Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
ATVINNU Í'( •/ YSINGAR
Siglufjörður
Blaðbera vantar í Suðurgötu.
Upplýsingar hjá umboðsmanni.
Yfirvélstjóra vantar
Þarf að hafa 1500 hestafla réttindi.
Upplýsingar í síma 92-68017.
Rafeindavirkjar
óskast til þjónustustarfa hjá tölvufyrirtæki.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „R - 9225“, fyrir hádegi fimmtudag.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkr-
unarfræðingi, á morgun- og kvöldvaktir, frá
1. september. Gott húsnæði í boði.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma
95-12329.
Sveitarstjórastaða
Staða sveitarstjóra í Svalbarðsstrandar-
hreppi er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Upplýsingar veitir fráfarandi oddviti í síma
96-24320.
Vélvirkjar
Óska eftir að ráða vélvirkja vanan viðgerðum
á þungavinnuvélum.
Upplýsingar á Markhellu 1, Hafnarfirði, sími
652030.
Hlaðbær, Colash hf.
Ráðskona óskast
Ráðskona óskast á heimili í Vesturbæ. Starf-
ið felst í umsjá með tveimur stúlkum, fjög-
urra og sex ára, og daglegu heimilishaldi tvo
til þrjá virka daga. Við leitum að barngóðri
konu sem jafnframt kann til verka á heimili.
Við getum boðið ágæt laun.
Upplýsingar í síma 11936.
SKRIFSTOFA, BJARNASTÖDVM, SÍMl 653130,
221 BESSASTADAHREPPl
Kennarar
Laus er staða íþróttakennara við Álftanes-
skóla. Um er að ræða heila stöðu.
Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 651198.
Laus staða
Staða tollvarðar með aðsetur á Seyðisfirði
er laus til umsóknar hjá embættinu. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Æskilegt er að umsækjendur séu tollskóla-
gengnir.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum
fyrir 20. júní nk.
Seyðisfirði 5. júní 1990.
Sýslumaður Norður-Múlasýslu,
bæjarfógetinn á Seyðisfirði,
Lárus Bjarnason.
Hótel Holt
óskar eftir f ramreiðslunemum
Upplýsingar á staðnum (ekki í síma) í dag
og næstu daga.
Kennarar
Við Héraðsskólann að Núpi er laust staða
skólastjóra. Einnig stöður kennara. Meðal
kennslugreina: Viðskiptagreinar, raungreinar,
íþróttir, tungumál og móðurmál. Kennsla í
9. bekk og 2ja ára framhaldsdeilda.
Upplýsingar gefa skólastjóri, Kári Jónsson, í
síma 94-8222 og í heimasíma 94-8236 og
formaður skólanefndar, Ásvaldur Guð-
mundsson, í síma 94-8241.
Skólanefnd.
Holtaskóli í Keflavík
Kennara vantar næsta skólaár. Kennslugreinar:
íslenska, danska, stærðfræði, enska,
líffræði, tónmennt og sérkennsla. Einnig
vantar kennara í almenna kennslu í 6. bekk.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652.
Skólastjóri
Dönskukennarar
Staða dönskukennara við Garðaskóla er laus
til umsóknar nú þegar.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og yfir-
kennari í síma 44466.
Skólafulltrúi Garðabæjar.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Lausar stöður
Svæðisstjórn Reykjavíkur auglýsir eftirtaldar
stöður lausar til umsóknar:
1. Stöðu forstöðumanns á sambýli fyrir
þroskahefta með atferlistruflanir. Áskilið
er að viðkomandi hafi menntun á sviði
uppeldis og fatlana ásamt starfsreynslu.
Staðan veitist frá 1. júlí nk.
2. Stöðu yfirfélagsráðgjafa á skrifstofu
Svæðisstjórnar. Starfið er mjög fjölbreytt.
Það felst m.a. í samstarfi við aðrar stofn-
anir, samræmingu og skipulag á þjón-
ustu, í vinnu við málefni fatlaðra barna
og unglinga, en jafnframt í alhliða ráðgjöf
og stuðningi við sambýli fatlaðra og til
þeirra sem til Svæðisstjórnar leita. Önnur
fagmenntun ásamt starfsreynslu á sviði
þjónustu við fatlaða kemur til greina.
Staðan veitist frá 1. júlí nk.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
í síma 621388.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til Svæðisstjórnar
Reykjavíkur, Hátúni 10, 105 Reykjavík fyrir
20. júní nk.
IP
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVlK
SlMI 16482- Kennitala 540169-6249
Framkvæmdastjóri
Félagsstofnun stúdenta óskar að ráða fram-
kvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipta-
fræðimenntun er áskilin og æskilegt er að
viðkomandi hafi þekkingu á málefnum stúd-
enta og Háskóla íslands.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „K - 9139“.
Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Verslunarstjóri
Áhugaverð og fjölbreytt heimilisverslun vill
ráða verslunarstjóra til starfa.
Starfsmannafjöldi er 5-7 manns og starfið
býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasam-
an og starfssaman mann. Skilyrt er að um-
sækjandi hafi sölumannshæfileika og sé
stjórnsamur yfirmaður. Starfsbyrjun sem
fyrst, en þó eftir samkomulagi við áhugaverð-
an aðila. Launakjör eru samkvæmt nánara
samkomulagi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.
(tIIÐNT IÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARNÓNUSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKIAVÍK, SÍMI62 13 22
Wélagslíf ■ D II mmí i jjs Hl tlí l| I
Hörgshlíð 12 nu (D mfJa i p
Boðun fagnaðarerindisins.'
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
.....SAMBAND ÍSLENZKRA
'ig&í' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samkoma verður í Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld
kl. 20.30. Ræðumaður: Jónas
Þórisson. Einsöngur: Laufey
Geirlaugsdóttir. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
@ ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Miðvikud. 6. júníkl. 20
Heiðmörk, skógræktarferð
Fyrsta af þremur kvöldferðum
þar sem hlúð verður að skógar-
reit Ferðafélagsins. Allir vel-
komnir. Ókeypisferð. Umsjónar-
maður: Sveinn Ólafsson. Brott-
för frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin.
Ferðafélag íslands.
FERDAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3S11798 19533
Helgarferðir 8.-10. júní
1. Þórsmörk-Langidalur. Nú
hefjast Þórsmerkurferðir af full-
um krafti um hverja helgi. Brott-
för föstud. kl. 20.00. Fyrsta miö-
vikudagsferðin er 13. júní. Til-
boðsverð og fjölskylduafsláttur
á sumardvöl. Afbragðs gistiað-
staða í Skagfjörðsskála m.a.
herbergjagisting. Gönguferðir
fyrir unga sem aldna.
2. Eyjafjallajökull-Þórsmörk.
Gengin Skerjaleiðin. Enginn
verður svikinn af að kynnast
þessari miklu eldkeilu. Góð far-
arstjórn. Gist I Skagfjörðsskála.
Upplýs. og farm. á skrifst., Öldu-
götu 3.
Ferðafélag islands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Safnaðarfundur í kvöld kl. 20.00.
Í0ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVAM 14606
Sumarleyfisferðir f júní
Ferðist um island í sumarleyf-
inu f góðum félagsskap.
Látrabjarg - Ketildalir
15.-19. júní. Ferðin hefst á sigl-
ingu yfir Breiðafjörð. Gist i
Breiðavík. Gengið um Rauða-
sand, farið að Látrabjargi og í
Ketildali. Ferð um heillandi
svæði, sem óhætt er að mæla
með. Fararstjóri Ingibjörg
Ásgeirsdóttir.
Hlöðufell - Brúarárskörð
15.-19. júnf. Gengið með við-
leguútbúnað um stórbrotið
svæði frá Þingvöllum að Hlöðu-
felli, niður með Brúarárskörðum
og í Brekkuskóg. Fjölbreytt leið
og miklar andstæður í landslagi.
Fararstjóri Egill Pétursson.
Pantanir og miöar á skrifstofu.
í Útivistarferð eru allir velkomnir.
Sjáumst.
Útivist.
QÚTIVIST
GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Kvöldganga
miðvikudag 6. júní
Gengið á Orrustuhól og þaðan
niður með Hengladalsá, en
Hengladalur er grænn og fagur
dalur upp frá Hveragerði. Brott-
för frá BSÍ - bensínsölu kl. 20.
Verð kr. 800.
Vestmannaeyjar
8.-10. júní
Það er líf og fjör í Eyjum á sjó-
mannadaginn. Úteyjasigling á
laugardag, landganga í Bjarnar-
ey. Á sunnudag verður Heimaey
skoðuð. Góð gisting og eldunar-
aðstaða. Fararstjóri Fríða Hjálm-
arsdóttir. Verð kr. 6.700/7.500.
Miðar á skrifstofu.
Sjáumst.
Útivist.