Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 NÆRALLIR ÞEKKJA ÞRÁIN eftir Friðrik Indriðason/myndir Ámi Sæberg LÁGVÆR vonbrigðastuna fer um hina hefðbundnu sumarös eitt þungbúið mánudagskvöld á Egilsstað- aflugvelli er Flugleiðir til- kynna seinkun á flugi suður til Reykjavíkur sökum þoku á flugvellinum. Þarna eru búralegir bændur, barn- margar húsmæður, seigurl- átir sjómenn, pottloksprýdd- ir laxveiðimenn, túristar í marglitum regngöllum og Þráinn. Hávaxinn ogþrek- inn hefur Þráinn staðið í tæp þrjátíu ár í sjoppunni sinni á flugvellinum, afgreitt háa sem lága, með kaffí eða kók- osbollur, lestrarefni eða síg- arettur og fleira og fleira. Af innfæddum sem bíða flugs er eitt sameiginlegt: Nær allir þekkja þeir Þráin. ráinn Jónsson, sem verður sex- tugur í haust, er af Gunnhildar- gerðisslektinu og hreykinn af. í glerskáp á vegg við sjoppu hans, þar sem lestrarefnið er aug- lýst, trónir bókin um Gunnhildar- gerðisættina á veglegum stað. Þrá- inn sá um útgáfu hennar og segir að hún seljist vel. Við hittum Þráin að máli stundu áður en ösin hefst og spurðum hann út í ævi og störf. Hann kann ógrynni af sögum um samtímamenn sína og fer vel með þær. Segir hinsvegar á eftir hverri að þetta megi nú ekki koma á prenti. Við segjumst ætla að sjá til. Þráinn er alinn upp í hópi átta systkina í Gunnhildargerði í Hró- arstungu á Héraði, foreldrar hans voru Jón Sigmundsson og Anna Ólafsdóttir. Hróarstunga er sveitin milli fljótanna tveggja á Héraði og kaliar Þráinn hana „Mesópótamíu Héraðsins“ enda er hann eins og margir af slektinu með sjálfsálitið í hófí. Á þessum bæ ólst hann upp fram á fullorðinsár og fór svo í búfræðinám að Hvanneyri. „Bú- skap var hætt í Gunnhildargerði árið 1964 en það þótti stórt á þess tíma mælikvarða, um 400 Qár og Qórar beljur," segir Þráinn. Hann bjó í Gunnhildargerði fyrstu árin eftir Hvanneyri, þá orðínn kvæntur maður og heitir kona hans Ingveld- ur A. Pálsdóttir húsmæðrakennari. Hún mun ávallt kölluð „gæska“ sem ku vera austfírskur siður. Árið 1969 fluttu þau hjónin í Fellabæinn eftir að hafa búið um fjögurra ára skeið á Hallormsstað og í eitt ár á Egilsstöðum. Þráinn hefur verið oddviti Fellahrepps sl. átta ár og er að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem slíkur. Sjoppuna á Egilsstaðaflugvelli hefur hann rekið frá 1963 ásamt bílaleigu á staðnum. „Þegar ég byrjaði hér fyrir 27 árum var ég í skúr sem var viðbygg- ing við flugturninn en um aðrar byggingar var ekki að ræða við völlinn og aðstæður allar fremur frumstæðar," segir Þráinn. „Þegar ég og Inga fluttum hingað leigði ég Asbíó á Egilsstöðum, var eini löggæslumaðurinn á staðnum og keyrði um tíma leigubíl. Ég man eftir að rússneskur fjöllistahópur var á ferðalagi um Austfírði á þess- um tíma og þeir sáu mig í þessum þremur hlutverkum sama daginn. Höfðu þau orð á þessu við mig á dansleiknum og þótti svo merkilegt að þau buðu mér á skemmtun sína á Norðfírði daginn eftir.“ Heimshornaflakk Helstu áhugamál Þráins í gegn- um tíðina hafa verið pólitík, bóklest- ur og heimshomaflakk. Hann hefur ferðast til flestra heimsálfa nú síð- ast til Suður-Ameríku í fyrra er þau hjónin fóru um Perú, Venezúela og fleiri lönd þar. Hann hefur m.a. komið til Indlands, Nepal, Sri Lanka og Kína. „Við Inga fórum á Torg hins himneska friðar í Peking og vildum sjá legstað Mao formanns," segir Þráinn. „Það er svo sem ekki í frá- sögur færandi en eitt þótti mér merkilegt þarna. Á öllu svæðinu var aðeins eina auglýsingu að sjá og hún var af bevstrípuðum kvenmanni með eitthvert apparat frá Sony í höndunum. Þetta sýnir mér hve geysilegir sölumenn Japanir eru.“ Þráinn hefur ferðast nokkuð um Afríku og kann eina sögu af flug- vellinum í Nairobi er hann og Inga biðu þar eftir flugi. „Mér heyrðist vera talað á íslensku í grennd við okkur og hélt að ég væri að verða eitthvað ruglaður. Ég spurði Ingu að þessu og þá kallar einn maður úr hópnum til mín: Nei, Þráinn, þú ert með fulle femm, við erum Islend- ingar. Og mikið rétt, þetta voru landar sem höfðu komið við í sjopp- unni minni á Egilsstöðum." Árni ljósmyndari lætur þess geti hér að hann hafí eitt sinn dvalið um vikutíma í Mombasa. „Já, þang- að hef ég komið,“ segir .Þráinn snöggt. „Merkilegur staður, maður, en mikið andskoti eru þetta þjófótt- ir djöflar." Og eftir smáumhugsun bætir hann við: „Þar hitti ég mann sem ég hafði leigt bíl hér heima." Gutlað í pólitík Það kemur fram í máli Þráins að hann hafí ætíð gutlað svolítið í pólitík. Hann tekur sig til fijáls- lynda arms Sjálfstæðisflokksins, studdi Gunnar Thoroddsen á sínum tíma og síðar Albert Guðmundsson. Hann hefur setið á þingi um hálfs- mánaðarskeið sem varamaður Sverris Hermannssonar. „Mér fannst ég ætti ekki heima á þing- inu, það var of mikill sofandaháttur á þeim vinnustað fyrir minn smekk,“ segir Þráinn. „Ég hef hins- vegar alltaf haft gaman af pólitík, fínnst hún skemmtilegt hobbý. Ég er sjálfstæðismaður því þær hug- sjónir sem flokkurinn berst fyrir falla mér vel í geð.“ Þessu spjalli um pólitík fylgja nokkrar sögur sem Þráinn vill alls ekki að birtist á prenti en hann hefur greinilega mjög gaman af að segja þær. Af einberum skepnuskap flýtur ein þeirra hér með, án þess að nöfn séu nefnd. Einn af sveitung- um Þráins hefur lengi búið í Reykja- vík og þykir hann með afbrigðum naumur á fé. Eitt sinn fór móðir hans suður til Reykjavíkur í upp- skurð á einn spítalanna í borgínni. Sveitungurinn fékk einn af þing- mönnum sínum til að keyra _sig út á flugvöll að ná í mömmu. Á leið- inni til baka aka þeir framhjá Hag- kaup og gellur þá í þeirri gömlu: „Strákar, getum við ekki komið við í Hagkaup, það er útsala á kjólefn- um þar núna.“ Þessu svaraði sveit- ungurinn nokkuð höstugur: „Mamma, eigum við ekki að sjá hvernig uppskurðurinn fer áður en þú kaupir kjólefni." Oft í reddingum Á þeim árum sem Þráinn hefur staðið vakt sína á Egilsstaðaflug- velli hefur hann oft lent í að redda hinu og þessu fyrir gesti og gang- andi. „Ég man að einu sinni fyrir nokkrum árum lenti hér lítil flugvél með fjóra menn innanborðs. Allir voru þeir, utan flugmanns, framlág- ir mjög, enda á einhverri fylleríis- reisu um landið,“ segir Þráinn. „Einn þeirra fór að spuija mig um hótel og annað enda búinn að fá nóg af ferðinni í bili en hann sagð- ist jafnframt vera auralaus. Mér leist vel á piltinn og spurði hvort ég ætti ekki að lána honum pening. Hann þáði það og er hann fór svo suður aftur daginn eftir sendi hann mér lánið um hæl. En svona geri ég ekki mjög oft, það fer mikið eftir því hvernig liggur á manni í það og það skiptið og hvernig manni líst á viðkomandi." Þegar hér er komið sögu í sam- tali okkar fara farþegar að tínast inn i flugstöðina hver af öðrum og Þráinn verður að opna sjoppuna sína. Flestir þeirra heilsa Þráni með nafni og ef um Austfirðinga er að ræða lætur Þráinn þessi oft getið ef einhver vinur eða ijölskyldumeð- limur viðkomandi hefur átt leið um völlinn nýlega. Ef um aðra er að ræða spyr Þráinn þá iðulega al- mæltra tíðinda og miðlar þeim gjarnan af Visku sinni. Tveir menn koma á rólegu rölti að sjoppunni, greinilega laxveiðimenn eftir múnd- eringunni að dæma. Annar þeirra skartar skoskættaðri veiðihúfu með dúsk en hinn er með öliu hefðbundn- ari húfu dökkgræna með deri. „Komdu blessaður Þráinn," segir dúskurinn og réttir fram höndina. Þráinn tekur spurull á svip í hana og segir: Bíddu nú hægur. . .? Sá með dúskinn svarar því til að Þrá- inn hafí leigt þeim bíl í fyrra er þeir fóru í Selá. „Ó, já,“ segir Þrá- inn. „Og veidduð þið ekki eitt- hvað?“ Félaginn með derhúfuna segir svo verið hafa. „Ég vissi það,“ svarar Þráinn. „Allir sem leigja af mér bíl veiða eitthvað." Lífið er lotterí Undir lok samtals okkar áður en ösin gleypir huga Þráins allan lætur hann þess getið að hann sé mjög sáttur við lífíð og samferðamenn sína í því. „Lífið er lotterí og allir verða að taka þátt í því,“ segir hann. „Ég hef oft fengið réttu töl- urnar en höfuðatriðið er að vera jákvæður." Loks létti þokunni og flugvélin kemur. Eftir að búið er að losa hana erum við kallaðir út. Hið síð- asta sem við heyrum af Þráini er að hann stendur í hrókasamræðum við einhveija komufarþega sem vantar bílaleigubíl. „Já, já, ég er með bíl fyrir þig, vinur,“ segir Þrá- inn. „Alveg ekta kaupfélagsstjóra- bíl. Hann er hér fyrir utan.“ Og hann fylgir viðskiptavinunum út úr flugstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.