Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 að hann væri búinn að greiða bifreiðina og taldi, að ákærði hafi ekki enn fengið kvittað- an reikning. Þá hafi kreditnótan aldrei verið viðurkennd af skiptaráðendum. Akærði kannaðist ekki við þennan upp- '■^gjörsmáta og bar að honum hafi verið full- kunnugt. um að krafa Jöfurs h.f. var vegna gengis-og taxtamismunar, svo og dráttar- vaxta, en hann hafi ekki gefið fyrirmæli varðandi uppgjör á skuldinni vegna bifreiðar- innar, enda taldi hann sig enn skulda þá fjár- hæð og vísaði í því efni á skattframtöl. Skuldin kom ekki fram nema á skattfram- tali ákærða 1986, þ.e. vegna ársins 1985, en á framtali 1984 vegna ársins 1983 hafði skuldin verið færð, en síðan strikuð út og fjárhæð hennar ekki reiknuð með í niðurstöð- utölu í skuldadálki. Ekki kom fram að aðrir en ákærði Björgólf- jjj hafi af hálfu Hafskips h.f. annast þetta uppgjör eða vitað um það í einstökum atriðum. Vitnið Þórarinn Þorkell Jónsson, löggiltur endurskoðandi, gekk frá skattframtölum ákærða, og taldi það handvömm af sinni hálfu, að skuldin við Jöfur h.f. hafi fallið út af skattframtali ákærða árið 1985 fyrir árið 1984, en hennar hafi verið getið eftir það. Ákærða og vitnið Eyjólf greinir á um upp- gjörið á bifreiðinni. Ákærði telur sig enn skulda eftirstöðvar kaupverðsins, en vitnið telur hana uppgerða. Jöfur hefur ekki fengið peninga fyrir kreditnótuna. Fullyrt er, að skuldin sé enn til staðar á skattframtölum ákærða, þótt hún hafi einu sinni fallið út fyrir handvömm að sögn vitnisins Þórarins Þorkels, Ákærði virðist ekki hafa fengið gögn i«yhendur um það að skuldin væri uppgerð. Þegar allt framangreint er virt, þykir ekki nægjanlega upplýst um þetta uppgjör, svo áð sakfella beri ákærða fyrir fjárdrátt gegn neitun hans. Verður ákærði því sýknaður af þessari háttsemi. 3. Ákærða er hér gefið að sök að hafa dregið sér kr. 500.000 til greiðslu eigin lof- orðs um lán til Bláskóga h.f. með því að hafa á árinu 1983 látið skuldfæra fjárhæðina á sérstakan biðreikning hjá félaginu til lækkun- ar á skuld Bláskóga h.f. við fyrirtækið og síðar í nóvember 1985 látið gjaldfæra fjár- ^fcæðina í bókhaidi Hafskips h.f. sem afslætti á flutningatekjum fjögurra skipa félagsins, kr. 125.000 á hvert skip. Fyrirtækið Bláskógar h.f. var í viðskiptum við Hafskip h.f. og átti oft í greiðsluerfiðleik- um. Var ákærði Björgólfur einn hluthafa. Á árinu 1983 ákvað ákærði að láta færa um- rædda ijárhæð sem viðskiptaskuld sína hjá Ilafskipi h.f. til lækkunar á skuld Bláskóga h.f. við fyrirtækið. Kvaðst ákærði hafa viljað grynnka á skuldum Bláskóga h.f. hjá Haf- skipi h.f. vegna vandræða fyrirtækisins. Ákærða var ekki kunnugt um annað en að þetta stæði enn í viðskiptareikningi félagsins eins og ákveðið hafi verið. Kvaðst ákærði hafa lagt fyrir ákærða Pál Braga að færa á sig_umrædda fjárhæð. Ákærði Sigurþór Charles bar, að árið 1985 ^tafi ákærði Helgi óskað eftir því við hann, að afsláttur kr. 500.000, sem bókaður hafði verið inn á viðskiptareikning og tengdist fleiri færslum vegna Bláskóga h.f. yrði færð- ur út. Kvað ákærði Sigurþór Charles færslu- aðferðina hafa verið þá, sem ákærði Helgi óskaði eftir. Tjáði ákærði Helgi ákærða Sig- urþóri Charles, að hér væri um að ræða hlut- afjárloforð ákærða Björgólfs í Bláskógum h.f. Ekki var ákærða Sigurþóri Charles kunn- ugt, hvort ákærði Helgi ræddi við ákærða Bjöjgólf um þennan færslumáta. Ákærði Helgi kvað þessa fjárhæð á bið- reikningi tengjast ákærða Björgólfi, en kvaðst ekki hafa vitað, hvað þarna var á ferð. Ákærði kvað það alrangt, að þessi gjald- færsla hafi vei'ið í samráði við hann. Ákærði Páll Bragi bar, að ákærði Björgólf- — iu' hafi falið honum að biðreikningsfæra fyr- ir sig umrædda fjárhæð og myndi ákærði Björgólfur láta gera það upp á móti launum sínum í lok árs. Ákærði neitar sök og telur sig enn skulda umrædda ijárhæð á viðskiptamannareikningi sínum hjá félaginu. Ákærði Helgi kannast ekki við að hafa gefið ákærða Sigurþóri Charles fyrirmæli um umrædda færslu, §em ákærði Sigurþór Charles kveðst hafa fært að fyrirmælum hans. Um þessi atriði öll stendur staðhæfing gegn staðhæfingu og þykir ósannað, að umrædd afsláttarfærsla hafi verið gerð að fyrirlagi ákærða Björ- gólfs, þótt ólíklegt sé að hún hafi verið færð ^Sn vitneskju hans. Hlýtur vafi í þessu efni þó að koma ákærða til góða og ber því að sýkna hann af því, sem honum er gefið að sök í þessum lið. 4. Ákærði lét fjármálastjóra Hafskips h.f., ákærða Árna, afhenda sér hinn 14. nóvem- ber 1985 þá níu víxla að fjárhæð samtals kr. 1.442.214, sem taldir eru upp í þessum •itð og fénýtti sér þá síðan. Eftir að ákærða var bent á, að þetta væri vafasöm ákvörðun, afhenti hann þrjá aðra víxla hinn 4. desember 1985 samtals sömu fjárhæðar til félagsins. Ákærði taldi sig hafa átt inni stórfé á þessum tíma og væri hér um að ræða al- genga aðferð, sem notuð hafi verið við hlaup- areikninga ákærðu, þ.e. að víxlar væru settir í innheimtu inn á hlaupareikningana vegna ágóðaþóknunarinnar. Þrátt fyrir víðtæka heimild ákærðu til fjár- málalegra ráðstafana lét ákærði í þessu til- viki afhenda sér óvenjulega mikil verðmæti, þegar fyrirtækið stóð á barmi gjaldþrots. Hér var hvorki um að ræða greiðslur af hin- um sérstöku tékkareiknreikningum né venju- lega aðferð við greiðslur vegna ágóðaþókn- unar. Telur dómurinn, að þessi ráðstöfun ákærða geti ekki fallið undir framangreint og hér hafi hann því gerst sekur um brot á 247. gr. almennra hegningarlaga. 5. Ákærði Páll Bragi kvaðst, að fyrirmæl- um ákærða Björgólfs, hafa látið hinn 30. nóvember 1984 gefa út þær þijár kreditnót- ur, að fjárhæð samtals kr. 1.613.596, sem um er fjallað í þessum lið í því skyni að gefa eftir viðskiptaskuld Bláskóga h.f. við Hafskip h.f. Leitt er í ljós, að Bláskógar h.f. stóð illa fjárhagslega á þessum tíma. Bar ákærði Björ- gólfur, að það hafi rambað á barmi gjald- þrots. Hann átti eins og áður greinir hlut í fyrirtækinu en hafði ekki með stjórn þess að gera. Ákærði var yfirmaður markaðsmála hjá Hafskipi h.f. og komu öll uppgjör fyrirtækja i erfiðri stöðu yfirleitt til samþykkis hans. Ákærði taldi eðlilegt að afskrifa vexti og pakkhúsleigu eins og iðulega hafi verið gert varðandi vandræðafyrirtæki. Þá sé mismun- urinn kr. 969.134 færður út og álitinn glatað- ur. Kvaðst ákærði ekki hafa gefið önnur fyrir- mæli en að koma þessari skuld út úr heimin- um og ganga frá henni á þolanlegan hátt. Hann hafi ekki gefið fyrirmæli um einstakar tölur. Væri ekkert óeðlilegt við að reyna að ná inn helmingi af skuld, þegar fyrirtæki, lítil eða stór, væru að fara á hausinn. Haf- skip hafi yfirleitt staðið frammi fyrir því að semja um einhver kjör, sem Bláskógar h.f. gætu staðið við. Ef hætt hefði verið viðskipt- um við Bláskóga h.f. hefði Hafskip h.f. trú- lega tapað allri inneign sinni hjá því. Ákærði Ragnar skýrði frá því, að nótur þær, sem mynda þá fjárhæð, sem þessi liður fjallar um, hafi verið gerðar með mismun- andi orðalagi til að afskrifa gamla kröfu á Bláskóga h.f. í skýrslu vitnisins Hallgríms Þorsteinsson- ar, löggilts endurskoðanda, sem það vann fyrir skiptarétt Reykjavíkur og undirrituð er af því þann 11. mars 1986 kemur fram, að það hafi kannað afslætti sem Hafskip h.f. veitti Bláskógum h.f. frá 1983 til 1985. Þá kemur þar fram, að heildarvelta viðskipta félaganna á árinu 1983 var kr. 1.564.164, á árinu 1984 kr. 2.002.725 og á árinu 1985 kr. 2.448.285. Á árunum 1983 og 1985 veitti Hafskip h.f. Bláskógum h.f. engan af slátt skv. viðskiptareikningi en á árinu 1984 var veittur afsláttur að fjárhæð kr. 969.134, pakkhúsleiga eftirgefin að fjárhæð kr. 440.085 og vextir bakfærðir að fjárhæð kr. 204.377. Vitnið Hallgrímur kom fyrir dóm og stað- festi skýrsluna. Vitnið kvaðst hafa kannað hvernig Hafskip h.f. stóð að veitingu afslátt- ar til 20-30 fyrirtækja, sem voru í viðskiptum við það. Hafi afslátturinn numið á að giska 5-12%. Vitnið sagði, að mjög erfitt hafi verið að meta afsláttarkjör og leiðréttingar á frakt- reikningum, þar sem starfsmenn Hafskips h.f., er sáu um fraktsamninga, hafi haft nokkuð fijálsar hendur í samningum. Ákærði Sigurþór Charles staðfesti að fé- lagið hafi oft leiðrétt misfærslur varðandi einstaka flutningsgjaldareikninga en kvaðst ekki vita hvort svo hafi verið í þessu tilviki. Hann var ekki viss um hvers vegna eftirgef- in pakkhúsleiga að fjárhæð kr. 440.085 og bakfærðir vextir vegna ýmissa reikninga að fjárhæð kr. 204.377 varðandi Bláskóga h.f. voru færð með umræddum hætti en taldi að um væri að ræða bakfærslu áðurreiknaðrar pakkhúsleigu og vaxta. Hann staðfesti að fleiri fyrirtækjum en Bláskógum h.f. hafi vei-ið veittur afsláttur eða leiðrétt hafi verið viðskipti við Hafskip h.f. Vitnið Guðmundur Gunnlaugsson, sem vann. við markaðsstörf hjá Hafskipi h.f. sagði, að Bláskógar h.f. hafi flutt talsvert mikið með félaginu og á háum töxtum. Mikil samkeppni hafi verið á þessum árum á milli skipafélaganna og húsgagnainnflytj- endum hafi verið boðnir lægri flutningstaxt- ar, en Bláskógar h.f. hafi setið eftir. Kvaðst vitnið ekki hafa orðið vart við óeðlilega af- greiðslu af hálfu Hafskips h.f. í samskiptum þess við Bláskóga h.f. Sú afgreiðsla sem Bláskógar h.f. fengu hjá Hafskipi h.f. hafi verið áþekk og hjá öðrum fyrirtækjum sem lentu í vandræðum og skulduðu félaginu. Vitnið Gunnar Ólafur Kvaran, sem starf- aði einnig við markaðsstörf hjá Hafskipi h.f., sagði það hafa komið fyrir, að vara hafi verið ranglega flokkuð þannig að reikn- ingar hafi ekki verið skrifaðir út í samræmi við samkomulag við viðkomandi innflytjanda. Þannig vildi vitnið frekar fella þetta undir leiðréttingu reikninga en afslátt. Varðandi fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum þá taldi vitnið, að sölumenn félagsins hafi haft fulla heimild til þess að lækka kostnaðarliði svo sem pakk- húsleigu, en vextir hafi verið lækkaðir í sam- ráði við yfirmenn. Það var í verkahring ákærða að ganga frá uppgjörum vegna fyrirtækja í erfiðri stöðu. Hér stóð þannig á, en auk þess kom hér til, að ákærði átti hlut í fyrirtækinu. Sýnt hefur verið fram á, að afslættir voru veittir öðrum fyrirtækjum. Óeðlilegt var að ákærði kæmi að þessari ákvörðun, sem þó var í hans verka- hring að taka. Hér var um mjög háar íjárhæðir að ræða miðað við umfang viðskipta Bláskóga h.f. við Hafskip h.f. á árinu 1984, en ekki er upplýst um umfang viðskiptanna árin áður, þegar frá er skilið árið 1983. Þá liggur ekki fyrir nægur samanburður um afslætti til annarra fyrirtækja í viðskiptum við Hafskip h.f. Þykir því varhugavert, þegar allt er virt, gegn eindreginnni neitun ákærða, sem fær að nokkru stoð í framburði vitnanna og ákærða Sigurþórs Cþarlesar, þrátt fyrir þessa háu fjárhæð, að telja alveg nægjanlega mikið fram komið til þess að mögulegt sé að slá því föstu, að ákærði hafi með þessum ijárráðstöfunum brotið af sér gegn 247. gr. eða 249.gr. almennra hegningarlaga. Verður hann því með hliðsjón af öllu framansögðu sýknaður af því, sem honum er hér gefið að sök. 6. Hér er ákærða gefið að sök að hafa 13. nóvember 1985 misnotað aðstöðu sína með því að gefa út kreditnótu þá að fjárhæð kr. 446.825, sem um ræðir i þessum lið. Á hann að hafa notað hana til að gefa eftir, og nýta í persónulegum viðskiptum, höfuð- stól skuldar vitnisins Kristins Sófusar við sig ásamt dráttarvöxtum. Ákærði neitaði algjörlega sök varðandi þennan ákærulið og bar, að ekkert óvenju- legt hafi verið að gefa eftir helming af frakt eða öllum gjöldum. Vísaði hann í því efni til skýrslu vitnisins Hallgríms Þorsteinssonar varðandi fijálsræði um samninga og afs- lætti. Vitnið Kristinn Sófus Kristinsson hafi skuldað félaginu yfir kr. 500.000, sem hann þurfti að standa félaginu skil á. Hafi vitnið gengið fast eftir því að fá alla ijárhæðina gefna eftir, þar sem það taldi sig eiga inni hjá félaginu fyrir ólaunaða þjónustu við það á liðnum árum. Þetta var sú upphæð, sem ákærða fannst veijanleg og sjálfsagt hafi hann haft samráð við markaðsdeildina um þetta. Kvaðst ákærði ekkert hafa skuldað vitninu Kristni Sófusi og hafi hann engan persónulegan ávinning haft af þessu. Frekar hafi verið, að vitnið ætti óuppgert við hann. Hér hafi verið um mjög eðlilega ráðstöfun að ræða, venjulegt uppgjör við viðskipta- mann, fjölda slíkra afgreiðslna mætti finna í bókhaldi Hafskips h.f. Vitnið Kristinn Sófus staðfesti, að það hafi fengið umrædda eftirgjöf í formi bak- færslu á viðskiptamannareikningi sínum hjá Hafskipi h.f. eftir að hafa farið fram á slíkt vegna vinnu, sem það innti af hendi fyrir Hafskip h.f. á meðan það bjó í Danmörku, en vitnið flutti til landsins árið 1984. Gegn neitun ákærða, þykir ekki hafa verið sýnt fram á, að ákærði hafi notað umrædda bakfærslu í persónulegum viðskiptum við vitnið, enda þótt í ljós sé leitt, að þeir hafi átt í slíkum viðskiptum. Þá liggja engin gögn frammi í málinu, sem sýna fram á, hvað teng- ir þennan afslátt persónulegum viðskiptum ákærða og vitnisins. VII. kafli Fram er komið í málinu, að Reykvískri endurtryggingu h.f. voru greiddar þær fjár- hæðir, sem frá greinir í þessum kafla ákæ- runnar á því tímabili, er þar greinir. Ákærðu eru allir sammála um það, að ákærðu Björgólfur og Ragnar hafi ekki haft afskipti af ákvörðun um greiðslur þessar, en þeir tveir áttu sameiginlega 37% af hlutafé Reykvískrar endurtryggingar. Kvaðst ákærði Árni einn hafa samið um og ákveðið greiðsl ut' þessar vegna skulda Hafskips h.f. við Reykvíska endurtryggingu h.f. á þeim tíma, er greiðslur hófust. Vitnin Gísli Örn Lárusson og Eggert Þor- varðarson hafa upplýst, að fyrirtækið hafi gengið eftir greiðslum, er nýtt trygginga- tímabil vai' í nánd. Einnig er fram komið, að Tryggingaeftirlitið gerði athugasemdir við Reykvíska endurtryggingu h.f. vegna skulda Hafskips h.f. við félagið í árslok 1984, en þá skuldaði Hafskip h.f. kr. 13.500.878,18, sem á þeim tíma samsvaraði nánast tvöföldu bókfærðu eigin fé Reykvískrar enduitrygg- ingar h.f. og meira en þriðjungi samanlagðra iðgjalda ársins. Komu skuldir Hafskips h.f. fram í ársreikningi félagsins 1985, sem barst Tryggingaeftirlitinu í lok júní 1985. í bréfi Tryggingaeftirlitsins dags. 30. mars sl. segir m.a., vegna máls þessa, að þegar í hlut eigi viðskiptaaðilar, sem með einum eða öðrum hætti tengist vátryggingar- félaginu, séu t.d. hluthafar eða starfsmenn, sé sérstök ástæða til árvekni af hálfu Trygg- ingaeftirlitsins um það, að útistandandi kröf- ur á einstaka aðila nemi ekki of háum fjárhæðum. Það sé almenn regla hjá eftirlitinu að leyfa ekki útistandandi kröfur á einstaka aðila að þeirri upphæð sem hér var um að ræða, óháð stöðu þeirra að öðru leyti, en að sjálfsögðu geti fjárhagsstaða viðskiptaaðila skipt máli við mat á þeim ráðstöfunum, sem gripið yrði til gagnvart vátryggingarfélagi í einstökum tilvikum. Að baki liggi að sjálf- sögðu þau grundvallarsjónarmið, sem löggjöf um vátryggingarstarfsemi sé m.a. reist á, að staða vátryggingarfélags verði að vera nægilega traust á hveijum tíma, til að félag- ið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þá segii' í bréfinu, að Tryggingaeftirlitið hafi strax gert athugasemd við umrædda útistandandi kröfu Reykvískrar endurtrygg- ingar hf., en hún hafi verið það há, að ástæða hafi verið talin til að fela endurskoð- anda eftirlitsins að gera athugun á félaginu og á skuldastöðu þess sérstaklega. Endur- skoðandi eftirlitsins hafi skilað skýrslu hinn 11. nóvember 1985. í henni komi m.a. fram, að hinn 31. október 1985 hafi krafa Reykví- skrar endurtryggingar hf. breyst í skuld er nam um kr. 440 þúsund. Þar með hafi verið gerðar nauðsynlegar ráðstafanir og því hafi ekki verið þörf frekari aðgerða af hálfu Tryggingaeftirlitsins. Ef staða Reykvískrar endurtryggingar h.f. gagnvart Hafskipi h.f. hefði á hinn bóginn ekki verið lagfærð, hefði Tryggingaeftirlitið sett Reykvískri endurtryggingu h.f. frest um takmarkaðan tíma til úrbóta. Ef því hefði ekki verið sinnt, hefði tryggingamálaráðherra að lokum verið tilkynnt um málið og eftirlitið gert tillögur til úrbóta í samræmi við 43. gr. laga nr. 50, 1978. Ef Trygginga- eftirlitið hefði talið gjaldþol Reykvískrar endurtryggingar h.f. ófullnægjandi miðað við áhættu félagsins og á grundvelli þess hefði verið lagt til, að félagið fengi frest til að auka gjaldþol sitt, þannig að kröfur eftirlits- ins um öryggi í rekstri yrðu uppfylltar. Loks segir í áðurgreindu bréfi, að almenna reglan sé sú, að ekki sé gert ráð fyrir á endur- tryggingarmarkaði frekar en í annarri vá- tryggingarstarfsemi, að skuldajafna megi fyrirfram gjaldföllnum iðgjaldagreiðslum og óuppgerðum væntanlegum tjónabótum. Megi segja, að það sé hin viðurkennda regla, enda sé ekki unnt að reka vátryggingarstarfsemi á öðrum grundvelli. í endurtryggingarsamningum séu ávallt ákvæði um fyrirframgreiðslu iðgjalda og'hve- nær þau skuli greidd. Þessi ákvæði séu algjör- lega óháð uppgjöri á þeim tjónum, sem kunna að verða. í áðurgreindri 43. gr. laga nr. 50, 1978, er ráðherra heimilað að afturkalla starfsleyfi vátryggingarfélags, ef það sem úrskeiðis fer í rekstri vátryggingarfélags er ekki lagfært innan þess frests, sem ráðherra veitir að fengnum tillögum Tryggingaeftirlits. Ákærða Árna sem íjármálastjóra félagsins átti að vera Ijós hin veika fjárhagsstaða Hafskips h.f., þegar hann hóf að greiða til Reykvískrar endurtryggingar vangoldin ið- gjöld í byijun ágúst 1985. Hann hefur hins vegar haldið því fram, að greiðslurnar til Reykvískrar endurtryggingar h.f. hafi aðeins verið óverulegur hluti af því, sem Hafskip greiddi á sama tímabili til annarra, og hefur þeirri staðhæfingu ekki verið hnekkt. Osannað er, að ákærðu Björgólfur og Ragnar hafi staðið að greiðslusamningnum við Reykvíska endurtryggingu h.f.eða vitað, hvernig staðið var að greiðslunum. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna þá af því, sem þeim er gefið að sök í þessum kafla ákærunnar. Ekki þykir fært að hafna skýringum ákærða Árna á forsendum þeim, sem lágu að baki greiðslunum til Reykvískrar endur- tryggingar h.f., enda fá skýringar hans stoð í bréfi Tryggingaeftirlitsins. Þá þykir ekki heldur fært að hafna framburði hans um það, að honum hafi ekki komið í hug greiðslu- þrot eða gjaldþrot fyrirtækisins á framan- greindu tímabili, þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu. j Með hliðsjón af framansögðu þykir ekki komin fram sönnun fyrir saknæmri háttsemi ákærða Árna samkvæmt þessum kafla ákæ- j runnar. Ber því einnig að sýkna hann af því, sem honum er hér gefið að sök. VIII. kafli i Ákærðu Halldór Ágúst, Lárus, Ólafur og Axel hafa allir staðfastlega neitað, að þeir hafi gerst sekir um það, sem þeim er gefið að sök í þessum kafla ákærunnar. Verður nú tekin afstaða til sakargiftanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.