Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 í framangreindum bréfum og gögnuin, sem þeim fylgdu, hafi verið rartgar eða villandi. Með hliðsjón af framansögðu og gegn neit- un ákærðu, er ósannað, að þeir hafi veitt bankastjórninni rangar eða villandi upplýs- -ingar svo sem í ákæru er rakið. Verða þeir því sýknaðir af þessu ákæruatriði. Ákærðu Björgólfi og Ragnari er gefið að sök að hafa á hluthafafundi hinn 9. febrúar 1985 vísvitandi flutt hluthöfunum rangar eða villandi upplýsingar um sennilega afkomu félagsins á árinu 1984 eða efnahagsstöðu þess í árslok, sem m.a. hafi verið reist á hin- um röngu eða villandi forsendum varðandi Atlantshafsflutninga félagsins. Það er aðfinnsiuvert, að ákæruvaldið setur ekki fram, hveijar hinar röngu eða villandi upplýsingar eigi að vera og ekki er komið fram í málinu, hvað ákærði Björgólfur sagði á umræddum fundi. Hins vegar liggur fyrir dkýrsla ákærða Ragnars, Á krossgötum, og hefur efni hennar verið rakið nákvæmlega. Verður því talið, að á henni byggist þessi ákæruliður að því er varðar ákærða Ragnar, en í skýrslunni kemur fram, að ákærði Björ- gólfur muni taka til máls. í skýrslu ákærða Ragnars er að finna bæði frásögn af jákvæðum og neikvæðum hliðum rekstrar félagsins. Hann reiknar með tvö- eða þreföldun á veltu félagsins á árinu 1985 og verulegum hagnaði í Atlantshafssigl- ingunum. Hann talar um 240 milljóna króna veltu í þeim frá 15. október 1984 til ársloka og sé hagnaður þann stutta tíma áætlaður nálægt 10%. Þá reiknar hann með, að megin- niðurstöðutölur rekstraráætlunar fyrir árið 1985 geri ráð fyrir góðum hagnaði af rekstri félagsins í heild. Reiknað sé með, að ^rekstrarjafnvægi náist í hefðbundnu íslands- starfi, en dótturfyrirtækin erlendis og Trans Atlantic siglingarnar skili hagnaði. Hér sé þó um áætlanir að ræða og að öðru jöfnu byggðar á svartsýnisforsendum. Ákærði gerði í skýrslunni grein fyrir svo- nefndu Rainbow máli, verkfallinu, gengis- breytingum og taxtahruni, sem áður er að vikið. Vakti hann athygli á, að í fyrirliggj- andi áætlunum bendi flest til taps á árinu 1984 að fjárhæð kr. 50-60 milljónir, en end- anlegt uppgjör lægi ekki fyrir, fyrr en í lok mars. " Þótt í skýrslu ákærða Ragnars megi greina mikla bjartsýni hefur ekki verið sýnt fram á, að sú bjartsýni hafi á þessum tíma verið augljóslega röng, þótt síðar kæmi í Ijós, að hún hafi ekki átt rétt á sér. Þá er Ijóst að ákærði vakti athygli á erfiðri stöðu fyrirtækisins. Þegar skýrsla ákærða Ragnars er virt í heild og þegar litið er til þess, sem áður er sagt um sakargiftirnar í upphafi þessa kafla ákærunnar, þykir með sömu rökum og þar greinir ósannað, að ákærði Ragnar hafi vís- vitandi flutt hluthöfunum rangar eða villandi upplýsingar um þau atriði, er í ákærunni greinir á hluthafafundinum 9. febrúar 1985. Ber því að sýkna hann af þessari háttsemi. Að því er snertir ákærða Björgólf ber að sýkna hann af sakargiftunum samkvæmt '*þessari málsgrein kaflans, þar sem ekkert liggur fyrir í málinu, hvað hann hafi sagt rangt eða villandi á fundinum. Akærða Ragnari er gefið að sök að hafa vísvitandi skýrt rangt frá upphæð hlutafjár félagsins í tilkynningu til hlutafélagaskrár dagsettri 2. júní 1985, en að þeirri tilkynn- ingu stóð ákærði ásamt öðrum stjórnarmönn- um félagsins. Ákærði Ragnar skýrði svo frá, að hann hafi ekki verið sér sérstaklega meðvitaður um, að vantað hafi upp á 80 milljón króna hlutafjáraukninguna, sem að neinu næmi, fyrr en það upplýstist í kjölfar gjaldþrotsins. Hann vissi hins vegar, að fleiri höfðu sýnt áhuga á kaupum en nam hlutafjárútboðinu og að lækka þurfti við suma það hlutafé, sem þeir skrifuðu sig fyrir. Fær þetta stuðning í framburði vitna. Vitnið Ragnheiður Ágústsdóttir hefur staðfest, að fyrir hafi legið hlutafjárloforð fyrir hærri fjárhæð en svaraði til útboðsins, þó svo að í ljós hafi komið, að viðkomandi hafí ekki verið látnir skrifa sig skuldbindandi fyrir hlutafjárloforðunum og vanhöld urðu. I ljós er leitt að hlutafjárloforð lágu fyrir, þegar tilkynningin var send, fyrir þeirri 80.000.000 króna hlutafjáraukningu, sem ákveðin var 9. febrúar 1985. Hins vegar vantaði upp á, að þau væru öll greidd. Samkvæmt framansögðu er ósannað, að ákærði Ragnar hafi vísvitandi skýrt rangt frá upphæð hlutafjár félagsins með áður- greindri tilkynningu og ber því að sýkna hann af því. III. kafli Rækilega 'hefur verið rakið í dómi þessum hver afstaða ákærðu, Björgólfs, Ragnars og Helga er til þeirra sakargifta, sem hér er ^fjallað um. Kannast enginn þeirra við að þeir hafí í sameiningu staðið að því að rang- færa ársreikninginn fyrir 1984 með því, að útbúa efnislega röng bókhaldsgögn, fresta gjaldfærslum og gæta ekki viðurkenndra reikningsskilaaðferða, en allt er þetta talið gert í því skýni að villa um fyrir stjórn félags- ins, híuthöfum, bankastjórn Útvegsbankans og öðrum viðskiptaaðilum um raunverulegan efnahag félagsins og rekstrarafkomu og til þess_ að tryggja félaginu áfram lánstraust hjá Útvegsbankanum. Verður nú gerð grein fyrir hveijum hinna þrettán liða og í hveijum lið fyrst greint frá því, sem fram kemur í skýrslu endurskoðend- anna Atla og Stefáns. 1. Gerð er grein fyrir því, að beitt hafi verið sömu reikningsskilareglu varðandi lotun tekna og í bráðabirgðauppgjörinu fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984. í ársuppgjöri Hafskips h.f. var gjaldfærður kostnaður vegna Islandssiglinganna að fjár- hæð kr. 940.777, sem tengdist þeim ferðum, sem liður þessi byggist á. Hins vegar hafi raunverulegur beinn kostnaður numið kr. 2.481.402. Ef þessi kostnaður sé hlutfallaður með sama lotunarhlutfalli og beitt var á tekj- urnar, reynist gjaldfæranlegur kostnaður nema kr. 702.398. Samkvæmt þessu sé kostnaður vegna ferðanna oftalinn um mis- muninn eða kr. 238.379. Þá segir í skýrslu endurskoðendanna varð- andi tekjur og kostnað af Atlantshafssigling- unum að eðlilegast sé að beita sömu aðferð við hlutföllun tekna og gjalda í þessum sigl- ingum og í íslandssiglingunum. Ef þessar tekjur og kostnaður sé hlutfallað með sama lotunarhlutfalli hafí því tekjur af þeim tveim ferðum, sem um er fjallað í þessum lið ákæ- runnar verið oftaldar um kr. 30.660.000 og gjöld verið oftalin um samtals kr. 16.444.000. Um lotunarreglurnar vísast til umfjöllunar um þær í 1. lið I. kafla hér að framan. Áður var gerð grein fyrir viðhorfí ákærða Björgólfs til lotunaraðferðar félagsins, þegar gerð var grein fyrir henni í sambandi við milliuppgjörið. Sagði hann sömu skýringar eiga við um ársreikninginn. Ákærði Ragnar vísaði um þennan lið ákæ- runnar til þess, sem hann bar um lotun í I. kafla ákærunnar, en bætti því við, að hann hafí ekki tekið þátt í umfjöllun um þau mál og engar stærðir séð í því sambandi. Hann hafi gengið út frá því, að í félaginu væru notaðar sömu reglur og frá upphafi. Áður er gerð grein fyrir viðhorfí ákærða Helga til þessa atriðis. 2. -3. Varðandi 2. lið er grundvöllur þeirrar færslu minnisblað ákærða Þórðar Hafsteins. Hugmyndin á bak við hana er sú, að þar sem félagið eigi ófluttar vörur um áramótin 1984/1985, sé við hæfí að færa tekjur vegna væntanlegra flutninga, enda lítil óvissa um, að þessar vörur verði fluttar á vegum fyrirtækisins. Endurskoðendurnir telja, að þessar tekjur samsvari ósvöruðum pöntunum hjá þeim, sem selja vörur og þar sem það heyri til algjörra undantekninga, að pantanir séu færðar sé það niðurstaðan, að tekjufærslan hafí ekki verið í samræmi við góða reikningsskila- venju. Stríði færslan gegn varkárnissjónar- miðum við reikningagerð og reglunni um að tekjur beri að innleysa á því tímabili, sem til þeirra er unnið. Varðandi 3. lið er grundvöllur þeirrar eign- færslu ■ tvö minnisblöð, annað frá ákærða Þórði Hafsteini með tölunni 20 milljónir, sem kostnaður frá árinu 1984 við lestun og losun tómra gáma og flutning þeirra og dreifíngu á einstakar hafnir síðustu mánuði ársins 1984. Hitt minnisblaðið er frá ákærða Sigur- þóri Charles og er með tölunni 3,5 milljónir króna vegna ferða- og risnukostnaðar 1984, sem talinn er réttlætanlegur sem fyrirfram greiddur vegna undirbúnings Trans Atlantic siglinganna. Þessa eignfærslu telja endurskoðendurnir byggja á því sjónarmiði að óréttlátt þætti, að reksturinn 1984 yrði að öllu leyti að bera upphafskostnað við hina nýju siglingaleið. Hugsunin sé sú, að fleiri en eitt reiknings- haldstímabil njóti ávinnings af slíkum kostn- aði og því sé sanngjarnt að dreifa honum á nokkur tímabil. Fræðilega séð sé erfitt að rökstyðja eignfærslu kostnaðar af þessu tagi, enda sé líklega fremur stuðst við áhrif útkomunnar, þegar aðferðin sé valin, en að kostnaðurinn sem slíkur sé nokkurs virði. Þá skipti máli í þessu sambandi, að nokkur óvissa hafi verið um framtíðarhorfur fyrir- tækisins á þessum tíma og hafi því farið betur á því að taka varkárari afstöðu til væntanlegrar útkomu af siglingaleiðinn.i. Hafi því átt að gjaldfæra umræddan kostnað í rekstrarreikningi 1984. Að lokum er bent á, að það hafí verið mjög villandi framsetning í reikningnum, að þessi kostnaður var ekki sérgreindur í efnahagsreikningi, þar sem í honum felist ákveðið viðhorf til framtíðar- horfa fyrirtækisins, sem rétt hafi verið að vekja athygli lesenda reikningsins á. Þá sé ljóst, að kostnaðurinn falli alls ekki að efni þess liðar, sem hann var innifalinn í, þ.e. liðn- um útistandandi skuldir, flutningsgjöld o.fl. Ákærði Björgólfur bar, að ákærða Þórði Hafsteini hafi verið falið að athuga ákveðna þætti varðandi 2. lið, en hann hafi verið sá, sem hélt utan um þessar upplýsingar. Hafi honum verið falið að áætla þetta eins og hann og aðrir hafi talið að stætt væri á. Engin fordæmi hafí verið fyrir þessu í rekstri félagsins, enda engin fordæmi fyrir Trans Atlantic siglingunum, sem hófust um haustið. í þessum nýja rekstri hafi komið upp alls konar ný matsatriði, sem margir starfs- menn félagsins ásamt yfirmönnum þurftu að kanna og í framhaldi af því hafi verið ákveð- ið að hafa þetta á þennan veg. Ákærða voru kunn vinnubrögðin, sem lágu að baki þeim minnisblöðum, sem aftur lágu að baki þeirri eignfærslu, sem 3. liður fjallar um. Hafi stjórnarmenn viljað eignfæra miklu meira af stofnkostnaðinum og hann hafí einn- ig verið þeirrar sköðunar. Síðar hafi komið í ljós, að bankinn var einnig þessarar skoðun- ar. Aðrir vildu fara hægar í sakirnar og voru varkárari. í þeim hópi hafi ákærði Helgi ver- ið. Þá var deilt um, hvort eignfæra ætti stfofn- kostnaðinn á nokkrum mánuðum eða nokkr- um árum. Voru þeir starfsmenn, sem talið var að hefðu mesta þekkingu fengnir til þess að meta þetta. Ákærði mundi ekki, hvenær honum var kunnugt um, að tölurnar í þessum lið og næsta lið að framan, höfðu verið tekn- ar inn í Iiðinn útistandandi skuldir, flutnings gjöld o.fl., en honum hafi örugglega verið sagt frá þessu. Þetta hafi verið rætt í stjórninni. Samkvæmt framburði ákærða Ragnars var 2. liður einhver hluti af upphafskostnaðar- dæminu, en hann var að öðru leyti ekki kunnugur smærri atriðum varðandi þetta eða hvernig að þessu var staðið. Hann sá ekki á sínum tíma minnisblað ákærða Þórðar Haf- steins um 15,9 milljónirnar og mundi ekki eftir umræðu um, að það yrði skrifað eða að endurskoðandinn óskaði eftir slíku blaði. Ákærði Ragnar sá ekki á sínum tíma þau plögg, sem lágu til grundvallar færslunum í 3. lið, en þekkti hugmyndina á bak við þetta og sagðist bera fulla ábyrgð á því. Ákærði Helgi bar, að liðurinn útistandandi skuldir, flutningsgjöld o.fl. væri undir veltufj- ármunum í efnahagsreikningnum, þar sem um skammtímaeignir væri að ræða og hefðu 15,9 miljónirnar tvímælalaust átt heima und- ir veltufjármunum. Hann sagði að ljóst hafi verið strax og þessi starfsemi fór í gang á síðustu mánuðum ársins 1984, að ýmis kostn- aður myndi falla til, sem mjög óeðlilegt væri að færa á þær fáu vikur, sem eftir voru af árinu 1984. Honum hafí þótt eðlilegt, að þessum kostnaði yrði dreift á einhver tíma- bil. Hér væri um upphafskostnað að ræða en ekki stofnkostnað. Þessi aðferð hafi verið mun varkárari en sú að taka stofnkostnað- inn, eins og víða tíðkast í reikningsskilum, og afskrifa hann á mörgum árum, t.d. á 3 eða 5 árum, svo ekki væri minnst á lengri tíma. Hann hafí alfarið ráðið því, að þessi varkára leið var valin. Ákærði kvaðst telja, að hann myndi það rétt, að hann hafí rætt þetta í upphafi við ákærða Björgólf, enda hafí hann haft mesta þekkingu á málinu og kvaðst ákærði hafa rætt um það við hann, að hann kæmi með tillögur um það, hvað þarna gæti verið á ferðinni og gerði ákærða grein fyrirþví, hvernigþessi upphafskostnað- ur dreifðist. Þáttur ákærða Þórðar Hafsteins hafi verið sá, að ákærði Björgólfur hafi vænt- anlega ákveðið að ráðfæra sig við hann, þar sem hann vann í áætlanadeild og var tölu- glöggur maður. Síðan kvaðst ákærði hafa óskað eftir niðurstöðutölum frá ákærða Þórði Hafsteini, þegar ákærði fór að vinna að upp- gjörinu og þá hafi ákærði beðið hann um niðurstöður og rök, svo að ákærði gæti tekið um þetta endanlega ákvörðun. Hann hafi síðan tekið endanlega ákvörðun um að færa upphæðirnar í 2.-3. lið, samtals 39,4 milljón- ir, á þann veg sem rakið hefur verið og hafi hann talið beinlínis rangt að gjaldfæra þetta allt á árið 1984. Sumir hafí viljað hafa þess- ar tölur hærri. Eftir að ákærði tók þessa ákvörðun óskaði hann eftir skriflegum stað- festingum frá ákærðu Þórði Hafsteini og Sigurþóri Charles á þessum tölum og þær hafi hann fengið. Þessar tölur hafí verið áætlaðar og ekki byggðar á tilteknum fylgi- skjölum, heldur á mati á færslum í bókhaldi fyrirtækisins og.þeim upplýsingum, sem voru fyrir hendi. Hafi hann gert mönnum grein fyrir því um áramótin að taka yrði tillit til þessara talna og leggja yrði á þær skynsam- legt og sanngjarnt mat. Ákærði sagði, að fjárhæðirnar í 2. og 3. lið hafi verið teknar inn í liðinn veltufjármun- ir, sem er undir liðnum útistandandi skuldir, flutningsgjöld o.fl. í efnahagsreikningi. Hér væri um skammtímaeignir að ræða sem tví- mælalaust ættu heima í veltufjármunum. Hins vegar gæti hann fallist á, að betur hefði farið á því að þessir liðir væru sérgreind- ir sem fyrirfram greiddur kostnaður eða upp- hafskostnaður. Þá hefði ennfremur farið bet- ur á því, að það hefði verið sérstök skýring um þetta í ársreikningnum, þar sem fram kæmi að þarna væri um upphafskostnað að ræða, sem tilheyrði þessum sérstaka rekstr- arþætti og hann hyrfi út og á ný inn n'ekstur- inn á fyrstu mánuðum ársins 1985. Ástæðan fyrir því, að hann tók þetta ekki út sem sér- stakan lið hafi trúlega verið sú, að hann leit á þetta sem svo skammvinnar fjárhæðir í bókhaldinu, rétt yfir áramótin og fram á árið 1985. Ef hann hefði metið þetta sem stofnkostnað, sem hefði átt að afskrifa á ein- hveijum árum, hefði þetta ekki verið talið meðal veltufjármuna og verið fært undir lið- inn fastir fjármunir. Þrátt fyrir að betur hefði farið að færa þetta á þann veg, breytti það engu um niðurstöðu rekstrar- og efnahagsreikningsins. Ákærði sagði, að þegar hann stóð frammi fyrir því að færa þessa liði í ársreikninginn og taka afstöðu til þeirra, hafi Atlantshafs- flutningarnir verið í fullum gangi og enginn bilbugur á forráðamönnum félagsins, sem voru bjartsýnir og höfðu trú á þessum flutningum. Ákærði bar, að hann hafi talið eðlilegt að færa 15,9 miljónirnar sem mótvægi við kostn- að, sem fyrirtækið var búið að leggja í við að koma vörum til einstakra hafna, þar sem þær biðu flutnings yfir hafið. Þessi kostnað- ur hafi falist í alls konar aukaflutningum, geymslukostnaði o.fl. Ákærði kvaðst hafa fært fjárhæðirnar í 3. lið i góðri trú og gat ekkert séð, sem benti til þess, að einhver óvissa væri um, að þetta myndi ekki skila fyrirtækinu góðum árangri. Hann benti á, að ferðakostnaður félagsins á árinu 1984 hafi verið nærri 10- milljónir króna og ákærði Björgólfur og að- stoðarmenn hans hafi verið á ferðinni nánast bróðurpartinn úr árinu við að undirbúa þessa flutninga, þannig að fjárhæðin kr. 3.500.000, ferða og risnukostnur, hafi verið mjög hófleg. Ákærði taldi, að það hafí verið alrangt að færa þessar 23,5 milljónir allar á árið 1984, því að slíkt hefði gefið ranga mynd á því tímabili á árinu 1984, sem Trans Atlantie siglingarnar voru í gangi. Óréttlátt hafí þótt, að reksturinn á árinu 1984 yrði að öllu leyti látinn bera upphafskostnaðinn við hina nýju siglingaleið, sem hófst undir lok ársins. Ákærði Þórður Hafsteinn staðfesti, að hann hafi að öllu leyti útbúið “Minnisatriði vegna uppgjörs 1984“, bæði dagsett 15. maí 1985 og undirritað þau. Voru minnisatriðin í fullu samræmi við bestu vitund ákærða um þau atriði, sem þau fjalla um. Sagði ákærði, að síðari athuganir á þessum atriðum, hafi leitt í ljós, að þar væri síst oftalið. Við gerð áætlunarinnar kannaði ákærði ekki sérstaklega hvort vara hafi verið til á einstökum höfnum, sem svaraði til áætlunar um uppsafnaðar tekjur þann 31. desember 1984. Hins vegar sá ákærði á þeim gögnum, sem hann hafði um tekjurnar um áramótin, að þetta voru a.m.k. þessar tekjur, enda hafi á þessum tíma verið óvenju miklir vöruflutn- ingar. Hafi tekjur í raun verið meiri en 15,9 milljónir. Taldi ákærði, að ákærði Helgi hafi komist að sömu niðurstöðu og hann sjálfur, að þær væru ígildi hálfs skipsfarms, þ.e.a.s. $ 200.000. Ákærði kvaðst ekki hafa haft hugmynd um, þegar hann gaf ákærða Helga upp töl- urnar, að þær yrðu notaðar í ársreikninginn. Hann kvaðst hafa verið boðaður á fund í maí 1985, og voru þar auk hans, ákærðu Björgólfur, Ragnar og Helgi. Á fundinum var fyrst og fremst rætt um, hvaða stærðir gætu verið fólgnar í upphafskostnaði félags ins. Var þarna rætt um, að það væri beinlínis rangt að færa ekki upphafskostnað vegna þess, að þetta ætti ekki allt að tilheyra árinu 1984, þar sem þessi kostnaður væri hvergi nærri búinn að skilaþeim tekjum á móti, sem eðlilegt gæti talist. Ákærði Björ- , góifur hafi virst hafa ákveðnar skoðanir á því, hvað bæri að telja upphafskostnað, og var ákærða falið að kanna, hvort það gæti staðist og gerði það. Síðan hringdi ákærði Helgi í ákærða og bað hann að staðfesta upphæðina. Þannig urðu minnisblöð ákærða til. Ákærði tók engar ákvarðanir um, hvern- ig færslut' ættu að vera í bókhaldinu. Hann taldi, að kostnaðurinn hafi mátt metast helm- ingi hærri en kom fram á blöðum hans. Ákærði kvað ákærða Helga hafa ákveðið, hvaða tölu hann í raun og veru vildi taka inn. Ákærði Sigurþór Charles staðfesti, að hann hafi látið ákærða Helga í té bréfið frá 13. maí 1985 um eignfærðan upphafskostnað að fjárhæð kr. 3,5 milljónir vegna ferða- og risnukostnaðar. Ákærði gekk frá bréfinu til ákærða Helga að beiðni hans og sendi honum í framhaldi af því að farið var að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir eignfærslu á langtímakostnaði. Taldi ákærði þegar hann útbjó umrætt bréf að hann væri að gera rétt, en fyrir hann hafi verið lagðar beiðnir frá ákærða Helga um að taka saman áætlað- an ferðakostnað vegna undirbúnings Atlants- hafssiglinga félagsins, þar sem ákveðið hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.