Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Ný stjórn FSA: Fyrsta verkið verður að ráða íramkvæmdastjóra VALTÝR Sigurbjarnarson for- stöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri hefur verið skipaður formaður nýrrar stjórnar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, en heilbrigðisráðherra skipar formann stjórnarinnar. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verð- ur væntanlega að fjalla um ráðn- ingu nýs framkvæmdastjóra FSA, en sem kunnugt er hefur Halldór Jónsson sem gegnt hefur stöðunni sl. fimm ár verið ráðinn bæjarstjóri á Akureyri. Gert er ráð fyrir að Halldór taki við starfi bæjarstjóra 1. ágúst næstkomandi. Valtýr sagði að fyrsti fundur nýrrar stjórnar sjúkrahússins yrði haldinn við fyrstu hentugleika og sinn vilji væri að ganga sem allra fyrst frá ráðningu framkvæmda- stjóra. Umsóknir um stöðuna voru 18 og hefur stöðunefnd fjallað um þær og metið hæfni umsækjenda. Aðrir í stjórninni eru Friðrik E. Yngvason læknir tilnefndur af starfsfólki, Björn Magnússon for- stöðumaður Fasteignamats ríkisins á Akureyri, Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks og Ársæll Magnússon um- dæmisstjóri Pósts og síma, en þau voru tilnefnd af Akureyrarbæ. Þjónustumiðstöð: Teikningar samþykktar BYGGINGANEFND hefúr sam- þykkt teikningar af þjónustumið- stöð við íbúðir aldraðra við Víði- lund. Verkið sjálft verður boðið út eftir helgi og er stefnt að því að búið verði að steypa bygging- una upp fyrir áramót og miðstöð- in verði fúllfrágengin næsta sum- ar. Þjónustumiðstöðin verður rúmir 670 fermetrar og verður byggð á milli tveggja 30 íbúða fjölbýlishúsa. I kjallara húsanna beggja verða um 200 fermetrar í hvoru húsi einnig nýttir undir þjónustumiðstöðina, þannig að hún verður tæpir 1.000 fermetrar að stærð alls. í miðstöðinni verður stór borðsal- ur, eldhús, verslun og vinnustofur, þá verður þar einnig aðstaða fyrir heimahjúkrun og heimilishjálp. í kjallara annars hússins verður að- staða fyrir hár- og fótsnyrtingu og leikfimisalur, en í hinu húsinu starfs- mannaaðstaða, lítið trésmíðaverk- stæði og handavinnustofa. Dalvík: Skikkjur saumað- ar á skátahópinn Dalvík. STÓR hópur skáta frá Dalvík þátt í landsmóti eða um 45 skát- lagði land undir fót nú um helg- ina á landsmót skáta sem haldið er á Úlfljótsvatni og hefur sjaldan jafnstór hópur frá Dalvík tekið Æld Laugardagur: Mið alda menn ieika fyrir dansi Glæsilegur sérrétfamatseöiH Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA ar. Á síðasta ári hefur nýju Iífi verið blásið í skátastarf á Dalvík og var starfsemi félagsins á síðasta ári öflug. Mörg ungmenni, drengir og telpur hafa verið þátttakendur í hollri tómstundastarfsemi skáta- hreyfingarinnar þar sem áhersla er lögð á hvers konar útivist, að bera virðingu fyrir umhverfinu og að geta mætt og leyst út hvers konar vanda. Aðstaða skáta á Dalvík er allgóð þar sem þeir eiga húsnæði fyrir starfsemi sína og þá er um- hverfi bæjarins kjörið fyrir hvers konar útivist, sumar og vetur. Áður en haldið var á landsmótið var að mörgu að hyggja. Skátarnir fengu mæður sínar í lið með sér og saumaðar voru skikkjur á allan hópinn svo hlýrra væri að sitja við varðeldinn á kvöldin. Hátíðahöldin 17. júní voru góður undirbúningu en þá sáu skátarnir um að byggja hvers konar leiktæki fyrir börn og unglinga og allt var gert úr timbri sem súrrað var saman með böndum. Þá kunnáttu munu þeir efalaust nýta sér við uppbyggingu búða sinna á Úlfljótsvatni. Fréttaritari Morgunblaðið/Einar Falur Fyrsta þotan í beinu leiguflugi á milli Zurich í Sviss og Akureyrar lenti skömmu fyrir miðnætti í fyrra- kvöld með um 150 farþega. Tekið var á móti farþegum með viðhöfn, þeim gefnir íslenskir steinar til minningar um komuna, ávörp flutt og veitingar veittar. Konur á íslenskum þjóðbúningum tóku á móti hópnum og á neðri myndinni má sjá Sigríði Stefánsdóttur forseta bæjarstjórnar flytja ávarp, en hún er lengst til hægri á myndinni, þá Kristín Sigfúsdóttir, Helena Dejak framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunn- ar Nonna og Beat Iseli forstjóri Saga Reisen. Fyrsta beina flugið milli Zíirich og Akureyrar: Mikil lyftistöng fyrir ferða- þjónustuna á Norðurlandi - segir Þorleifiir Þór Jónsson ferðamálafiilltrúi UM 150 farþegar komu til Akur- eyrar þegar fyrsta þotan af sjö í beinu leiguflugi á milli Ziirich í Sviss og Akureyrar Ienti á Ak- ureyrarflugvelli skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Flestir far- þeganna voru á leið á landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði. Sjö ferðir verða farnar á milli þessara staða í sumar, á timabilinu frá 4. júlí til 12. ágúst, en farþegar verða um 700 talsins. Tekið var á móti fyrsta hópnum með viðhöfn á flugvellinum. Flugið er á vegum ferðaskrifstofanna Saga Reisen og Nonna. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir ferðamannaþjónustuna á Norður- landi, það hefur oft verið undir hælinn lagt hvort ferðamenn sem lent hafa á Keflavíkurflugvelli hafi sloppið norður, en með beinu flugi hingað höfum við tryggt að þeir eru hér á svæðinu,“ sagði Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafulltrúi Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af fluginu. Á fundinum voru einnig þeir Beat Iseli forstjóri Saga Reisen, Markus Seiler for- stjóri Trans European Airways, Reynir Adolfsson hjá Vest Norden á Ákureyri og Árni Þór Árnason deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu. Beat Iseli sagði að fyrirhugað væri að fjölga ferðum til Ákureyrar næsta sumar og gætu þær jafnvel orðið tíu. Þá væri hugmyndin einn- ig að fljúga beint til Egilsstaða þegar flugvöllurinn þar verður til- búinn að taka á móti slíku flugi árið 1992. Á fundinum kom fram að þó svo að einnig yrði flogið beint til Egilsstaða hefðu Akureyringar ekki ástæðu til að óttast að hætt yrði að fljúga þangað. „Við fengum afar hlýjar móttök- ur við komuna hingað og við erum stolt af þessum ferðum sem við erum að bjóða,“ sagði Beat Iseli. Fríhöfii á Akur- eyri innan tíðar? SALA á tollfjálsum varningi í lítilli fríhöfn á Akureyri gæti hafíst áður en langt um líður, en á vegum samgönguráðuneytis liefur ver- ið unnið að því að koma upp slíkri fríhöfh. Það yrðu einkum farþegar í Grænlandsflugi Flugfélags Norðurlands sem gæfist kostur á að versla í fríhöfninni, en FN myndi sjá um og reka fríhöfnina. Ámi Þór Sigurðsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu sagði að þess væri vænst að innan fárra daga myndi svar berast frá fjár- málaráðuneytinu varðandi fríhöfn á Akureyrarflugvelli. Hann sagði að samgönguráðuneytið hefði haft frumkvæði að því fyrir nokkru að kanna möuieikann á því að koma upp fríhöfn á Akureyri og hefði það verið gert í samvinnu við fjármála- ráðuneyti, en fríhöfn heyrir undir það ráðuneyti og Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli. Fulltrúar þess- ara aðila skoðuðu aðstæður á Ákur- eyrarflugvelli fyrir skömrnu. „Við erum að vinna í þessu máli og bíðum nú eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu, en við eigum von á að frá þessu máli verði geng- ið á allra næstu dögum," sagði Árni. Fríhöfnin yrði á vegum Flugfé- lags Norðurlands og myndi einkum þjóna farþegum í Grænlandsflugi félagsins. Herbergi á flugvellinum yrði tekið undir starfsemina þar sem tollfijáls varningur verður seld- ur. Farþegum í leiguflugi frá Sviss yrði einnig gefinn kostur á að versla í þessari fríhöfn, en mikil sala er á tollfijálsum vörum um borð í flug- vélinni, þannig að ekki er reiknað með umfangsmikilli sölu til leigu- flugsfarþega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.