Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. SBPTEMBER 1990 37 Bjarni Pálsson Fæddur 4. október 1905 Dáinn 9. september 1990 Bjarni Pálsson fæddist á Selja- landi í Fljótshverfi 4. október 1905, hinn fimmti í röðinni af fimmtán systkinum, auk eins hálfbróðurs. Foreldrar Bjarna voru Málfríður Þórarinsdóttir og Páll Bjarnson. Móðir Málfríðar var Kristín Jóns- dóttir bónda á Dalshöfða á Fljóts- hverfi Magnússonar en faðir Málfríðar var Þórarinn Þórarinsson bónda á Seljalandi Eyjólfssonar. Pall var sonur Bjarna bónda og hreppstjóra í Hörgsdal á Síðu Bjarnasonar hreppstjóra á Keldun- úpi og Helgu, yngstu dóttur sr. Páls Pálssonar prófasts í Hörgsdal. Málfríður og Páll byijuðu sinn búskap á Seljalandi í tvíbýli við foreldra Málfríðar. Efni voru góð á Seljalandi á þeim árum en í hönd fóru erfiðir tímar. í páskaáhlaupi 1917 tapaðist nær helmingur fjár- stofnsins, ær króknuðu lambfullar. Bóndinn lagðist í brjósthimnubólgu um sumarið og lá rúmfastur í hálft annað ár. Vorið 1918 var með ein- dæmum kalt og sumarið graslítið. Kötlugos í október 1918 bætti gráu ofan á svart og eyðilagði alla beit. Bústofninn komst niður í 60 kind- ur, 2 kýr og nokkur hross til að framfleyta þrettán barna heimili. Heilsa bóndans var brostin, en elstu börnin léttu undir, og með seiglu, útsjónarsemi og æðruleysi komst heimilið gegnum þessar þrengingar án nokkurra opinberra styrkja. Börnin komust öll á legg og döfn- uðu vel. Bræðurnir réðust sem ungl- ingar í vinnu á næstu bæi, og hinir elstu fóru til sjós á vetrum, gang- andi um langan veg. Þannig lögðu þeir heimilinu dijúgt til og því var veitt eftirtekt, að systkinin frá Seljalandi báru með sér þann brag, sem einkenndi fólk frá góðum heim- ilum. Þegar Páll bóndi lést af lunga- bólgu árið 1922 tók elsti sonurinn, Þórarinn, við búsforráðum ásamt móður sinni. Ári seinna gerðist Bjarni vinnumaður hjá Jóni bónda Jónssyni á Teigingalæk. Bjarni var harðduglegur til allra verka, eltist við kindur um hraun og heiðar og dró veiði úr ósnum, en glaðastur var hann þegar gerði góðan þerri fyrir húsbóndann. Árið 1930 fluttist Bjarni að Mar- íubakka í Fljótshverfi og kvæntist þar Sólveigu Sigurðardóttur ljós- móður. Sólveig var fædd 1898 á KálfafeHi, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Guðrúnar Hansvíums- dóttur, en þau gerðust ábúendur á Maríubakka 1901. Bjarni og Sól- veig bjuggu á Maríubakka fram til ársins 1937 en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Bjarni réðst í vinnu hjá Blikk- smiðju Guðmundar Breiðíjörð, en Guðrún kona Guðmundar var föður- systir Bjarna. Þar stundaði Bjarni ofnasmíði í ein 20 ár, fyrst sem smiður en síðar verkstjóri. Hann þótti laginn, vandvirkur og afkasta- mikill verkmaður. Bjarni var síðan ráðinn til Hafnarstjóra Reykjavíkur og tók við rekstri Hafnarbaðanna á móti Páli bróður sínum eftir að mágur hans, Guðbjartur Björnsson, maður Helgu systur Bjarna féll frá árið 1957. Bjarni var jafnlyndur trúmaður. Hann var félagslyndur og í nálægð hans fundu menn hlýju og góðleika. Þau Sóveig voru um margt ólík en Guðmundur Sigurð- son - Kveðjuorð Mig langar til að minnast með örfáum orðum tengdaföður míns Guðmundar Sigurðssonar sem lést á Landspítalanum 8. september sl. Guðmundur var afskaplega glað- lyndur maður og barngóður og mik- ið hafði hann gaman af að leika sér við afabörnin sín þegar hann kom í heimsókn enda voru þau mjög hænd af honum og ávallt hafði hann eitthvað með til að gleðja lítil hjörtu. Guðmundur var mjög greið- vikinn. Nei var ekki til í hans munni, væri hann beðinn um greiða. Eg sakna tengdaföður míns mjög og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja hann, _mann sem öllum vildi gott gera. Ég er þess fullviss um að hann hefur átt góða heimkomu vísa. Elsku Brósi, Öddi og Geir, inni- legar samúðarkveðjur. Magnea Ingólfsdóttir Blómastofa Fhöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m ■ LEGSTEINAR GRANIT- MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. REGNBOGINN FRUMSÝNIR Á NÆSTUNNI HEFND samrýmd. Þegar heilsu hennar tók að hraka, annaðist Bjarni hana af sérstakri hugulsemi. Þeim varð ekki barna auðið. Þegar leið að ævi- kvöldi, ánöfnuðu þau Elli-og hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði eigur sínar, og þar naut Sól- veig hjúkrunar síðustu mánuði, áð- ur en hún lést árið 1986. Eftir að Bjarni var einn orðinn, naut hann félagsskapar við Helgu systur sína, sem bjó gegnt honum í Stórholti, en síðar fékk hann inni í raðhúsi fyrir aldraða hjá Sól- vangi, og lagi starfsfólk þar sig allt fram til að gera honum ævilok- in sem ánægjulegust. Á Sólvangi naut hann félags við aðra. Hann stundaði einnig gönguferðir og hélt reisn og beinu baki fram á síðustu daga. Hann var næmur á tónlist og lék á orgel sér til ánægju. Þrátt fyrir erfið og fábrotin lífskjör taldi hann Sig hafa verið gæfumann og skildi sáttur við þennan heim. Sveinbjörn Björnsson TOPPSPENNUMYND MEÐ URVALSLEIKURUM GERÐ AF LEIKSTJÓRANUM TONY SCOTT (T0P GUN). FRUARLEIKFIMI Frúarleikfimin í Langholtsskóla hefst þriójudaginn 25. september. Kennt veróur ó þriójudögum og fimmtudögum ó sama tíma og óður. Upplýsingar og innritun í síma 78082 á kvöldin. Kennari Áðalheiður Helgadóttir. Til sölu verktakarúta Sæti og borð fyrir 21. Hillurekkar fyrir verkfæri og efni. Snagar fyrir vinnuföt. Rafmagnsofnar og tenglar fyrir 220 V. — __| Diesel bifreið í toppstandi. L f'- 'ZjFI Blikk&Stál Blldstlöfa 12 Rvík. slmi 68 66 66 H HOGGDEYFAR - KUPLINGAR - DISKAR IIÝTt SÍMANÚMER SACHS Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegúm alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.