggir ráðuneytið allar sínar
ákvarðanir á tillögum nefndarinnar.
Hafa hvorki sérfræðingar Manneld-
isráðs íslands né Eiturefnaneíndar
talið ástæðu til að vara við notkun
efnisins í matvælum sé settum regl-
um fylgt. Ekki er leyfílegt að birta
auglýsingar um aukefni, nema Auk-
efnanefnd hafi áður veitt samþykki
sitt og gerir nefndin að sjálfsögðu
, athugasemd ef beinar rangfærslur
koma fram í slíkum auglýsingum.
Bréfritari getur þess að efnið
DPK myndist í gosdrykkjum, sem
innihaldá aspartam og heldur því
fram að nokkrir vísindamenn séu
þessarar skoðunar og að auki segir
bréfritari efnið krabbameinsvald-
andi. Rétt skammstöfun á umræddu
efni er DKP (di-keto-piperazine).
Vitað er að efnið getur myndast í
gosdrykkjum við geymslu í nokkra
mánuði við hitastig, sem er um eða
yfír herbergishita og er það einmitt
ástæðan fyrir því, að sett eru mörk
fyrir leyfílegt hámark efnisins í
drykkjum í íslenskum aukefnalist-
um. Eiturefnafræðilegar rannsókn-
ir, sem gerðar vora áður en aspart-
am var leyft og síðar beinast ekki
eingöngu að sætuefninu sjálfu held-
ur einnig að niðurbrotsefnum þess
eins og DKP. Niðurstöður rann-
sókna af þessu tagi hafa verið
metnar af heilbrigðisyfírvöldum í
fjölda ríkja og af alþjóðlegum sér-
fræðinefndum, sem hafa komist að
þeirri niðurstöðu að hvorki aspart-
am né DKP séu krabbameinsvald-
andi efni.
í bæklingi ISA, sem er ástæða
skrifa greinarhöfundar, kemur
fram að lítið magn metanóls mynd-
ast þegar aspartam brotnar niður
í meltingunni. Það liggur því ljóst
fyrir að í bæklingnum er gerð grein
fyrir þessum þætti. Aspartam er
myndað úr tveimur amínósýrum,
auk þess sem metýlhópur er tengd-
ur annarri amínósýranni með svo-
kallaðri „esterbindingu". Aspartam
er því metýlestri og koma önnur
slík efnasambönd fyrir sem náttúru-
legur þáttur í fæðu okkar. Hvatar
í meltingarvegi („esterasar" og
,,peptíðasar“) bijóta aspartam niður
í þær amínósýrar, sem efnið er
gert úr, auk þess sem inetanól
myndast úr metýlhópnum. Úr ein-
um lítra af gosdrykk myndast í
mesta lagi 50 mg af metanóli en
talið er að ekki minna en 200 mg
metanóls þurfí í hvert kíló líkams-
þyngdar til þess að valda skaðlegum
áhrifum. Þetta samsvarar um
12.000 mg metanóls (ein matskeið
af metanóli) fyrir mann, sem vegur
60 kg. Þegar efnið berst í líkamann
eða myndast við efnaskipti hans í
smáúm skömmtum yfír langan tíma
er ekki talin hætta á heilsutjóni.
Guðmundur Bjarnason
„Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem ráðu-
neytið telur bestar virð-
ist augljóst að hætta
vegna notkunar asp-
artams (NutraSweets)
er ekki fyrir hendi.“
Nálægt 240 lítra af gosdrykk með
aspartami þarf til að mynda 12.000
mg af metanóli (ein matskeið af
metanóli) og sé hætta á heilsutjóni
fyrir hendi þyrfti að neyta þessa
magns á skömmum tíma, ef ekki í
einum sopa. Það liggur ljóst fyrir
að hér er um svo fjarlæga hættu
að ræða að ekki þarf að eyða fleiri
orðum á það. Er viðbúið að slík
ofneysla hvaða matvæla eða fæðu-
þátta sem er gæti haft skaðleg
áhrif á heilsufar manna svo ekki
sé talað um óhóflega sykurneyslu,
sem er eitt af vandamálum heil-
brigðisþjónustunnar hér á landi.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ráðuneytið telur bestar virðist
augljóst að hætta vegna notkunar
aspartams (NutraSweets) er ekki
fyrir hendi og er síst meiri en hætta
vegna neyslu ýmissa matvæla, sem
ekki hefur verið talin ástæða að
setja neinar reglur um. Allar full-
yrðingar um hugsanleg skaðleg
áhrif efnisins, án þess að vitnað sé
í marktækar heimildir eða nafn-
greinda heimildarmenn, era því létt-
vægar. Er það ósk ráðuneytisins
að bréfritari leggi fram þær upplýs-
inngar, sem hann vitnar í og mun
þá ekki standa á ráðuneytinu að
taka málið upp. Fram að því mun
ráðuneytið styðjast við þær upplýs-
ingar, sem það hefur bestar fengið
frá þeim aðilum, sem lögum sam-
kvæmt er falið að sinna þessum
málum hér á landi og öðrum aðilum
s.s. heilbrigðisstjórn Banda-
ríkjanna, hinna Norðurlandanna og
annarra þjóða, sem standa í fremstu
röð hvað snertir matvælarannsóknir
og eftirlit með matvælum.
Höfundur er heilbrígðis- og
tryggingamálaráðherra.