Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 23 Náttverk Ólais Hanmbalssonar eftir Ara Friðfínnsson í tímaritinu Heimsmynd, nóv- emberhefti 1989, birtist grein eftir Olaf Hannibalsson, sem í kynningu blaðsins er sögð vera „úttekt“ á Stefáni Valgeirssyni alþingismanni. í hugum ákaflega margra felur orðið úttekt í sér hlutlausa heiðar- lega rannsókn og mat, sem unnið er af samviskusemi, eftir bestu og öruggustu heimildum sem til eru. Þannig er það einnig í mínum huga. En skyldi þessu vera þannig varið með „úttekt“ Ó.H. Nokkrir, þar með talinn Stefán Valgeirsson, hafa í ágætum grein- um vísað til föðurhúsanna ýmsum dylgjum Ó.H. auk þess sem Stefán hefur farið fram á rannsókn frá hendi ríkissaksóknara á störfum sínum hjá Búnaðarbankanum og Byggðastofnun, sem væntanlega mun leiða í ljós allan sannleikann um störf hans hjá þessum stofnun- um. Þar um ætla ég mér því ekki að fjalla en þess í stað_ staldra við nokkra atburði sem Ó.H. heldur fram að hafí gerst, einkum þá sem eiga sitt sögusvið í Norðurlandkjör- dæmi eystra. Framboðsmál í Norður- landskjördæmi eystra Um þau segir Ó.H. „Afskipti sín (þ.e. Stefán) af innvigtunargjaldi af mjólk, sem Ingólfur Jónsson á Hellu ætlaði að leggja á 1967 hafí opnað augu ráðamanna í flokknum fyrir því að sæmilega yrði séð fyrir málum gæfi hann kost á sér á þing. Flokksbræður hans minnast þessa upphafs þó með öðrum hætti. Eftir lát Garðars Halldórs- sonar á Rifkelsstöðum 1961 kom fulltrúaráð framsóknarmanna í kjördæminu saman til að ræða um mann í þriðja sætiðr Þórir heitinn á Auðbrekku, þá formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna, stakk upp á Stefáni bróður sínum. Aðrar uppástungur komu ekki fram og var ákveðið að láta at- kvæðagreiðslu fara fram með þeim hætti að annaðhvort skrifuðu menn nafn Stefáns eða skiluðu auðu. Stefán vann naumiega, með tveggja atkvæða mun. Á næstú árum jókst hins vegar harkan að mun í baráttu vonbiðla um þingsæti Framsóknar í kjördæminu og gengu þar einna harðast fram Jónas Jónsson frá Ystafelli og Ingi Tryggvason frá Kárhóli. Þá sýndi Stefán það dreng- skaparbragð, að sögn, að bjóðast til að standa upp úr sæti sínu ef það mætti verða til að lægja öldum- ar innan flokksins. Ekki dugði það til og voru þessar deilur leystar á öðrum vettvangi með því að þeir Jónas og Ingi skiptu með sér for- ystu í félagskerfi bændastéttarinn- ar, annar sem búnaðarmálastjóri, hinn sem formaður Stéttarsam- bandsins. Og Stefán hélt sæti sínu og í fyllingu tímans eflir að Gísli heitinn Guðmundsson hætti var hann kosinn á þing 1967.“ FLUGMÁLASTJÓRN efhir til ráðstefnu um íramtíðarþróun í fjarskipta-, leiðsögu- og flugum- ferðarstjórnkerftim í Reykjavík þann 10. júlí næstkomandi. Flugmálastjóri, Pétur Einars- son, opnar ráðstefnuna en erindi flytja fimm erlendir fyrirlesarar, auk . Guðmundar Matthíassonar, formanns North Atlantic System Plannig Group. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður, sem dr. Þorgeir Pálsson stýrir. Ráðstefnustjóri er Haukur Hauks- Kannski er það ekki nema von að aumingja manninum, úrvinda af vökum ogþrældómi, förlaðist sýn og sæist yfir ýmsar ritaðar heimild- ir sem til eru frá þeim tímum er viðkomandi atburðir eiga að hafa gerst þó trúverðugleiki „úttektar- innar“ sé að vísu þar með fokinn út í veður og vind. Hitt er aftur á móti ámælisvert að hann virðist hafa haft eynin opin og lagt þau vel við ýmsum gróusögum sem hvíslað er til hans utan úr nætur- húminu og bullar því og blaðrar um ýmislegt sem á að hafa gerst en hvergi er til, nema þá í einhveijum þokufullum hugarheimi. Ekki þarf heldur langt að lesa til þess að sjá rökleysurnar og hugs- anabrenglið, eða hvemig má það vera að maður sem stungið er upp á í þriðja sæti á framboðslista og vinnur kosningu í það, skuli ekki sitja á þingi komandi kjörtímabil þegar viðkomandi listi hlýtur þrjá menn kjöma í næstu kosningum? Út af fyrir sig hefði ekkert verið athugavert við það þó Þórir í Auð- brekku hefði stungið upp á bróður sínum í þriðja sætið, en gerði hann það? Mörkin milli yngri og eldri félaga Framsóknarflokksins vom þá og ætíð síðan sett við þijátíu og fimm ára aldur félagsmanna. Þórir heit- inn Valgeirsson fæddist 1922 og varð því þijátíu og níu ára 2. júní 1961. Af gerðabókum Framsóknar- félags Eyjafjarðar er það líka ljóst að hann er genginn til liðs við það félag og meðal annars orðinn end- urskoðandi þess 1961. Félag ungra framsóknarmanna starfaði ekki í Eyjafjarðarsýslu 1961 en aftur á móti var slíkt félag stofnað þar síðsumars 1962. For- maður þess var kjörinn Ágúst Sig- urðsson á Möðruvöllum, síðar prest- ur, og gegndi hann formennskunni langt fram á árið 1964. Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra til alþingiskosninganna 1963 er birtur í blaðinu Degi á Akureyri 30. janúarþað ár. Efstu sætin skipa Karl Kristjánsson, Húsavík, Gísli Guðmundsson, Hóli, Ingvar Gísla- son, Akureyri, og Hjörtur Þórarins- son, Tjöm í Svarfaðardal, en nafn Stefáns Valgeirssonar er hvergi að finna á listanum. Hann hafði því ekki upp úr neinu sæti að standa á þessum árum enda flytur Ó.H. tilboð hans til í tíma um nokkur ár auk þess sem það er í grein hans ekki í neinu sambandi við það sem var að gerast þegar tilboðið kom fram. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 varð það að samkomulagi hjá fram- sóknarmönnum hér, að þau gömlu kjördæmi sem höfðu fengið mann kjörinn í vorkosningunum réðu vali í þijú efstu sæti framboðslistans til haustkosninga það ár. Þessir fram- bjóðendur vom áðurnefndir Karl og Gísli í tveimur efstu sætunum, Garðar Halldórsson á Rifkelsstöð- um í þriðja og fulltrúi Akureyringa, son varaflugmálastjóri og fundar- ritari Leifur Hákonarson forstöðu- maður tölvudeildar Flugmála- stjórnar. Þátttakendur verða alls um 60, þar á meðal fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, Veður- stofu Islands, Landhelgisgæsl- unni, Flugleiðum, Arnarflugi og Háskóla Islands. Að sögn Hauks Haukssonar, varaflugmálastjóra, er tilgangur ráðstefnunnar að miðla upplýsing- um um framtíðarþróun á þessu sviði, til þess að leggja grunn að áætlanagerð hér á landi varðandi „Hér hefur verið stiklað á stóru en sagt satt um þessi mál, ef það mætti verða til þess að O.H. og þeir fleiri, sem um þau hafa fjallað, geti gert það nokkurnveg- inn sannleikanum sam- kvæmt, finni þeir hvöt hjá sér til að gera það enn á ný.“ Ingvar Gíslason, kom síðan í fjórða. Við fráfall Garðars tók Ingvar sæti hans á þingi og að sjálfsögðu skip- aði hann þriðja sæti framboðslist- ans 1963 en fulltrúi Eyfirðinga, Hjörtur Þórarinsson, það fjórða. Þama var, í raun, komin sú vinnu- regla sem var mjög leiðandi við uppstillingu framboðslista Frám- sóknarflokksins hér í kjördæminu um margra ára skeið. Samkvæmt henni bar Eyfirðingum þriðja sætið við kosningarnar 1967, þegar Karl Kristjánsson hætti. Það er eins og fleira hjá Ó.H. rangt að Gísli hafi hætt þá. Gísli var síðast í framboði 1971 og sat á þingi, að mestu, til vors 1973. Til áðurnefndrar vinnu- reglu er vitnað í samþykkt fulltrúa- ráðs framsóknarfélags Eyjafjarðar á fundi þess 19. desember 1966, þar sem fulltrúaráðið „lítur svo á að samkvæmt þeirri reglu sem gilt hefur við niðurröðun á lista Fram- sóknarflokksins til alþingiskosn- inga, hér í kjördæminu síðan kjör- dæmabreytingin var gerð, beri Ey- firðingum nú þriðja sæti listans ef einhver af núverandi alþingismönn- um verður ekki áfram í framboði". Á þessum sama fundi var lesið upp bréf frá Hirti Þórarinssyni „þar sem hann tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér til framboðs við í hönd farandi kosningar“. Síðar á fundin- um var ákveðið „að fram skyldi fara skoðanakönnun um líklegan mann til að skipa 3.-4. sæti list- ans, til ábendingar fyrir uppstilling- arnefnd". 25. janúar 1967 er á ný haldinn fundur í fulltrúaráðinu og kemur í ljós á honum, að við áðurnefnda skoðanakönnun höfðu fengið flest atkvæði Stefán Valgeirsson og Jón Hjálmarsson í Villingadal. Jón lýsti því þá yfir að hann gæfi ekki kost á sér til framboðs. Einn fundar- manna taldi „ekki skipta megin- máli hvaðan væntanlegur frambjóð- andi væri ættaður" og sagðist geta fellt sig við annan mann er hann tilgreindi. Síðar á fundinum var ákveðið að kjósa á milli þeirra tveggja er nefndir höfðu verið og er það sú eina kosning sem Stefán þurfti að ganga í gegnum áður en framboð hans var ákveðið. Þessa kosningu vann hann með tveimur þriðju greiddra atkvæða en ekki þjónustu við flug og búnað flugfé- laga. Haukur segir að mjög stóru flugumsjónarsvæði sé þjónað frá íslandi. Það sé svæðið milli vestur- strandar Grænlands og Noregs, og frá Norðurpólnum suður undir Færeyjar, eða alls um 4,8 milljón- ir ferkílómetra. Ársvelta þessarar þjónustu sé um 7 milljónir Banda- ríkjadala, og sé kostnaðurinn fjár- magnaður með framlagi frá 22 ríkjum og notendagjöldum flugfé- jaga, samkvæmt samningi við Al- þjóða-flugmálastofnunina. - ----- tveggja atkvæða mun. Það hefur áður komið fram í rituðu máli að Stefán taldi úrslit atkvæðagreiðsl- unnar ekki ótvíræða og óskaði eftir umhugsunarfresti. Þann frest not- aði hann m.a. til að hafa samband við ýmsa vini sína er hann taldi sér hollráða. En fleiri notuðu þennan frest, t.d. fóru nokkrir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins, á Ak- ureyri og úr Eyjafjarðarsýslu að þrýsta á Stefán að taka þriðja sæti framboðslistans. Hér hefur verið stiklað á stóru en sagt satt um þessi mál, ef það mætti verða til þess að Ó.H. og þeir fleiri, sem um þau hafa fjallað, ' geti gert það nokkurnveginn sannleikanum samkvæmt, finni þeir hvöt hjá sér til að gera það enn á ný. Fram á meira er sjálfsagt tilgangslaust að fara. í hinum til- vitnuðu orðum Ó.H. fjallar hann um „lausn" á framboðsmálum hér á þann hátt að engu er líkara en að þeir Jónas Jónsson og Ingi Tryggvason hafi aldrei nálægt söl- um Alþingis komið. Samt er það nú svo að Jónas tók sæti Gísla Guðmundssonar haustið 1973 og Ingi var kjörinn á þing 1974 og átti þar sæti til 1978. Að verða tvísaga Hér hefur áður vérið bent á rök- leysur Ó.H. en segja má að hann bæti um betur á öðrum stað í „út- teklinni" er hann fjallar úm störf Stefáns Valgeirssonar á þingi. Þar segir hann m.a. „og fjölmiðlar sinntu lítt málflutningi hans“. Ör- fáum setningum neðar stendur svo þetta: „Og Stefán fór hamförum í ræðustóli á Alþingi yfir meintri spillingu við framkvæmd verksins og fékk mikla uppslætti í Dag- blaðinu." Þetta var einu sinni kall- að að ^erða tvísaga og þótti aldrei neinn gæðastimpill á málflutningi þess er siíkt henti. Hver var það svo sem taldi sig þess umkominn að frýja öðrum vits? Víkjum þá að öndverðum vetri 1986 til 1987. Um það sem þá'gerðist segir Ó.H. m.a.: „Komið var á skoðanakönnun þar sem Stefán beið lægri hlut en hann ákvað að taka ekki mark á og hóf undirbúning að sérframboði ásamt ýmsum nánustu stuðnings- mönnum sínum.“ Ekki hefði verið fráleitt fyrir Ó.H. að kynna sér málin örlítið betur því hér, eins og oftar, stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi hans. Skoðanakönn- unin fór fram um haustið 1986 en kjördæmisþingin síðasta október og fyrsta og annan nóvember. Að loknu prófkjörinu annan nóvember voru það stuðningsmenn Stefáns, vítt um kjördæmið, sem hófu undir- búning að framboði m.a. með söfn- un undirskrifta á lista þar sem skor- að var á Stefán að gefa kost á sér til að leiða væntanlegt framboð. Þar voru honum líka þökkuð góð störf og ekki undandregin hans þrotlausa eljusemi og ósérhlífni við að koma okkar málum fram þegar þau fá ekki eðlilega af- greiðslu í hinum ýmsu stofnunum fyrir sunnan. Er vel á annað þús- und manns höfðu skrifað undir áskorunina var fjölmennur fundur haldinn um stöðu mála, fjórum vik- um eftir prófkjörið. Flestir, sem tjáðu sig á þeim fundi, en þeir voru margir, töldu að ekki yrði aftur snúið hvort sem Stefán gæfi kost á sér eða ekki. Eftir að fundurinn hafði hafnað uppástungum Stefáns um að aðrir menn leiddu framboð- ið, lét hann loks undan þrýstingnum og gaf kost á sér. Þá fyrst en fyrr ekki kom hann inn í undirbúning- inn að framboðinu. Um prófkjörið á Húsavík segir Ó.H. m.a.: „En Guðmundur Bjarna- son gaf aðeins kost á sér í fyrsta sæti og Valgerður Sverrisdóttir í annað og þar með var búið að festa prófkjörið fyrirfram“ o.s.frv. Hið rétta er að Guðmundur bauð sig fram í fyrsta sætið og Valgerður stefhdi á annað en bæði lýstu þau þy( _yfir _að þau myndu una þeim Flug-málastj órn: Ráðstefiia um fi*amtíðina í fjar- skiptamálum og flugumferðastjóm niðurstöðum er úr prófkjörinu fengjust. Á þessu tvennu er regin- munur og sýnir ef til vill betur en allt annað hversu vinnubrögð Ó.H. eru ómerkileg og að honum er ná- kvæmlega sama þótt hann fari með rangt mál. Svo skammt er um liðið, frá því þessir atburðir gerðust, að auðvelt er að afla sér öruggra heimilda um þá, sé til þess nokkur vilji. Það er hins vegar ekki gert, enda veit hug- ur Ó.H. einn hvort það var nokk- urntímann tilgangurinn með skrif- um hans, að vinna sanna og heiðar- lega úttekt. Ástæða væri til að fjalla um margt fieira í „úttekt" Ó.H. Svo sem söguskýringu hans um aukinn stuðning við J-listann þegar íhaldið klofnaði sem leiddi, eins og kunn- ugt er, til stofnunar Borgaraflokks- ins og framboðs hans um allt land. Virðist nú svo komið að ný framboð auki stuðning kjósenda við þau sem fyrir eru. Lýsingu hans á athöfnum og orðum þegar að því dró að Stef- án Valgeirsson var kosinn í banka- ráð Búnaðarbankans. Engin heim- ild, ekki einu sinni „kunnugur“, er hér tilfærð og er því engu líkara en að Ó.H. hafi sjálfur verið þarna til staðar. Vissi þó enginn hann vera heimagang í þingflokksher- bergi Framsóknarflokksins. „Út- tekt“ Ó.H. á afskiptum Stefáns af ráðningu nafna hans Pálssonar ír stöðu bankastjóra við Búnaðar- bankann og fleira og fleira. Ef gera ætti öllu slíku skil, þyrfti til þess afar langt mál, líklega lengra en „langhund" Ó.H. og verður því ekki gert að sinni. Lokaorð Engum getum skal að því leitt hér, hvaða hvatir liggja að baki skrifum Ó.H. en tilgangurinn getur vart verið nema einn. Það er að rægja og ærumeiða þann sem fyrir þeim verður. Við það er líka tilgang- urinn svo sannarlega látinn helga ineðölin. í því sambandi er vert að líta til heimildarmanna Ó.H. en þeir eru: „Einn heimildarmaður, Eyfirðingur, vel kunnugur Stefáni, einn fyrrverandi kjósandi Stefáns, flokksbræður hans, kunnugur.“ Ótrúlegt er það en samt satt að þó þessir heimildarmenn vilji leiða hinn „mikla sannleika“ fram, í gegnum penna Ó.H. vill enginn þeirra koma fram í dagsljósið. Allir kjósa þeir að dyljast í skúmaskotum nafn- leyndar og strá þaðan vallgangi sínum og dylgjum. Slík myrkraverk eru hliðstæða þess, er menn fyrr á ’ öldum vóu að andstæðingum sínum og féndum úr launsátri. Oft býsna árangursríkt en drengilegt hefur það ekki verið og verður vonandi aldrei talið. llöfundur er trésmidur á Akureyri. Allar leturbr. eru hans. Laugarnessókn: Safnaðarferð íÞjórsárdal FARIÐ verður í saftiaðarferð á vegum Laugarnessóknar á morg- un, sunnudaginn 8. júlí. Lagt verður af stað frá Laugarnes- kirkju kl. 10 fyrir hádegi, en ekið verður í Þjórsárdal og kom- ið við meðal annars í sögualdar- bænum og í Búrfelli. Á heimleið verður stutt helgi- stund í Mosfellskirkju í Grímsnesi. Þá verða Sólheiniar í Grímsnesi f. sóttir heim, en þar er heimili fyrir þroskahefta og á það 60 ára af- mæli um þessar mundir. Þáttakend- ur þurfa að hafa með sér nesti fyr- ir hádegismat, en í Sólheimum verð- ur boðið upp á kaffi. Ekki er þörf á að skrá sig fyrir- fram í ferðina, aðeins mæta stund- víslega kl. 10 f.h., en reiknað ev^f með heimkomu kl. 18. Þátttöku- gjald er kr. 1000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.