Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 36

Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 36
!6 í'yrir 1984 með þeim hætti, sem greinir í ákærunni. I. Um þennan lið þykir mega í einu og öllu vísa til afstöðu dómsins til sama töluliðar í I. kafla ákærunnar. Bókun á 15,9 milljónum samkvæmt sérstaklega útbúnu minnisbiaði varðandi áætlun um uppsafnaðar tekjur getur ekki talist til góðra reikningsskilaaðferða. Hins vegar þykir hafa verið leitt í ljós, að fyrir hafi legið hjá félaginu um þessi áramót frakt, sem félagið var búið að taka að sér að flytja og er ósannað, að verðmæti þeirra tekna, sem af því yrðu, hefði orðið lægra en framangreind fjárhæð. Þykir því ekki fært að slá því föstu, að umrætt blað sé efnislega rangt bókhaldsgagn, þótt það hafi ekki átt að færast í bókhaldið árið 1984 og fjarstæða hafi verið að gera það. 45. Dómurinn telur, að sýnt hafi verið fram á^ð ekki sé fráleitt, að upphafskostnaður sem þessi sé færður til eignar í upphafi og afskrifaður á lengri tíma. Þó megi viðkom- andi fyrirtæki ekki standa of höllum fæti fjárhagslega. Vissulega stóð Hafskip illa fjár- hagslega, en ekki verður talið sannað, að sýnt hafi verið, að gjaldþrot væri á næsta leiti, þegar tekin var ákvörðun um áður- greinda eignfærslu. Þykir hún því fá staðist og er því hafnað, að hér hafi verið um að ræða efnislega röng bókhaldsgögn og að ekki hafi verið gætt góðra reikningsskilaað- ferða. Dómurinn telur, að ákærða Helga hafi verið rétt að geta þess sérstaklega í áritun sinni á ársreikninginn fyrir árið 1984, hvernig þessi upphafskostnaður var færður. 4. Frestun þeirrar gjaldfærslu, sem þessi liður fjallar um var að ófyrirsynju gerð og Sfti augljóslega að eiga sér stað á árinu 1984. Hér hefur því ekki verið gætt góðrar reikningsskilaaðferðar. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að hér gætu rnistök hafa átt sér stað. 5. Að því er snertir þennan lið, þykir aug- ljóst, að hér hafi verið um oftaldar eignir að ræða og allt bendir til þess, að hér hafi mis- tök átt sér stað. Verður því ekki litið svo á, að hér hafi ekki verið gætt góðrar reiknings skilaaðferðar. 6. Dómurinn telur augljóst að þær tvær tölur, sem mynda þennan lið hafi átt að "færast í ársreikninginn og hafnar skýringum ákærðu um forsendur þess að láta það undir höfuð leggjast. Hér hefur því ekki verið beitt góðri reikningsskiiaaðferð með því að fresta þessum færslum. 7. Sannað er, að miklar endurbætur höfðu verið gerðar á m.s. Rangá, sem þessi liður byggist á og var það ekki sambærilegt við systurskip sín og ári yngra. Fram er komið að mörg og mismunandi möt lágu fyrir um verðmæti skipa Hafskips h.f. á árunum 1983-1985 og einnig er upplýst, að huga þarf að mjög mörgum atriðum, þegar meta skal markaðsverð skipa, m.a. aldur, ástand, gerð, stærð, hlutverk o.s.fi'v. Samkvæmt mötum á m.s. Rangá, sem fyrir liggja í mál- inu var skipið t.d. á árinu 1983 metið frá $ 1.400.000 til $ 2.500.000. Þá er Ijóst, að flferð skipa, sem ganga kaupum og sölum á heimsmarkaði, er háð sveiflum. Á þeim árum,- sem hér um ræðir lækkaði verð þeirra, en sýnt þykir, að skömmu eftir gjaldþrot félags- ins hafi það hækkað á ný. Hefur ekki verið sýnt fram á, að ekki hafi verið um skamm- vinna lækkun að ræða, sbr. 3. mgr. 97. gr. hlutafélagalaganna. Dómurinn hafnar því að bókfært verð skipastólsins hafi verið oftalið um kr. 40,6 milljónir. 8. Um þennan lið vísast alfarið til afstöðu dómsins til 9. liðs í I. kafla. 9. Ekki þykir hafa verið hrakið, svo að óyggjandi sé, að bretti þau, sem Hafskip h.f. hafði í notkun hafi ekki verið varanlegri eign en svo, að þau entust aðeins í 3 ár. Þykir því ósannað, að þau hafi verið __óheimilt að eignfæra, en upplýst er, að félag- ið átti mikið magn bretta og var með verk- stæði til að annast viðhald þeirra. 10. Ákveðið hafði verið að afskrifa við- skiptavild vegna kaupa Hafskip Holdings Inc. á hlutabréfum í Cosmos Shipping, sem voru keypt á árinu 1983 og yrði það geit á þrem árum. Var þetta gert fyrst árið 1983, en því sleppt í þessum reikningi. Fallast má á þá skýringu ákærða Helga á því, hvers vegna þetta var ekki gert, eins og hér stóð á. II. I þessum lið mun hafa verið byggt á áætlunartölu, en ekki rauntölu. Slíkt er að sjálfsögðu óæskilegt, en allt að einu afsakan- legt eins og hér mun hafa staðið á. — • 12. Þessi liður byggist annars vegar á reikningi, sem mun hafa mislagst og hins vegar á dráttarvaxtareikningi, sem ekki hafði verið viðurkenndur. Hið fyrra verður að teljast til mistaka og er ósannað, að þar hafi verið um að ræða vísvitandi frestun gjaldfærslu. Að því er snertir hinn reikning- inn, verður ekki séð, að hann hafi átt erindi Mnn í bókhald félagsins eins og á stóð. 13. Þessi liður fjallar um þijá undirliði. Sá fyrsti fjallar um ýmsa kostnaðarreikn- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 inga, sem áttu að færast til gjalda, en höfðu verið biðreikningsfærðir. Telst það ekki góð reikningsskilaaðferð að fresta færslu þeirra. Að því er snertir hina tvo liðina, tap í þátt- töku Suðurnesjaumboðs og tapaðar skuldir, er það að segja, að enn var deilt um hið fyrrnefnda, þegar ársreikningurinn var gerð- ur og álitamál talið, hvort hinar töpuðu skuld- ir væru í raun allar tapaðar. Að því er snertir hinn fyrrnefnda af þessum tveim síð- ari liðum, var engin ástæða til þess að færa hann í bókhaldið á þessum tíma og ársreikn- inginn, en umdeilanlegt, hvort færa hefði átt hinn síðarnefnda að öllu eða einhveiju leyti. Er því ekki einsýnt, að hér hafi verið farið á svig við góða reikningsskilaaðferð. í þessum kafla ákærunnar er það til úr- lausnar hvort þær færslur í ársreikningi fé- lagsins, sem þar eru taldar upp, hafi verið rangfærðar eins og þar er lýst í þeim til- gangi að villa um fyrir stjórn félagsins, hlut- höfum, bankastjórn Útvegsbankans og öðr- um viðskiptaaðilum um raunverulegan efna- hag félagsins og til þess að tryggja félagin áfram lánstraust hjá Útvegsbankanum. í ákærunni er ekki gerð grein fyrir þeim sem nefndit' eru “aðrir viðskiptaaðilar" og ekki skýrðist það frekar við flutning máis- ins. Verður því, eins og ákæran er orðuð, einungis fjallað um hina þtjá áður nafn- greindu aðila. í málinu er komið fram, eins og itarlega var rakið í umfjöllun um I. kafla, að um mörg atriði megi við endurskoðun komast að mismunandi niðurstöðum um einstakar færslut' og endurskoðendur hér á landi eru ekki á eitt sáttir í þeim efnum. í því sam- bandi skal sérstaklega bent á, að Valdimar Guðnason mat það svo, að skipastóll félags- ins væri ofmetinn um kr. 130 milljónir en endurskoðendurnir, Atli og Stefán, töldu hann ofmetinn um kr. 40,6 milljónir og er byggt á því í ákærunni. Hér að framán hefur dómurinn komist að niðurstöðu um einstaka liði í þessum kafla ákærunnar. Því hefur verið hafnað, að sumir þeirra teljist ranglega færðir þannig að ekki sami'ýmist góðri reikhingsskilaaðferð. Varð- andi aðra hefur verið á það fallist, að um mistök geti hafa verið að ræða við færslu þeirra. Varðandi hina liðina, sem dómurinn telur ranglega færða þannig að ekki samrým- ist góðri reikningsskilaaðferð, er það þá til úrlausnar hvort þeir hafi verið færðit' í árs- reikninginn í blekkingarskyni. Þegar þessir liðir eru virtir í heild sinni þá eru þeir ekkí það stór hluti af heildarumfangi og veltu félagsins, að að mati dómsins hafi færsla þeirra verið í blekkingarskyni eða vísvitandi röng eða villandi. Fram er komið í málinu, að stjórn félags- ins og endurskoðanda þess svo og banka- stjórn Útvegsbankans var vel ljós hin erfiða staða félagsins, þegar kom fram á árið 1985 þótt afkoma ársins 1984 hafi ekki legið tölu- lega fyrir fyrr en ársreikningurinn fyrir 1984 var áritaður í maí 1985. Ber því með hliðsjón af öllu framansögðu að sýkna ákærðu, Björgólf, Ragnar og Helga, af því að hafa í sameiningu eða hver í sínu lagi rangfært ársreikninginn í því skyni sem getið er í ákæru. Það er athugavert, að rannsókn endurskoð- endanna, Atla og Stefáns, fór ekki frain á þann veg, sem þeim var falið af ákæruvald- inu, heldur vat' við það látið sitja, að þeir sömdu álitsgerð um rannsókn annars endur- skoðanda, sem vann rannsókn sína fyrir skiptarétt Reykjavíkur og var jafnframt ráð- gjafi rannsóknarlögreglu ríkisins við lögreg- lurannsókn málsins. Hinn 16. maí 1985 áritaði ákæt'ði Helgi ársreikning Hafskips h.f., sem gerðut' var sem samstæðureikningur félagsins og dótturfé- laga þess, þ.m.t. Hafskip USA Inc., New York, Ilafskip Holdings Inc. New York og Hafskip Nederland B.V., Rotterdam. í gögnum málsins er að finna íslenska þýðingu á áritunum endurskoðenda þessara þriggja erlendu dótturfélaga Hafskips. í árit- un endurskoðenda Hafskips USÁ kemur fram, að þeir hafi athugað efnahagsreikning félagsins pr. 31. desember 1983 og 1984. Um þá athugun segir síðan, að hún sé “veru- lega minni í sniðum en skoðun í samræmi við viðurkenndar endurskoðunarreglur, þar sem markmiðið er að setja fram álit á reikn- ingsskilunum í heild sinni. Við veitum því ekki slíkt álit“. I áritun endurskoðanda Haf- skips Holdings er gefið efnislega sama álit. í áritun endurskoðenda Hafskip Nederland segir orðrétt: “Þar sem fyrirtæki yðar er enn mjög lítið og við höfum í'æit reikninga þess sjálfir, hafa reikningarnir ekki verið endurskoðaðir". í áritun ákærða Helga á ársreikning Haf- skips er ekki að ftnna fyrirvara um að árs- reikningar þessara dótturfélaga hafi ekki verið endurskoðaðit'. Ákærði hefur borið, að öll þessi félög hafi haft erlenda endurskoð- endur, sem hafi áritað ársreikningana en ekki fyrirvaralaust. í áritununum komi ekki fram skoðun þeirra og þar með ekki, að eitt- hvað sé að reikningunum. Þess vegna hafi hann ekki séð ástæðu til að gera athugasemd- ir eða árita ársreikning Hafskips með fyrir vara. í 86. gr. hlutafélagalaga er boðið, að end- urskoðendur skuli endurskoða ársreikning hlutafélags í samræmi við góða endurskoð- unarvenju og í því sambandi kanna bókhalds- gögn þess og aðra þætti, er varða rekstur þess og stöðu. Ef um móðurfélag sé að ræða, skuli einnig endurskoða samstæðu- reikninginn og reikningsleg tengsl sam- stæðufélaganna. I greinargerð með frum- varpinu, er síðar varð að núgildandi lögum um hlutafélög, segir, að með góðri endurskoð- unarvenju sé átt við, að endurskoðunin sé framkvæmd í samræmi við það, sem almennt gerist hjá sérhæfðu og samviskusömu fólki, sem að endurskoðun vinni á hverjum tíma. Einnig, að ekki sé nægilegt, að endurskoð- andinn gangi úr skugga um, að ársreikning- urinn sé í samræmi við bókhald félagsins heldur verði hann að kanna og meta, hvort bókhald þess og bókhaldsgögn gefi glögga mynd af rekstri og fjárhagsstöðu þess. Þá verði endút'skoðandinn að kanna, hvort starfsaðferðir, einkum að því er varði með- ferð ljárntuna og skráningu í bókhald, séu með þeim hætti, að unnt sé að leggja þær til grundvallar við mat á réttmæti ársreikningsins. Þá segir í 88. gr. hlutafélagalaga, að í endurskoðunarskýrslunni skuli felast yfirlýs- ing um að ársreikningurinn hafi verið endut'- skoðaður. Þá skal koma fram skoðun endur- skoðenda á því, hvort ársreikningur og sam- svarandi samstæðureikningur séu samdir í samræmi við ákvæði laga, reglna og sam- þykktir félagsins, svo og greinargerð um nið- urstöður endurskoðunarinnar að öðru leyti. Ef endurskoðendur eru þeirrar skoðunar, að ekki beri að samþykkja ársreikninginn, skulu þeir taka það fram sérstaklega. Séu ekki í ársreikningi þæt' upplýsingar, sem fram eiga að koma um rekstur félagsins og fjárhags- lega stöðu þess að öðru leyti, eða ef endur- skoðendur í móðurfélagi telja vanta nauðsyn- legar upplýsingar um viðskipti dótturfélags, skulu endurskoðendur geta þess og gefa nauðsynlegar viðbótarupplýsingar í skýrslu sinni, ef kostur er. Ef endurskoðendur hafa komist að raun úm við endurskoðun, að at- vik liggi fyrir, sem haft geti ábyrgð í för með sér fyrir stjórnarmenn eða framkvæmda- stjóra, skulu þeir geta þess í skýrslunni. Að öðru leyti geta endurskoðendut' skýrt frá þeim atriðum í skýrslu sinni, sem þeir telja rétt, að hluthafar fái vitneskju um. í 10. gr. laga um löggilta endurskoðendur segir m.a. að áritun löggilts endurskoðanda á reikningsskil þýði, nema annað sé tekið fram, að hann hafi enduskoðað þau ogy bó khaldið, sem þau byggjast á. Eins og nú hefur verið rakið áritaði ákærði Helgi fyrirvaralaust ársreikning Haf- skips fyrir árið 1984 þrátt fyrir að honum var ljóst, að ársreikningar framangreindra dótturfélaga höfðu ekki verið endurskoðaðir. Verður að telja, með vísan til þeirra ákvæða hlutafélagalaga og laga um löggilta endur- skoðendur, sem að framan voru rakin, að hann hafi með þessu brotið gegn starfsskyld- um sínum. Varðar þessi háttsemi hans við 10. gr., sbr. 17. gr. laga nr. 67, 1976 um löggilta endurskoðendur. Þá er ákærða gefið að sök að hafa áritað ársreikninginn enda þótt á skorti, að allir þættir í rekstri félagsins hafi verið endurskoð- aðir, einkum greiðslur af sérstökum tékka- reikningum, sem nánar er lýst í ákærunni. Eins og ákæran er orðuð verður hér að- eins tekið til úrlausnar hvort ákærði hafi endurskoðað greiðslur af þessum reikningum. Ákærði kvaðst hafa gert forráðamönnum félagsins fullkomlega grein fyrir því, að þeir bæru ábyrgð á að fylgiskjöl væru á bak við færslur og hreyfingar á reikningunum. Það hafi því ekki skipt máli í þessu sambandi hvort hann hafi skoðað fylgiskjöl eða ekki. Hann hafi ekki haft ástæðu til að tortryggja, að fylgiskjölin væru í vörslum forráðamanna félagsins enda hafi þeim verið trúað fyrir öðru eins og að halda þeim sam- an. Þegar til þessara reikninga var upphaf- lega stofnað var gert ráð fyrir, að ákærða yrði gerð grein fyrir þeim mánaðarlega en ekkí varð af því og kunni hann ekki skýringu á því af hverju það stafaði. í stað þess létu ákærðu Björgólfur og Ragnar honum í té yfirlit yfir greiðslur af þessum reikningum og færði hann lokafærslur í bókhaldi fyrir- tækisins samkvæmt þeim. Auk þess sendi hann skattyfirvöldum launamiða í samræmi við þær launagreiðslur, er greiddar voru af reikningunum. Ákæt'ði Björgólfur kvaðst hafa látið ákærða Helga árlega í té yfirlit með sundur- liðununt á því, sem út af reikningnum fór. Hann minntist þess ekki, að endurskoðandinn hafi farið sjálfstætt yfir fylgiskjölin. Ákærði Ragnar bar að hann hafi látið endurskoðandanum í té yfirlit á sama hátt og ákærði Björgólfur. Hann kvað endurskoð- andann hafa haft aðgang að fylgiskjölunum á skrifstofu sinni og minntist þess, að hann hafi einhvern tíma “blaðað" í þeim. Ákærði Páll Bragi bar á sama hátt og ákærðu, Björgólfur og Ragnar, um vörslur fylgiskjala og aðgang endurskoðandans að þeim. Eins og nú hefur verið rakið er sannað með játningu ákærða Helga sem styðst við framburð meðákærðu, að hann endurskoðaði ekki fylgiskjöl með greiðslum út af umrædd- um tékkareikningum og gerði heldur ekki fyrirvara um það í áritun sína á ársreikning- inn. Verður að telja, að ákærða hafi borið sérstök skylda til þess að endurskoða þessa reikninga eða geta um það í áritun sinni, ef hann gerði það ekki, þegar litið er til þess, að fylgiskjöl með greiðslum út af þessum reikningum fóru ekki hina venjulegu leið í gegnum bókhald fyrirtækisins. Hefur ákærði með þessu gerst brotlegur við 10. gr., sbr. 17. gr. laga um löggilta endurskoðendur. Þykir ákærði Helgi ekki hafa gerst brotlegur við önnur þau ákvæði, sem tilgreind eru í þessum kafla ákærunnar. Áður var gerð grein fyrir þeim skjölum, sem ákærðu Sigurþór Charles og Þórður Hafsteinn útbjuggu og létu ákærða Helga í té, en þar er eins og þegar er fram komið um að ræða þau þtjú skjöl, sem 2. og 3. liðut' þessa kafla byggja á um rangfærslu. Hefut- áður verið tekin afstaða til efnis þess ara þriggja skjala og rakinn framburður þess- ara ákærðu, en þeir halda því báðit' fram, að þeit' hafi ekki brotið af sér með gerð þeirra og notkun. Þar sem því hefut' þegar verið slegið föstu, að skjölin þtjú, sem ákærðu Sigut'þór Charles og Þórður Hafsteinn létu ákærða Helga í té, séu ekki efnislega röng, ber að sýkna þá af hlutdeild í rangfærslu skjala og brotum á lögum um hlutafélög. IV. kafli Samkvæmt 1. og 2. lið þessa kafla ákæ- runnar er ákærðu Björgólfi og Ragnari gef- inn að sök íjárdráttur af tilteknum reikning- um hjá Hafskipi h.f. á þeim tímabilum, sem greind eru í þessum liðum, umfram þá ágóða- þóknun, sem koma átti í hlut ákærðu sam- kvæmt samkomulagi við stjórn félagsins með áorðnum breytingum, en reikninga þessa höfðu ákærðu í vörslum sínum. Gerð hefut' verið grein fyrir þeim fjárhæðum, sem nefnd- ar eru í þessum liðum. Þá er ákærðu Björgólfi og Ragnari gefinn að sök á þeim tíma, sem í ákæru greinir fjár- dráttur með útgáfu þeirra tékka, sem um ræðir í liðum 3-4 í þessum kafla, en ákærðu hafa staðfest, að þeir hafi gefið út þessa tékka og ráðstafað andvirði þeirra. Ákærðu hafa talið, að þeim hafi verið heim- il ráðstöfun þess fjár, sem hér um ræðir og hafi þeir ekki gerst sekir um fjárdrátt, held- ur hafi ýmist verið um að ræða heimilar greiðslur til annarra eða hluta af launaúttekt þeirra hjá félaginu samkvæmt svonefndri 60% reglu. Rétt þykir að rifja upp, hver launakjör ákærðu Björgólfs og Ragnars voru sam- kvæmt samkomulagi stjórnar félagsins við þá. í júní 1978 voru formaður og varaformað- ur félagsins, endurskoðandi þess og ákærðu Björgólfur og Ragnar, sem þá voru báðir framkvæmdastjórar, á fundi á skrifstofu Hafskips h.f. Á þessum fundi var endurskoð- anda félagsins gerð grein fyrir samkomulagi um starfskjör framkvæmdastjóranna, en það fól í sér, að til viðbótar mánaðarlaunum i gegnum launakerfi félagsins skyldu þeir, frá og með 1. janúar 1978 og þar til annað yrði ákveðið, fá launaviðbót, sem sameiginlega næmi 2% af rekstrarafkomu félagsins frá árinu 1977, þ.e. þagnaðar á undan fjár- magnskostnaði, afskriftum og sköttum. Þá var þess getið í þessu samkomulagi, að þar sem ljóst væri, að greiðslugeta fyrirtækisins væri erfið og greiðslut' þessara tekna gætu dregist, skyldi umreikna viðbótarlaun þessi yfir í bandaríska dollara át' hvert og reikna innstæðuvexti af dollarainnstæðunum að meðaltali frá tekjuári. Skyldu greiðslur þess- ar fara fram í gegnum sérstakan bankareikn- ing í vörslum framkvæmdastjóranna, en í gegnum þann reikning færu jafnframt greiðslur ýmiss jaðarkostnaðar og útgjalda framkvæmdastjóranna vegna starfa þeirra hjá fyrirtækinu, sem til viðmiðunar væri ta- lið geta numið allt að 60% af föstum launum. Framangreind starfskjör voru staðfest af þáverandi varaformanni, vitninu Ólafi Baldri Ólafssyni. Hinn 14,'ágúst 1980 rituðu þáverandi formaður, varaformaður og ritari, vitnin Al- bert Guðmundsson, áðurgreindur Ólafur Baldur og Sveinn R. Eyjólfsson, f.h. stjórnar félagsins undir staðfestingu bókunar um ný kjör framkvæmdastjóranna. Þessi bókun var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.