Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bæta almennt heilsufar með því að neyta hollefiia KAFFIVAGNINN Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmaóur Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinga- nefnd Alþingis, veróur í Kaffivagninum, Grandagarði í daq, föstudaqinn 6. júlí, kl. 12.00-14.00. Komið og spjallið við þingmann Reykvíkinga. Til Velvakanda. Það er ótrúlegt hvað góð hollefni geta bætt heilsufar okkar og langar mig til að segja frá góðri reynslu minni af hollefninu Polbax, sem ég er búin að taka í nokkra mánuði með sérstaklega góðum árangri. Ég sendi þessar línur ef það mætti verða öðrum til góðs. Það sem hqaði mig, fyrir utan bakverk og stirðleika í liðamótum, var þreyta, svefnleysi og meltingar- truflanir, dæmigerður krankleiki sem hijáir ótrúlega marga. Eftir að hafa neytt Polbax í mánuð fór ég að finna fyrir breyt- ingum til batnaðar, geta sofið eðli- lega, þreytan horfin og það sem meira var að ég er miklu upplagð- ari til allra verka og svartsýnin horfin. Jafnvel stirðleikinn í liða- mótunum og bakverkurinn eru á undanhaldi sem er það ánægjuleg- asta við þetta allt. Ég verð að segja eins og er, að áður hafði ég ekki alltof mikla til- trú á hollefnum til heilsubótar en eftir þessa góðu reynslu er ég allt annarrar skoðunar um heilsubæt-. andi áhrif góðra hollefna og nauð- syn þeirra ásamt góðum göngutúr- um og almennri heilsurækt. Mér var ráðlagt í einni heilsubúðinni að reyna Polbax-hollefnið og Ester C-vítamín saman og má með sanni segja að góður árangur lét ekki á sér standa. Þetta hollefni er blanda af blóma- fijókornum og fræjum ásamt andoxunarefninu SOD, í töfluformi og er ráðlagt að taka 4 töflur dag- lega. Byijað er á 2 töflum á dag, meðan verið er að venjast því og síöan aukið í 4 töflur. Mér var ráð- lagt að taka það ekki eftir kvöld- mat því það væri svo kröftugt að maður gæti ekki sofnað. Það er ofnæmisprófað og er það gott fyrir þá sem eru ofnæmisgjarnir. Nýlega bætti ég við mig hvítlauk, en hann er talinn vera góður fyrir öndunarfærin, blóðrásina og vörn gegn kolesteroli. Mér var ráðlagt að kaupa þýska Skemmtileg og lifandi menn ingardag- skrá á Rás 1 Til Velvakanda. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Ríkisútvarpsins fyrir skemmtilega og lifandi menningar- dagskrá á Rás 1. Sérstaklega eru það þrír þættir sem ég reyni að missa aldrei af en það er menning- arþátturinn Sinna sem er á laugar- dögum og er hreint frábærlega áheyrilegur og skemmtilegur, þá er það Samhljómur sem er eins og fögur eyja í hafróti dægurlaganna og að lokum morgunstund með Randveri Þorlákssyni. Ég sakna þess að Randver skuli ekki hafa fleiri morgunþætti og skora á hann og ráðamenn á Rás 1 að bæta úr því. Ég verð einnig að þakka fyrir þættina hans Hermanns Ragnars því þó ég hlusti ekki sjálfur á þá nema með öðru eyranu veit ég það fyrir víst að þeir eru eitt alvinsæl- asta útvarpsefni gamla fólksins og mjög þægilegir áheyrnar. Að lokum vil ég svo þakka hinum frábæru útvarpsmönnum Ævari Kjartans- syni og Jónasi Jónassyni fyrir flest það sem þeir gera og bera fram þá ósk að Sigurður G. Tómasson bætist í þeirra hóp og flytji sig yfir á Rás 1. Ilja Rogoff-hvítlaukinn því hann væri alveg hreinn og allicin-auðug- ur og innihéldi öll mikilvægustu efni fersks hvítlauks, þar sem hann væri unninn með svokallaðri frysti- þurrkun og viðhéldi þannig fersk- leika. hann væri ekki blandaður með E-vítamíni, lecetini eða ger sem margir þola ekki vegna ofnæmis- valdandi verkana. Þessi hvítlaukur er alveg lyktarlaus og eru töflurnar húðaðar með magnesíum, kísil, bý- flugnavaxi o.fl., sem gera það að verkum að töflurnar leysast fyrst upp í görnunum og berast með blóðrásinni um líkamann og sér- staklega eldra fólki. Okkur verður sennilega tíðræð- ast um heilsufarið og veðráttuna og ekki af ástæðulausu. Vegna mikils vinnuálags og óblíðrar veðr- áttu þjást margir af öndunarkvill- um, gigt, höfuðverk, meltingar- truflunum og langvarandi þreytu. Því reyna æ fleiri að laga heilsufar sitt með því að breyta til með holl- ara mataræði og tileinka sér göng- ur og heilsurækt. Ekki er verra að neyta góðra hollefna og stuðla þannig að betri árangri. Þeir sem reykja, ættu ein- dregið að hætta reykingum og þó ekki væri annað gert en að hætta þeim slæma lesti, þá væri það stórt skref í átt til betri heilsu. Eins og allir vita, eru reykingar stórhættu- legar lieilsu okkar og orsök margra. alvarlegra sjúkdóma. Þetta eru okk- ar ágætu læknar stöðugt að brýna fyrir okkur en því miður með alltof litlum árangri. Heilsuunnandi HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tiu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. - Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-i- 200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. - Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. - Ljósstaf- ir 20 mm háir. - Það er hægt að fylgjast með afgas- hita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, frystum, lestum, sjó og fleiru. id. SÖQJKrOSKLQgJILOIF <gj ©@0 y/[^ Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331 Erum flutt af Laugaveginum í Kringluna Bjóéum nú einnig upp ó herrafatnaó JOSS X Kringlunni 8-12, sími 689150 Hlusíandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.