Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Benedikt G. Oskars- son - Minningarorð Fæddur 7. nóvember 1930 Dáinn 29. júní 1990 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem) Aðfaranótt 29. júní síðastliðinn iést faðir minn Benedikt Guðni Óskarsson, ekki sextugur að aldri. Góður og elskulegur faðir er geng- inn. Að leiðarlokum langar okkur til að minnast hans með fóum orð- um. Þegar sú sorgarfregn barst okkur að faðir minn væri dáinn var eins og heimurinn hryndi yfir okkur og hvað óréttlátt það væri en sagt er að þeir fari fyrst sem Guðirnir elska mest. Ungur fluttist faðir minn frá Eskifirði til Reykjavíkur, giftist eft- irlifandi móður minni, Sigríði Hauksdóttur, eignuðust þau fjögur börn og 9 bamaböm sem öll eru á lífi. Hjá föður mínum var ekkert sem hét kynslóðabil, hann var ung- ur í anda, hress og kátur og sá alltaf björtu hliðarnar á öllum mál- um. Þær hafa verið ófáar gleði- stundirnar sem ég í bernsku og eftir að ég gifti mig og eignaðist börn hef átt með honum. í septem- ber 1988 fluttist ég og fjölskylda mín til Svíþjóðar, frá þeim tíma hef ég farið tvisvar að heimsækja for- eldra mína, gleðin og ánægjan í augum föður míns að sjá mig og ijölskyldu mína gleymist ekki. Þau voru ófá bréfin sem fóru á milli okkar, ánægjan í bréfum frá föður mínum til mín eftir þau skipti sem hann var búinn að fara til læknis síns, Guðmundar Oddssonar, sem var föður mínum meira en læknir, já, hann reyndist honum sannur vinur og viljum við móðir mín koma sérstöku þakklæti til Guðmundar Oddssonar. Faðir minn hafði þann einstaka hæfileika að smita aðra með sinni léttu lund svo öilum leið vel í ná- vist hans. Fyrir allar samverustund- irnar sem við fengum að eiga með honum erum við þakklát. Heiðar- leiki, snyrtimennska, traust og trú voru einkenni föður míns ásamt einlægni og elsku. En faðir minn fékk svo sannarlega að kynnast því að lífið er ekki ein gleðiganga en þá komu hinir stórkostlegu mann- kostir hans og dugnaður best í ljós, þótt syrti í álinn skal sótt á bratt- ann og lífinu skal haldið áfram. Faðir minn var bílamálarameistari og vann við það starf í mörg ár en fór svo að vinna á lager hjá Pósti og síma á Jörfa, þar vann hann þangað til vágesturinn sagði stopp 1985. Oft lá hann sjúkrahúslegu á hjartadeild Borgarspítalans og vilj- um við koma sérstöku þakklæti til starfsfólksins þar. Oft bjóst maður ekki við að faðir minn kæmi aftur heim af spítalanum en hann vann vágestinn oftar en einu sinni með sínum krafti og vilja. Vágesturinn lét aftur vita af sér undir það síðasta en að þessu sinni hafði vágesturinn betur, eftir mikla baráttu hjá föður mínum mót honum. Hann faðir minn var yndislegur sem kveður sáttur við allt og alla. Ég vil koma þakklæti til þeirra sem sýndu föður mínum vinskap og hlýju með heimsóknum sínum til hans fyrir og eftir að hann veikt- ist. Allar minningar um föður minn eru yndislegar og ógleymanlegar en ég fer ekki fleiri orðum um það hér. Nú að leiðarlokum viljum við þakka elskulegum föður mínum fyrir allt það sem hann var mér, manni mínum og börnum okkar. Elskulegri móður minni, bræðr- um mínum, konum þeirra og börn- um og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar á ókomnum æviárum. Fríða, Þórir og synir Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Það var mkið áfall að frétta lát elskulcgs mágs míns og vinar okk- ar, Benedikts Guðna Oskarssonar. Hann fæddist í Reykjavik en flutt- ist nokkurra mánaða gamall til Eskifjarðar með foreldrum sínum, þeim Bentínu Benediktsdóttur og Oskari Guðbrandssyni. Hann ólst upp á Eskifirði og var næst elstur af 8 systkinum. 13 ára gamall fer hann á sjóinn heima á Eskifirði og ári síðar fer hann á vertíð til horna- fjarðar og má nærri geta að það hafi verið erfitt fyrir 14 ára ungling að fara að heiman. Mín fyrstu kynni af Benna eins og hann var alltaf kallaður voru er systir mín Sigríður Hauksdóttir kom með hann í heimsókn að Arnar- stöðum og kynnti hann fyrir for- eldrum sínum og systkinum. Þau giftu sig 29. okt. 1955 og eignuð- ust 4 börn, þau eru: Haukur Pétur, giftur Hrefnu B. Karlsdóttur, Bene- dikt, giftur Jónínu Þ. Gunnarsdótt- ur, Hólmfrfður Kristjana, gift Þóri Erni Ólafssyni og Egill Valberg, unnusta hans er Inga J. Trausta- dóttir. Barnabömin eru orðin 9. Strax vann Benni hug og hjörtu okkar. Hann var alltaf svo léttur í lund og stutt í grínið hjá honum. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. A ég honum mikið að þakka hvað hann var góður við foreldra mína, okkur hjónin og börnin. Sigga og Benni voru svo náin í hugum okkar að þegar minnst var á annað þeirra var hitt ávallt nefnt líka. í huga og hjarta barnanna minna voru Benni og Sigga þeirra aðrir foreldrar. Þegar við fórum til Reykjavíkur lá leiðin alltaf til Siggu og Benna, þar vorum við eins og heima hjá okkur og verðum ávallt. Ekki datt mér í hug 22. júní þegar ég var að drekka kaffi með Benna og Siggu að það yrði í síðasta sinn sem við Benni drykkjum kaffi saman og ég heyrði hann slá á létta strengi. Síðast þegar ég heyrði í honum var þegar hann hringdi í mig á afmælisdaginn minn þann 28. júní. Við vottum Siggu, bömum og fjöskyldum þeirra innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. Inga, Ranni og börn. Strákarnir mínir litlu voru í vetur að reyna að átta sig á skyldleika- tengslum sínum við það fólk sem við umgöngumst. Þeim fannst erfitt að átta sig á þessum málum og enn jókst vandinn þegar sumir voru frændur mömmu en ekki pabba og öfugt. Okkur fullorðna fólkinu fínnst þetta voðalega einfalt mál — reyndar alveg sjálfsagt, þar til að því kemur að útskýra það fyrir börnunum okkar. Þá rifjast upp fyrir mér hvernig ég leit á málin á sínum tíma — þegar ég var sjálf barn: Mamma reyndi að kenna mér að Sigga, syst- ir hennar, væri frænka mín og börn hennar, Haukur Pétur, Bensi, Fríða og Valberg væru frændur mínir og frænka. Jáhá, það fannst mér alveg ágætt og þuldi eftir mömmu og bætti svo við: og hann Benni er frændi minn. Neeei, sagði mamma, hann er maðurinn hennar Siggu, en hann er ekki frændi þinn. Það fannst mér algört óréttlæti. Þau- hin voru öll frændur mínir og frænkur en Benni ekki — það gekk bara ekki og ég sagði við mömmu að mér væri alveg sama hvað hver segði — Benni væri víst frændi minnl. Benedikt G. Óskarsson fæddist í Reykjavik fyrir rétt tæpum 60 árum. Foreldrar hans, hjónin Bentína Benediktsdóttir og Óskar Guðbrandsson, fluttust til Eski- fjarðar þar sem þau ólu upp sinn barnahóp. Benni átti 8 systkini og em 6 enn á lífí. Til Reykjavíkur lá leið hans, þar sem hann hitti móður- systur mína, Sigríði Hauksdóttur frá Arnarstöðum í Helgafellssveit, sem Pétur kvæntist fyrir 35 árum. Þau eignuðust Ijögur börn: Hauk Pétur f. 11.9. 1955, sem búsettur er í Reykjavík og leggur stund á kennslu, kvæntur Hrefnu Björk Karlsdóttur og eiga þau dótturina Silju; Benedikt f. 7.10. 1956, sem er bóndi á Saurum í Helgafells- sveit, kvæntur Jónínu Þ. Gunnars- dóttur og þeirra börn eru Hafþór Rúnar, Svævar Ingi og Benný Eva; Hólmfríður Kristjana f. 21.10.1958, sem dvalið hefur í Svíþjóð sl. tvö ár ásamt manni sínum Þóri Erni Ólafsyni og drengjunum íjórum, Daníel Halldóri, Sigurði Guðna, Ásgeiri Erni og Davíð Má, og yngst- ur er Egill Valberg f. 30.10. 1963, sem einnig hefur búið og starfað í Svíþjóð ásamt sambýliskonu sinni, Ingu Jónu Traustadóttur, og synin- um Trausta Rúnari. Benni lagði stund a'bílamálun meirihluta starfsævi sinnar. Um tíma starfaði hann á Bílsprautunar- verkstæði í Laugarnesinu, skammt þaðan sem mín fjöskylda bjó. Hann kom stundum við heima hjá okkur og eins man ég eftir að hafa komið á vinnustað hans, sem mér fannst afar spennandi; bílar, sem límt var fyrir rúðurnar á, menn í skrautlega litum vinnugöllum, málningar- sprautur og stæk lakklykt. I þá daga var ekki farið að hugsa um hollustu á vinnustöðum né það hvort efnin, sem notuð voru, gætu reynst hættuleg heilsu manna. Benni hóf störf hjá Pósti og síma á Jörva á Ártúnshöfða í ágúst árið 1972 og þar starfaði hann sem birgðavörður meðan honum entist heilsa til. Hann var vel liðinn á vinnustað sínum og rækti starf sitt af ábyrgð. Annar bræðra minna fékk sumarstarf hjá Pósti og síma fyrir Benna orð meðan hann var í menntaskólanáminu. Benni var sér- staklega ljúfur maður. Af honum geislaði hlýleikinn og hanr, var létt- ur í lund, enda litum við systkinin alla tíð á hann sem góðan frænda. Reyndar nefndum við aldrei annað þeirra hjóna, heldur var viðkvæðið alltaf Sigga og Benni. Á uppvaxtar- árunum voru þau og böm þeirra einna nákomust okkur, því við krakkarnir vorum á sama aldri. Sérstaklega eru minnisstæð gaml- árskvöldin — óþreyjufull biðum við Siggu og Benna, sem komu uppúr miðnætti í heimsókn — það voru góðar stundir. Fyrir rúmum 20 árum keyptu þau hjónin fokhelda íbúð í Hraunbæ 110 í Árbæjarhverfi, þar sem þau hafa búið síðan. Heimili þeirra er hlýlegt og ber þeim hjónum fagurt vitni alúðleika og gestrisni. Þar var jafn- an mannmargt á árum áður — mik- il geStagangur og oft næturgestir. Úr þessu dró þegar Benni veiktist — sumir létu sig þá alveg hverfa, enda ekki allir tilbúnir þegar á reyn- ir eins og gengur, en aðrir voru K- 4 : *■! I| Dags. 06.7. 1990 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA fslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND K VEIÐIKEPPNI _ fAbu Garcia Nú gefst öllum þeim sem kaupa veiðistöng og veiðihjól frá Abu Garcia kostur á að taka þátt í spennandi veiðikeppni. Allar nánari upplýsingar ásamt þátttökutilkynningu fást á hinum fjölmörgu útsölustöðum Abu Garcia um land allt. > A -Arn m r iéj : ■ J r 4.4. 1 . 4 eoc ö rtnror r poKKO. / ÐMmw og rmw. a r(*v Lrr.éeðoT? rúífur r boM ' r’m i i r i r~ rá.4s r- fumjT § pouo. pokko i iri intnrui i .';i .;fi enourunnmn poppir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.