Morgunblaðið - 07.07.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990
ÞIIMGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
- varamenn ljósir.
Jaftiréttisstj órn
að einum ellefta
Fleiri konur en karlar í bæj ar stj órnum
Selljarnarness o g Garðabæjar
INGIBJÖRG H. Bjarnason var kjörinn þingmaður árið 1922, fyrst
íslenzkra kvenna, sjö árum eftir að konur öðluðust kjörgengi og
kosningarétt hér á landi. Síðan hefur miðað hægt en sígandi til
réttrar áttar. 25 konur aðrar hafa.verið kjörnar á þing. Að auki
hafa 55 konur setið sem varamenn á þingi. Samtals hefur því 81
kona tekið þátt í þingstörfum. Aðeins 3 konur hafa gegnt ráðherra-
embættum. Þrátt fyrir ellefu ráðherra í .núverandi ríkisstjórn er
aðeins ein kona þeirra á meðal.
Fjórtán konur sitja á Alþingi í dag: 22% þingheims. Hlutur þeirra
er hótinu skárri í sveitarstjórnum: rúmlega 32%. í tveimur „hægri“
kaupstöðum, Garðabæ og Seltjarnarnesi, sitja fleiri konur en karlar
í bajarstjórnum.
I
Konur hlutu kosningarétt og
kjörgengi með stjórnarskrárbreyt-
ingu 19. júní 1915. Fyrsta konan
var kjörin á þing árið 1911: Ingi-
björg H. Bjarnason og sat þar til
ársins 1930. Hún var kjörin af sér-
stökum kvennalista; gekk skömmu
síðar í íhaldsflokkinn og var einn
af stofnendum Sjálfstæðisflokks-
ins.
Sama ár og Ingibjörg lætur af
þingmennsku, árið 1930, hlýtur
Guðrún Lárusdóttir kosningu sem
þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Hún gegnir þingmennsku til
ársins 1934. Frá kjöri Guðrúnar
líður rúmur hálfur annar áratugur
unz kona er næst kjörin þingmað-
ur, 1946: Katrín Thoroddsen fyrir
Sósíalistaflokkinn. Hún sat á þingi
til ársins 1949.
Það ár, 1949, eru tvær konur
kjörnar þingmenn: Kristín L. Sig-
urðardóttir fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og Rannveig Þorsteinsdóttir
fyrir Framsóknarflokkinn. Þær
sitja á þingi til ársins 1953. Arið
1956 er Ragnhildur Helgadóttir
kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og hefur setið þar síðan,
þó ekki samfellt.
Árið 1959 er Auður Auðuns kjör-
in þingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og situr á þingi til ársins
1974. Hún er fyrsta íslenzka konan
sem gegnir ráðherraembætti og
fyrsta og eina konan sem gegnt
hefur embætti borgarstjóra í
Reykjavík.
1971 er Svava Jakobsdóttir kjör-
in á þing fyrir Alþýðubandalagið,
1974 Sigurlaug Bjarnadóttir fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, 1978 Jóhanna
Sigurðardóttir fyrir Alþýðuflokk-
inn, 1979 Guðrún Helgadóttir fyrir
Alþýðubandalagið og Salome Þor-
kelsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Níundi áratugurinn er það nálægur
í tíma að hér verður látið sitja við
upptalningu, en á þeim tíma bæt-
ast fjórtan konur í hóp þingmanna,
flestar úr Samtökum um kvenna-
lista, en einnig úr Bandalagi jafn-
KONUR á ALÞINGI
Alþýðufiokkur
2 alþingism.
6 varaþingm.
Bandalag jafnaðarmanna
2 alþingism.
1 varaþingm.
Framsóknarflokkur
2 alþingism.
12 varaþingm.
Sjálfstæðisf I okku r
7 alþingism.
9 varaþingm.
Alþýðubandalag
4 alþingism.
14 varaþingm.
Samtök um jafnrétti
og félagshyggju
1. varaþingm.
Borgaraflokkur
1 alþingism.
1 varaþingm.
mm
Kvennallsti
8 alþingism.
9varaþingm.
Taflan sýnir, hvern veg konur, sem kjörnar hafa verið á þing frá
því konur hlutu kosningarétt og kjörgengi, skiptast milli flokka.
Kjörnir þingmenn dökkir - varamenn ljósir.
aðarmanna, Alþýðubandalagi og
Framsóknarflokki.
II
Árið 1960, fjórum og hálfum
áratug eftir að konur hlutu kjör-
gengi, höfðu aðeins sjö konur hlot-
ið kjör sem þingmenn, þar af fimm
sem heyrt hafa til Sjálfstæðis-
flokknum. Þá hafði engin kona
haft ráðherraembætti á hendi.
Það er ekki fyrr en árið 1971
að Auður Auðuns, Sjálfstæðis-
flokki, verður dómsmálaráðherra í
ráðuneyti Jóhanns Hafstein. Ragn-
hildur Helgadóttir, Sjálfstæðis-
flokki, verður síðan menntamála-
ráðherra árið 1983 og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra árið
1985 í ráðuneytum Steingríms
Hermannssonar. Jóhanna Sigurð-
ardóttir, Alþýðuflokki, verður fé-
lagsmálaráðherra 1987 í ráðuneyti
Þorsteins Pálssonar og aftur 1988
í ráðuneyti Steingríms Hermanns-
sonar.
75 árum eftir að konur fengu
kjörgengi hafa aðeins þijár þeirra
verið ráðherrar. Aðeins tveir stjórn-
málaflokkar, Alþýðufl'okkur og
Sjálfstæðisflokkur, hafa falið kon-
um ráðherraembætti. Aðrir iiafa
látið sitja við orðin tóm að þessu
Förunauturinn góði
eftir Reyni Eyjólfsson
Mannkynið er afsprengi stjarna
alheimsins: stjarnfólk. Á geimskip-
inu móður jörð þjótum við óafvit-
andi með aflgjafanum mikla, sól-
inni, á hringferð hennar um miðju
vetrarbrautarinnar með hraðanum
220 km á sekúndu. Það er því ekki.
að furða þótt könnunarþrá og leit
eftir hinu óþekkta sé okkur flestum
í blóð borin. En auk áðurnefndrar
langferðar takmarkast Ieiðir okkar
enn að langmestu leyti við yfirborð
plánetunnar.
Þar er þó ekki í kot vísað og við
íslendirígar getum státað af því að
eiga heima i stórfenglegasta landi
jarðar: íslandi. En til þess að auð-
velda okkur að ferðast um þetta
fand og rata um það þarf góða leið-
sögumenn. Einn þeirra er höfundur
bókaflokkins Gönguleiðir á Is-
landi, Einar Þ. Guðjohnsen. Iiann
hefur verið landsþekktur ferða-
málafrömuður um áratuga skeið.
Frekari kynning á honum er því
óþörf. Hins vegar finnst mér ekki
að fyallað hafi verið sem skyldi um
Gönguleiðirnar. Það er tilefni
þessara skrifa þótt örugglega væru
margir mér miklu hæfari_ til þess.
Bókin Gönguleiðir á íslandi 2.
Suðvesturhornið, Reykjanesskagi
(Útg. Almenna bókafélagið 1989,
94 blaðsíður) er fyrst og fremst
lýsing á gönguleiðum um Reykja-
nesskagann í víðustu merkingu.
Henni er skipt í 6 kafla: 1. Göngu-
leiðir sunnan Reykjavíkur og
Hafnafjarðar. 2. Suður með sjó. 3.
Sunnan á skaganum. 4 Vestan
Kleifarvatns. 5. Austan Kleifar-
vatns. 6. Beggja vegna Bláfjalla.
AIls er um 75 gönguleiðum Iýst,
sem er ekkert smáræði, en auðvitað
eru möguleikarnir nær óendanlegir
í því efni. Hverri gönguleið fyrir sig
er lýst stuttlega; uppdrættir (kort)
fylgja til glöggvunar og eru leiðirn-
ar teiknaðar á þau. Bókin er í broti
sem er hentugt til ferðalaga. Letrið
er stórt og auðlesið, sem er mikill
kostur í misjöfnu veðri. Allmargar
litmyndir prýða verkið.
Textinn er skrifaður á greinar-
góðu máli án allra orðalenginga.
„Ég hefþeg-ar farið
drjúgan hluta af leiðum
bókarinnar og- hefiir
hún reynst mér hinn
besti förunautur. Lang-
flestar þessar ferðir hef
ég farið einn, annað-
hvort á skíðum eða á
fararskjótum post-
ulanna. En með bókina,
áttavitann og nokkra
aðra hluti í bakpokan-
um er enginn maður
einnáferð.“
Fjölmörg örnefni eru nefnd og
áhersla lögð á jarðfræði svæðisins.
Víða er vísað til Jóns Jónssonar
jarðfræðings, sem manna mest hef-
ur kannað það. Þá er einnig talað
um ýmis söguleg og gróðurfarsleg
Einar Þ. Guðjohnsen
.atriði svo og hvernig landið er yfir-
ferðar. Segja má, að flest sem
máli skiptir fyrir ferðamannin sé
tíundað. Þó sakna ég grasafræði-
legra atriða en þar er sjálfsagt lyfja-
fræðingurinn i mér að verki! Óll
framsetning er einkar skilmerkileg
og efni bókarinnar kemst því mjög
vel til skila. Vönduð örnefnaskrá
er aftast í ritinu.
Ég hef ekki lesið bókina með því
hugarfari að gera á henni einhvern
sparðatíning á (prent)villum. Þó er
Langhóll á Fagradalsljalli (bls. 43)
sagður vera 291 m en hann er um
100 m hærri. Einnig er Kistufell í
Brennisteinsijöllum (bls. 66) talið
602 m en er u.þ.b. 70 m lægra.
Myndin af gjánni í Lambafelli norð-
an Eldborgarhrauns er ranglega
staðsett hjá kaflanum um Lamba-
fell austan Bláfjalla. Allt ei-u þetta
smámunir og breyta engu um gildi
verksins.
Ég heLþegar farið dijúgan hiuta
af leiðum bókarinnar og hefur hún
reynst mér hinn besti förunautur.
langflestar þessar ferðir hef ég far-
ið einn, annaðhvort á skíðum eða á
fararskjótum postulanna. En með
bókina, áttavitann og nokkra aðra
hluti í bakpokanum er enginn mað-
ur einn á ferð. Honum eru allir
vegir færir. Og þar sannar hún
ágæti sitt sem hinn góði leiðsögu-
maður, svarar öllum spurningum
fljótt og rétt og þegir þegar fíann
er ekki spurður!
Það eina sem ég hef út á bókina
að setja eru kortin. Þau eru hrein
hörmung. Þar er þó ekki vð höfund-
inn að sakast heldur væntanlega
Landmælingar Islands. Mér sýnist
þetta vera nýju staðfræðikortin