Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 4
VEÐUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990
VEÐURHORFUR í DAG, 7. JÚLÍ
YFIRLIT í GÆR: Yfir norðaustanveróu landinu er hœðarhryggur
sem þokast austur. Um 500 km suður af Hvarfi er 983 mb lægð
sem þokast austnorðaustur.
SPÁ: Víðast hægviðri í kvöld, bjart veður sunnanlands og vestan
og léttir til norðaustantil á landinu. Vaxandi austanátt í nótt, sums
staöar ailhvöss með morgninum og fer að þykkna upp, fyrst sunnan-
lands. Dáiítil rigning um sunnanvert landið síödegis. Heidur hlýnar
norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg eða breytiieg átt og skúrir á víð
og dreif um mest ailt land. Hiti 10-18 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg átt. Lítilsháttar súld og
fremur svalt við norðausturströndina, en bjart veður og fremur
hiýtt að deginum í öðrum landshlutum.
TAKN:
H®i8skírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
f * r
* * *
* * * * Snjókoma
# * *
■|0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\7 Skúrir
* . v
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—J. Skafrenningur
|~<[ Þrumuveður
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Feðgarnir, Árni Gunnarsson og Gunnar Árnason, hrista síldina úr
netum sínum á Bæjarbryggjunni í Eyjum.
V estmannaeyjar:
Síldveiðar við Eyjar
Vestmannaeyjum.
ÞAÐ var handagangur í öskjunni á Bæjarbryggjunni í Eyjum fyrir
skömmu þegar þeir feðgar Árni og Gunnar á Vini VE voru að hrista
síld úr lagnetum sem þeir höfðu lagt austan við Eyjar.
Ekki var þetta þó vegna þess að um hjá þeim og vel ætti að fiskast
síldveiðar væru hafnar af krafti á þessa ágætu beitu sem þeir fengu
heldur höfðu þeir lagt net til þess í netin sín.
að ná sér í beitu. Ágætt var í netun- Grímur
Kafari hætt kominn vegna loftleysis
Rannsóknarleiðangri dr. Haralds Sigurðssonar prófessors á Krak-
atá-eyjunum í Indónesíu lauk fyrir skömmu, en leiðangurinn stóð í
tvo mánuði. í Morgunblaðinu hefúr verið sagt frá niðurstöðum rann-
sóknanna í greinum, en í lokakafla leiðangursins var einn kafaranna
hætt kominn þegar liann varð loftlaus. Var hann fluttur á sjúkrahús
og kom ekki aftur til starfa, en þarna var um að ræða einn reynd-
asta kafara Indónesíu. Haraldur og félagar hans náðu að koma indón-
esanum til hjálpar á siðustu stundu og var siglt með manninn í oíboði
á sjúkrahús um 6 tíma siglingu.
Haraldur og jarðfræðingarnir gjóskuflóð hafi valdið flóðbylgjunni
sem voru með honum í leiðangrin- miklu í sprengigosinu 1883, en þá
um munu innan skamms hefja rann- fórust 40 þúsund manns í 40 metra
sóknir á þeim sýnishornum sem hárri flóðbylgju frá Krakatá. Dr.
þeir tóku við Krakatá, en meginnið- Haraldur er prófessor við Rhode
urstaðan liggur ljós fyrir og er það Island-háskólann í Bandaríkjunum.
staðfesting á því að ógnarlegt
Krakatá-leiðangri
dr. Haralds lokið
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
I hlíðum Anak Krakatá, eld-
Ijallsins sígjósandi frá 1927. Frá
vinstri: Charles Mandeville
doktorskandídat, Steve Carey
aðstoðarprófessor, Jean kona
Haralds, Haraldur og Sutitno
Bronto jarðfræðingur frá Indó-
nesiu. Á innfelldu myndinni er
Indónesiski kafarinn sem var
hætt kominn í Krakatá-leið-
angrinum.
í'QAG'kJ. 1ÍAJ0
HaimlW: Veðorstola islands
(ðVBgt ð veðofspá kl. 16.151 gair)
rÆ m
T 1
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í að ísl. tíma
híti veöur
Akureyri 10 skýjað
Reykjavik ; 14 t í n
Bergen 14 skýjað
Helsinki 20 aiskýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Narssarssuaq 14 skýjað
Nuuk 10 skýjað
Ostó 15 skúr
Stokkhólmur 20 hálfskýjað -
Þórshöfn 9 skýjað
Algarve 20 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Berlfn 1* skúr
Chteago 16 léttskýjað
Feneyjar 20 tskýjað
Franklurt 17 skúr á s. klst
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 13 skúrás.klst.
la8 Palmas 25 léttskýjað
London 19 hálfskýjað
Los Angeles 18 helðskírt
Uíxemborg 14 skýjað
Wladrid 27 léttskýjað
Malaga 25 þokumóða
Mailorca 26 léttskýjað
Montreal 14 skýjað
NewYork 21 léttskýjað
Orlando 26 skýjað
París 16 skýjað
Róm 26 léttskýjað
Vín 16 rigning á s. klst.
Washington 26 mlatur
Winnipeg 13 skýjað
Svifflug:
Islandsmótið hefet á Hellu í dag
FLUGMÁLAFÉLAG Islands
gengst fyrir íslandsmóti í svif-
flugi, sem hefst á Helluflugvelli
í dag og standa mun til sunnu-
dagsins 15. júli. Tíu keppendur
taka þátt i mótinu, en meðal
þeirra verður erlendur gestur,
John Bell, sem meðal annars
hefúr lokið öllum æðstu afreks-
stigum í svifflugi.
Flestir bestu svifflugmenn
landsins taka þátt í mótinu og
verður keppninni gerð skil í
íþróttaþætti á Stöð 2. Keppt verður
í opnum flokki sviffluga, en það
þýðir að allar gerðir sviffluga
keppa í sama flokki. Til að gefa
hægfleygum svifflugum sama
möguleika og hraðfleygum er
hverri svifflugu gefinn forgjafar-
IsaQörður:
Bauduin sýnir í Slunkaríki
FRANSKI listamaðurinn Baudu-
in opnar sýningu í Slunkaríki á
Isafírði í dag, laugardag.
Bauduin fæddist á Bretagne-
skaga í Frakklandi 1943 en býr nú
í París. Uppistaðan í verkum hans
eru heimspekilegar vangaveltur um
landslag og gijót.
Bauduin ferðast þessa dagana
um ísland og vinnur steinskúlptúra
í landslag á sjö mismunandi stöðum
á landinu.
Á sýningunni í Slunkaríki sem
stendur til sunnudagsins 22. júlí
verða teikningar af landslagsverk-
um og gijótskúlptúrar.
Laugardaginn 14. þ.m. verður
síðan opriuð sýning á verkum
Bauduins í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg og stendur hún til 29. júlí.
Slunkaríki er opið fimmtudaga
til sunnudaga kukkan 16—18.
stuðull. Keppnin fer þannig fram
að flugvélar draga svifflugumar á
loft í 600 metra flughæð, þar sem
svifflugan sleppir dráttartauginni,
og reynir keppandi síðan að fljúga
þá keppnisleið sem mótsstjórn ák-
vað fyrir þann dag.
Á mótinu verður aðallega keppt
í hraðflugi, til dæmis á 100 km
þríhyrningsleiðum, eða á leiðum
að tilteknum stöðum og til baka
til Helluflugvallar. Keppendur
sanna flug sitt um slíka horn-
punkta með því að ljósmynda þá
úr lofti samkvæmt alþjóðlegum
reglum.
Mótsstjóri verður Höskuldur
Frímannsson, en auk hans verða í
mótsstjóm Jón Sigurgeirsson og
Kristján Víkingsson. Ráðgjafi
mótsstjórnar verður Guðmundur
Hafsteinsson veðurfræðingur, en
hann hefur sérstaklega kynnt sér
erlendis veðurspár fyrir svifflug.
Áhugasömum gestum mun gefast
kostur á að fljúga í kennslusvif-
flugu eða svifflugu með hjálpar-
vél, eftir því sem aðstæður og tími
leyfa.