Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 Um þátttöku íslendinga í stjóm álfélags Atlantsálshópsins sagði iðn- aðarráðherra, að það félag yrði ann- arrar gerðar en ISAL, enda í eigu þriggja fyrirtækja en ekki eins. Það væri ekkert auðvelt fyrir hluthafana að fulltrúar án eignaraðildar kæmu þar inn sem fullgildir stjórnarmenn. „Á fyrri stigum málsins var talað um að íslendingar ættu 2 stjómar- menn með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Ég tel það á marg- an hátt eðlilegt sjónarmið, þar sem ekki er víst að það væri heppilegasta hagsmunagæslan fyrir íslendinga að eiga stjórnarmenn í minnihluta því [ þá væra þeir meðábyrgir fyrir öllum [ ákvörðunum stjórnarinnar; þetta var m.a. vandamál í sambandi við deilur [ við íSAL hér áður. Ég tel mikilvægara að ákveða vettvang þar sem meira jafnræði er með aðilum og um það era tillögur ■ í samningsdrögunum, að íslendingar ; taki þátt í ákvörðunum sem skipta miklu máli fyrir umhverfið og sam- félagið. Það væri betra en stjórnarað- ild þar sem íslendingar yrðu band- . ingjar eigendanna. Og auðvitað lýtur fyrirtækið íslenskri lögsögu, íslensku forræði í þeim skilningi,“ sagði Jón. Hvað skattlagningu fyrirtækisins varðar, sagði iðnaðarráðherra að reynt yrði að færa hana sem næst íslenskum skattalögum. „Við verðum þó að tryggja stöðugar skatttekjur af þessu fyrirtæki. Leitað hefur ver- ið leiða til að koma í veg fyrir að innri viðskipti eigendanna geti rýrt skattstofnana án tilefnis. Þetta hefur verið rætt mjög vandlega og ég tel skattasamkomulag vera í sjónmáli sem fullnægir þessum atriðum og skilar íslendingum góðum viðbótar- skatttekjum." Jón Sigurðsson sagði ennfremur að gott samkomulag væri um það hvernig staðið yrði að útgáfu starfs- leyfis, og fyrirtækið færi inn í þann feril sem ákveðinn er með íslenskum umhverfísverndarlögum. í ljósi þessa alls, sagðist Jón vera vongóður um það að ljúka megi ál- samningum í meginatriðum í þessum mánuði, eins og stefnt hafi verið að. „Og með því að ljúka þeim samning- um væram við einnig að ryðja braut fyrir samstarf við erlenda aðila á ■ öðrum sviðum. Að undanfömu hafa ýmsir aðilar komið með fyrirspurnir um möguleika á iðnaðarsamstarfí. Þar má nefna stórfyrirtæki eins og Thyssen og Elkem. Ég minni einnig á að samningar við Atlantsálshópinn geta styrkt okkar bönd við Evrópu- markaðinn. Þegar Martin Bange- mann, varaforseti framkvæmda- stjórnar EB, var hér í heimsókn í sumar, ræddum við um samstarfs- samning milli íslands og EB á sviði iðnaðar og orkumála, sem m.a. fæli í sér leit að heppilegum samstarfs- verkefnum með tilliti til landkosta hér og þarfa evrópsks íðnaðar. Þar voru einnig rædd framtíðarverkefni, svo sem vetnisver á íslandi og sæ- strengur til Bretlandseyja. Á þessu er veralegur áhugi og við munum eiga fundi með fulltrúum EB og þýskra iðnaðarsamtaka og Hamborgar í október þar sem vetnis- framleiðslumöguleikinn verður ræddur nánar. Þetta kann að virðast fjarlægt en minnir okkur á hvað það er mikilvægt að orkunýting á íslandi þróist. Það má segja að sú þróun hafi þegar farið gegnum tvö stig. Það fyrra er rafvæðing landsins og það seinna virkjanir fyrir stóriðju til út- flutnings. Þriðja stigið hlýtur að vera Þessi mynd er tekin í nýju álveri í Frakklandi, með svokallaðri Pechiney bræðslutækni, samskonar og yrði í nýju álveri Atlantsálshópsins. Þar er mestallt mengað útblástursloft leitt í gengum Ioft- hreinsiútbúnað áður en það fer út í andsrúmsloftið. ÁI í eftirspurn MEGIN áhættan sem landsmenn taka í álmálinu er fólginu í teng- ingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli, eins og Jón Sigurðs- son kemur inn á í viðtalinu. Álið hefur líkt og margt annað hrá- efni reynst býsna viðsjárvert vegna verðsveiflna í áranna rás en öll teikn á lofti benda þó til vaxandi notkunar og eftirspurnar, svo að verðhorfur verða að teljast bjartar svo lengi sem framleiðsl- unni er haldið í takt við notkunarþörfina. Eins og nú háttar stefnir í að framleiðslan verði eitthvað minni en notkun á áli í heiminum. Heimsframleiðsla á áli á sl. ári var um 14,5 milljónir tonna og þá nokkum veginn í takt við notkun- ina, að mati samtaka evrópskra álframleiðenda, og birgðir í lág- marki. Framleiðslunýting evróp- skra álvera á yfirstandandi ári er talin munu verða sem næst 98,5-100% og magnið svipað og var á síðasta ári eða um 3,6 millj- ónir tonna. Gert er ráð fyrir að notkunin í ár vaxi um 1% á móti 4% aukningu milli ára 1989 og verði alls um 4,5 milljónir tonna. V-Evrópa fór á síðasta ári í fyrsta sinn framúr Bandaríkjunum sem álnotandi og mun því á þessu ári þurfa að flytja inn um tæpa 1 milljón tonna af áli til að full- nægja eftirspurninni. Allt bendir til vaxandi eftirspurnar eftir áli í Evrópu á næstu árum eftir að A-Evrópa opnaðist, þar sem bæði þjóðartekjur á mann og álnotkunin er um 50% lægri heldur en hjá nágrönnunum í vestri, og hlýtur að eiga eftir að vaxa. Auk þess þykir ljóst að álnotkunin muni aukast jafnt og þétt vestan járn- tjaldsins gamla í takt við aukin hagvöxt sem talinn er verða sam- hliða innri markaði Evrópu. Sam- tök evrópsku álframleiðandanna segja því enga þörf munu vera á því að fækka álverum á þessu svæði í næstu framtíð að því gefnu að álverð og orkuverð haldist þar sem það hefur verið að undanf- örnu. Álverð á bilinu 1800-1900 dollarar fyrir tonnið muni jafn- framt verða framleiðendum hvatn- ing til að ráðast í nýjar fjárfesting- ar í áliðnaðinum. í þessu efni skipast þó verður jafnan skjótt í lofti. Álverð um mitt sumar var á bilinu 1550-1600 dollarar fyrir tonnið. Atökin við Persaflóa hafa nú valdið snöggri verðhækkun á áli, þannig að það hefur undanfarna daga staðið í röskum .1960 doliurúm fyrir ton- nið. Þó að Miðausturlöndin séu með einungis um 2,4% af núver- andi framleiðslugetu álbræðsina í heiminum hefur á því svæði verið mesta uppsveiflan í álframleiðsl- unni, þar sem í tonnum talið er að fínna á þeim slóðum um fjórð- ung allra nýrra eða fyrirhugaðra álbræðsluframkvæmda í heimin- um. Átökin við Persaflóann setja hins vegar verulegt strik f reikn- ingin varðandi þessar framkvæmd- ir og þess vegna hefur álverðið verið að hækka undanfarið. Ástandið í Miðausturlöndum verður þannig tvímælalaust til að styrkja samkeppnisstöðu íslands sem orkusala til stóriðju á heims- markaðinum, því að það mun taka langan tíma að þurrka af þann blett sem Saddam Husein hefur sett á þennan heimshluta í heild. Hins vegar þarf þróun mála á þess- um slóðum ekki endilega að tryggja okkur hátt álverð nú í næstu framtíð. Persaflóadeilan hefur nefnilega einnig valdið hækkun á olíuverði og haldist olíu- verðið hátt til frambúðar kemur það fram 1 minnkandi framkvæmd- um við húsbyggingar og almennri neyslu. Sérfræðingar segja að samdrátturinn í iðnaðarframleiðslu verði hraðari en svo að álframleið- endum muni takast að mæta hon- um með því að draga úr framleiðsl- unni í takt við minni eftirspum. Þessi þróun veldur því lægra ál- verði meðan þetta ástand varir. Engu að síður verður að teljast bjart yfír álijeiminum. Álnotkun fer hraðvaxandi á ýmsum nýjum sviðum, ekki síst í umbúða- og byggingariðnaöinum og bíla- og flutningatækjaiðnaðinum, þar sem ál er notað til að létta faratækin með það fyrir augum að spara elds- neyti. Nú era um 50 kg. af áli í meðal fólksbíl en sérfræðingar telja að þetta hlutfall eigi eftir að aukast í um 80 kg. þegar kemur fram á miðjan þennan áratug. Ál- eftirspurnin á næsta ári er talin munu aukast um 3% í um 15,4 milljónir tonna, sem þýðir að nú- verandi birgðir af áli lækki úr 3,1 milijónum tonna í 2,9 milljónir tonna, og að framleiðslan þurfí að hafa náð 17 milljónum tonna 1994 til að halda í víð eftirspurnina. Álvinnsla hefur einnig haft á sér. fremur vafasamt orð vegna mengnunar en þau viðhorf eru sem óðast að breytast. Bæði kemur til ný og fullkomnari hreinsunartækni og að af öllum hrámálmum þykir álið nú vinsamlegast umhverfinu, þar sem notkun þess í fartækjum sparar orku og síðast en ekki síður vegna þess að það er endurvinnan- legt. Ál virðist því eiga framtíðina fyrir sér. að finna leiðir til að nýta innlendar orkulindir sem hreyfiorkugjafa í samgöngum og sjávarútvegi. Þar gæfi vetnisframleiðsla í samstarfi við EB okkur möguleika, sem við hefðum ekki sjálfír vegna þess hve fjárfrekt slíkt er, til að efla atvinnu og til að gera okkur síður háða innflutningi. Þetta er auðvitað framtíðarverkefni, en ég er sannfærður um að nýtt ál- ver á íslandi er mjög mikilvægt skref á þeirri braut og getur opnað þennan glugga til framtíðarinnar. Ég er sannfærður um að þessi viðleitni hefur mjög almennan stuðning hér á landi. Það hefur orðið of langt hlé í nýtingu orkuauðlindanna til þess að breyta þeim í atvinnu og tekjur fyrir aimenning," sagði Jón Sigurðs- son. Ákveðinn í að ljúka málinu Efasemdir hafa verið um að meiri- hluti væri í stjórnarflokkunum fyrir álmálinu. Stjómarþingmenn og ráð- herrar hafa gert athugasemdir við orkuverð, staðinn ef Keilisnes verði fyrir valinu, og vinnubrögð við samn- ingagerðina. Hvert er pólitískt mat iðnaðarráðherra á stöðunni? „Ég veit að minn eigin flokkur stendur heill á bak við mig i þessu máli, og ég tel að það muni nást fyrir því meirihluti. Ég minni á, að þegar ég lagði fram raforkuvera- frumvarpið í vetur drógu menn mjög í efa að það hefði stuðning stjórnar- innar í heild, hvað þá öraggan meiri- hluta á Alþingi. Eg held að þetta mál sé líkt vaxið, en segi jafnframt að það er ekki fyrst og fremst flokks- pólitískt. Málið er þeirrar gerðar að ég get ekki ímyndað mér að menn láti þröng flokkssjónarmið eða lands- hlutahagsmuni ráða. Ég vonast til þess að þeir sem með mér vinna fall- ist á það, en auðvitað sækist ég jafn- framt eftir því að fá sem víðtækasta samstöðu um málið. Það er mikil- vægt fyrir framtíðariðnþróun á ís- landi að hér ríki pólitískur stöðug- leiki og að það komi skýrt fram, að Islendingar vilja vinna með öðrum þjóðum að slíkum verkefnum." Jón játaði að fram hefði komið að skoðanir ráðherra væra nokkuð skiptar um einstaka þætti málsins. „En ég tel að það sé nú óðum að taka á sig þá mynd sem menn geta sætt sig við, þótt auðvitað tali þar hver fyrir sig. Ég er hins vegar ákveðinn í því að ljúka málinu.“ — Munt þú þá ganga frá bráða- birgðasamningi við Atlantsálshópinn án þess að fyrir liggi samkomulag í ríkisstjórninni um hann? „Ég mun freista þess að gera þann samning þannig að um hann geti tekist samkomulag." — En ef svo reynist ekki vera. Myndir þú leita til Sjálfstæðisflokks- ins um samstarf til að koma samn- ingnum í gegnum þingið, þótt það kostaði stjómarslit samkvæmt skil- greiningu í upphafi stjórnarsam- starfsins? „Ég fer yfir þá brú þegar ég kem að henni.“ Samningurinn við Atlantsálshóp- inn er ekki orðinn að veraleika. Fari svo að þetta mál steyti á skeri, hveija telur iðnaðarráðherra þá vera sínastöðu? „Ég er tilbúinn til að standa og falla með mínum verkum í þessu máli. Þetta er mitt viðfangsefni og takist mér ekki að koma því fram vegna pólitískrar andstöðu, hlýt ég að skoða mína stöðu í því ljósi," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. UTSOLUMARKAÐURINN, SKIPHOLTI33 Glæsilegt vöruúrval (ath. stórar stærðir) Dæmi um verö: Kápur kr. 6.400,- Jakkar kr. 2.400, Kjólar kr. 1.900,- Pils kr. 900,- Skipholti 33, sími 31670. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.