Morgunblaðið - 05.09.1990, Síða 44
UtilX
FRAMTÍÐARINNAR
HEITIR:
IBMAIX
Kringlan 5
Simi
692500
sm
LMENNAR
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Eins árs áætlun um
gullleit hér á landi:
Islending-
^ar kynntu
sér gullleit
í Grænlandi
ÁTTA íslenskir jarðfræðingar
voru fyrir skemmstu á ferð á
Grænlandi, og skoðuðu þar meðal
annars framkvæmdir við gullleit.
Orkustofnun stóð að hluta fyrir
ferðinni, en stofnunin hefur,
ásamt Kísiliðjunni hf. og Iðn-
tæknistofnun Islands, gert áætlun
um eins árs gullleit hérlendis.
—^ Aðilarnir þrír fengu meðal annars
500 þús. kr. styrk frá Rannsókn-
aráði vegna þessa, en alls er
reiknað með að um 2 millj. kr.
fari til þessa verkefnis. Undanfar-
ið hefur verið safnað sýnum víða
á landinu vegna þessa.
„Þarna eru fyrst og fremst frum-
kannanir á ferðinni," sagði Hjalti
Franzson jarðfræðingur, en hann
vinnur að framkvæmd áætlunar aðil-
anna þriggja, og var einn áttmenn-
/ inganna sem fóru til Grænlands.
„Þetta svæði á Grænlandi,
- Skærgárd, á sér afskaplega merki-
lega jarðfræði. Við litum síðan á
gullleitarframkvæmdirnar fyrst við
vorum þarna á annað borð.“ Hjalti
tók fram, að för þeirra eða rannsókn-
ir tengdust á engan hátt þeim náma-
fyrirtækjum sem vinna að fram-
kvæmdum á Grænlandi. „Það var
hins vegar afskaplega fróðlegt að
sjá hversu hrikalegar aðstæður eru
þarna og merkilegt að vinnsla skuli
e.t.v. þrátt fyrir það borga sig,“
sagði Hjalti. „Þeir hafa borað þarna
13-15 holur, og eru áð kanna hversu
' stórt þetta jarðlag er, og í framhaldi
af því hvort námarekstur borgar
sig.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Algengsjón ísveitum landsins
Æ fleiri baendur hafa tekið svokallaða rúllubaggatækni í sína þágu við heyskap. Er rúllunum hlaðið upp og hlöður eru því orðnar óþarfar á
mörgum bæjum. Þessi sjón er orðin algeng í sveitum landsins.
Þorsteinn Pálsson ávarpar setningarfund þings Litháens:
Islensk stjómvöld viður-
kenni fullveldi Litháens
Flugleiðir:
Hækkunar-
beiðni frestað
FLUGLEIÐIR hafa frestað því að
fara fram á hækkun á fargjöldum
sínum, en tll stóð að gera það í
fyrradag.
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
sagði að félagið vilji skoða þróun
markaðarins og athuga betur for-
sendur hækkunarbeiðninnar, enda
lægi Flugieiðum ekki á að fá far-
■gjöldin hækkuð.
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði setn-
ingarfund þings Litháens í gær. í ávarpi sínu lýsti hann eindregnum
stuðningi við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og sagðist mundu halda
áfram baráttu sinni fyrir viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á full-
veldi allra Eystrasaltslandanna. Var máli Þorsteins vel tekið og
hylltu þingmenn hann með því að rísa úr sætum. Þorsteinn og Kjart-
an Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, áttu í gær
fund með Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, Kazimieru
Prunskiene forsætisráðherra og fleiri leiðtoga í Vilnius, höfuðborg
landsins.
„Óhætt er að segja að það hafi
verið mikil lífsreynsla að koma
hingað til Vilnius, finna þessa
sterku sjálfstæðistilfinningu þjóðar-
innar," sagði Þorsteinn Pálsson í
símaviðtali við Morgunblaðið í gær.
„Litháar verða ekki • stöðvaðir í
UR VERINU
Sérblað um sjávarútveg
NÝTT sérblað fylgir Morgun-
blaðinu í dag og er heiti þess
Úr verinu. Það er helgað sjáv-
arútvegi og kemur framvegis
út á miðvikudögum.
Einar Sigurðsson útgerðar-
maður skrifaði um árabil þátt í
Morgunblaðið undir heitinu Úr
verinu og er nafn blaðsins sótt
þangað. í því verður fjallað í
fréttum, viðtölum og fréttaskýr-
ingum um hinar ýmsu greinar
sjávarútvegs og línurit, töfiur og
gröf munu setja svip á blaðið.
Úr verinu i dag flytur meðal
annars fréttir af óvenju háu verði
á sjófrystum afurðum, sérstökum
vinnslukvóta á allar söltunar-
stöðvar frá upphafi síldarvertíðar
og átökum í EB um hugmyndir
um að stækka möskva vegna
smáfiskadráps. Rætt er við Svein
Ingólfsson, framkvæmdastjóra
Skagstrendings, og í fréttaskýr-
ingu er fjallað um vanda togara-
útgerðar frá Keflavík. Yfirlit um
afla rúmlega 200 fiskiskipa í
síðustu viku er í blaðinu og greint
frá hverjir fengu leyfí hjá Afla-
miðlun til sölu á fiski erlendis í
næstu viku og hverjum var synj-
að.
áformum sínum um fullt sjálfstæði.
Landsbergis útskýrði hina pólitísku
stöðu sem nú er í málinu, samning-
ana við Sovétríkin og mikilvægi
þess að Litháar fái stuðning vest-
rænna ríkja. Þeir telja það geta
skipt sköpum í viðræðunum við
Sovétmenn að fá viðurkenningu
annarra ríkja. Við ræddum líka um
viðskiptaþvinganir Moskvumanna
og hvernig Litháar brugðust við
þeim. Litháarnir sögðu að hafnar
væru undirbúningsviðræður við
Moskvumenn og sögðust hafa lagt
fram tillögu að skipulagi þeirra en
ekkert svar hefði borist og þetta
væri áhyggjuefni. Sovétstjórnin
virtist aðeins hafa áhuga á að auka
miðstjórnarvald sitt og hefur ekkert
slakað til enn þá.
Mér var boðið sérstaklega að
ávarpa þingið og það var mjög
áhrifaríkt. Móttökurnar í þingsaln-
um voru hjartanlegar og það var
einstaklega vánægjulegt að finna
hve mikils þeir meta stuðning, jafn-
vel frá fámennri þjóð eins og okk-
ar,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Sjá ávarp Þorsteins Pálssonar
í heild á miðopnu.
Ruddist ölvaður inn í
ráðuneyti og Hæstarétt
húsi og þurfti þar að vísa honum á
dyr. Þegar lögreglan kom á vett-
vang var maðurinn á bak og burt,
akandi að því er talið er.
Lögregla telur sig vita um hvaða
mann sé að ræða, óreglumann um
þrítugt.
MAÐUR undir áhrifum áfengis
eða vímuefna ruddist inn í dóms-
málaráðuneytið og Hæstarétt
síðdegis í gær og vildi berja fólk.
í ráðuneytinu kvaðst maðurinn
vilja ræða við ákveðinn starfsmann
um ökuréttindi sín. Sá var ekki við.
Maðurinn fór þá í Hæstarétt í næsta
Bændur á Suðvesturlandi:
Vandræði vegna óþurrka
ILLA gengur að ljúka heyskap á
suðvesturhorni landsins vegna
vætutíðar. Bændur sem blaðið
hafði tal af segja að ekki hafi
komið góður þurrkur síðan í júní,
utan einstaka daga í kringum
verslunarmannahelgina. Mun
horfa til vandræða vegna þessa
hjá einstaka bændum, þrátt fyrir
að heyskapur sé víðast langt,
kominn.
Þeir bændur sem Morgunblaðið
ræddi við höfðu orð á því, að illa
hefði farið ef rúllubaggavæðing
væri ekki jafn langt komin og raun
bæri vitni. Þurrkur í júnímánuði
nýttist bændum lítið sem ekkert til
heyverka, þar sem spretta er stutt
á veg komin á þeim tíma. Þetta á
ekki síst yið um sauðfjárbændur,
sem beita fé sínu á tún fram yfir
mánaðamótin maí-júní, áður en því
er sleppt á fjall.
Ekki er séð fyrir endann á vand-
ræðum bænda á Suðvesturlandi
vegna veðurfars, þar sem þeir hafa
nú áhyggjur af því að haustrokin
spilli fyrir þeim hirðingu á hey-
fengnum.