Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 32 hæð, sem þar kom fram í milliuppgjörið, og samkvæmt þessu sé þessi liður vantalinn um kr. 3.649.000 og eigið fé oftalið um sömu fjárhæð. Ákærði Helgi kvaðst hafa byggt færslu sína á þessum lið í uppgjörinu á upplýsing- um, sem hann hafi fengið frá aðalbókaran- um. Hann hafi fengið gögn frá félaginu, sem sýndu nákvæmlega þá upphæð, sem hann tók tillit til í milliuppgjörinu. Kannaðist ákærði ekki við að hafa séð hið bandaríska uppgjör, áður en hann gekk frá milliuppgjör- inu, en það er miðað við 31. ágúst 1984, en dagsett 20. ágúst s.á., sem hlýtur að vera ritvilla. Ákærði Björgólfur taldi að meira hafi ver- ið byggt á skeyti frá Gunnari Þorvaldi An dersen, þar sem segir, að tap Hafskip Hold- ings Inc. hafi verið $ 183.319, en niðurstöðu reiknings Hafskip Holdings Inc., sem Ant- hony G. Polcari, endurskoðandi, áritaði og segir tapið $ 296.750. Sagði ákærði, að félag- ið hafi verið búið að fá upplýsingar allt árið frá Gunnari, sem þeir byggðu meira á. Ákærði Ragnar skýrði svo frá, að ákærði Helgi hafi snemma í september fengið í hend- ur skeytið, sem tilgreindi $ 183.319 tapið. Uppgjör Polcaris hafi hins vegar komið í septemberlok. Hafí ákærða Helga ekki verið tilkynnt um þetta og réði ákærði Ragnar því. Vitnið Gunnar bar, að það hafi sent ákærða Páli Braga milliuppgjör fyrir Cosmos fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 1984 með bréfi dags. 21. september þ.á. en það sýndi tap að fjárhæð $ 296.750. Kvað vitnið Hafskips- menn hafa orðið óánægða með tölurnar, sem voru heldur verri en summan af mánaðaupp- gjörunum, en það var vegna mistaka hjá ~V Cosmos. Fóru ákærðu Björgólfur og Páll Bragi fram á það við vitnið, að það breytti tölunum, en það neitaði. Það bauðst hins vegar til þess að senda aftur telex með þeim tölum, sem voru fyrir hendi hjá Cosmos, áður en endurskoðandinn var búinn að gera milliuppgjörið. Var farið fram á, að tapið yrði ekki sýnt hærra en 180.000 doliarar. Sendi vitnið þá ákærða Páli Braga telex- skeyti um, að tapið hafi verið 183.319 dollar- ar hinn 6. septembér.- Ákærði Páll Bragi kvað sér hafa komið gríðarlega á óvait þegar hann fékk hið banda- . ríska uppgjör Cosmos frá vitninu Gunnari. Fram hafi komið ósk frá vitninu Gunnari um, að Hafskip USA myndi taka þátt í ákveðnum kostnaðarliðum eða að taka ákveðinn þátt í rekstri Cosmos árið 1984 vegna þjónustu, sem Cosmos veitti þeim. Komu í þessu efni upp ýmis álitaefni, hvoru megin hlutirnir ættu að liggja, allt hjá Cosmos, allt hjá Haf- skip USA eða að hluta hjá hvoru fyrirtæk- inu. Hafi engin aðstaða verið á þessum tíma til að setja þetta inn í 8 mánaða uppgjörið, sem var langt á veg komið og tilheyrði fortíð- inni. Var því tekin ákvörðun um að láta þetta liggja á milli hluta í bili og greiða úr þessu og sjá til þess, að það kæmist á réttan hátt inn í ársreikninginn. Mótmælti ákærði þeim framburði vitnisins Gunnars, að hann hafi farið fram á það að tapið yrði ekki til- x greint hærra en að framan getur. 6. í lokafærslum fyrirtækisins fyrir ágúst 1984 var búið að færa tap af rekstri tveggja erlendra dótturfélaga, annars vegar af rekstri Hafskips GmbH fyrir árið 1983 að fjárhæð 929.923 og hins vegar kostnað danska félagsins Hafskip A/S að fjárhæð 1.073.053, samtals kr. 2.002.976. Tap fyrr- nefnda félagsins var ekki fært á árið 1983, þar sem það lá ekki fyrir, þegar gengið var frá ársreikningi Hafskips h.f. fyrir það ár. Hjá hinu félaginu var um kostnað að ræða, sem ekki mátti samkvæmt upplýsingum hins danska endurskoðanda færa í Danmörku. Telja endurskoðendurnir, að báðar fjárhæð- irnar hafi átt að færast til gjalda í milliupp- gjörinu og hafi eignfærsla þessara liða ekki verið á rökum reist og gjöld Hafskips h.f. vantalin í milliuppgjörinu um greinda fjárhæð og eígið fé oftalið um sömu fjárhæð. Ákærði Helgi kannaðist við að hafa ákveð- ið að bíða með að færa þessar færslur. Taldi ákærði, að taptalan frá Þýskalandi væri ekki endanleg vegna þess, að verulegt vandamál hafi steðjað að bókhaldi félagsins. Sama væri að segja um taptöluna frá dótturfélag- inu í Danmörku. Þar hafi endurskoðandi hafilað að færa þetta inn í bókhald og taldi það ekki samrýmast reglum í Danmörku. Þess vegna hafí þessi fjárhæð lent tímabund- ið á milli á meðan verið var að taka afstöðu til þess, hvar ætti að færa hana, en á endan- .. unphafi hún verið gjaldfærð. Ákærði Björgólfur kvaðst ekki hafa haft hugmynd um, að þær fjárhæðir, sem mynd- uðu þá fjárhæð, sem þessi liður ljallar um, hafi við lokafrágang milliuppgjörsins verið færðar til hækkunar á útistandandi skuldum, flutningsgjöldum o.fl. Ákærði Ragnar kvaðst ekki hafa þekkt þýska þáttinn í þessum lið, en var mjög vel v>. kunnugt um hinn danska. Vafðist fyrir mönn- um að leysa það mál, fyrr en undir lok ársins eða í áramótauppgjöri. Honum var ekki kunnugt, að þessi upphæð hafði verið færð til hækkunar á útistandandi skuldum og flutningsgjöldum o.fl. Ákærði Páll Bragi mundi eftir einhveijum álitamálum um stofnkostnað í sambandi við uppbygginguna á umboðsskrifstofunum í Þýskalandi og Danmörku, en ekki mundi hann sérstaklega eftir rekstrartapi. Hann kannaðist ekki við, að umræddar fjárhæðir hafi átt að færa í milliuppgjörið og var ekk- ert að hugsa um þetta á þessum tíma og vissi ekkert af því. Taldi ákærði, að sumt af þessu hafi örugglega tilheyrt árinu 1983 og verið álitaefni. Mundi ákærði ekki, hvort vitneskja hans um þetta var fyrir hendi fyrir þetta uppgjör. 7. í skýrslu endurskoðendanna segir, að samkvæmt milliuppgjörinu hafi innstæður á svonefndum jaðarreikningum verið kr. 770.963. í sama uppgjöri stóðu á biðreikn- ingi kr. 5.000.000 vegna úttekta af þessum reikningum. I skýrslu Endurskoðunarmið- stöðvarinnar hf. kom fram, að raunveruleg innstæða á þessum reikningum var einungis kr. 205.551 á fyrrgreindum tíma. Endurskoð- unarstofan taldi því nauðsynlegt að lækka bókfærða eiginfjárstöðu fyrirtækisins um mismuninn, þ.e. kr. 565.412. Á sama hátt taldi stofan nauðsynlegt að lækka bókfært eigið fé Hafskips h.f. um innstæðuna á bið- reikningnum, kr. 5.000.000. Segja endur- skoðendurnir, að þessar leiðréttingar séu rétt- mætar, enda ekki annað séð en þessu fé hafi verið ráðstafað og í því felist engin eign. Hafi verið álitið, að innstæðan á bið- reikningnum varðaði ágóðaþóknun til stjórn- enda fyrir tækisins, þá hafi borið að gjald færa úttektina á þeim tíma, sem hún fór fram, einkanlega vegna þess, að skuld vegna ágóðaþóknunarinnar var ekki færð í bókhald- ið. Ef skuldin vegna ágóðaþóknunarinnar hafi á hinn bóginn.verið að fullu færð á hveij- um tíma, hafi úttektin átt að færast þar til lækkunar en ekki til gjalda. Virðist því endur- skoðendunum ekki unnt að færa rök fyrir þessari eignfærslu á biðreikning. Ákærði Björgólfur sagði varðandi jaðar- reikningana, að dráttur hafí orðið á því, sérs- taklega hjá honum, að reikningurinn væri gerður upp. Ákærði Ragnar varðveitti sjálfur þau fylgi- skjöl, sem voru hjá honum og tilheyrðu reikn- ingnum. Hann sagði, að innstæða á sérstök- um tékkareikningum hans og ákærðu Björg ólfs ogPáls Braga, sem sýndu kr. 5.770.963 í stað kr. 205.551 hafi verið færð á biðreikn- inga, sem biðu endanlegs uppgjörs. Misræ- mið hafi legið í þessum biðreikningum. Gerði hann sér ekki grein fyrir, hvernig þetta var fært í milliuppgjörinu. Hann gerði ákærða Helga óreglubundið grein fyrir þessu yfirliti. Akærði Páll Bragi kvaðst hafa verið ábyrg- ur gagnvart forstjóra, hvað varðaði notkun á reikningi nr. 10903 og gagnvart endurskoð- andanum, er varðaði uppgjör. Sú venja hafði myndast að gera þetta upp einu sinni á ári og leitaði endurskoðandinn ekki eftir upplýs- ingum við gerð milliuppgjörs. Vissi ákærði ekkert um það, hvers vegna kr. 5.770.963 voru sýndar sem innstæður á þessum sér- stöku reikningum í stað kr. 205.551, sem reyndust vera inneignir á reikningunum. Skýringar ákærða Helga á færslum hans á þessum lið voru þær, að þessir reikningar hafi í efnahagsreikningi félagsins verið nefndir bankareikningar af þeirri ástæðu, að þessar fjárhæðir fóru í gegnum þessa tilteknu reikninga, og átti hann að fá skýringar á því og uppgjör. Á meðan þær skýringar og þau uppgjör lágu ekki að öllu leyti fyrir, kallaði hann þetta áfram bankareikninga. Líta mætti svo á, að hér hafi verið um óupp- gerða bankareikninga að ræða. Það þekktist að taldar væru ákveðnar fjárhæðir á banka reikningum, sem væru ekki nákvæmlega í samræmi við þau bankayfirlit, sem menn fengju á ákveðnum tíma. Ennfremur væri tekið tillit til óframkominna ávísana og þátta, sem gætu blandast inn í. Þarna hafi verið um að ræða óafstemmda bankareikn- inga. Kvaðst ákærði hafa fengið þessar upp- lýsingar úr bókhaldinu, en ekki lutu þær að öllu leyti að færslum inn og út af reikningun- um. Sagði ákærði, að hér hafi blandast sam- an raunveruleg inneign og óafstemmdar fjárhæðír. 8. Þessi liður varðar ágóðaþóknun stjórnar- formanns og forstjóra samkvæmt launa- samningi. Samkvæmt yfirliti endurskoðanda félagsins tóku þeir ekki út þessi laun, heldur myndaðist inneign hjá fyriitækinu, sem ekki var bókfærð. Um útreikninga endurskoðend- anna vísast til skýrslu þeirra. Telja þeir skuld- ina við stjórnarformann og forstjóra hinn 31. ágúst 1984 $ 268.264 eða kr. 8.630.053 og séu skuldir fyrirtækisins vantaldar um þessa fjárhæð og eigið fé oftalið að sama skapi. Það er skoðun endurskoðendanna, að skuld vegna þessarar ágóðaþóknunar hafí borið að færa í bækur félagsins, enda hafi mátt gera ráð fyrír, að hvorki hafi verið óvissa um lögmæti kröfunnar né um greiðslu hennar. Þá hafi ekki verið tekin afstaða til. þess, hvernig að útreikningnum skyldi staðið. Telja endurskoðendurnir rétt að miða við þá útreikninga á ágóðaþóknuninni og úttektum vegna hennar, sem endurskoðandi félagsins gerði, þó svo að ekki sé reiknað með ágóða- hlut á árinu 1984. Afstaða endurskoðendanna til skuldfærslunnar byggist á þeirri megin- reglu reikningshalds að kostnað beri að færa til gjalda í rekstrarreikningi, þegar hann fell- ur til en ekki við greiðslu hans, fari hún fram síðar. Þá benda þeir á, að sá sem lesi efna- hagsreikning fyrirtækis, megi gera ráð fyrir, að allar skuldir þess séu þar tíundaðar. Ákærði Björgólfur sagði að ágóðaþóknun þeirra ákærðu Ragnars, hafi ekki átt að færast þeim til tekna, fyrr en þeir hefðu tek- ið hana út og rætt hafí verið um að greiða þetta á lengri tíma. Þess vegna hafi þessi skuld ekki verið færð til gjalda. Ákærða Ragnari kvaðst hafa verið um það kunnugt, að áunnin ágóðaþóknun hans og ákærða Björgólfs var ekki færð í milliuppgjörinu. Ákærði Páll Bragi kvaðst hvorki vita um ágóðaþóknun ákærðu Björgólfs og Ragnars né færslur á henni. Ákærði Helgi sagði, að samningsbundin ágóðaþóknun ákærðu Björgólfs og Ragnars hafi ekki verið færð til gjalda í milliuppgjör- inu vegna þess, að uppgjör á þessum málum hafi ekki legið fyrir. Ljóst hafi verið frá upp- hafi, svo sem munnlegir samningar hafi kveð- ið á um, að hluti af þeim ávinningi, sem þeir höfðu unnið sér inn hjá félaginu var eftirlaunaávinningur. Hins vegar hafi dregist að ganga frá því formlega, hvað yrði eftirla- unaávinningur og þar með eftirlaunaskuld- binding fyrirtækisins. _ Vitnin Olafur B. Olafsson og Sveinn R. Eyjólfsson hafa ekki staðfest, að samið hafi verið um eftirlaunaskuldbindingar við ákærðu 9. í skýrslu Endurskoðunarmiðstöðvarinn- ar kemur fram, að Hafskip h.f. hafi gert leig- usamninga við tvö fyrirtæki um leigu á gám- um. Er við það miðað í skýrslunni, að annar samningurinn, þ.e. við fyrirtækið Consafe, hafi í raun verið rekstrarleigusamningur og því engin efni verið til þess að eignfæra greiðslur Hafskips h.f. Taka Atli og Stefán undir þessa niðurstöðu miðað við forsendur Endurskoðunarmiðstöðvarinnar. Um hinn samningínn, þ.e. við fyrirtækið Independant Leasing, er því á hinn bóginn haldið fram, að hann hafi í raun verið kaupleigusamning- ur og því hafi eignfærsla á raunverulegu kaupverði gámanna verið við hæfi. Þeir Atli og Stefán taka einnig undir þessa niðurstöðu og að eignfærð gámaleiga hafi með vísan til þessa verið offærð um kr. 10.000.000 í lok ágúst 1984. Ákærði Helgi taldi, að á árunum 1981-1982, hafi upphaflega verið tekin ákvörðun hjá félaginu um að eignfæra gáma. Fannst ákærða ekkert annað koma til greina en að gera þetta, þar sem um kaup- leigusamninga væri að ræða og myndi félag- ið eignast gámana. Fannst ákærða algjörlega út í'hött, ef aðeins ætti að gjaldfæra greiðsl- urnar sem leigu, en taka ekkert tillit til þess eignaauka, sem var að myndast. Var ákærði þarna að beita aðferð, sem sýndi fram á raun- verulega eign félagsins í þessum gámum. Þær tölur, sem ákærði lagði til grundvallar voru byggðar á því, sem ákærði vissi frá upphafi um eignamyndun samkvæmt gáma- samningunum. Reiknaði ákærði út ákveðna tölu í upphafi og var síðan farið eftir ákveðnu mynstri eftir það. Ákærði Björgólfur mundi ekki, hvenær ákvörðun var tekin upphaflega hjá félaginu um að eignfæra gáma. Sennilega hafi það verið á stjþrnarfundi og menn verið sammála um það. Ákærða voru ekki kunnar þær töl- ur, sem lagðar voru til grundvallar við eign- færsluna, það hafi verið bókhaldslegt atriði, en hann hafi gert ráð fyrir, að gámarnir yrðu eignfærðir. Ákærði Ragnar sagði, að á árinu 1982 hafi verið gengið úr skugga um með óyggj- andi hætti að samningar við Consafe væru kaupleigusamningar og að Hafskip h.f. myndi eignast gámana, tæplega 300 að tölu. Kvað ákau'ði gámana hafa verið á kaupleigu- samningi frá 1979 og Hafskip h.f. hafi átt að eignast þá smám saman frá einhveijum degi árið 1984 til ársloka 1985 eða fram í apríl/maí 1986. Byggðist eignfærsla gá- manna á þeim sjónarmiðum, að Hafskip h.f. myndi eignast þá. Ákærði Páll Bragi taldi gámana fyrst hafa verið eignfærða í ársuppgjöri fyrir 1981 og í huga hans var aldrei neinn vafi um það, að samningarnir við Consafe væru kaupleigusamningar. Verður nú almennt fjallað umy milliupp gjör, reikningsskilavenjur, staðla o.fl. Milliuppgjör, öðru nafni bráðabirgðaupp- gjör, voru gerð af endurskoðanda Ilafskips tvisvar á ári, fyrst eftir 4 mánuði og síðan t eftir 8 mánuði. Endurskoðandinn, ákærði Helgi, hefur borið, að í þau hafi ekki verið lögð sama vinna og í ársreikninginn og að þau hafi ekki verið endurskoðuð eins og komi fram í áritun á þau. Verður nánar um það fjallað hér á eftir. Vitnið, Atli Hauksson, bar fyrir dómi, að það þekkti ekki dæmi þess* að þessi uppgjör væru endurskoðuð og að við gerð þeirra væri ekki beitt sömu nákvæmni og við gerð ársreikninga. í megindráttum hljóti menn þó að beita sömu aðferðum við gerð þeirra og við gerð ársreikninga. Hvorki í bókhalds- né hlutafélagalögum eru sérstök ákvæði um milliuppgjör. Þá er í lögum um löggilta endurskoðendur aðeins talað um reikningsskil og verður að álíta að milliuppgjör falli undir þau. Ekki liggur fyrir í málinu, að endurskoð- endur eða félag þeirra hafi sérstaklega Ijall- að um milliuppgjör eða gefið út leiðbeiningar um gerð þeirra fyrr en í október 1988. Þá er dreift drögum að áliti um milliuppgjör en þar sem það er tæpum 3 árum eftir að Haf- skip h.f. varð gjaldþrota er ekki ástæða til að reifa það hér. Eins og fyrr var rakið komu allir fyrrver- andi stjórnarmenn Hafskips h.f. fyrir dóm. Þeir eru allir með mikla reynslu.af hinum ýmsu sviðum íslensks athafna- og viðskipta lífs. Þeir voru spurðir um álit þeirra á milli- uppgjörum almennt. Þeim bar saman um að milliuppgjör væru ekki eins nákvæm og árs- reikningar enda gerð á mun styttri tíma en þeir og að baki þeirra lægi ekki sama vinna. Þau væru vísbending um stöðu rekstrarins, notuð t.d. til að leiðrétta ýmsa þætti hans og bera saman við áætlanir. Þótt reynt væri að fara eins nákvæmlega ofan í hlutina og hægt væri, væri ekki farið ofan í smáatriði og allar tölur í þeim hlytu að vera grófari heldur en í ársreikningnum. Vöruðu þeir við að ofmeta gildi þeirra. Síðla árs 1982 gerðist Félag löggiltra end- urskoðenda, F.L.E., aðili að Alþjóðlegu reikn- ingsskilanefndinni, I.A.C.E, sem stofnuð var árið 1973. Vinnur nefndin m.a. að því að setja staðla fyrir ýmsa þætti varðandi reikn- ingsskil fyrirtækja. Var hún sett á laggirnar til að koma á meiri samrsémingu á reiknings- skilum vegna aukinna alþjóðlegra viðskipta og eiga a.m.k. 70 lönd aðild að henni. Því hefur verið haldið fram af öðrum höf- undi álitsgerðar þeirrar, sem þessi kafli ákæ- runnar er m.a. byggður á, en hann er jafn- framt formaður reikningsskilanefndar F. L.E., að þar sem félagið hafi gengið í þessi samtök séu félagar þess skuldbundnir til að fara eftir og vinna að framgangi þeirra staðla, sem þau setji. Stjórn félagsins hafi kynnt félagsmönnum þessa ákvörðun og jafn- framt kynnt staðla nefndarinnar á kynningar- fundum með skýrslum og á annan hátt, m.a. með útgáfu álitsgerða. I lögum eða reglu- gerðum félagsins sé hvergi getið um skuld- bindingargildi slíkra staðla, hins vegar skuld- bindi félagar sig til að vinna að framgangi þeirra með því að vera félagar í F.L.E., sem gengið hefur í I.A.C E., þar sem nefndin hafi sett slíkar skuldbindingar. Þegar F.L E. gekk í samtökin á sínum tíma hafi félags- mönnum verið gerð grein fyrir þessum skuld- bindingum á sérstökum fundi, þar sem þetta var rætt. Þá er fram komið að F.L.E. er ekki aðili að bandarísku reikningsskilanefndinni F. A.S.B. íslenskum löggiltum endurskoðendum er ekki skylt að vera í félagi löggiltra endurskoð- enda. Hins vegar verður að gera þá kröfu til þeirra sem fagmanna, að þeir fylgist með og ræki starfíð af kostgæfni, sbr. 8. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur, enda segir í 1. gr. laganna um tilgang þeirra að hann sé að tryggja að í landinu sé á hveij- um tíma stétt manna, sem hafi þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikn- insskilum í viðskiptum. Þá ber þeim einnig samkvæmt ákvæðum laga að fylgja góðum reikningsskilavenjum við störf sín, sbr. eftir- farandi ákvæði: í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög, sem fjallar um gerð ársreikninga, er vísað til góðrar endurskoðunarvenju. I greinargerð með frumvarpi til laganna segir m.a. um þetta ákvæði að hér geti ekki verið um tæmandi talningu eða Iýsingu að ræða á framkvæmd einstakra þátta endurskoðunar- innar, heldur verði að taka mið af fræðilegum aðferðum og venjum eins og þær eru skil- greindar á hveijum tíma. Með vísan til góðr- ar endurskoðunarvenju sé einmitt átt við, að endurskoðunin sé framkvæmd í samræmi við það, sem almennt gerist hjá sérhæfðu, sam- viskusömu fólki, sem að endurskoðun vinni á hverjum tíma. Þá er einnig í 95. gr. sömu laga vísað til góðrar reikningsskilavenju að því er varðar gerð ársreiknings. í athugasemdum við þetta ákvæði í frumvarpi til laganna er sagt að þetta hugtak sé þegar til í lögum um bók- ' hald, en segja megi að með því sé einkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.