Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 24

Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Bai'áttan um stjórnar- formennsku vekur mesta athygli á aðalfundi SIS Yerslunardeildin tapaði mestu fyrstu fjóra mánuði þessa árs AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvmnufélaga verður settur í húsakynnum Sambandsins við Kirkjusand kl. 9 á morg- un, fimmtudag. Fundinum lýkur ekki fyrr en síðdegis á fóstu- dag. Samvinnuhreyfingin stendur nú á þeim tímamótum að taka í raun þá ákvörðun að leggja sjálfa sig niður sem samvinnu- félagsform, og hverfa til hlutafélagareksturs, verði tillaga níu manna sljórnar Sambandsins í þá veru á annað borð samþykkt af fulltrúum þeim sem sitja aðalíúndinn, en þeir eru um 120 talsins. Það má því segja að tímamót blasi við, hvort sem tillag- an verður samþykkt eða ekki: Það heyrir til stórtíðinda ef sam- vinnumenn ákveða að hverfa frá samvinnunni; en það heyrir einnig til stórtíðinda ef aðalfúndurinn ákveður að fella tillögu stjórnar Sambandsins, þar sem allir níu stjórnarmennirnir standa einhuga að þessari tillögu. Reyndar er talið afai' ólík- legt að tillaga stjórnarinnar verði felld, en einhverjum breytíng- um gæti hún tekið. Afkoma Sambandsins á liðnu ári er hroðaleg, og er tapið í ársreikningi þeim sem kynntur verður aðalfundarfulltrúum á morgun rúmlega 700 milljónir króna. Það segir þó ekki alla söguna, því þá er búið að jafna út afskriftir á töpuðum útistand- andi skuldum og um 300 milljóna króna hagnað af sölu Samvinnu- bankans til Landsbanka um síðustu áramót. Verslunardeildin er vandræðabarnið Langmesta tapið í rekstri á liðnu ári var hjá Verslunardeild Sambandsins, eða um 400 millj- ónir króna. Verslunardeildinni hefur ekki tekist að snúa við blaðinu á þessu ári, því ég hef upplýsingar um að samkvæmt fjögurra mánaða bráðabirgð- auppgjöri sem kynnt var stjóm Sambandsins síðla í maí, hafi komið fram að megnið af nálægt 200 milljóna króna taprekstri Sambandsins fyrstu fjóra mán- uði þessa árs megi rekja til Versl- unardeildarinnar. Nú er það ekki svo að Verslun- ardeildin verði sökuð um að vera svo miklum mun verr rekin en aðrar deildir Sambandsins. Af- koma Verslunardeildarinnar hef- ur lagast, en sannleikurinn er sá að fjármagnskostnaður, rán- dýrt og óhagkvæmt húsnæði og töp liðinna ára eru og hafa verið að sliga reksturinn. Þó svo að byltingarkennd ákvörðun væri tekin um að leggja deildina nið- ur, hefði það ekki sjálfkrafa í för með sér að skuldir hyrfu. Aðal- fundarfulltrúar eiga von á því að hagur Verslunardeildarinnar og það hvemig framtíð hennar verði best hagað verði mikið til umræðu á fundinum. Það kom glöggt fram í sam- tölum við stjórnarmenn Sam- bandsins að þeim er ekki öllum Ijúft að leggja fram tillöguna um breytt skipulag Sambandsins og hlutafélagarekstur, en þeir telja að með því að bijóta Sambandið upp í sex hlutafélög verði því bjargað sem bjargað verður, ella blasi ekkert annað en gjaldþrot við Sambandinu. Reynt að bjarga því sem bjargað verður Eftir því sem næst verður komist, sem má raunar lesa út úr tillögu stjómarinnar, er meg- inhugsunin á bak við skipulags- breytingamar sú að gera sjálf- stæðar rekstrareiningar úr deild- unum, þannig að þær sem standi best eins og Sjávarafurðadeildin og Skipadeildin eigi sér einhveija framtíðarvon í rekstrinum, en verði ekki dregnar með í falli þeirra deilda sem verst standi. Óðru máli gegnir um Verslunar- deildina og Jötun, sem eru sér- staklega tilgreindar í tillögunni og sagt að ef rekstri þar verði ekki snúið til hagnaðar, þá verði. eigur þessara deilda seldar og rekstri hætt. Viðmælendur mínir eiga von á miklum umræðum á fundinum um þessi mál og jafnvel hörðum átökum. Vitað er um skiptar skoðanir kaupfélagsstjóra úti á landi í þessum efnum. Ákveðnir kaupfélagsstjórar hafa sagt að þeir séu engan veginn sannfærð- ir um ágæti þeirrar leiðar sem stjórnin leggur til, en fyrir fund- inn vilji þeir ekki kveða upp úr með það hvort þeir greiði tillögu stjómar atkvæði sitt eða ekki. Þeir þurfi að ræða málið út í Framtíð Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, er á huldu, ef skipulagsbreytingarn- ar verða samþykktar. Hann hefur ekkert viljað tjá sig um hana fyrr en niðurstaða fúndar- ins liggur fyrir. Þorsteinn Sveinsson, varafor- maður stjómar Sambandsins, er af sumum talinn líklegur til þess að taka við formennsku í stjórninni. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, er enn einn formannskandídatinn sem nefiidur hefúr verið. hörgul í sínum hóp. Það er þó talið komið undir_ því á hvaða hátt Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri Sambandsins, muni beita sér í málinu hvort andstaða við tillöguna verður hatrömm á fundinum. Hann hafí verið andvígur því að þessi leið verði farin og það hafi legið fyrir strax þegar stjórnin ákvað að kanna möguleikana á slíkri skipulags- breytingu . Hann greindi þá strax frá þeirri skoðun sinni að réttara væri að breyta Samband- inu í heild í eitt hlutafélag, en ekki að bijóta það upp í sex hlutafélög og breyta Samband- inu í eignarhaldsfélag. Ólíklegt að Guðjón beiti sér Stjómarmenn virðast nokkuð sannfærðir um að tillagan um skipulagsbreytingar verði í gróf- um dráttum samþykkt eins og Eins og málum var háttað í gær, hölluðust þó fleiri ,að því að Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafúrða- deildar Sambandsins, væri líklegri stjórnarformann- skandídat. Og loks er það Árni Benedikts- son sem orðaður er við sljórn- arformennskuna, en líklegast er talið að aðeins einn þriggja síðastnefndu muni etja kappi við Þorstein um formennskuna. þeir leggja til. Benda raunar á að Guðjón sé ráðinn til þess aS fylgja eftir ákvörðunum stjórnar og framkvæma þær. Það geti ekki talist eðlilegt að hann beiti sér gegn því sem stjórn Sam- bandsins hefur samþykkt, enda hafi ekkert í máli hans á síðasta stjórnarfundi bent til þess að hann hefði slíkt í hyggju. Upplýs- ingar liggja fyrir um að Guðjón ætli ekki að beita sér gegú því að tillaga stjórnarinnar verði samþykkt. KRON sem hætt hefur versl- unarrekstri og sameinast Mikla- garði mun eiga 39 fulltrúa á fundinum og blöskrar mörgum kaupfélagsstjóranum og fulltrú- um utan af landi hlutfall það sem KRON kemur til með að hafa — félag sem sé hætt rekstri og þar með dautt. Telja þeir í hæsta máta óeðlilegt að KRON í skjóli fulltrúafjölda síns skuli beinlínis vera í þeirri aðstöðu að geta haft úrslitaáhrif i skjóli atkvæða- magns, með þriðjung allra aðal- fundarfulltrúa innan sinna vé- banda bæði á kjör nýrra stjórnar- manna og ekki síður á kjör stjómarformanns. KRON-full- trúar benda á hinn bóginn á að lög Sambandsins kveði á um hver fulltrúafjöldi hvers félags skuli vera, miðað við félagafjölda og við því sé nú ósköp lítið að segja. Fulltrúafjöldi á aðalfundi nú miðast við félagafjölda í hveiju félagi í upphafi ársins 1988. KRON kemur því til með að eiga álíka marga fulltrúa á aðalfundinum að ári, þar sem viðmiðunin verður félagafjöldinn í ársbyijun 1989. Það er ekki fyrr en á aðalfundi Sambandsins að tveimur árum liðnum sem fulltrúum KRON fækkar veru- lega. Þrír menn ganga úr stjórn Stjórn Sambandsins er þannig kjörin að þrír stjórnarmenn ganga út úr stjórn á hveijum aðalfundi, þannig að menn eru kosnir til þriggja ára. Þau sem nú ganga út úr stjórn eru Ólafur Sverrisson, stjórnarformaður, Jónas R. Jónsson og Helga V. Pétursdóttir. Hvorki Ólafur né Jónas munu gefa kost á sér til endurkjörs. Þótt ekkert liggi fyr- ir um það hveijir verði kjörnir í þeirra stað er talið mjög líklegt að það verði starfandi kaupfé- lagsstjórar. Þar hafa verið nefndir til sögunnar menn eins og Þorólfur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri á Sauðárkróki og Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Horna- firði, hefur einnig verið orðaður við stjórnarkjör, en eftir því sem næst verður komist mun hann ekki ljá máls á því að gefa kost á sér. Þeir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins, Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, og Árni Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Framleiðni og stjómarformaður Vinnumálasambands, samvinnu- félaganna hafa einnig verið nefndir, en ljóst þykir að einung- is einn þeirra verði kjörinn og þá veðja menn ýmist á Sigurð eða Geir, en síður á Árna — flest- ir þó á Sigurð. Fari leikar þann- ig er talið að slagurinn um stjórn- arformennskuna muni standa á milli þeirra Sigurðar og Þorsteins Sveinssonar. Af viðmælendum í gær mátti ráða að fleiri töldu að Sigurður yrði kosinn, en flest- ir höfðu þó þann fyrirvara á, að margt gæti gerst, þar til að for- mannskjörinu kæmi. Stjómar- formaðurinn er kjörinn beinni kosningu á aðalfundinum. Verði niðurstaða fundarins sú að Þorsteinn Sveinsson verði kjörinn formaður, má jafnvel líta á það sem vísbendingu um þann vilja fundarins að Guðjóni B. Ólafssyni séu þökkuð forstjóra- störfin, en ekki sé lengur óskað eftir starfskröftum hans hjá Sambandinu. Það hefur ekkert farið leynt að á milli þeirra Guð- jóns og Þorsteins eru takmarkað- ir hlýleikar og því erfitt að sjá þá starfa náið saman að því gríðarlega viðfangsefni að koma SÍS-skútunni á réttan kjöl. Því segja ákveðnir fulltrúar að ófært sé að gera Þorstein að formanni stjórnarinnar. Reyndar draga margir í efa að Guðjón hugsi sér að sitja áfram á for- stjórastól Sambandsins, ef skipu- lagsbreytingarnar verða að veru- leika. Hann muni einfaldlega ekki geta unað við stórskert völd og áhrif sem forstjóri valdalítils eignarhaldsfélags Sambandsins. Um þetta hefur Guðjón ekki vilj- að tjá sig áður en niðurstaða aðalfundarins liggur fyrir og lái honum hver sem vill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.