Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 210. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gæsagangur við Hljómskálann Morgunblaðið/RAX Persaflóadeilan: * Frakkar reka fulltrúa Iraka úr landi og Qölga í herliðinu París. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti skýrði frá því á blaðamannafundi í gær að ákveðið hefði verið að fjölga í herliði Frakka við Persaflóa. Yrðu 4.000 her- menn til viðbótar sendir til Saudi-Arabíu til að treysta enn frekar varnir lands- ins gegn hugsanlegri innrás íraka. Sagði forsetinn að ennfremur hefði verið ákveðið að reka hermálaráðgjafa þá sem störfuðu við sendiráð íraka í París og liðsmenn írösku leyniþjónustunnar úr landi. Blámaður fær hlutverk Guðs SAMTOK breskra atvinnuleikara hafa kveðið upp þann tímamótaúrskurð að blökkumaður nokkur úr Vesturheimi, Ken Page að nafni, megi koma fram í hlutverki Guðs almáttugs á leiksviði í Lundúnum. Forráðamenn söngleiks sem setja á upp þar í borg og nefnist „Börn aldingarðsins Eden“ höfðu leitað logandi ljósi að breskum leikara til að taka hlut- verk þetta að sér en engan fundið. Ken Page var þeim því eins og sending af himnum. Leikstjórinn kvaðst strax hafa séð að þarna væri fundinn maður sem hefði bæði viðeigandi reynslu og radd- svið í þetta vandasama hlutverk en söng- leikurinn er byggður á textum Gamla testamentisins. „Við fögnum því að hæfí- leikamikill erlendur listamaður skuli koma hingað til að fara með hlutverk Guðs jafnvel þótt það sé alkunna og blasi við að almættið geta Bretar einir leik- ið,“ sagði framkvæmdasljóri hagsmuna- samtaka breskra leikara. Hermenn píndir til skotfæraáts LIÐSFORINGI í her Sviss hefur verið leystur frá skyldustörfum sínum vegna þess að fullsannað þykir að hann hafi neytt tæplega 20 undirsáta sína til að leggja sér skotfæri til munns. Að sögn talsmanns svissneska varnarmálaráðu- neytisins neyddi liðsforinginn sérhvern undirmanna sinna til að snæða á að giska 30 grömm af skotfærum en ekki fylgdi fréttinni í hvaða formi þau voru. Einn þybbaðist við og var hann þá óðara rúinn klæðum sínum og því næst þvingaður til að gleypa sinn skammt. Fjarlægið skinnið eftir steikingu Boston, Bandarílgunum. Reuter. NEYTENDUM sem vilja forðast blóðfitu- ríkan mat hefur verið ráðlagt að taka skinnið af kjúklingum fyrir steikingu, en manneldisfræðingar við Minnesota- háskóla segja að það sé óþarfi hinn mesti. Linda Dieleman og Beate Krinke sögðu að tilraunir hefðu sýnt að losna mætti við alveg jafnmikla fitu með því að taka skinnið af eftir steikingu. „Þegar skimíið er tekið af fyrir steikingu leiðir það ein- ungis til þess að kjötið verður þurrara," sagði í bréfi manneldisfræðinganna tveggja til bandaríska læknatímaritsins New Englund Journal of Medicine, „en það hefur engin áhrif á fituinnihaldið." Mitterrand brást hinn versti við á föstu- dag er þær fréttir bárust að íraskir hermenn hefðu ruðst inn í bústað sendi- herra Frakklands í Kúvæt-borg og haft á brott með sér fjóra menn. Einum þeirra, hermálafulltrúa frönsku ríkisstjórnarinnar, var sleppt úr haldi skömmu síðar en hinir þrír munu enn vera á valdi íraka. Forset- inn sagði þetta jafngilda árás á franska ríkið og boðaði að brugðist yrði við af fullri hörku. George Bush forseti hét Frökkum þá þegar fullum stuðningi Bandaríkjamanna. Franska ríkisstjórnin kom saman til skyndifundar í gærmorgun og er honum lauk greindi Mitterrand forseti frá því að afráðið hefði verið að fjölga enn frekar i herliðinu í Mið-Austurlöndum. Yrðu þijár sveitir fallhlífarhermanna og fótgönguliða sendar til Saudi-Arabíu, alls rúmlega 4.000 manns. Ennfremur hefði verið ákveðið að senda til landsins skriðdreka, herþotur og þyrlur, búnar vopnum gegn bryndrekum. Þegar liðsafli þessi hefur tekið sér stöðu munu alls um 13.000 franskir hermenn verða til taks bijótist út átök í Mið-Austur- löndum auk þess sem 14 frönsk herskip eru á hafsvæðum í nágrenni íraks. Forsetinn kvað frönsk stjómvöld einnig hafa ákveðið að vísa hermálaráðgjöfum íraka úr landi en fjórir slíkir eru starfandi í sendiráðinu í París. Þá myndi starfsmönn- um leyniþjónustu íraka í Frakklandi einn- ig vera gert að hafa sig á brott og skipti þá engu hvort viðkomandi teldust stjórnar- erindrekar eður ei. Loks yrði ferðafrelsi sendiherra íra.ka í París og undirsáta hans takmarkað en forsetinn bætti því við að það jafngilti því ekki að írökunum yrði haldið í gíslingu. Mitterrand lýsti einnig yfir því að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að taka til athugunar hvort ekki bæri að refsa ríkjum þeim er brytu gegn viðskiptabann- inu sem samþykkt hefur verið á vettvangi samtakanna gagnvart írak og Kúvæt. Sagði hann að of mikið væri um það að bannið væri ekki virt og hvatti jafnframt til þess að flutningar loftleiðis til íraks yrðu heftir. P Z >• S M z z g I STEFAN BALD URSSON 19 16 \OTlM Jón Sigurdsson BYRIW rábherra og álmálid mmtóim IFÚM um- Itótó 14 iúl m '”*• 1 r < • 1 'í i t - % MED GOWM VIUA Ingmar Bergman ogBille August fN gera saman kvikmynd /1BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.