Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
Fjögur sullatilvik á Fjórðungs-
sjukrahúsinu á Akureyri 1984-88
eftir Guðna
Arinbjarnarson
íslendingar eru þekktir fyrir og
dða vitnað til þeirra í tengslum við
baráttuna gegn sullaveiki í erlendum
læknisfræðibókum og tímaritum.
Þannig segir í leiðara í Lancet 1987,
að ekki hafi sést sullur á íslandi í
aldarfjórðung og er þjóðin notuð sem
?kólabókardæmi um góðan árangur
-»í baráttunni gegn þessum alheims-
sjúkdómi.
Síðast var skrifað um sullaveiki í
Læknabláðið árið 1979 og segir Gísli
Ólafsson þar frá síðasta tilfelli sulls
á íslandi, sem var vitað um. Fannst
það við krufningu árið 1969 og get-
ur hann þess að eftir síðustu alda-
mót hafi fimm manns tekið sulla-
veiki svo vitað sé, samkvæmt krufn-
ingaskýrslum.
Næst þar á undan (1962) hafði
dr. med. Bjarni Jónsson lýst í
Læknablaðinu skurðaðgerð vegna
suljs í mjaðmarbeini.
í ljósi þess, að á árunum 1984-
1988 voru fjórir einstaklingar til
neðferðar á FSA vegna sullaveiki
,, ar rétt að vekja athygli á þessum
ildagamla fjanda, sem er að falla í
j’leymsku.
Rétt er að byrja á að rifja upp
helstu atriði um orsakavaldinn;
gulsull, Echinococcus granulosus og
'era grein fyrir helstu atriðum ein-
cenna, greiningar og meðferðar.
Á íslandi er »sullaveiki« notað
yfir sjúkdóm sem orsakast af band-
ormstegundinni Echinococcus gran-
ulosus. Til eru fleiri tegundir band-
orma, en þær eru ekki þekktar sem
íjúkdómsváldur í mönnum hér á
^ landi.
Aðalhýslar fyrir EG eru hundar,
úlfar, refir og önnur skógardýr/kjöt-
ætur). Þessi dýr smitast af fullorðn-
um bandormi við að éta sullablöðrur
úr innmat eða þegar hræætur éta
sláturdýr. Þessi bandormur sem
venjulega er 4-6 mm langur lifír
fastur á smágirnistotum og hin smit-
andi egg skiljast út í hægðum. Egg-
in eru ónæm gegn flestum umhverf-
isþáttum (nema hita og þurrki) og
smitun getur orðið með menguðu
vatni eða grænmeti.
Bandormurinn í innyflum hunda
vinnur upp smæð sína með því að
vera í geysilegum fjölda (oft 50
þúsund ormar í hundi).
!■ Eggin eru í kítínhylki en það leys-
ist upp í magasýrum þegar millihýs-
ill (maður, kind, nautgripur) hefur
gleypt þau og lirfa þess borar sig
gegnum slímhúð gamanna og berst
þannig í lifrarblóðrás. Flestar lirfur
stöðvast í lifur (70%), hluti fer með
háræðablóðrás til lungna (20%) en
10% setjast að annars staðar í lík-
amanum og getur það verið nánast
hvar sem er (heili, nýru, bein, augu,
milta). Óháð staðsetningu stækkar
lirfan í litla blöðru sem hefur
þriggja laga byggingu. Virki hluti
blöðrunnar er kímlagið en það mynd-
ar þykkt hýði og að lokum myndast
frá því krókarnir. I holrúm blöðrunn-
ar safnast vökvi sem er afar »ónæmi-
sertandi«, einnig finnast oft dótt-
urblöðrur á floti í vökvanum en þær
geta skipt hundruðum í einni blöðru.
Sullur vex mjög hægt og geta lið-
ið áratugir áður en hann gerir vart
við sig en það gerist helst með þrýst-
ingseinkennum eða að hann springur
og gefur einkenni sem geta verið
bráðaofnæmislost vegna hins ónæm-
isertandi blöðruvökva.
Sullur í lifur er oftast stakur og
þá annaðhvort í vinstri eða hægri
hluta. Algengasta merkið er ein-
kennalaus fyrirferð ofarlega í kviði.
Stöku sinnum getur sullur í lifur
komið fram með stíflugulu.
í lungum geta sullblöðrur verið
mjög margar, einkennalausar, nema
þær trufli hjarta eða öndunarstarf-
semi. Ef þær springa inn í berkju
getur orðið sjálfkrafa lækning en
ef þær springa inn í fleiðruhol geta
komið bráðaofnæmi eða sýkingar.
Nokkur einkenni við aðra stað-
setningu.
Krampar eða helftarlömun frá
sulli í heila, sjúkleg brot frá sulli í
beini, miltisstækkun vegna sulls í
milta, blóðmiga vegna sulls í þvag-
færum, þverlömun við sulli í/við
mænu, skjaldkeppur, þegar sullur
situr í skjaldkirtli, útstæð augu þeg-
ar sullur þrýstir á augu.
Eins og sést við þessa upptalningu
geta einkenni sullaveiki verið nánast
allt sem fyrirferð veldur.
Almennt má segja að grunur um
sullaveiki vakni þegar sjúklingar frá
ákveðnum landsvæðum'i heiminum
eru með ógreinda fyrirferð í hægri
efri kviðarfjórðungi, en þetta gildir
ekki á íslandi vegna þess, að þeir
sullir sem finnast hér á landi upp-
götvast oftast fyrir tilviljun, t.d. á
yfirlitsmynd af kviði.
Best er að sýna fram á sullblöðru
á eftirfarandi hátt:
1) Með röntgenmynd, sérstaklega
við sull í lungum.
2) Með ómun, ef sullblaðra er
staðsett í lifur.
3) Með sneiðmyndum, ef um er
að ræða skemmdir í öðrum vefjum.
Þess ber að geta, að hættulegt
getur verið að taka nálarsýni úr
sullblöðru, þar sem innihaldið er
mjög ónæmisertandi og sullblöðru-
vökvinn getur sáð sér út.
Til eru ónæmisfræðilegar rann-
sóknaraðferðir sem geta verið stuðn-
ingur við greiningu. Þessar aðferðir
eru dýrar og aðeins til á fáum stöð-
um í heiminum.
Fyrsta meðferð hefur ávallt verið
skurðaðgerð, en komin eru lyf sem
hafa reynst lofa góðu við óskurð-
tækri sullaveiki. Helsta lyfið er al-
bendazol, en það drepur sullkrókana
í blöðrunum. Leiða má rök að því,
að fjarlægja beri sull sem finnst hjá
sjúklingum, þrátt fyrir að hann gefí
ekki einkenni vegna þess að:
1) Erfitt er að vera öruggur um
að ekki sé illkynja æxli á ferðinni.
2) Ekki má stinga á til greiningar.
3) Ekki verður vitað um skurð-
tæki síðar á ævinni.
4) Aðskotahlutur í líkamanum
veldur sýkingarhættu.
5) Kölkun í sulli er enginn trygg-
ing fyrir því, að hann sé dauður.
Sjúklingar
Sjúkrasaga 1: Sjúklingur er tæp-
lega fertug kona, sem var alin upp
í sveit norðanlands fyni hluta
ævinnar. Hún átti hund, og á bænum
var stunduð heimaslátrun. Fyrir sjö
árum fór konan í nýrnamyndgtöku
og sást þá kölkun í lifur sem talin
var sullur.
Konan hafði aldrei haft nein ein-
kenni af sullinum og fyrir skurðað-
gerð reyndust allar lifrarrannsóknir
eðlilegar.
Gerð var sneiðmyndataka 1984.
Sýndi hún vel afmarkaða skemmd
aftan og neðan til hægra megin í
lifur, virtist þrýsta á hægra nýra en
ekki á holæð eða vena porta. Einnig
sást að ekki var um fleiri blöðrur
að ræða.
Innlögð til aðgerðar og var þá
almenn skoðun fullkomlega eðlileg,
þar með talin kviðarskoðun. Við
aðgerð kom í ljós að sullurinn lá
milli efri jaðars nýrils, fastur við
efri bláæð og holbláæð og þétt upp
undir lifrina en náði ekki inn í hana.
Sullurinn reyndist kalkaður að litlum
hluta og var hann sendur á Tilrauna-
stofu háskólans í meinafræði á Keld-
um og þaðan til Rannsóknastofu
háskólans við Barónsstíg. Hvorugur
aðilinn gat sagt að sullurinn hafi
verið lifandi en gátu ekki útilokað
það. Konan útskrifast rúmri viku
eftir aðgerð vð góða heilsu.
Sjúkrasaga 2: Sjúklingur var rúm-
lega fímmtug kona, fædd og uppalin
í sveit norðanlands. Ávallt verið
heilsuhraust, fyrir utan magakvilla
fyrir mörgum árum. Fyrir aldar-
fjórðungi fór hún í magamyndatöku
vegna magaóþæginda og greindist
þá kalkaður sullur í vinstri lifrar-
hluta. Var þá álitið, að sullurinn
væri dauður og konan þyrfti engrar
meðferðar við. Aftur var tekin rönt-
genmynd tíu árum síðar og var þá
sullurinn óbreyttur að stærð og lög-
um.
Enn tíu árum síðar fór sjúklingur
að fá verki í mjóbak vinstra megin,
fór í myndatöku af hrygg og sást
þá að sullurinn hafði stækkað frá
síðustu rannsókn. Gerðar voru ýms-
ar rannsóknir, sem allar voru eðlileg-
ar, þ.m.t. lifrarpróf. Nýmamynda-
taka sýndi að vinstra nýra var fært
til hliðar og niður á við og að sullur-
inn lá við efri pól nýrans.
I fjölskyldusögu kom fram að
bróðir sjúklings lést erlendis á
sjúkrahúsi eftir bráðaaðgerð vegna
blæðingar frá lifur.
Gerð var skurðaðgerð og kom þá
í ljós að lifur og gallvegir voru eðli-
leg, einnig skeifugörn, bris, magi
og milta. Sullurinn var hnefastór,
hreyfanlegur og sat aftan skinuhols,
ofan við vinstri -nýril. í aðgerðinni
sprakk sullshýðið og var innihaldið
gráleitt, graftarkennt og þykkt.
Meinafræðingur gat ekki staðfest
að um sull hafí verið að ræða, en
verður að telja að þetta hafí verið
sýking í dauðum sulli.
Sjúklingur útskrifast í sama mán-
uði viði góða heilsu.
Sjúkrasaga 3: Þriðji sjúklingurinn
var rúmlega sextugur karlmaður,
fæddur og uppalinn í sveit á Vesturl-
andi fyrstu tuttugu árin. Á bænum
var stunduð heimaslátrun, og einnig
voru þar hundar.
Fyrir átta árum var gerð nýrna-
myndataka vegna blóðmigu og
greindist þá um leið kalkaður sullur
í lifur. Á röntgenlýsingu þremur
árum síðar er sagt að sjáist óljós
hringlaga skuggi sem ber í vinstri
hluta lifrar.
í sjúkraskrá er sagt frá því, að
einhvern tímann á árunum á milli
1960 og 1970 hafi verið tæmdur
sullur sem hafði sprungið og lýst sér
svipað og lífshættulegur cholecystit-
is gangrenosa.
Sjúklingur hefur langa óskýrða
bakverkjasögu sem rekja mætti til
sullsins. Gert var Casoni-próf, sem
var neikvætt.
í aðgerðinni nú fannst sullur,
stærri en tennisbolti, í afturbrún
vinstra lifrarsvæðis og fastur við
holæð, innkýldur á milli hennar,
þindar og efra lifrarsvæðisins ofan
og aftan við rófublað lifrar. Hnútur-
inn var mjúkur viðkomu. Einnig
fannst annar tvöfalt stærri sullur í
hægra lifrarsvæði og var sá mun
mýkri. Þessi sullur hafði ekki sést
með ómun eða á röntgenmynd.
Minni sullurinn var sex sm í þver-
mál en sá stærri 97 sm. Niðurstaða
meinafræðings var að báðir sullimir
væra lifandi. Sáust krókar og spor-
öskjulaga skýrt afmarkaðar lífverur.
Sjúklingur útskrifast við góða
heilsu.
Fjötrar alvinnulífeins
eftir Borgþór Atlason
Árátta þeirra sem fara með
stjóm þjóðmála til að blanda sér í
atvinnurekstur, sem þeir annars
bera enga ábyrgð á, vex stöðugt
fí«kur um hrygg. Miðstýring at-
vinnuveganna sem hófst í landbún-
aði ætti að vera mönnum ljóst víti
til vamaðar.
Ef áfram heldur sem horfír þá á
það ofstjómaræði sem gripið hefur
verið til á sjávarútvegi eftir að
hefna sín grímmilega.
Eftir að skömmtunarkerfi var
komið á með nýrri fiskveiðstefnu
fyrir sjö árum, þá hafa þeir aðilar
sem af lifðu stöðugt verið að leita
nýrra leiða til að bæta sinn hlut og
ekki veitt af.
Burtséð frá þeirri nýju fískveiði-
stefnu sem þá hét og óvíst er því
miður hvort hafi komið fískistofn-
unum til góða, þá virðist það upp-
haf til að ráðskast með og stjórna
þeim sem stunda atvinnufyrirtæki
í sjávarútvegi ekki ætla að taka
neinn enda.
Ljósið í myrkrinu
Á undanförnum árum hafa
sprottið upp ný fyrirtæki í sjávarút-
vegi. Má þar nefna fískmarkaði,
milliliði sem útvega þeim hráefni
sem ekki eiga skipin sjálfir. Með
tilkomu fískmarkaða hafa nýir aðil-
ar bæst við í vinnsluna. Þessir nýju
þátttakendur hafa síðan reynst
ódeigir við að leita nýrra markaða
fyrir sína vöru erlendis og tekist
vel. Þetta hefur haft jákævð áhrif
á fískverð til skipa og komið sjó-
mönnum til góða. Þetta hefur og
haft áhrif á þá sem fyrir voru í
vinnslunni til að hagræða og gera
betur í samkeppni vegna hærra
verðs á hráefni.
Ekki svo með öllu illt að ekki
finnist dæmi um góða hluti sem
hafa verið að gerast.
„Gróska miðstýringar-
aflanna er meiri en nóg
fyrir, svo ekki sé verið
að næra hana á sundur-
lyndi meðal hagsmuna-
aðila í sjávarútvegi.“
Dökk ský á lofti
Á sl. vetri kom til árekstra milli
þessara nýju aðila í vinnslunni og
eldri samtaka, aðila sem töldu hags-
munum sínum ógnað. Samtök salt-
fískframleiðenda innan SÍF gerðu
þá athugasemd er upp kom mis-
ræmi milli þeirra og þessara nýju
söluaðila hér heima hvað varðar
reglur um innflutningstolla ein-
stakra ríkja. I þeirri stöðu var ekk-
ert óeðlilegt við að málið sem slíkt
væri skoðað. Sú aðferð sem SÍF-
menn beittu hinsvegar fyrir sig,
þ.e. að leita strax á náðir miðstýr-
ingarflanna til að setja öðramy lífs-
reglumar verður þó vart talin stór-
mannleg. Miðstýringarmenn sem
vænta mátti ósínkir á boð og bönn
vora ekki skilmerkilegri í sínum
athöfnum en svo að bann þeirra tók
yfir marga fleiri en þá sem SÍF-
mönnum stóð stuggur af. Má þar
nefna framleiðendur á léttsöltuðum
karfaflökum til Frakklands. Þetta
upphlaup SÍF manna gat og haft
mjög slæm áhrif á þá fiskmarkaði
sem nú eru starfandi.
Gróska miðstýringaráflanna er
meiri en nóg fyrir, svo ekki sé
verið að næra hana á sundurlyndi
meðal hagsmuna-aðila í sjávarút-
vegi.
Undirstaðan/eftirsótt vinna
eða þrautalending
Þenslan á vinnumarkaðnum hef-
ur farið minnkandi undanfarin tvö
ár og þá helst í hinum ýmsu þjón-
ustu- og iðngreinum atvinnulífsins.
Þessi gangur atvinnulífsins er ekk-
ert nýtt fyrir landann þar sem
trappan liggur ýmist niður eða upp.
Nú bregður hinsvegar svo við að
þessi og hinn spekingurinn hefur
risið upp m.a. verkalýðsforingjar
og fara þess á leit við æðstu ráða-
menn að þeir hlutist til um í þeim
fyrirtækjum sem eftir ganga. Nú
skulu þessi fyrirtæki semsagt
skaffa þeim vinnu sem í annan tíma
töldu sér betur borgið við annað.
Þá hefur meðal annars verið bent
á innflutt vinnuafl til fullvinnslu
sjávarafurða og látið líta svo út að
þar séu atvinnutækifæri í afgangs-
stærð. Þessu verður að breyta.
Kjör þeirra sem vinna við undir-
stöðu-atvinnuveg hverrar þjóðar
eiga að vera svo eftirsótt að aðrar
greinar atvinnulífsins keppi um það
vinnuafl en ekki öfugt. Ef verka-
lýðsforingjar telja sig geta heimtað
af öðram vinnu þegar svo ber und-
ir og þá sjálfa hentar, þá verða
þeir líka í annan tíma að vera þess
umkomnir að geta skaffað fólk í
vinnu.
Nýr hrærigrautur/-
Ofstjórnaræði
Tilkoma nýrrar fiskveiðistefnu á
sínum tíma gerði miklar kröfur til
starfandi aðila í sjávarútvegi. Að-
lögunartíminn var stuttur og menn
misjafnt í stakk búnir til að ganga
í gegnum þær breytingar. Smátt
og smátt hafa menn þó aðlagðað