Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 9

Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Þeim, sem sýndu mér sóma og hlýhug í tilefni af sjötugsafmœli minu 18. júní sl., þakka ég heilshugar og óska ykkur öllum góðra daga. Ingibjörg Magnúsdóttir, Borgarnesi. Hugheilar þakkir til allra, sem glöddu mig með kveðjum, gjöfum og hlýjum orðum á af mœli mínu 20. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Kveðjur. Jóakim Pálsson, - Hnífsdal. w í* I Ferðagasgrill í útileguna, veiðiferöina, bótinn hjólhýsið eða heimilið. Kr. 6.990 stgr. SPOKTLEIGAN FERÐAMIÐSTÖÐ V/ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA S:19800 & 13072 Barentshafi „Hrun fiskstofnanna í Barentshafi er okk- ur og öðrum fiskveiðiþjóðum alvarleg áminning um að huga betur að rannsókn- um á auðlindum hafsins og nýta þær með gætni," segir í ritstjórnargrein Sjáv- arfrétta [2. tbl. 1990]. Síldarstofninn í Barentshafi hrundi fyrst, síðan loðnu- stofninn og loks þorskstofninn. Stak- steinar glugga í viðtal Sjávarfrétta við Jakoþ Jakobsson, fiskifræðing. Ef fæðukeðjaii brestur . . . „Hvaða afleiðingar hefði það á íslandi, ef mikilvæg- ustu fiskstolhamir við landið hryndu allir í einu, líkt og gerst hefur i Bar- entshafi. Menn þora varla að hugsa þá hugsun til cnda. Sjálfetæði þjóðarinn- ar og tilvist hennar í landinu væri ógnað. En gæti slíkt gerst hér?“ Þann- ig er spurt í ritstjómar- grcin Sjávarfrétta. Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofh- unar, svarar þessari spurn- ingu að hluta til í viðtali við Sjávarfréttir: „Það cr hugsanlegt að eitthvað þessu líkt gæti komið fyrir hér við land, ef brestur yrði í fæðukeðj- unni, þannig að þorskinn skorti algjörlcga fæði. Slikt myndi náttúrlega hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svona ástand gæti skap- ast annars vegar vegna rangrar nýtingar fiskstofha og annarra dýra í lægri hlekkjum fæðukeðjunnar og hins vegar vegna versn- andi lífsskilyrða á ísland- smiðum og þar með minni framleiðni í sjónum á sama tíma og þorskklak tækist mjög vel. En við verðum líka að gæta að því, að þótt svciflur í íslenzka þorskstofhinum hafi verið býsna miklar á síðustu ára- tugum, hafa þær ekki orðið eins miklar og í Bai*ents- hafi. Þvi tel ég ólíklegt að við lendum í sömu aðstöðu og Norðmenn nú, þótt ég vilji alls ekki fullyrða að slíkt gæti ekki gerst hér. Því má svo ckki gleyma, að það versta er afstaðið í Barentshafi og allt á upp- leið þar aftur.“ Góðir þorskár- gangarog slakir Á tímum tveggja heimsstyrjalda, 1914- 1918 og 1939-1945, hafði lífríki sjávar meiri frið cn í annan tíma. Á þcssu árabili óx veiðþol þorsks- ins í Isiandsálum. 1953- 1960 fengust 450-540 þúsund árstonn af þorski hér við land. Árin 1953, 1954, 1955 og 1958 gáfu öll meir en hálfa milljón árstonna þorskafla. „Þetta sannar að hægt er að geyma fisk í sjón- um,“ segir Jakob Jakobs- son. Þetta er þó ekki eina skýring góðs afla á þess- um árum. Lífsskilyrðin í sjónum voru góð á þessu tímabili og reyndar fram til ársins 1965. Þá komu nokkur hafísár og straumkerfið breyttíst. Orðrétt segir fiskifræð- ingurinn: „Afrakstursgeta Is- landsmiða hefur verið ákaflega breytileg und- anfarin 25 ár. Sem dæmi má nefha, að á þessum áratug sem brátt er að Ijúka, höfum við ekki fengið nema tvo góða árganga, 1983 og 1984. Til samanburðar má nefiia, að á árunum um og fyrir 1960 var algengt að fiórir til sex góðir ár- gangar væru í hverjum áratug." Hrundi þorsk- stofninn kring- um 1700? En eru dæmi þess í íslandssögunni að þorsk- stofhinn hafi hrunið vegna aðstæðna í lífríki sjávar? Jakob Jakobsson segir: ■ „Við höfutn ekki nægi- lega góð gögn í höndum til þess að geta fullyrt neitt um slíkt, en hugsan- legt er, að á hinni svoköll- uðu „litlu ísöld" í kring- um 1700 hafi gerst eitt- hvað þessu líkt. Þá var algengt, að hafís umlyki landið allt og Austur- íslandsstraumurinn, sem venjulega nær aðeins rétt suður fyrir Hvalbak, náði suður að Færeyjum. Lík- legt er að á þessum árum hafi dregið verulega úr framleiðninni hér við land . . .“ Yistkerfi ís- landsmiða Sú þjóðhagsstaðreynd, að lífskjör Islendinga og efnahagslegt fullveldi eru að lang stæi-stum hluta sótt í auðlindir sjáv- ar, kallar á viðvarandi rannsóknir á sviði haf- og fiskifræði. Mai'gt hef- ur verið vel gert á þeim vettvangi, en betur má ef duga skal. Fjárveitingar til lia- frannsókna hafa á liinn bóginn verið af skornum skammti. Fjárveitinga- valdið hefur ekki fylgt eftir eigin samþykkt [þmgsályktun 1988] um að auka framlag til Haf- ramisóknastofhunar uni 10% fram til 1992. Þó liggur ljóst fyrir að aukn- ar rannsóknir og „meiri þekking á vistkerfi Is- landsmiða rnyndi draga stórlega úr hættunni á því, að hið sama gerðist í hafinu hér við land og gerðist í Barentshafi. Látum hrun fiskstofn- anna í Barentshafi verða okkur víti til varnaðar," segir í forystugrein Sjáv- arfrétta. Stofiistærð þorsks Jakob Jakobsson segir í viðtalinu að þrír eða jafiivel flórir yngstu þorskárgangar hér við land séu lélegir. Á móti komi vonin um einhverja þorskgengd frá Græn- landi. MMC Lancer GLX, órg. 1989, vélorst. 1500, 5 gíro, 4ro dyra, bleikur, ekinn 13.000. Verð kr. 850.000,- Subaru Stotion GL, órg. 1987, vélarst. 1800, 5 gíro, 5 dyra, hvítur, ekinn 51.000. Verð kr. 850.000,- AUDI 80 S, órg. 1988, vélorst. 1800, sjólfsk., 4ra dyra, sóllúga, dökkblór, ekinn 14.000. Verð kr. 1.380.000,- MMC Pajero SW, árg. 1987, vélarst. 2500, sjálfsk., 5 dyra, blár, ekinn 62.000. Turbo diesel Verð kr. 1.600.000,- MMC Galant GLSi, árg. 1989, vélarst. 2000, 5 gíra, 4ra dyra, dökkgrænn, ekinn 18.000. Verð kr. 1.150.000,- Range Rover Vouge, órg. 1987, vélarst.; sjólfsk., 5 dyra, dökkblár, ekinn 66.00 Verð kr. 2.700.000,- ÞAÐ VERÐUR ENGINN „SKÚFFAÐUR" Á DANIGA INNRÉTTINGAR • STIGAR í sýningarsal Gása að Ármúla 7 ber að líta fjölbreyttar Danica innréttingar fyrir eld- hús sem eru auðvitað einnig tilvaldar í önnur herbergi hússins. Gásar bjóða einnig úti- hurðir og tréstiga frá þekktum framleiðendum. Þeir sem koma við í Gásum og fá upplýs- ingar og veröhugmyndir verða sannarlega ekki „skúffaðir". Verið velkomin. Gásar Ármúla 7, sími 30500 Ú T I H U R Ð I R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.