Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 33 átt við að ársreikningurinn sé gerður í sam- ræmi við það, sem almennt gerist hjá sér hæfðu og samviskusömu fólki, sem að reikn- ingsskilum vinnur á hveijum tíma. Fram er komið í málinu að á þeim tíma, sem hér skiptir máli hafa hugtökin góð reikn- ingsskilavenja eða endurskoðunarvenja nán- ast verið óskilgreind meðal íslenskra endur skoðenda og fáar leiðbeiningarreglur verið settar, enda virðist í framkvæmd ríkja tals- vert ósamræmi í vinnubrögðum þeirra við gerð reikningsskila. I greinargerð með frumvarpi til laganna um hlutafélög segir hins vegar í athugasemd- um um 86. gr. m.a., að fræðilegar skilgrein- ingar á aðferðum og framkvæmd endurskoð- unar á ýmsum þáttum í ársreikningi félaga liggi fyrir meðal löggiltra endurskoðenda í nágrannalöndum okkar. Þannig hafi verið reynt að skýra í einstökum atriðum hvað sé góð reikningsskilavenja. Hér á landi hafi löggiltir endurskoðendur einnig unnið að hlið- stæðum skilgreiningum í samvinnu við endur- skoðendur á Norðurlöndum. í mars 1979 gaf Félag löggiltra endurskoð- enda út leiðbeinandi reglur um grundvallarat- riði endurskoðunar á ársreikningum hlutafé- laga, sem samdar voru sameiginlega af nefnd endurskoðenda á Norðurlöndum. Þar er hins vegar ekki fjallað um reikningsskiíaaðferðir varðandi einstaka liði ársreikningsins, heldur fjallað almennt um hlutverk og stöðu endur- skoðandans, markmið endurskoðunar árs- reiknings, framkvæmd og umfang endur- skoðunar, innra eftirlit í félagi, mikilvægi og áhættu við ákvörðun og /ramkvæmd og umfang endurskoðanda ofl. Á þeim tíma, sem hér er til umfjöllunar, þ.e. fyrir og um það leyti er reikningsskil Hafskips h.f. fyrir árið 1984 voru gerð, voru hins vegar ekki fyrir hendi skilgreindar skýrar reglur um reikn- ingsskilaaðferðir við einstaka liði reiknings- skila, enda ríkti ekki á þessum tíma eining um það meðal endurskoðenda, hvort gefa ætti út skýrar reglur í þessu efni eða leiðbein- ingarreglur. Þá voru þeir heldur ekki á einu máli um hvort æskilegt væri eða nauðsynlegt að skilgreina góða reikningsskilavenju með útgáfu staðla og/eða Ieiðbeinandi reglna. Af gögnum málsins verður ekki séð, hve- nær staðlar Alþjóðlegu reikningsskilanefnd- arinnar, sem stjórn F.L.E. hefur samþykkt voru settir, að undanskildum staðli, sem tók gildi í ársbyijun 1984 að því er varðar hlut- föllun tekna, en með honum heimilaði nefnd- in áfangainnlausn tekna. Þá hefur hvorki verið upplýst hvernig kynningu á þessum staðli hefur verið háttað né hvort endurskoð- endur almennt hafi farið eftir honum þannig að þessi aðferð eða aðrar hafi almennt verið notaðar hérlendis eða hafi talist góð reikningsskilavenj a. Þá hefur komið fram að sérstakar leiðbein- ingarreglur til viðbótar eða fyllingar stöðlum Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar voru ekki fyrir hendi eða settar af F.L.E. fyrir eða um það leyti, sem unnið var að reikningsskil- um Hafskips fyrir árið 1984, að undanskild um þeim, sem fram koma í framangreindri skýrslu um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga. Ekki hefur ver- ið sýnt fram á í álitsgerðum endurskoðend- anna Stefáns, Atla og Valdimars eða í öðrum gögnum málsins, að þær reikningsskilavenj- ur, sem þar er vísað til hafi, á þeim tíma sem hér skiptir máli, þ.e. fyrir eða við gerð reikn- ingsskilanna fyrir árið 1984, verið skilgreind- ar eða kynntar íslenskum löggiltum endur- skoðendum með útgáfu reglna eða staðla um reikningsskil, sem þeir síðar hafi almennt notað í störfum, verið viðurkenndar í þeirra hópi eða svo fastar í sessi að telja megi að skuldbindandi hafi verið fyrir þá að íslenskum lögum þannig að frávik frá notkun þeirra, sem lýst hefur verið í þessum kafla ákæru, geti talist refsiverð. Verður nú gerð grein fyrir viðhorfi dóms- ins til hinna níu liða að því er varðar, hvort þeir séu vísvitandi rangfærðir í milliuppgjör- inu að því er snertir þau þijú atriði, sem upp eru talin, þ.e. að bókhaldsgögn hafi verið útbúin efnislega röng, frestað hafi verið gjaldfærslum og að ekki hafi verið gætt viður- kenndra reikningsskilaaðferða. 1. Það er mat dómsins, að aðferð sú, sem viðhöfð var hjá Hafskipi h.f. hafi ekki gefið rétta mynd af tekjum og gjöldum af óloknum skipaferðum. Sannanlega var hún ekki fyrst tekin upp í sambandi við milliuppgjörið og var í samræmi við það, sem lengi hafði tíðk- ast hjá félaginu. Á það er að líta, að reiknings- . skilastaðall nr. 18 tók fyrst gildi 1. janúar 1984 og ekki hefur verið leitt í ljós, svo að óyggjandi sé, hvernig hann var kynntur. Dómurinn telur að í þessu efni hafi hér verið um nýja reglu að ræða, sem ekki hafi unnið sér þann sess í íslensku reikningsskila um- hverfi á þeim mánuðum, sem hún á að hafa verið í gildi, að hún hafi verið orðin viður- kenndari en aðrar reglur, sem áður höfðu verið notaðar, þótt ónákvæmari hafi verið. Verður því ekki slegið föstu, að sú reiknings- skilaaðferð, sem félagið notaði hafi verið röng. Sú skoðun endurskoðendanna þriggja að áætla beri beinan kostnað af ferðum, annan en olíu- og gámakostnað sem 25% af tekjum, hefur ekki verið nægjanlega rökstudd að mati dómsins og ekki hefur verið sýnt fram á, hvers vegna miða skuli við þetta hlutfall. 2. Dómurinn fellst ekki á, þrátt fyrir skýr- ingar ákærðu, að réttmætt hafi verið að færa tekjur af ferð m.s. Skaftár, sem farin var í september 1984 til tekna að öllu leyti á því reikningstímabili, sem hér um ræðir og lauk 31. ágúst 1984. 3. Ekki er ljóst, hvað lá að baki því, að sú Ijárhæð, sem þessi liður fjallar um var ekki gjaldfærð í þessu uppgjöri. Kannaðist ákærði Helgi ekki við að hafa fengið í hend- ur færslubeiðni vegna þessarar íjárhæðar, en ákærði Sigurþór Charles taldi sig hafa komið færslubeiðni til ákærða Helga varð- andi þennan lið. Þótt sýnt hafi verið fram á, að líkur bendi til þess, að ákærði Helgi hafi verið búinn að færa umrædda ijárhæð inn á reikningsjöfnuðinn, þykir ekki loku fyrir það skotið, að hér hafi átt sér stað rnistök og þótt talan hafi verið á blaðinu segir það ekkert um það, að hún hafi verið strokuð út af einhveijum óeðlilegum ástæð- um. Þá ber þess að geta, að í ársreikningnum hafði þetta verið leiðrétt. 4. Ákærði Helgi kannast ekki við, að sú skekkja, sem hér um ræðir hafi legið fyrir við gerð reikningsskilanna og hinir ákærðu vita ekkert um hana. Ákærði Sigurþór Char- les taldi sig hafa komið leiðréttingarbeiðni til ákærða Helga varðandi þennan lið. Þótt líkur hafi verið færðar fyrir því, sbr. næsta lið hér að framan, að ákærði Helgi hafi verið búinn að færa töluna inn á reikning- sjöfnuðinn, þykja sömu forsendur ráða því og þar, að ekki sé hægt að útiloka, að mistök hafi átt sér stað. Þá hafði þessi liður ennfremur hlotið leiðréttingu í ársreikningnum. 5. Dómurinn fellst á, að hér hafi augljós- lega verið um vantalda skuld að ræða, og hafi ákærða Ragnari borið að gefa ákærða Helga upp niðurstöðutölu hins bandaríska endurskoðanda, þar sem hún lá fyrir, áður. en lokið var gerð réikningsskilanna. Hér var því um að ræða ákvörðun, sem ekki verður talin hafa verið eðlileg í bókhaldslegu tilliti af hálfu ákærðu, sem allir vissu um þetta, nema ákærði Helgi. Þessi færsla hafði eins og hinar tvær hér að framan verið leiðrétt í ársreikningnum. 6. Ekki þykir hafa verið sýnt fram á, svo að óyggjandi sé, að ákærða Helga hafi verið óheimilt að bíða með gjaldfærslu þeirra tveggja fjárhæða, sem mynda þennan lið eins og hér stóð á. Verður því ekki talið, að sýnt hafi verið fram á, að óeðlilega hafi verið að þessu staðið. 7. Fallist er á þá niðurstöðu endurskoðend- anna, að hér var ekki eðlilega staðið að reikn- ingsskilunum og bar að færa umrædda ijár- hæð til gjalda hjá fyrirtækinu. 8. Þá verður ennfremur fallist á, að hér hafi verið óeðlilega að staðið og bar að telja umrædda fjárhæð til skuldar. Er ekki fallist á skoðanir ákærðu í þessu efni. 9. Dómurinn telur ósannað, að gámasamn- ingar við Consafe hafi verið rekstrarleigu- samningar. Þvert á móti hafa verið færðar sterkar líkur fyrir því, að um kaupleigu samn- inga hafi verið að ræða. Verður því að telja að heimilt hafi verið að eignfæra leigugreiðsl- ur vegna þeirra. Hér að framan var tekin afstaða til hinna einstöku liða að því er varðar hina bókhalds- legu hlið þeirra. Verður nú tekin afstaða til þess, hvort það, sem aðfinnsluvert þótti í bókhaldslegu tilliti sé þess eðlis, að það hafi verið gert í því skyni að rangfæra reiknings- skilin með þeim hætti, sem í ákærunni grein- ir til þess að villa um fyrir stjórn félagsins og til að tryggja félaginu áfram lánstraust og fyrirgreiðslu í Útvegsbankanum og til að fá bankastjórnina til þeirrar Ijárhagslegu fyrirgreiðslu, sem tiltekin er í þessum kafla ákærunnar. Af því sem rakið var hér að framan al- mennt um reikningsskil og endurskoðun, kemur m.a. fram að við endurskoðun má komast að mismunandi niðurstöðum um ein- stakar færslur og eru endurskoðendur hér á landi ekki á eitt sáttir í þeim efnum. Þá er ljóst, að milliuppgjör eru bráðabirgðaupp gjör, unnin í flýti og því ekki eins nákvæm og ársuppgjör. Þeim er fyrst og fremst ætlað að gefa vísbendingar um stöðu fyrirtækja á milli ársuppgjöra og eru yfirleitt ekki endur skoðuð Eins og rakið var, eru það aðeins þrír af hinum níu liðum, sem dómurinn telur að sam- rýmist ekki góðum reikningsskilaaðferðum og af þeim eru tveir vegna jaðarreikninga og ágóðaþóknunar ákærðu Björgólfs og Ragnars, en reikningana höfðu þeir einir undir höndum. Er fjárhæð þessara þriggja liða lág, þegar litið er til heildarumfangs og veltu félagsins á umræddum tíma. Ákærðu kannast ekki við að þeir hafi haft samráð um gerð milliuppgjörsins. Þegar frá er skilin tekjufærslan vegna m.s. Skaftár í 2. lið er ekkert, sem bendir til vísvitandi rang- færsiu. Sú færsla ein sér þykir þó ekki það stór, þegar litið er á heildarumfang félags- ins, að sannað þyki, að hún geti hafa verið vísvitandi rangfærð með þeim markmiðum, sem í þessum kafla ákærunnar eru rakin. Þegar allt framangreint er virt verða ákærðu Björgólfur, Ragnar, Páll Bragi og Helgi sýknaðir af því að hafa í sameiningu eða hver í sínu lagi staðið að rangfærslum í reikningsskilum þeim, sem hér var fjallað um með því að útbúa efnislega röng bókhalds- gögn, með frestun gjaldfærslna og með því að gæta ekki viðurkenndra reikningsskilaað- ferða eins og nánar er rakið í þessum kafla ákærunnar, í því skyni að villa um fyrir stjórn félagsins í skýrslum og yfirlýsingum. Þetta leiðir ennfremur til þess að sýkna ber ákærðu af því að hafa fengið banka- stjórn Útvegsbankans með blekkingum til þehscai fjárhagslegu fyrirgreiðslu, sem til- greind er í þessum kafla ákærunnar og að valda með þessu öllu bankanum fjártjóni eða verulegri hættu á slíku tjóni. Bankastjórn Útvegsbankans var vel ljós hin erfiða staða Hafskips h.f., þegar hún fékk uppgjörið í hendur. Hagstæðari staða fyrirtækisins um nokkrar milljónir hefði vart skipt sköpum við ákvarðanatöku hennar gagnvart fyrirtækinu á þessum tíma. Þykir hér ekki skipta máli ot'ðalag ákærða Páls Braga í bréfi hans til Útvegsbankans dags. 30. október 1984 um að umrætt milli- uppgjör sé endurskoðað, sé það skoðað í ljósi þess, sem fram er komið um einstaka liði milliuppgjörsins, og þess, sem rakið hefur verið almennt um milliuppgjör. Verður nú vikið að áritun ákærða Helga á milliuppgjörið pr. 31. ágúst 1984. Ljóst er að ákærði Helgi áritaði milliupp- gjör þetta hinn 19. október og að endurskoð- un hafði ekki farið fram. I árituninni kemur ekki fram að milliuppgjör þetta sé ekki endur- skoðað, svo sem gert er í milliuppgjörum hans frá árinu 1985. Ákærði Helgi taldi áritun sína algjörlega ótvíræða og væri hún í samræmi við lo. gr. laga nr. 67,1976. Taldi hann að enginn þyrfti að velkjast í vafa um það við lestur áritunarinnar að um óendurskoðað uppgjör væri að ræða. Vakin væri athygli á annmörk- um í árituninni og væri hún að hans mati fullgild. Vitnið Atli Hauksson skýrði frá því, að enda þótt ekki stæðu orðin “ ekki endurskoð- að“, vekti ákærði Helgi athygli á annmörkum uppgjörsins. Fram kom hjá vitninu að það þekkti ekki dæmi þess að milliuppgjör væru endúrskoðuð. í áritun ákærða Helga á milliuppgjörið er bent á, að vissir annmarkar fylgi milliupp- gjörum. Hins vegar er þar hvergi að því vikið með berum orðum eða á annan hátt að það sé óendurskoðuð, svo sem gerð er skýlaus krafa um í 10. gr. laga -nr. 67, 1976. Dómurinn lítur svo á, að milliuppgjör falli ótvírætt undir hugtakið reikningskil í ákvæðinu eins og áður er fram komið. Þrátt fyrir að í ljós sé leitt að milliuppgjör eru almennt ekki endurskoðuð svo sem árs- reikningar og mönnum í viðskiptalífinu sé þetta ljóst bar ákærða, úr því að hann áritaði reikningsskilin, að geta þess á ótví- ræðan hátt að reikningsskilin voru ekki end- urskoðuð skv. fortakslausu ákvæði 10. gr. laga nr. 67,1976. Með því að láta þetta undir höfuð leggjast hefur ákærði gerst brot- legur við framangreinda lagagrein, sbr. 17. gr. sömulaga. Þegar það hefur verið virt sem rakið hefur verið um framangreinda áritun ákærða og litið er til þess, sem sagt var um milliupp- gjör, svo og þess, að milliuppgjörið var ekki gert í blekkingarskyni, þykir ákærði Helgi ekki hafa með áritun sinni brotið gegn öðrum ákvæðum 6. mgr. þessa kafla ákæru. Því er haldið fram, að sök sé fyrnd varð- andi það, sem ákærði Helgi er hér sakfelldur fyrir. Áðurgreint milliuppgjör var áritað af ákærða Helga hinn 19. október 1984. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald 21. maí 1986 vegna rannsóknar málsins og yfirheyrð- ur af löglærðum deildarstjóra rannsóknarlög- reglu ríkisins hinn 28. október 1987 og loks birt ákæran í málinu 14. nóvember 1988. Allan þann tíma, sem leið frá áritun og fram til þess, að ákæran var birt liðu aldrei meira en 2 ái' á milli þess, sem hann var yfirheyrð- ur eða viðhafðar voru aðgerðir til þess að slíta fymingu samkvæmt 1. tl. 81. gr. al- mennra hegningarlaga. Koma hér því ekki til álita ákvæði 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. II. kafli Fram er komið að ákærðu Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi, veittu bankastjórn Útvegsbankans margvíslegar upplýsingar um líklega rekstrarafkomu félagsins með þeim bréfum, sem tilgreind eru í þessum kafla ákærunnar, en þau eru sjö talsins, þar sem bankanum voru send tvö bréf 3. október 1984. Þá fylgdu þessum bréfum áætlanir um rekstrarafkomu félagsins á árunum 1984 og 1985. Ljóst er, aðunargar áætlahir voru í gangi um líklega rekstrarafkomu félagsins á fram- angreindum árum. Þessar áætlanir voru að sjálfsögðu byggðar á margvíslegum for send- um. Er Ijóst, að frávik gátu í krónutölu verið mikil, ekki eingöngu vegna þess, hversu starfsemin var umfangsmikil, heldur einnig vegna margs annars, sem áður er rækilega gerð grein fyrir í framburði ákærðu og vitna. í fyira bréfinu frá 3. október 1984 sagði, að gerðar hafi verið nákvæmar rekstrar- og greiðsluáætlanir, sem sýndu í mismunandi útfærslum, hvað samsetningu tekna og nýt- ingu varðaði, að Trans Atlantic siglingarnar væru verulegur búhnykkur. Rekstraráætlanir sýndu, að tekjur af þess- um nýja rekstri ættu að vera $ 16-21 milljón á ári. Til samanburðar mætti nefna, að núver- andi heildarvelta félagsins væri á bilinu $ 26-28 milljónir á ári. Áætlanir sýndu, að hreinn hagnaður á ári ætti að nema $ 1-3 milljónum eftir nýtingu skipanna og samsetningu fraktarinnar. Ekki hefur verið sýnt fram á, að í þeim áætlunum, sem iagðar voru fyrir bankann, hafi verið gert ráð fyrir tekjum af herfrakt, en í áætlun þeirri, sem. fylgdi bréfinu 29. janúar er þess beinlínis getið, að svo sé ekki. Af hálfu ákærðu Björgólfs, Ragnars og Páls Braga kom ekki fram, hvaða áætlanir voru sendar bankanum af þeim mörgu*- áætlunum, sem voru í gangi hjá fyrirtækinu og þeir hafa ekki borið á móti því, að í ein- hveijum þessara áætlana kunni að hafa ver- ið gert ráð fyrir herfrakt. Áttu ákærðu allt eins von á því, að ilutningar fyrir herinn fengjust á ný og byggðu þeir þetta á upplýs- ingum stjórnvalda. Hefur ekkert komið fram í málinu, sem hrekur þennan framburð ákærðu. Ákærðu Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi hafa allir þrír neitað staðfastlega sak- argiftum þeim, sem frá greinir í 1. mgr. þessa kafla ákærunnar. Hefur verið bent á, að marg víslegir fyrirvarar hafi verið í gögn-!— um þeim, sem bankinn fékk og lýst er í þess- um kafla ákærunnar. Þykir í framangreindu efni einnig rétt að vísa sérstaklega til greinargerðarinnar, sem fylgir bréfinu frá 11. desember 1984, en þar er minnst á helstu breytingar, sem hafi orðið til hins verra og sé þar um að ræða eins og þegar sé fram komið, verkfall B.S.R.B., gengisbreytingar, Rainbow-málið svokallaða og taxtahrun. Er þetta. í greinargerðinni metið sem tap á u.þ.b. 159 milljónir. Er sagt, að hér sé aðeins vikið að stærstu og augljósustu þáttunum og ekki ofreiknað. I lok greinargerðarinnar er þess getið, hvers vegna verði að bjarga félaginu og vikið síðan að þeim atriðum, sem þyngst mæli með því, að ekki megi láta félagið stöðvast, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Er síðan gerð^ grein fyrir Trans Atlantic flutningunum og' þess getið, að arðsemi þeirra á ári gæti sam- kvæmt áætlunum orðið veruleg. Þetta er þó ekki fullyrt. I bréfinu frá 29. janúar er sagt, að Trans Atlantic áætlun félagsins, sem m.a. byggi á þeirri reynslu, sem þegar sé komin á þennan rekstrarþátt, bendi til umtalsverðs hagn aðar eða sem nemur u.þ.b. kr. 146 milljónum. Hér sé þó varlega farið og reyndar um svartsýn- isspá að ræða. Samtals virðist eiga að geta orðið um talsverðan hagnað að ræða á árinu 1985 eða u.þ.b. kr. 135 milljónir, en tap yrði á hefðbundnum rekstri félagsins u.þ.b. kr. 11 rnilljónir. I þessu sama bréfi er þess hins vegar get- ið, að talsverðir fyrirvarar séu varðandi nokkra rekstrarliði í áætlun um afkomu árs- ins 1984, sérstaklega erlendan kostnað, sem enn hafi ekki skilað sér að fullu í bókhaldið. Samkvæmt þessu er í bréfinu talað um hagn- að 1985, þótt í sama bréfi komi fram, að erlendur kostnaður frá árinu 1984 hafi ekki skilað sér. Því er ekki að leyna, að í sumum tilvikum var byggt á mikilli bjartsýni í áætlanagerð varðandi Trans Atlantic siglingarnar, m.a. var þess ekki gætt, að reikna nægilega með ýmsum kostnaði sem mönnum mátti vera ljós, t.d. skrifstofu- og stjórnunarkostnaði og fjármagnskostnaði. Hafa ber í huga, þegar það er virt hvort ákærðu hafi veitt bankastjórn Útvegsbank- ans rangar eða villandi upplýsingar um lík- lega rekstrarafkomu Hafskips h.f. á árinu 1984 og 1985, að skömmu eftir að sfðasta bréfið, sem um getur í þessum kafla ákæ- runnar var sent bankanunv skuldbundu ákærðu sig til þess að auka við hlutafé sitt í félaginu. Bendir sú ákvörðun þeirra ekki til þess, að þeir hafi verið í þeirri trú, að þæi’r*~ upplýsingar, sem þeir veittu bankastjórninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.