Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 27

Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Havel endurkjöriiin for- seti Tékkóslóvakíu Prag. Reuter. VACLAV Havel var endurkjörinn forseti Tékkóslóvakíu af tékk- neska þinginu í gær. Hann var kjörinn til tveggja ára í leynilegri kosningu raeð 234 atkvæóum en 50 voru á móti. 284 þingmcnn af 300 tóku þátt í kosningunni. Ilavcl var eini frambjóðandinn og fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékkó- slóvakíu síðan Eduard Benes var kosinn árið 1935. Þingið sem setti Havel í embættí var kjörið í síðasta mánuði í fyrstu lýðræðis- legu þingkosningununi í Tékkó- slóvakíu síðan 1946. Eftir kosninguna fylgdi Alexander Dubcek, forseti þingsins, Havel inn í þingsalinn þar sem hann sór emb- ættiseiðinn og var um leið 24 skotum hleypt af fallbyssum honum til heið- urs. Havel sagðist vera ánægður með að hann skyldi ekki hljóta samhljóða Svíþjóð: Dýr könnun á spænskum álnakonum Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKUR félagsíræðingur hefur fengið ríkisstyrk, 28.300 sænskra króna, 2,7 milljónir islenskra, til að gera vettvangskönnun um liíhaðarhætti spænskra yfír- stéttarkvenna. Félagsfræðingurinn, Britt- Marie Thuren, hafði áður skrifað ritgerð um spænskar konur í verkalýðsstétt. Hún kveðst nú vilja kanna hlut- verk, lifnaðarhætti og atferli menntaðra og vel stæðra nútímakvenna í Madrid. Hún segir að styrkurinn þurfi að vera svona hár til að hún geti keypt dýr föt, snætt á fínum veitingahúsum og ferðast um á leigubílum til að öðlast traust úrtaksins. „Það er ekk- ert skrýtið við þetta,“ segir hún. „Ef ég hefði kosið að búa á meðal frumstæðs þjóðflokks i frumskógum Afríku hefði ég þurft að leigja jeppa og ráða burðarmenn. Það hefði orðið miklu dýrara." ERLENT kosningu. „Það er sönnun þess að kosningin var lýðræðisleg. Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði fengið 100% atkvæða eins og fyrirrennarar mínir,“ sagði Havel fréttamönnum eftir kosninguna. Havel var tilnefndur til endurkjörs af Borgaravettvangi og systurflokki hans í Slóvakíu, Almenningi gegn ofbeldi, en hann sagðist ekki mundu fara fram nema yfirlýsing um traust á ríkisstjóminni yrði samþykkt í þinginu. Fyrr í vikunni kynnti ríkis- stjórnin, undir forystu Marians Calfa, aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum meðan á breytingu yfir í markaðs- hagkerfi stendur og mun fyrsta áfall- ið ríða yfir þjóðina á mánudag þegar ríkið hættir niðurgreiðslum á ýmsum vörutegundum en það mun leiða til allt að 100% verðhækkana. Havel var kjörinn forseti til bráða- birgða í desember á síðasta ári. Hann hefur haft í mörgu að snúast síðan þá. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs fór hann í 21 ferð innan Tékkósló- vakíu og heimsótti 12 lönd. Á 123 vinnudögum hélt hann yfír 50 ræð- ur, hitti 52 sendimenn erlendra ríkja og flaug yfir 30.000 km í flugvélum eða þyrlum. Havel, sem þykir einn merkasti leikritahöfundur sinnar kynslóðar í Evrópu, hefur ekki haft neinn tíma til skrifta eftir að hann tók við embætti forseta í Tékkósló- vakíu. Vaclav Havel og Marian Calfa forsætisráðherra halda upp á kjör Havels í embætti forseta Tékkóslóvakíu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Bandaríkjamenn minnast ekki á hernaðarmátt á höfunum SAMKOMULAG náðist um það á fjögurra klukkustunda fundi ut- anríkisráðherra aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Lon- don í gær að litið skyldi á notkun kjarnorkuvopna sem örþrifaráð í varnarstefim bandalagsins. Hins vegar er beiting vopnanna við sérstakar aðstæður ekki útilokuð. Ræddust ráðherrarnir við eftir að formlegum fundarhöldum leiðtoga NATO-ríkjanna lauk, en í gær voru þau tveimur timum styttri en ráðgert var samkvæmt dagskrá. Verður tillaga utanríkisráðherranna um ályktun leiðtogafúndarins afgreidd í dag. Fyrir utanríkisráðherrunum lágu tillögur Bandaríkjastjórnar um orðalag á ályktuninni, sem sendar voru ríkisstjórnum NATO-ríkjanna í síðustu viku, og bréf frá Guilio Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu, sem nú er forseti leiðtogaráðs Evr- ópubandalagsins (EB). I ræðu sinni á fundinum fagnaði Steingrímur Hermannsson tillögum Bush og sagði bréfíð frá Andreotti „traust- vekjandi". Steingrímur Hermannsson sagði hins vegar í ræðu sinni, að hann saknaði þess úr tillögum Banda- ríkjamanna að minnst væri á hern- aðarmátt á höfunum. „Við höfum oft á fundum okkar lagt á j>að áherslu, bæði ég og utanríkisráð- herra íslendinga, að óhjákvæmilegt væri að fjalla um og semja um sam- drátt í vopnabúnaði á höfunum. Við höfum sætt okkur við að svo yrði ekki í fyrsta áfanga samkomulags um öryggismál Evrópu, en við get- um ekki samþykkt að ekki verði samið um samdrátt og leyfilegan flotastyrk í næsta áfanga. í tillög- um Bandaríkjamanna er hins vegar gert ráð fyrir að í næsta áfanga verði byggt á óbreyttu umboði, það er að ekki verði fjallað um flota- styrk. Hvers vegna? spyr ég. Skort- ir okkur það traust, sem við ætlum okkar fyrri andstæðingum að hafa? Ætlum við okkur að halda áfram vopnakapphlaupinu á höfunum? Það ætla ég engum þeirra sem umhverfis þetta borð sitja. Við ís- lendingar hljótum að leggja mikla áherslu á að um vopnabúnað á höf- unum og flotastyrk verði einnig fjallað í næsta áfanga samninga um öryggismál í Evrópu." QECD um sameiningu Þýskalands: Ekkí þarf að hækka skatta Bonn. dpa. Eftiahagslegur og fjárhags- legur styrkur Vestur-Þýska- lands er nægilegur til þess að Ferðir gyðinga hefjast um Finnland til Israels Helsinki. Frá Lars Lundstcn, frcttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin ákvað á þriðjudag að leyfa sovéskum gyð- inguni að ferðast um Finnland til Israels. Gyðingarnir munu fljúga frá landamæraborginni Lappeenranta (Villmanstrand) í Austur- Finnlandi beinttil Tel Aviv í Israel í leiguþotum flugfélagsins E1 Al. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörð- uii á skyndifundi eftir að Pertti Paasio utanríkisráðhérra hitti Mauno Koivisto forseta að máli. Paasio er nýkominn heim úr ferð til Sýrlands, Jórdaníu og Israels en í þeirri ferð ræddi hann einmitt skilyrði Finna fyrir að leyfa flutn- ing á sovéskum gyðingum um Finnland til Israels. Helsta skilyrði Finna er að eng- inn ferðalanganna setjist að á her- teknu svæðunum. ísraelar hafa fallist á það en óvíst er hvort þeir telja austurhluta Jerúsalem til her- tekinna svæða. Til að gæta þess að ísraelar standi við skilyrði Finna ákvað ríkisstjórnin að veita aðeins fjögm- flugleyfi í senn en samtals er talið að um það bil 3.000 gyðingar geti ferðast um Finnland fyrir 24. október nk. þegar leyfistímabilinu lýkur. Fulltrúi Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO) í Finnlandi, Zuheir al-Wazir, tilkynnti strax á þriðjudag að samtök hans litu málið mjög alvarlegum augum. Finnar taka nú þátt í hernaðarað- gerðum gegn Palestínumönnum að mati PLO. Finnsk yfirvöld telja greinilega að öfgahópar Palestínu- manna geti ógnað öryggi gyðing- anna á meðan þeir dveljast í Finn- landi. Öryggissveitir lögreglunnar eru farnar til Lappeenranta til þess að einangra þær skólabygg- ingar sem eiga að hýsa ferða- mennina ef þeir verða að gista í Finnlandi. Talið er að gyðingarnir verði fluttir frá Leníngrad eða Viborg í finnskum sérleyfisbílum til Lappeenranta og að þeir haldi beint áfram til ísraels. standa straum af sameiningu þýsku ríkjanna og sennilega þarf ekki að grípa til skatta- hækkana, að mati Efnahags- og framfarastofhunarinnar (OECD). í skýrslu OECD um vestur- þýskan efnahag segir að haldist kostnaðurinn við sameininguna innan 1,5-2,0% af vergri þjóðar- framleiðslu verði ekki vart þrýst- ings á fjármálamörkuðum. Fari kostnaðurinn yfir þessi mörk sé óhjákvæmilegt að hækka skatta eða grípa til' sparnaðaraðgerða af einhveiju tagi. Fulltrúi OECD í Bonn, Dieter Menke, sagði að stofnunin væri hrifin af þeim ströngu skilyrðum sem seðlabanki Vestur-Þýska- lands og vestur-þýska ríkisstjórnin hefðu sett fyrir samningnum um efnahagssamruna. Hann sagðist ekki sjá nein merki þess að verð- bólga ykist í Vestur-Þýskalandi og þýska markið gæti styrkst þeg- ar erlendar fjárfestingar hefjast í Austur-Þýskalandi fyrir alvöru. Því er spáð í skýrslunni að verg þjóðarframleiðsla í Vestur-Þýska- landi muni aukast um 3,5% á næsta ári. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Dodge Aries station '87. Ljós- blár, sjálfsk., vökvast., útv./segulb., sæti f. 6 m. Ek. 37.000 km. Verö 750.000. Honda Accord EX »84. Ljós- blár, 5 gíra, vökvast., sóllúga, góður bíll. Ek. 90.000 km. Verð 480.000. MMC Lancer QLX '87. Dökk- grár, 5 gíra, útv./segulb., sumard./vetrard. Ek. 45.000 km. Verð 580.000. Volvo 480 ES "88. Svartur, 5 gíra, álfelgur, leðursæti. Ek. 19.000 km. Verð 1.280.000. Lada Sport 1,6 '87. Hvítur, 5 gíra, létt stýrl, upphækkaður aftan. Ek. 40.000 km. Verð 500.000. MMC Colt QTi '89. Rauður, 5 gíra, vökvastýri, útv./segulb., sem nýr bíll. Ek. 13.000 km. Verð 1.080.000. Volvo 740 QLE '85. Sllfur met., sjálfsk., vökvast., útv./segulb. Ek. 65.000 km. Verð 1.150.000. Volvo Lapplander '81 4ND. Fullbúlnn ferðabíll með eldun- araðstöðu. Vél 1800 cc, bensín. Ek. 53.000 km. Verð 350.000. Daihatsu Charade CX '87. Rauður, 4ra gíra, útv/segulb. Ek. 32.000 km. Einn eigandi. Verð 440.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.