Morgunblaðið - 08.08.1990, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990
Hópur Eyfírðinga og Þingeyinga:
Forsætisráðherra send
andmæli við álveri
Vígsluathöfn
Siglingar
SIGLING, höggmynd Jóns Gunn-
ars Árnasonar heitins myndhöggv-
ara, var vígð á föstudag. Helga
Jónsdóttir, dóttir listamannsins,
afhjúpaði skjöld á fótstalli lista-
verksins, sem var unnið í stál í
Slippstöðinni á Akureyri eftir mót-
um Jóns Gunnars. Sigríður Stef-
ánsdóttir,_ forseti bæjarstjórnar,
Ingólfur Ármannsson, menningar-
fulltrúi, og Jóhannes Sigvaldason,
stjórnarformaður Kaupfélags Ey-
firðinga, fluttu ávörp en listaverkið
er reist af Akureyrarbæ í tilefni
100 ára afmælis KEA fyrir ijórum
árum. Allmargir bæjarbúar og
gestir söfnuðust saman við vígslu
listaverksins.
HÓPUR Eyfirðinga og Þingey-
inga hefur sent forsætisráðherra
bréf, þar sem hugsanlegri bygg-
ingu álvers við Eyjaljörö er and-
mælt. Að sögn Stefáns Halldórs-
sonar á Hlöðum skrifa framámenn
y sveitarstjórnar- og félagsmálum
í öllum sveitarfélögum Eyjafjarð-
arsýslu utan Grímseyjarhrepps,
auk tveggja hreppa í Þingeyjar-
sýslu, alls á fjórða tug manna,
undir bréfið.
Norðlensk-
ar kartöfl-
ur á markað
NORÐLENSKAR kartöflur eru nú
farnar að berast á markað. Nokk-
uð var óttast um uppskeru ársins
í vor vegna kulda og þurrka.
' Samkvæmt upplýsingum frá Öngli
hf. í Öngulstaðahreppi komu fyrstu
kartöflurnar á vegum fyrirtækisins
á markað þann 31. júlí síðastliðinn.
Vonast menn þar til að veðurfarið í
bytjun sumars hafi ekki haft teljandi
áhrif á uppskeruna, enda hefur
þokkalega viðrað til kartöfluræktar
síðan.
Verslunarmannahelgin:
MetQöldi til
Hrísevjar
UM 2.000 manns lögðu um versl-
unarmannahelgina leið sína til
Hríseyjar með ferjunni Sævari,
og er það mesti ijöldi sem heim-
sótt hefur eyna um þessa ferða-
helgi. Gamla metið, sem sett var
síðastliðið ár, var 1.650 manns.
Að sögn Guðjóns Björnssonar
sveitarstjóra í Hrísey fór verslunar-
mannahelgin fram með besta móti í
eynni, þrátt fyrir þennan mikla
gestafjölda. Hríseyjarfeijan flutti í
júlímánuði 11.234 farþega, en
11.099 á sama tíma í fyrra.
Morgunblaðið/KGA
Tók Stefán fram, að ekki væri um
undirskriftasöfnun að ræða, heldur
ábendingu til ríkisstjómarinnar frá
þeim hópi sem undirritar bréfið. Tel-
ur hópurinn að álver við Eyjafjörð
myndi stefna byggða- og atvinnu-
ástandi á svæðinu í hættu, og at-
vinnugreinar sem tengjast landbún-
aði á beinan eða óbeinan hátt, ekki
síst í þéttbýli, myndu einnig eiga
skaða vísan.
Stefán sagði, að síst væri sam-
staða um ágæti álvers við Eyjafjörð
í sveitarfélögum í sýslunni, og að
andstaða við hugmyndina færi vax-
andi frekar en hitt.
Slæm umgengni í Vaglaskógi um helgina:
Aðalsvæði skógarins jafnvel
lokuð það sem eftir er sumars
„ÞETTA gengur ekki svona mikið lengur, það verður að stöðva þetta.
Mér sýnist sem við þurfum jafnvel að loka aðaltjaldsvæðum skógarins
það sem eftir lifir sumars vegna umgengninnar um verslunarmanna-
helgina," sagði Sigurður Skúlason skógarvörður í Vaglaskógi, en tals-
verð ölvun og afar slæm umgengni var í skóginum um helgina. Sigurð-
ur sagði, að um 1.500 manns hafí verið saman komnir þar þegar
mest var, þar á meðal unglingar niður í 13 ára aldur, og taldi hann
líklegt að margir þeir sem í skóginum voru hefðu lagt leið sína þang-
að meðal annars vegna strangra aldurstakmarka á útihátíðum sem
haldnar voru um helgina.
Fólk tók að safnast saman í skóg-
inum strax á fimmtudag. Björgunar-
sveitir og lögregla aðstoðuðu starfs-
fólk skógarins mestalla helgina við
gæslu og eftirlit. „Krakkarnir tóku
skóginn bara undir útihátíð, og við
réðum ekki neitt við neitt," sagði
Sigurður. „Til dæmis var eitt kvöldið
mætt hér hljómsveit á fiutningabíl
með ljósamótor, og hóf að spila tón-
list. Þessu urðum við auðvitað að
vísa burt. Aðfaranótt laugardags var
kalt hér, og við höfðum í nægu að
snúast við að varna því að drukkið
fólk sofnaði afsíðis.“ Sigurður sagði,
að björgunarsveitir hefðu ekki síst
þurft að hafa eftirlit við Fnjóská, en
hún rennur sem kunnugt er um skóg-
ræktarsvæðið. „Mér sýnist sem hár
aðgangseyrir og ströng aldurstak-
mörk á útihátíðum hafi átt sinn þátt
í að auka straum unglinga hingað
um helgina. Það er álitamál hvort
ekki eigi að hafa skóginn lokaðan
unglingum um komandi verslunar-
mannahelgar."
Miklar skemmdir voru unnar á
aðaltjaldsvæðum skógarins, og sagði
Sigurður að glerbrot væru á víð og
dreif á tjaldsvæðunum. Þá voru unn-
ar skemmdir á hreinlætisaðstöðu,
allar hurðir hennar rifnar af hjörun-
um og pappírsþurrkuhaldarar rifnir
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Unnið að hreinsun Stórarjóðurs, Birgir Sigurðsson, Auðunn Guðna-
son, Sigurður Skúlason skógarvörður og Agúst Guðnason.
af veggjum. Þetta gerir það að verk-
um að þessi svæði verða lokuð nú
um nokkurt skeið.
Skipulögð voru fjölskyldutjald-
svæði sunnan til í skóginum um helg-
ina, og sagði Sigurður að þrátt fyrir
bágborna aðstöðu þar hefði um-
gengni þar verið til fyrirmyndar.
Þessi svæði, sem eru á eyrum innst
í skóginum, verða opin meðan á
hreinsun stendur.
Agætlega gengur að
ráða í kennarastöður
ÁGÆTLEGA hefur gengið að
ráða í lausar kennarastöður á
Norðurlandi eystra í sumar. Að
sögn Trausta Þorsteinssonar
fræðslustjóra er þó enn óráðið í
nokkrar stöður, en þær eru við
skóla sem ekki hefja starf fyrr en
um eða eftir miðjan september.
Trausti sagði, að allmargar kenn-
arastöður í fræðsluumdæminu hafi
verið auglýstar í sumar, en þar hafi
í mörgum tilfellum verið um stöður
að ræða sem réttindaláusir kennarar
hafi setið, og verið endurráðnir í. „Ég
sé ekki fram á vandræðaástand í
kennaramálum fyrir komandi vetur.
Hins vegar mætti alltaf vera meira
um umsóknir frá kennurum með full
réttindi," sagði Trausti.
Háskóliim á Akureyri
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við
Háskólann á Akureyri:
Staða lektors í hjúkrunarfræði við
heilbrigðisdeild.
Staða lektors í lífefna- og örveru-
fræði við sjávarútvegsdeild.
Staða lektors í iðnrekstrarfræði við
rekstrardeild.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsækjendur skuíu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Upplýsingar um starfið gefa forstöðumenn viðkomandi deilda í síma
96-27855.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 10. septem-
ber nk.
Háskólinn á Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hópurinn sem vann að merkingum á álftastofninum á Norðaustur-
landi um helgina. Efri röð f.v.: Ekhardt Thorstensen, Þórey Ketils-
dóttir, Eileen Rees, Jón Magnússon, Ævar Petersen og Þorvarður
Árnason. Neðri röð f.v.: Frank U. Schmidt, Sverrir Thorstensen og
Ólafur Einarsson.
Háskólinn á Akureyri
Laus er til umsóknar staða
tölvunarfræðings/kerfis-
fræðings við Háskólann á
Akureyri.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 10. september og skal umsóknum skilað á skrif-
stofu skólans ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri í síma 96-27855.
Háskólinn á Akureyri
Álftir
merktar
Náttúrufræðistofnun Íslands
hefur að undanfórnu unnið að
merkingu álftastofnsins á Norð-
austurlandi. Hefur hópur á vegum
stofnunarinnar merkt um 140
fugla, en í fyrra voru um 200 fugl-
ar merktir á þessu svæði. Við
rannsóknir á stofninum undanfar-
in ár hafa komið í ljós áður ókunn-
ar fellistöðvar á Melrakkasléttu,
og einnig virðist hluti þeirra fugla
sem áður dvaldi við Mývatn hafa
tekið sér bólstað við Skjálftavatn,
sem myndaðist í jarðhræringum
árið 1976.
Álitið er að um fimmtán þúsund
fuglar séu í íslenska álftastofninum.
Merkingarnar eru gerðar í samvinnu
við bresku samtökin Wildfowl and
Wetlands Trust, sem beita sér fyrir
verndun og rannsóknum á andfugl-
um og heimkynnum þeirra. Fuglam-
ir voru rannsakaðir, mældir og vigt-
aðir, og að lokum merktir á fæti
með stálhring og hylki á stærð við
ljósmyndafilmu. Á hylkið er letrað
númer viðkomandi fugls, svo stórt
að það megi greina með hjálp sjón-
auka. Náttúrufræðistofnun vill beina
því til fólks sem verður vart við
merkta fugla að koma upplýsingum
um það til stofnunarinnar, hvar og
hvenær fuglarnir sáust, númer þeirra
og einnig á hvaða fæti merkið var.