Morgunblaðið - 07.07.1990, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990
i6
TENNIS/WIMBLEDON
íþróttir
helgarínnar
Knattspyrna
Essomótið, sem er ætlað 5. flokki,
stendur yfír á Akureyri og lýkur
sídegis í dag. Úrslitaleikir mótsins
hefjast kl. 15.30 á KA-svæðinu. Alls
eru 52 lið frá 21 félagi sem taka þátt
í mótinu.
Pollamót eldri flokks hóft á Þórs-
svæðinu á Akuryeri í gær. Mótið verð-
ur framhaldið í dag og um kl. 16.00
hefjast úrslitaleikimir. Alls eru 18 lið
sem taka þátt í mótinu frá 15 félögum.
1. deild kvenna
I dag leika UBK og Þór frá Akur-
eyri í 1. deild kvenna kl. 14.00 á
Kópavogsvelli.
2. deild kvenna
í 2. deild kvenna leika Valur Rf. ,
og Höttur á Reyðarfirði kl. 16.30 í
dag. Á morgun verða eftirtaldir leik-
ir; Dalvík - KS, Völsungur - Tinda-
stóll, Einheiji - Austri og Þróttur N.
- Sindri.
2. deild karla
Á mánudagskvöld verður heil umferð
í 2. deild karla. Víðir og Tindastóll
eigast við í Garði, UBK og Fylkir í
Kópavogi, Grindavíkingar fá Selfyss-
inga í heimsókn, ÍR og KS leika á
ÍR-velli og Leiftur og IBK í Ólafs-
firði. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00.
3. deild
Einn leikur verður í 3. deild í dag,
Haukar og Reynir Á. leika á Hvaleyr-
arholtsvelli kl. 14.00. Á morgun leika
ÍK og TBA á Kópavogsvelli á sama
tíma. Þrír leikir verað síðan á mánu-
dagskvöld kl. 20.00; Þróttur R. -' BÍ,
Þróttur N. - Völsungur, Dalvík - Ein-
heiji.
4. deild
Sjö leikir verða í 4. deild í dag,
laugardag. Fjölnir og Snæfell leika á
Gervigrasinu, Hafnir og Ægir í
Keflavík, HK og Hveragerði í Kópa-
vogi, Neisti og Kormákur á Hofsósi,
Hvöt og Geislinn á Blönduósi, Austri
Rf. og UMSE-b á Raufarhöfn og
Magni og Narfi í Grenivík. Á morg-
un, sunnudag verða fjórir leikir í 4.
deild; Neisti og Sindir leika á Djúpa-
vogi, Austri og KSH á Eskifirði,
Stjaman og Leiknir á Staðarborgar-
velli og Huginn og Valur á Seyðis-
firði. Allir leikirnir hefjast kl. 14.00.
Frjálsar íþróttir
íslandsmótið í maraþonhlaupi fer
fram á Egilsstöðum á sunnudag og
hefst kl. 12.00 við Esso skálann.
Keppt er í maraþoni, hálfu maraþoni,
10 km og 4 km skemmtiskokki.
Lyftingar
Sumarmót KRAFT í karla og kvenna-
flokki fer fram í Garðaskóla í
Garðabæ í dag, laugardag. Mótið
hefst kl. 13.00.
Golf
Meistaramót golfklúbbanna fara fram
um helgina og lýkur þeim flestum á
sunnudag.
Stefan Edberg sigraði Ivan Lendl í undanúrslitum og mætir Boris Becker í úrslitum þriðja árið í röð.
Edberg fær annað tækifæri
Mætir Boris Becker í úrslitaleik þriðja árið í röð eftir sigur á Ivan Lendl
STEFAN Edberg færtækifæri
til að svara fyrir tapið í fyrra
er hann mætir Boris Becker í
úrslitum Wimbledonmótsins á
morgun. Becker, sem vann
Goran Ivanisevic í undanúrslit-
um, sigraði í úrslitaleiknum í
fyrra en Edberg árið 1988 og
er þetta þriðja árið í röð sem
þeir mætast í úrslitum. Ivan
Lendl, sem æfði í sex mánuði,
sérstaklega fyrir mótið, er
hinsvegar úr leik eftir tap gegn
Edberg en segist ætla að reyna
aftur næsta ár að ná þessum
eftirsótta titli.
Fyrir mótið spáðu margir því að
Ivan Lendl myndi sigra. Hann
ákvað að taka ekki þátt í opna
franska meistaramótinu, til að und-
irbúa sig fyrir Wimbledon, en keppti
á mörgum minni mótum á grasi. í
•einu þeirra sigraði hann Boris Beck-
er í úrslitaieik og héldu þá flestir
að stundin væri runnin upp; nú
næði Lendl eina titlinum sem hann
ætti eftir.
En draumur Lendls um sigur á
Wimbledon fór fyrir lítið í undanúr-
slitaleiknum gegn Stefan Edberg.
Svíinn lék af miklu öryggi og upp-
skar sanngjarnan sigur, 6:1 7:6 og
6:3. Hann vann fyrstu lotuna á
aðeins 23 mínútum en átti í vand-
ræðum með næstu. Lendl hafði yfir-
höndina 4:3 en réði ekki við sterka
bakhönd Edbergs í lokin. í síðustu
lotunni sigraði Edberg nokuð ör-
ugglega, 6:3, og tryggði sér sæti í
sjöunda úrslitaleik sínum á stór-
móti.
„Mér fannst ég ekki vera á rétt-
um hraða og ég var alltaf skrefi á
eftir Edberg,“ sagði Ivan Lendl eft-
ir leikinn. „En ég hef ekki gefist
upp og á eftir að koma hingað aft-
ur næsta ár,“ sagði Lendl.
„Eg er mjög ánægður jneð leik
minn í dag og náði að halda press-
unni allan leikinn," sagði Edberg.
„Ég vona að ég nái svipuðum leik
á sunnudaginn en það verður erfitt.
Ég verð að taka áhættu og er tilbú-
inn til þess.“
Boris Becker var lengi í gang
gegn Goran Ivanisevic en sigraði
4:6 7:6 6:0 7:6. Ivanisevic kom
Becker í opna skjöldu og vann
fyrstu lotuna með mjög kraftmikl-
um leik. Onnur lota var mjög spenn-
andi og hvað eftir annað varð Beck-
er að kasta sér flötum til að bjarga
stigi. Hann náði þó að knýja fram
sigur í oddahrinu, 7:4. í þriðju lot-
unni var hinsvegar aldrei spurning,
Becker hafði mikla yfirburði og
sigraði í sex hrinum á átján mínút-
um. Sú fjórða var jöfn en Becker
sigraði í oddahrinu, eftir mistök
Ivanisevics.
„Hann iék mjög vel í dag og
muunurinn var ekki mikill nema í
þriðju lotu,“ sagði Becker. „Edberg
er frábær á grasi og við höfum átt
marga góða leiki. Við þekkjum hvor
annan mjög vel — svo vel að við
gætum líklega ieikið blindandi.“
Bein útsending hjá RÚV
Ríkissjónvarpið sýnir úrslitaleiki
Wimbledonmótsins í beinni útsend-
ingu um helgina. í dag hefst útsend-
ingin kl. 13 með leik Martinu
Navratilovu og Zinu Garrison í
kvennaflokki og á sama tíma á
morgun hefst leikur Boris Beckers
og Stefans Edbergs.
Undanúrslit á Wimbledon
Tölur framan við nöfnin tákna sæti á styrkleikalista mótsins:
Einliðaleikur karla:
3-Stefan Edberg (Svíþjóð)— 1-Ivan Lendl (Tékkósl.)........6:1 7:6 (7:2) 6:3
2-Boris Becker (V-Þýskal.)— Goran Ivanisevic (Júgósl.) ....4:6 7:6 (7:4) 6:0 7:6 (7:5)
Tvíliðaleikur karla:
2-Pieter Aldrich/Danie Visser — Javier Frana/Leonardo Lavalle.6:4 6:3 6:2
1-Rick Leach/Jim Pugh — Stefan Kruger/Greg van Emburgh.4:6 6:4 7:6 (7:2) 6:3
Tvíliðaleikur kvenna:
1-Jana Novotna/Helena Sukova—10-Patty Fendick/Zina Garrison..7:6 (7:1) 6:4
6-Kathy Jordan/Elizabeth Smylie — 3-Larissa Savsjenkó/Natalía Zvereva 6:2 7:6 (7:3)
HAUKA
FÉLA6AR
Mætið í gróðursetninguna ó Ásvöllum í dag, laugardag, kl. 14.00.
Hafið skóflur með.
Nefndin.
Hvaleyrarholtsvöllur
Hörkuleikur
í 3. deild
Haukar - Reynir,
Árskógsströnd
ídagkl. 14.00
50 fyrstu gestirnir fá Stjörnupopp
Kalfistofan Kænan, Billiardstofan, Bókabúð Olivers
Fornbúðum Hjallahrauni 13 Steins
Áfram Haukar — Áfram Haukar
REYKJAVIKURMARAÞON - 5 VIKURTIL STEFNU
Æfingaáætlun og leiðbeiningarfyrirskokkara:
Kosturínn við að fylgja
æf ingaáætlun er að fá aðhald
SIGURÐUR P. Sigmundsson,
íslandsmethafi í maraþon-
hlaupi, hefur fallist á að skrifa
um undirbúning fyrir
Reykjavíkurmaraþonið fyrir
Morgunblaðið og munu
greinar hans birtast alla laug-
ardaga fram að hlaupinu.
Fyrsta gein hans fer hér á
eftir.
Nú eru 5 vikur þar til
Reykjavíkurmaraþon fer
fram. Margir skokkarar eru
eflaust komnir langt í undirbún-
ingi fyrir hlaupið, enda fleiri og
fleiri sem skokka reglulega allt
árið. Fyrir þá sem eru skammt
komnir áleiðis, en viija undirbúa
sig markvisst ætla ég að setja upp
aifingaáætlun fyrir viku í senn í
hveiju iaugardagsblaði fram að
hlaupinu. Aætlunin fyrir skemmt-
iskokkið er miðuð við bytjendur,
en áætiunin fyrir hálfmaraþon er
meira fyrir þá skokkara sem hafa
einhvern bakgrunn. Rétt er að
taka fram að ekki á að fara bók-
staflega eftir slíkum áætlunum.
Allt í lagi er að breyta aðeins
vegalengdum og skiptingu á daga..
Eins verður að taka Lillit til eymsla
og veikinda. Aðalatriðið er að
nokkur regla sé á æfingunum
þannig að uppbyggingin verði
markviss. Einn kosturinn við að
fylgja æfingaáætlun er einmitt sá
að fá aðhaid.
I.vika
Skemmtiskokk
1. d. 5 kmróelga
2. d. Hvíld
3. d. 3 km rólega
l.d. Ilvíld
5. d. 4 km rólegíi
6. d. HvUd
7. d. Hvfld
Hálbnaraþon
lOkmrólega
Hvíld
0 km jafnl
8 km rólega
Hvíld
Bkmjarnl
Hvíld
Hvort æfingavikan byrjar á
sunnudegi eða mánudegi skiptir
ekki máli, en margir hlauparar
kjósa sunnudag og lilaupa þá
gjarnan lengstu vegalengd vik-
unnar. Hver og einn verður að
Finna sinn eigin hraða. Til leið-
beiningar miða ég við að rólegt
fyrir byijendur sé 6 mín. og hæg-
ara pr. km, en jafnl samsvari 5 -
6 mín. pr. km. Ef enhver vill
hlaupa og ganga til skiptis þá er
það að sjálfsögðu í lagi. Byrjendur
skyldu hins vegar ekki tvöfalda
ráðlagt æfingamagn vegna þess
að slíkt kanna að leiða til meiðsla.
Betra er að bæta við æfingar
annars konar álagi t.d. sundi ef
fólk vill. Þetta fer þó allt eftir því
hvaða grunn hver og einn hefur.
í næstu þáttum mun ég taka
fyrir einstaka þætti í undirbún-
ingnum s.s. búnuð og mataræði.
Með kveðju
Sigurður P. Sigmundsson
-