Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 43

Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 43 Sameiginlegfur grund- völlur trúarbragða eftir Böðvar Jónsson Ef menn kynna sér þróun manns- ins, eins og hún er skráð á spjöld sögunnar má ljóst vera að aflvakar allra mannlegra framfara eru þeir einstaklingar, sem koma öðru hvoru og boða sannleika sem mannkynið hefur ekki áður þekkt. Uppfinninga- maðurinn, brautryðjandinn, snilling- urinn, spámaðurinn — þetta eru mennirnir sem umsköpun heimsins hvílir á. Við finnum fjölmörg dæmi um þennan sannleika í sögu vísindanna, tónlistarinnar og annarra lista, en hvergi verður okkur gífurleg þýðing mikilmennisins og boðskapar hans betur ljós en í trúarbrögðunum. Leyndardómsfyllstur allra manna er spámaðurinn, sem kemur fram á tímum þegar andlegu lífi manna hefur hrakað og siðir þeirra spillst. Einn rís hann gegn heiminum sem sjáandi meðal blindra til að kunn- gera guðspjall réttlætis og sannleika án nokkurs sem skilið getur hann til fulls eða deilt með honum ábyrgð hans. Nokkra meðal spámanna ber hæst Með nokkurra alda millibili hefur mannkyninu birst mikill guðlegur opinberandi, trúarbragðahöfundur. Þeir sem við þekkjum best eru t.d. Krishna, Búddha, Móses, Jesús og Múhameð og Bahá’u’lláh frá miðri síðustu öld. Eins og andlegar sólir lýstu þeir upp myrkvaða hugi mann- anna og vöktu sálir þeirra af svefni. Gegnum spámennina uppfræðir ástríkur og aimáttugur Guð mann- kynið stig af stigi. Kenningar þeirra „eiga eina sameiginlega uppsprettu og birtan sem þeir bera eru geislar eins og sama ljóss“. Að þeir eru frá- brugðnir hver öðrum getum við eign- að hinum mismunandi þörfum mannkynsins á hveijum tíma. Trúarbrögð eru tvíþætt Trúarbrögð byggjast upp af tveimur þáttum. Annars vegar and- legum lögmálum, sem eru óumbreyt- anleg og eilíf og hins vegar lögum og helgisiðum, en sá þáttur gildir aðeins tímabundið og hefur ekki sama mikilvægi. Þessi þáttur er líka ólíkur meðal hinna ýmsu trúar- bragða og þjóða, en samræmist þörf- Böðvar Jónsson „Það sem hér hefur ver- ið rakið sýnir okkur að trúarbrög'ðin eru í eðli- legu framhaldi hvert af öðru og ekki í innbyrðis keppni, heldur fylla hver önnur upp eins og nótur í guðlegri sin- fóníu.“ um og skilningi þess fóiks sem að- hyllast þau. Við finnum aftur á móti sameiginlegan grundvöll allra trúarbragða í andlegu lögmálunum, hinum eilífa og óbreytanlega þætti. Eftirfarandi tilvitnanir eru gott dæmi um þá samsvörun sem er að finna í andlegum lögmálum nokk- urra trúarbragða: Hindúatrú: Hin sanna regla er, að þú gætir eigna annarra sem væru þær þínar. Gyðingdómur: Allt sem þú vilt ekki að nábúi þinn geri þér það skalt þú ekki gera honum. Parsatrú: Ger þú eins og þú vildir að þér væri gert. Búddhatrú: Við ættum að æskja öðrum þeirrar hamingju, sem við þráum sjálfum okkur til handa. Kristni: Það sem þér viljið að aðr- ir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Islam: Látið engan koma fram við bróður sinn á þann hátt sem hann vildi eigi að komið væri fram við sig. Bahá’ítrú: Blessaður er sá sem tekur bróður sinn fram yfir sjálfan sig- Gjöf Guðs til þessarar upplýstu aldar Þekking manna á trúarbrögðum í fjarlægum heimshlutum er vernju- lega mjög takmörkuð. Þetta er skilj- anlegt í ljósi þess að ýmsir hlutir jarðarinnar sem við byggjum voru þar til fyrir nokkrum áratugum svo aðgreindir landfræðilega að ekki var nein auðveld eða fljótleg leið til inn- byrðis þekkingaröflunar á menningu og siðum. Á þessu er orðin alger umskipti. Vísindin hafa breytt heim- inum. Nútíma samgöngutækni hefur hreinlega komið þjóðunum í nánari snertingu hverri við aðra. Þessi tækni gerir okkur fært að skjótast yfir risavaxna fjallgarða, sem væru þeir smáhæðir. Rauði kross íslands óskar eftir íbúðum til leigu frá 15. juní nk. Upplýsingar í síma 91-26722 frá kl. 08-16. Rauði Kross Islands Sá tími er nú runninn þegar ryðja þarf á sama hátt þeim andlegu og siðferðilegu hindrunum úr vegi sem standa gegn einingu mannkynsins. I aldir hafa trúarbrögðin, sem áttu að leiða til einingar verið óþijótandi uppspretta . sundurlyndis, fordóma, óeiningar og styijaldar. En spá- mennirnir töluðu aldrei illa hver um annan. Ovildin er runnin frá fylgj- endum þeirra. Spámennirnir kenndu aftur á móti sama grundvallarsann- leikann, þræddu sama veg og lýstu upp veröldina með ljósi sem rekja má til sömu uppsprettu — Guðs. Það sem hér hefur verið rakið sýnir okkur að trúarbrögðin eru í eðlilegu framhaldi hvert af öðru og ekki í innbyrðis keppni, heldur fylla hver önnur upp eins og nótur í guð- legri sinfóníu, sem á sinn þátt í sköp- un heildarverksins, sem í þessu til- felli er þróun mannkyns fram til sameiginlegrar þrár um frið, ein- ingu, bræðralag og andlega vakn- ingu. Bahá’u’lláh sagði: „Gjöf Guðs til þessarar upplýstu aldar er þekk- ingin á einingu mannkyns og sani- eiginlegum grundvelli allra trúar- bragða. Stríð milli þjóða mun hætta og fyrir velvilja Guðs verður hinum mesta frið komið á. Heimurinn verð- ur sem nýr heimur og bræðralag mun ríkja manna meðal.“ Höhmdiir er starfandi lytjafrædingur. Hann er ritari Andlegs þjóðarráðs Bahá ’ía á íslandi. Tölvusumarskólinn fyrir börn og unglinga 10-16 ára Upplýsingar og skráning 9-19 virka daga og 10-16 um helgar Tölvu- og verkfræðiþjónustan - Grensásvegi 16 - 68 80 90 f BORÐELDAVÉL med GRILLI 1 Ytri mál í cm: Hæð 33 - Breidd 58 - Dýpt 35 Innanmál ofns: Hæð 20 - Breidd 40 - Dýpt 28 2 hellur, 14,5 cm 1000W og 18,0 cm 1500W. Ofn með 650 W undir- og 500 W yfirhita - og 1000W grillelementi. V AÐEINS KR. 18.270,- (16.990,- STGR.) Einnig gott úrval af ELDUNARHELLUM,. einföldum og tvöföldum. ^onix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 J I .Dúbflb | Metsölubbö á hverjum degi! íW /• í 2. flokki. Gleymið ekki að endurnýja! Stjórfjölgun vinninga! Miði ö mann fyrir hvern aldraðan! Allir vinna - fyrr eða síðar! nHBHHU'i MiMtiwnii --Áxv iMB Lkd 1 ' heimilis aldraðra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.