Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 60
Vetni sem eldsneyti: Getur skap- að mikla möguleika - segir Bragi Árnason, prófessor MIKLIR möguleikar kunna að skapast hér á landi varðandi nýt- ingu vatnsorku á næstu árum, ef talið verður hagkvæmt að setja hér á stofn verksmiðju til vetnis- framleiðslu. Aðilar í Þýskalandi kanna nú möguleika á að reisa slika verksmiðju i Kanada en verksmiðja á Islandi kynni að reynast ódýrari kostur. "^fkð sögn Braga Árnasonar, pró- fessors í Háskóla íslands, hafa aðilar innan Evrópubandalagsins, að frum- kvæði þýskra efnaframleiðenda, hug á að byggja 100 MW tilraunaverk- smiðju á austurströnd Kanada til að framleiða vetni, sem flutt yrði til Þýskalands. Hann segir að forsvarsmönnum þessa verkefnis hafi verið bent á að orkuverð hér á landi sé samkeppnis- fært við orkuverð Kanadamanna, auk þess sem þrisvar sinnum styttri Jgið sé frá austurströnd Islands til *~*skalands en frá Kanada. Þeir gætu því hugsanlega komist að •þeirri niðurstöðu, að hagkvæmara væri að reisa verksmiðjuna hér á landi. Endanleg ákvörðun um að reisa tilraunaverksmiðjuna í Kanada verð- ur tekin í árslok og segir Bragi, að Islendingar þurfi því að kanna möguleika á þátttöku fljótt, enda gætu við það skapast miklir mögu- leikar í sambandi við orkunotkun hér á landi. Sjá ennfremur í miðopnu: „Nýir valkostir í orkumálum" Jll meðferð á kappreiða- hestum kærð :-P-y-r-s. - i'i'i ;• ~ i \ \\ Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Vogalax í gærkvöldi. Morgunbl aðið/R AX Hafbeitarlaxinn skilar sér óvenjusnemma LAX er bytjaður að ganga í hafbeitarstöðvarnar við Faxaflóa og Breiða- fjörð og er það mun fyrr en undanfarin ár. Mest hefur skilað sér hjá Vogalaxi, yfir 200 laxar. Allt er þetta stórlax, hrygnur sem verið hafa tvö ár í sjó og segja fiskeldismenn að það styrki vonir þeirra um að mikið af tveggja ára laxi skili sér í ár. Sá lax sem hefur gengið í haf- beitarstöð Silfurlax hf. í Hraunsfirði á Snæfellsnesi er einnig stórlax, sem verið hefur tvö ár í sjó. Yfir 40 laxar voru í gær gengnir í stöðina en laxinn byijaði að sjást fyrir hálfri annarri viku og er það 2-3 vikum fyrr en venjulega að sögn Júlíusar "Birgis Kristinssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Vill afiiema verðtryggingu spariQár og lána sem fyrst Getur leitt til eignaupptöku, segir Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans SAMBAND dýraverndunarfélaga á íslandi hefúr kært til Rannsókn- arlögreglu ríkisins illa meðferð á hestum fyrir kappreiðar. Kæra Sambands dýraverndunar- félaga var lögð fram fyrir síðustu helgi. Tilefni hennar eru fréttir um að þess séu dæmi hér á landi, að knapar hafi misþyrmt hestum sínum fyrir keppni í þeim tilgangi að fá fram óttavilja hjá þeim. „ÉG TEL nauðsynlegt að fella lánskjaravísitölu niður sem fyrst og afnema þannig verðtryggingu Ijármagns," segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Hann segir slíka ráðstöfun lið í því að opna íslenskan fjármagnsmarkað og laga að aðstæðum í Evrópu. Óeðlilegt sé að Qármagn sé verðtryggt en laun ekki, sama eigi að gilda um þetta tvennt. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segist telja að afhám hinskjaravísitöIu þarfnist injög nákvæmrar og vandlegrar athugunar. Á fundi Samtaka sparifjáreigenda í gær komu fram áhyggjur af hugmyndum um afnám lánskjaravísitölunnar. „Ég vísa eingöngu til samþykkt- I segir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- ar ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra,“ I herra. „Þar segir að stefnt skuli að Taprekstur SIS um 200 millj- ónir fyrstu flóra mánuðina SAMBANDINU hefur ekki tekist að snúa taprekstri síðastliðins árs til betri vegar, því samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu fjóra mánuði þessar árs nam tapreksturinn um 200 milljón- um króna. Langstærsti hluti þessarar upphæðar tapaðist í rekstri Verslunardeildar Sambandsins. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að taprekstur Sambandsins á sl. ári hafí numið liðlega 700 »milljónum króna. Þannig lítur dæmið út eftir að búið er að jafiia út 300 milljóna króna söluhagnað vegna sölu Samvinnubankans og afskriftir útistandandi, tapaðra skulda. Ársreikningur Sambandsins hlutafélagsformið verði tekið upp fyrir sl. ár verður afhentur fulltrú- um Sambandsins sem koma sam- an til aðalfundar kl. 9 í fyrramálið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru taldar líkur á að ' tillaga stjórnar Sambandsins um breytt rekstrarform, þannig að i stað samvinnufélagsformsins, verði samþvkkt á aðalfundinum, en hann stendur þar til síðdegis á föstudag. Óljóst er hver verður kjörinn stjórnarformaður Sambandsins, en Ólafur Sverrisson lætur nú af því embætti. Fjórir menn hafa verið nefndir til sögunnar, en við- mælendur Morgunblaðsins telja líklegast að val aðalfundarins muni standa á milli þeirra Þor- steins Sveinssonar, varaformanns stjórnarinnar, og Sigurðar Mar- kússonar, framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar Sambands- ins. Formaður stjórnar Sam- bandsins verður kosinn beinni kosningu. Sjá Af innlendum vettvangi: Baráttan um stjórnarfor- mennskuna vekur mesta at- hygli bls. 24. því að fjarlægja vísitölutengingu á lánamarkaði en búa jafnframt vel um hnúta á skuldbindingum til langs tíma, eins og með tilliti til gengisbreytinga." Jón vill engin tímamörk setja í framvindu þessu stefnumáls og segir að það verði að athuga mjög vel. Steingrímur Hermannsson bend- ir einnig á málefnasáttmála ríkis- stjórnarinnar og segir línurnar lagð- ar þar: „Þegar verðbólga er undir tíu af hundraði á sex mánaða grundvelli er æskilegt að hætta vísi- tölutryggingu fjármagns. Nú er verðbólga um 8% og ég tel að stefna beri á þessa breytingu. Auðvitað geta nafnvextir breyst, hér er um afnám verðtryggingar á fjármagni að ræða. Sama á yfir launþega og fjármagnseigendur að ganga og miklu skiptir að hafa í huga að við verðum að horfa til annarra Evr- ópulanda hvað þessi mál varðar. Vísitölubinding fjármagns þekkist hvergi nema á Islandi og í Júgó- slavíu þar sem óðaverðbólga geys- ar. Aðstæður hér leyfa nú að snúa málinu í eðlilegt horf.“ Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings, sagði á fundi sparifjáreigenda í gær að sparifjár- eigendur yrðu varnarlausir gegn verðlagsbreytingum ef láns- kjaravísitalan yrði afnumin í haust, en viðbúið væri að verðbólgan yrði þá komin upp í 20.%., Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að kostir þess að afnema láns- kjaravísitöluna væru einföldun kerfisins og að það yrði í meira samræmi við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum. Hins vegar hefði afnám vísitölunnar í för með sér óvissu fyrir sparifjáreigendur og gæti leitt til eignaupptöku ef stjórnvöld beittu sér jafnframt gegn vaxtabreytingum innlánsstofnana. Innanlands- floti Flugleiða endurnýjaður TILLAGA um endurnýjun innan- Iandsllugfiota Flugleiða verður lögð fram á stjórnarfúndi félags- ins á morgun. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða verður lagt til á stjórnarfundinum að gegnið verði til samninga um kaup á þrem- ur til fjórum nýjum flugvélum í inn- anlandsflugið. Þar komi 3 tegundir til greina; Fokker 50, ATR 40 og Dash 7 eða 8. Flugvélarnar sem félagið notar nú til innanlandsflugs eru frá Fokkerverksmiðjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.