Morgunblaðið - 07.07.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990
35
Þessir hringdu .. .
Setja vagnhjólin í
sótthreinsandi efiii
Jóhanna hringdi:
„Hvers eiga mæður með lítil
börn í vagni að gjalda þegar þær
koma í Breiðholtssundlaugina?
Þar má ekki vera með vagnana
nema á mjög litlu og afmörkuðu
svæði þar sem er ógjörningur að
sinna börnunum. Auk þess er ver-
ið að vinna að viðgerðum þar rétt
hjá svo börnin fá lítinn svefnfrið.
Margar mæður sem koma í sund-
laugina eru með eitt barn í vagni
og önnur aðeins stærri. Og þar
sem má hafa vagnana er langt
frá þeim stað þar sem barnasund-
laugin er. Sumar mæðurnar fara
með vagnana þar sem barnasund-
laugin er, en það er ónotaleg til-
finning að vera að bijóta reglum-
ar. Stundum eru margar mæður
með börn á bijósti sem sækja
sundlaugarnar og er þá orðið hálf
þröngt á þingi þar sem vagnarnir
mega ^era. Væri ekki hægt að
ráða bót á þessu með því að láta
hjól vagnanna renna í gegnum
eitthvert sótthreinsandi efni, ef
það er hugsunin að þeir óhreinki.
Barnalaugin er mjög góð fyrir
börnin en það er erfitt að hlaupa
fram og tilbaka þegar þarf að
sinna fleiri en einu barni.“
Iþróttabúningar hurfu
Tveir íþróttabúningar hurfu úr
tösku í búningsklefa við geivi-
grasvöllinn í Laugardal. Bún-
ingarnir eru frá Reyni í Sand-
gerði, dökkbláar stuttbuxur og
hvít og rauð treyja. Ef einhver
veit um búningana er hann beðinn
að hringja í síma 92-37737.
Týndi leikfimibol
Á leiðinni frá Bólstaðarhlíð að
Stúdíói Jónínu og Ágústu í Skeif-
unni tapaðist leikfimibolur og
toppur sl. þriðjudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 74544 eða
624115.
Gleraugu í óskilum
Gleraugu með grábrúnni plast-
umgjörð fundust á leiðinni frá
Svínaskarði og í Reynivallarétt sl.
sunnudag. Eigandi getur hringt í
síma 666339.
Tapaði garðáhöldum
Maður hringdi:
„Ég var fyrir stuttu að losa
rusl í gámaþjónustunni sem er á
Dalvegi 7 í Kópavogi. í bílnum
var auk ruslsins nýleg hrífa með
álhaus og rafmagnssláttuorf og
þurfti ég að taka það út úr bílnum
til að ná í ruslið. Þegar ég svo
keyrði í burtu gleymdust garðá-
höldin og þegar ég uppgötvaði
missinn fór ég strax á staðinn en
þá voru áhöldin horfin. Ef einhver
veit um þau bið ég þann hinn
sama að skila áhöldunum til lög-
reglunnar í Kópavogi eða til
áhaldahúss Kópavogs.“
Köttur í óskilum
Maður hringdi:
„Hjá mér er svartur og brúnn
fressköttur í óskilum. Kötturinn
sem er ómerktur er vinalegur og
fallegur og er sennilegt að hann
rati ekki heim til sín. Eigandi
getur vitjað hans á Seljabraut 26
í Breiðholti eða hringt í síma
77166.“
Handklæði og íþróttabuxur
Plastpoki með handklæði og
litlum íþróttabuxum fannst við
Hagatorg. Eigandi getur hringt í
síma 13507.
Kettirí
Þessi köttur er í óskilum í Víði-
hvammi í Kópavogi. Eigandi er vin-
samlega beðinn að hringja í síma
41835.
Til Velvakanda.
Fyrir nokkru fór ég norður til
Akureyrar keyrandi á mínum eðal-
vagni. Ég skrifa eðalvagni vegna
þess að ég hélt að svo væri. Líðandi
um götur Reykjavíkur heyrist
hvorki skrölt né tíst. Ég þóttist vita
að ekki væri nú alveg lokið við lagn-
ingu slitlags á þjóðvegi 1 frá
Reykjavík til Akureyrar og hélt að
á þeim stuttu köflum þar sem enn
væru malarvegir myndi eðalvagn-
inn líða yfir án þess að fyrir væri
fundið. Það er nú eitthvað annað.
í Hvalfirði og eins þegar komið er
niður í Hrútafjörð eru þvflíkir kaflar
malarvegs, eða réttara urðarvegs,
að annað eins hefur undii'ritaður
ekki lagt á vagn sinn og líkama.
óskilum
Þessi læða er í óskilum í Fjarðar-
seli í Seljahverfi. Hún fannst við
Holtasel og er búin að eiga kettl-
inga. Eigandi er vinsamlega beðinn
að hringja í síma 76206, 13585 eða
672909.
Mér skilst að vegirnir séu látnir
vera í þessu ásigkomulagi til að
troða niður undirlagið á vegunum,
en ég veit ekki betur en að til séu
stórvirkar vinnuvélar sem færu létt
með að laga þetta til fyrir malbik-
un. Á þessari ferð minni var það
greinilegt að ekki er öllum jafn
annt um bfla sína og voru margir
sem ekki virtu hraðatakmarkanir á
þessum köflum, þutu framúr svo
gijót og möl hentist yfir bíla hinna
sem ekki vildu liða bíla sína í sund-
ur.
Hvernig væri að menn tækju sig
nú til og kláruðu að malbika þessa
vegastubba sem eftir eru áður en
stórtjón hlýst af?
Bifreiðaunnandi
Draum-
urinn
breytt-
istí
martröð
Til Velvakanda.
Ég og fjölskylda mín höfðum
lengi átt þann draum að eignast
lítinn kofa úti í náttúrunni og loks-
ins eftir langa bið og mikla, en
ánægjulega fyrirhöfn, tókst okkur
að láta drauminn rætast með því
að flytja lítið hús, sem við höfðum
smíðað sjálf, upp í Miðdalsland
rétt við Nesjavallaveg. Þarna í
friðsæld sveitarinnar í nágrenni
höfuðborgarinnar vonuðumst við
eftir að eiga ánægjulega daga í
nokkur ár, en sá draumur rættist
ekki, heldur breyttist í martröð í
byrjun maí sl.
Þá mættu á staðinn í skjóli
nætur einhverjir illa þenkjandi
menn á stórum bíl og brutu upp
húsið, rændu allri búslóðinni, sem
við höfðum komið fyrir, en það
voru nýkeypt sumarbústaðahús-
gögn, nýlegt borðstofuborð og
stólar ásamt teppinu af gólfinu og
öllum eldhúsáhöldum og ýmsu
fleiru.
Þrátt fyrir að lögreglunni hafi
verið fengið málið til rannsóknar
gerist ekkert enda hún líklega í
einhveiju öðru mikilvægu að snú-
ast.
Hvort þessir vesalings menn
ætla þetta til eigin nota eða koma
því í peninga, veit ég ekki. Ég hef
reynt að fylgjast með í þessum
svokölluðu „húsgagnamiðlunum"
hér í borginni en einskis orðið
vísari. Hvort „húsgagnamiðlarar"
eru viðar á landinu veit ég ekki,
en ég bið fólk, að fenginni þessari
reynslu, að vera vel á verði gagn-
vart mönnum, sem reyna að selja
notaða muni, þeir gætu verið illa
fengnir eins og dæmin sanna.
Sumarbústaðaeigandi
Ekki öllum jafn annt um
bíla sína á urðarvegum
Ingólfur Bárðarson, forseti bæjarstjórnar, fiutti ávarp og bauð
forsetann velkominn.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gróðursetur tré ásamt
börnunum í Gimli í Barnalundi í Njarðvík, en þar gróðursettu
Njarðvíkingar um 2.000 trjáplöntur.
Trjáræktarátak í Njarðvík:
Um 19.000 plöntur
hafa verið gróður-
settar 1 sumar
Kellavík.
NJARÐVÍKINGAR hafa ekki
legið á liði sínu í þvi skógræktar-
átaki sem nú á sér stað og í
sumar hafa þeir gróðursett hátt
i 19 þúsund trjáplöntur. Há-
punktur gróðursetningarátaks-
ins var þegar forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, sótti
Njarðvíkinga heim og gróður-
setti tré með aðstoð barna á
dagheimilinu Giinli. Við það
tækifæri voru gróðursettar um
2.000 plöntur við Grænásinn, í
lundi sem hlaut nafnið Barna-
lundur.
Að sögn Steindórs Sigurðssonar
formanns umhverfisnefndar hefur
almenn þátttaka verið í þessu átaki -
og fjölmargir komið þar við sögu,
bæði einstaklingar og félög. Sam-
hliða þessu hefur farið fram árleg
lóðahreinsun og sagði Steindór að
þar hefðu bæjarbúar ekki heldur
legið á liði sínu. Svo virtist sem
mikil hugarfarsbreyting hefði átt
sér stað í þessum efnum að undan-
förnu, það sæist best hjá mörgum
fyrirtækjum sem ekki hefðu sinnt
umhverfi sínu en nú virtist vera
breyting á. _BB
TILKYNNING FRA
SÖLIIVARNARLI6SEIGNA
Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar fró
16. júlí til 16. ágúst vegna sumarleyfa.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
iC
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini
2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini.
Eini skólinn í Sviss þar sem kennsla fer fram á
ensku og námið er viðurkennt af HCIMA.
Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum
háskólum.
1 árs nám í ferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini.
Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum.
IATA réttindi.
Skrifið til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Lax: 9041-25-341821.
HOSTR
31 árs reynsla.