Morgunblaðið - 06.07.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.1990, Síða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 151. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tirana: Hundruð Albana flýja í sendiráð Bonn. Reuter. HUNDRUÐ Albana leituðu hælis í erlendum sendiráðum í Tirana, höfuðborg Albaníu, í gær. Evrópubandalagið (EB) skoraði á stjórn- völd landsins að heimila flóttamönnunum að flytja úr landi og sakaði þau um að hafa brotið alþjóðalög. Þá bárust fregnir af því að öryggislögreglan hefði skotið á fólk, er flúði þetta síðasta vígi stalínismans í Austur-Evrópu. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Bonn skýrðu frá því að um 200 Albanar hefðu flúið inn í vestur- þýska sendiráðið í gær. Franskir stjórnarerindrekar sögðu að um hundrað til viðbótar hefðu komið í það franska, auk þess sem fólk streymdi í sendiráð Ítalíu og Tékkó- slóvakíu. Nákvæmar tölur fengust ekki, en ljóst er að flóttamanna- straumurinn er mun meiri en fyrr í vikunni, er um tvö hundruð manns leituðu hælis í sendiráðunum. Brotist höfðu út götumótmæli í borginni, að því er virðist vegna óánægju almennings með hversu treg stjórnvöld eru til að veita Al- bönum raunverulegt ferðafrelsi. Albanska þingið samþykkti nýlega lög, sem eiga að veita þeim slíkt frelsi, en sagt er að einungis þeir, sem njóta trausts stjórnvalda, fái að fara úr landi. Austurrískir ijölmiðlar skýrðu frá því að tveir Albanar hefðu verið skotnir til bana er þeir reyndu að flýja í vestur-þýska sendiráðið. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Bonn sögðust þó ekki hafa upplýs- ingar um mannfall. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði að lögreglan hefði sett upp vegatálma í grennd við sendiráðin en fólkið hefði brotist yfir þá. Evrópubandalagið sendi stjórn- völdum í Tirana áskorun um að reyna ekki að refsa flóttamönnun- um heldur hleypa þeim úr landi. Bandalagið sakaði þau einnig um að hafa brotið alþjóðalög og hvatti til mannréttindaumbóta í landinu. Albanski sendiherrann á Ítalíu sagði í gærkvöldi að allir þeir flótta- menn, sem ekki hefðu framið glæpi, fengju að fara úr landi. Reuter Elísabet Bretadrottning bauð leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO) til kvöldverðar í Buckingham- höll í gærkvöldi. Á myndinni ræðir hún við nokkra af leiðtogunum, þá George Bush Bandaríkjaforseta, Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Fyrir aftan þau eru Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins: Áhersla lögð á að skapa Sov- étmönnum öryggiskennd GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, lagði til á fúndi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London í gær, að Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, og leiðtogum annarra Varsjárbanda- lagsríkja yrði boðið að sækja fund NATO. Kynni slíkur fundur að verða haldinn í desember næst- komandi. Er þetta liður í viðleitni Bush til að skapa öryggiskennd hjá Sovétmönnum og sýna þeim að NATO ætli ekki að nota breyt- ingarnar í Evrópu gegn þeim. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, sagði að NATO-ríkin ættu að lýsa yfir því í sameiginlegri yfirlýsingu með Varsjárbanda- lagsríkjum, að þau litu ekki Iivert á annað lengur sem andstæðing. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Margaret That- Reuter Húsnæðisskorti mótmælt Húsnæðislaus móðir i ísrael með tvö börn fyrir utan tjald þeirra beint fyrir framan þinghúsið í Jerúsal- em. Yfir tuttugu manns tjölduðu þar í gær til að mótmæla húsnæðisskorti í landinu og hárri leigu. clier, forsætisráðherra Breta, sögðust sammála mörgu í tillög- um Bush sem kynntar voru fyrir fúndinn í London en vildu fara varlega í að draga úr gildi kjarn- orkuvopna í varnarstefiiu NATO eða minnka fælingarmátt vopn- anna. í setningarræðu fundarins sagði Margaret Thatcher að í boðskap hans þyrfti að felast viljayfirlýsing NATO-ríkjanna um að þau ætluðu að standa áfram sameiginlega að vörnum sínum en um leið rétta opna vinarhönd til þjóðanna í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum. Hún sagðist hafa fengið orðsendingar skömmu fyrir fundinn frá Gorbatsjov og Vac- lav Havel, forseta Tékkóslóvakíu. Þeir hefðu jafn mikinn áhuga á nið- urstöðum fundarins og fundarmenn sjálfir. Fer Gorbatsjov fram á vest- ræna fjárhagsaðstoð í orðsendingu sinni. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, sagði við upphaf fund- arins að kalda stríðið heyrði sögunni til, bandalagsþjóðirnar litu nú á Sov- étríkin og Austur-Evrópuríkin sem hugsanlega vini og bandamenn. Ahersla hefur verið lögð á að til- lögur Bandaríkjastjórnar, sem liggja fyrir leiðtogafundinum um breyting- ar á varnarstefnu NATO, feli ekki í sér, að bandalagið útiloki beitingu kjarnorkuvopna, ef á aðildarríki þess yrði ráðist. I gærkvöldi komust ut- anríkisráðherrar að samkomulagi um orðalag í ályktun fundarins, þar sem notkun kjarnorkuvopna er lýst sem örþrifaráði. Helmut Kohl sagði að sameinað Þýskaland innan Atiantshafsbanda- lagsins yrði hin trausta stoð sem Evrópa þyrfti til að skapa stöðug- leika. Hann sagði að herafli samein- aðs Þýskalands yrði takmarkaður í samræmi við þá samninga sem gerð- ir yrðu í Vín um fækkun hefðbund- inna vopna í CFE-viðræðunum. Hann tók undir tillögu Bush um brottflutning kjarnahleðslna í stór- skotavopn frá V-Þýskalandi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra þakkaði Bush Banda- ríkjaforseta tillögur hans að ályktun fundarins og vék sérstaklega að því atriði, að notkun kjarnorkuvopna yrði síðasta úrræðið. „Ég sé ekki að slík yfirlýsing þurfi að veikja fælingarmátt bandalagsins," sagði Steingrímur Hermannsson. Sjá frekar um ræðu forsætis- ráðherra á bls. 27. Kosovo: Fjölmiðl- ar ofeótdr Belgrað. Reuter. VOPNAÐIR lögreglumenn réðust inn í byggingar íjölmiðla í júgó- slavneska héraðinu Kosovo í gær eftir að stjórnvöld í Serbíu höfðu leyst upp þing og stjórn héraðsins. Albanar eru í miklum meirihluta í Kosovo, sem heyrir undir Serbíu, stærsta lýðveldi Júgóslavíu. Serbn- esk stjórnvöld ákváðu að leysa upp þing héraðsins eftir að það hafði samþykkt yfirlýsingu um að Kosovo lyti ekki lengur stjórn Serba. Þá skipuðu þau svo fyrir að fjölmiðlar héraðsins skyldu lúta eftirliti lög- reglu. Lögreglumenn réðust síðan inn i byggingu sjónvarpsins í Pristínu, höfuðstað héraðsins, og lögðust útsendingar niður. Mynd- bönd sjónvarpsins voru gerð upptæk og fréttamenn hættu störfum í mót- mælaskyni. Lögreglan réðist einnig til inngöngu í hús dagblaðsins Ril- indja, sem er gefið út á albönsku og hafði fordæmt ákvarðanir serbn- eskra stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.