Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 15 leyti. í dag eru ráðherrar ellefu og hafa ekki verið fleiri í annan tíma: tíu karlar og ein kona. Jafnréttis- stjórn í orði þarf ^kki endilega að vera það á borði. Stundum rís hún aðeins undir nafni að einum ellefta! III Eins og fram kemur á töflum, sem þessu bréfi fylgja, hafa 26 konur náð kjöri sem þingmenn. Hlutur einstakra flokka eða fram- boða er mismikill en engra stór nema Samtaka um kvennalista. Þar er karlpeningurinn hins vegar úti í kuldanum. Stjórnmálaflokkar, sem hæst hafa haft um jafnstöðu kynjanna í orði, eru máske smæst- ir á borði reynslunnar. Reykvíkingar hafa samtals kjö- rið 16 konur á þing, Reyknesingar 4, Norðlendingar eystri þijár, Vest- lendingar, Vestfirðingar og Sunn- lendingar eina. Austfirðingar og Norðlendingar vestari enga. Af 26 þingkonum eru 20 af höfuðborgar- svæðinu (Reykjavík-Reykjanes), 6 af landsbyggðinni. Hlutur kvenna er sýnu lakari í strjálbýli en þétt- býli. Svipaða sögu er að segja um sveitarstjórnir (1990). Hlutur kvenna er dijúgum meiri á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. I borgarstjórn Reykjavíkur sitja sjö konur en átta karlar. Það er bitamunur en ekki byrðar. Tveir „hægri“ bæir skera sig úr. Konur eru fleiri en karlar í bæjarstjórn Garðabæjar: fjórar konur af sjö fulltrúum. Mestur er þó vegur þeirra á Seltjarnarnesi: fimm konur af sjö fulltrúum. í „rauða bænum“, Neskaupstað, er annað upp á ten- ingnum: þijár konur á móti sex körlum. Og Hafnarfjörður er enn aftar á merinni: þijár konur en átta karlar. IV Ljóst er að konur sækja í sig veðrið í þjóð- og sveitarstjórnar- málum, þótt hægar miði í þessu efni en hjá grannþjóðum. Lagalega er jafnstaða kynjanna fyrir hendi. Aðstaðan til þátttöku í stjórnmál- um er hins vegar misjöfn. Hugar- farsbreyting, sem er nauðsynlegur undanfari aukinnar og virkari þáttr töku kvenna í þjóðmálum, gefur sér góðan tíma, ekkert síður hjá konum én körlum. Þróunin er þó til réttrar áttar. Og stjórnmálaflokkar, sem halda vilja hlut sínum eða sækja aukinn stuðning til almennings í komandi kosningum og í næstu framtíð, verða einfaldlega að gera hlut kvenna meiri hér eftir en hingað til. Ella heltast þeir úr lest fram- vindunnar; missa einfaldlega af strætisvagni framtíðarinnar. þeirra í mælikvarðann 1:50.000. Og þvílík handaskömm! Það er ekki vansalaust að kortagerðinni af ís- landi skuli hafa hrakað svona stór- kostlega eftir að landsmenn tóku við af Dönum. Þessi kort eru eigin- lega ekki annað en hæðarlínur með hæðartölum og alltof fáum örnefn- um, sjálfsagt teiknuð með tölvum eftir rándýrum loftmyndum. Klettar í Ijöllum eru hvergi sýndir með við- eigandi táknum; ferðamaðurinn getur þess vegna kollteypst fram af þeim án þess að kortin gefi um þá nothæfa vísbendingu. Sama er að segja um annað yfirborð lands- ins, hvort sem það er graslendi, sandar, apalhraun eða stórgrýti; allt er sama ómyndin og svipleysan. Jafnvel ágætis akvegi vantar eins og þann sem liggur um Móhálsadal svo ekki sé minnst á óverulegri jeppaslóðir. Leiðilínur (NS-línuij, sem eru ómissandi fyrir áttavita, eru ekki til staðar og raunar er norðurstefna ekki sýnd á einu ein- asta korti! Já, þessi kort eru hörm- ung og handaskömm. En þau eru því miður ekkert einsdæmi um vinnubrögðin hjá sumum opinber- um stofnunum. Sá sem þetta ritar var Héraðs- búi, ættaður úr Skriðdal og ólst þar upp við rætur brattra og litskrúð- ugra fjalla. Heldur fannst honum Reykjanésskaginn vera lágkúruleg- - Delphinum - Ridd- ara- spori Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 172. þáttur Um 200 tegundir munu vera til af riddarasporum og eru þeir einærir, tvíærir eða fjölær- ir. Hér verður aðeins sagt frá ræktun fjölærra tegunda. Engar harðgerðar garðplönt- ur munu vekja jafn mikla að- dáun fyrir blómauðgi og blóm- fegurð, nema «.f vera skyldi lúpínur sem einnig eru þekktar fyrir blómafjölda og litadýrð. En lúpínur eru oft skammlífar meðan riddarasporar verða aft- ur á móti mjög gamlir. Hef ég séð í norskri garðyrkjubók að þeir geti orðið allt að 50 ára. Mér hefur virst að þeir þoli íslenska vetrarveðráttu ágæt- lega og taki ekki nærri sér þó vetur sé snjóléttur og lítið til skjóls. Riddarasporar eru allstór- vaxnir eða um það bil 1—2 metrar á hæð. Blómin eru svol- ítið óregluleg í lögun með langa spora og þau standa í löngum klösum á stöngulendunum. Þau eru yfirleitt í ýmsum bláum lit- brigðum, dökkblá, fagurblá , ljósblá og fjólublá. Stundum eru þau líka hvít og stöku sinnum bleik. Það eru oftast kynbætt afbrigði sem ræktuð eru í görð- um og skipta þau tugum eða jafnvel hundruðum. Þaim er skipt í tvo aðalflokka eftir út- liti blómklasanna. Belladonna- riddarasporar eru með gisna blómklasa og blóm á löngum stilkum. Þeir eru líka lægri eða ur og óásjálegur þegar fyrst var komið á SV-hornið fyrir rúmlega 30 árum. í þokkabót virtust sumir heimamanna heldur ekki vera mjög hrifnir af svæðinu; töluðu t.d. um langan og leiðinlegan veg til Keflavíkur o.fl. í þeim dúr. En þetta svæði leynir heldur betur á sér og hefur að geyma marga mjög áhuga- verða staði, sem sumir hverjir eru hreinustu perlur. Nægir þar að nefna Sogin, Krýsuvíkursvæðið og Brennisteinsfjöll. Reykjanesskag- inn er líka alger gullkista í jarð- fræðilegu tilliti. Með þessari bók hefur Einar Þ. Guðjohnsen gert mikið til þess að opna augu stjarnfólksins á íslandi fyrir Reykjanesskaganum. Sannast hér sem oftar, að menn verða ekki víðsýnir nema þeir þekki næsta nágrenni sitt og að oft er leitað langt yfir skammt eftir náttúrufeg- urð, mikilfengleik og unaðsreitum. Hér er ekki verið að segja að menn eigi ekki að ferðast til útlanda. Aðeins skal staðhæft aftur að ís- land er einstakt og á ekki sinn líka á jarðplánetunni. Ég bíð óþreyjufullur eftir næsta hefti.af Gönguleiðunum hans Ein- ars. Höfundur er lyfiafræðingur og áhugamaður um jarð- og geimvísindi. Riddaraspori. innan við 1 metri á hæð. Til þeirra telst Rósariddaraspori og fleiri kynblendingar. Elatum-riddarasporar eru oft 1—1 'h metri á hæð með mjög langa og þétta blómklasa. Þegar blómin eru útsprungin verða þessir klasar afar þungir og þarf ekki miklar rigningar eða storma til þess að stöngl- arnir brotni niður. Því er nauð- synlegt að hafa þá í sem bestu skjóii og binda þá vandlega upp, helst með langri bambus- stöng við hvern blómstöngul. Talið er ráðlegt að fækka sprot- unum á vorin meðan þeir eru innan við 10 sm á hæð og hafa þá ekki fleiri en 3—8 eftir stærð plantanna. Sprotana sem teknir eru má nota sem græðlinga til þess að fjölga fallegum afbrigð- um. Einnig er aðvelt að fjölga riddaraspora með skiptingu. Þeir hafa trefjarætur og þola vel skiptingu og flutning. Oft fæst hér fræ af svonefndum Pacific-giant-kynblendingum (Kyrrahafsrisa), eru þeir áþekkir Elatum-riddarasporum en varla eins harðgerðir og evrópsku afbrigðin. Auk þess að þurfa gott skjól eru riddarasporar þurftafrekir og verða ekki fallegir nema í fijósömum jarðvegi. Er sjálf- sagt að gefa þeim áburðar- skammt tvisvar eða þrisvar á sumri eða áburðarvatn öðru hverju og vökva þá rækilega í þurrkatíð. . VNAFN • NÝTTÚTUT GMJOLK G-mjóIk er dæmigert og skynsamlega valið ferðanesti. Hún þolir geymslu í marga mánuði utan kælis og bragðast sem besta nýmjólk ef henni er brugðið í næsta iæk til kælingar. Mundu það þegar þú birgir þig upp. Fæst einnig í 1 lítra fernum. nmt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.