Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 ATVINNUA UGL YSINGAR Véistjóri/vélvirki Stórt fyrirtæki í borginni á sviði matvæla- framleiðisu vill ráða vélstjóra eða vélvirkja til starfa. Starfið felst í viðhaldi og viðgerðum á tækjum og bunaði vegna framleiðslu fyrirtækisins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. GuðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARHÓN LISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 RÍKISÚJVARPIÐ auglýsir eftirtalin störf laustil umsóknar: Fulltrúa til skrifstofustarfa á innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins. Ensku- og rit- vinnslukunnátta er nauðsynleg. Skrifstofumanns á auglýsingadeild Ríkisút- varpsins. Góð vélritunarkunnátta er nauð- synleg. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. september nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, eða til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem þar fást á báðum stöðum. Stjórn Almenningsvegna bs. auglýs- ir hér með eftir umsóknum um Starf framkvæmdastjóra Almenningsvagnar bs. er byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Bessa- staðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjalarneshrepps, Kópavogskaupstaðar og Mosfellsbæjar. Tilgangur byggðasamlagsins er að annast almenningssamgöngur fyrir aðildarsveitarfélögin samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Starf framkvæmdastjóra er fólgið í því að undirbúa rekstur fyrirtækisins í samræmi við tilgang þess og þau markmið, sem stjórn þess og eigendur setja á hverjum tíma. Leitað er eftir starfsmanni með háskóla- menntun á sviði hag-, rekstrar-, viðskipta- eða verkfræða. Mikilsvert er, að umsækjend- ur hafi víðtæka reynslu í áætlanagerð og verkefnastjórnun og geti bæði unnið sjálf- stætt og í samvinnu við aðra. Starfið gerir miklar kröfur um frumkvæði í störfum, lagni í samskiptum og markviss vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 12. október nk. Umsóknum skal skilað til formanns stjórnar Almenningsvagna bs., Ingimundar Sigur- pálssonar, bæjarskrifstofum Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, 210 Garðabæ, en hann veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- Istöðina á Selfossi er laus til umsóknar. Stað- an veitist frá 1. nóvember 1990. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðiréttindi í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 30. október nk. Umsóknir sendist rekstrarstjórn Heilsu- gæslustöðvar Selfoss. Upplýsingar veita stjórnarformaður, Guðmundur Búason í síma 98-21000 og framkvæmdastjóri og yfirlæknir stöðvarinnar í síma 98-21300. Stjórnin. Saumastörf Verslunin Áklæði og gluggatjöld óskar eftir fólki til sníða- og saumastarfa. Vinnutími eftir samkomulagi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á staðnum, ekki í síma. Áklæði og gluggatjöld, Skipholti 17A, Reykjavík. % Skógræktarfélag Reykjavíkur vill ráða garð- yrkjufræðing af garðplöntubraut til starfa í haust til verkstjórnar og sölustarfa í Foss- vogsstöð. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Fossvogs- bletti 1, kl. 08:00-16:00 daglega, ekki í síma. SKÓGRÆKTARFÉLAG RE/KJAVIKUR FOSSVOGSBLETTI I SIMI40313 Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra á Hvammstanga er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa Þórður Skúlason sveitarstjóri í símum 95-12353 og 95-12382 og Guðmundur Haukur Sigurðsson oddviti í símum 95-12348 og 95-12393. Umsóknir um starfið berist til oddvita Hvammstangahrepps, Guðmundar Hauks Sigurðssonar, Kirkjuvegi 10, 530 Hvamms- tanga. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps. Sjómælingar íslands, Seljavegi 32, pósthólf 7120, 127 Reykjavík Kortagerð Sjómælingar íslands óska eftir starfsmanni til kortagerðar. Æskilegt er að viðkomandi sé tækniteiknari eða hafi hliðstæða mennt- un. Nokkur kunnátta í ensku og stærðfræði nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi op- inberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Sjómælinga íslands fyrir 30. september nk. FJÓRPUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Við viljum ráða hjúkrunarfræðinga á svæf- ingadeild. Æskileg menntun: Almennur hjúkrunarfræð- ingur með nám í svæfingahjúkrun og/eða starfsreynslu í svæfingahjúkrun. Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi. Góð starfsskilyrði á nýlegri deild. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmda- stjóri, Svava Aradóttir, alla virka daga milli kl. 13.00-14.00 í síma 96-22100/274 og hjúkrunardeildarstjóri, Þórunn Birnir, í síma 96-22100/301. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. RANNSÓKNASTÖÐ SKÓGRÆKTAR RÍKISINS Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mó- gilsá óskar að ráða tvo sérfræðinga og tvo rannsóknarmenn Umsóknarfrestur er til 1. október 1990. Upplýsingar veitir forstöðumaður í s. 666014. Mötuneyti Starfskraftur óskast í mötuneyti Héraðsskól- ans í Reykjanesi. Upplýsingar gefur skóla- stjóri í síma 94-4840 eða 94-4841. Aðstoðarverkstjórn Vanur stálsmiður óskast sem aðstoðarverk- stjóri í gamalgróið málmiðnaðarfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu. í starfinu felst umsjón með vinnu í plötu- smiðju og yfirumsjón með efnissölu í einstök verk. í boði er áhugavert starf, en umsækjandi þarf að hafa reynslu í stjórnun verka. Umsóknir merktar: „Smiðja - 9318“ skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. sept. nk. Innheimtustörf Óskum eftirfólki til tímabundinna innheimtu- starfa. Góð laun í boði. Hafið samband við Guðrúnu Margréti milli kl. 9-16 í síma 688300. HELGAFELL Síðumúla 6 Sími 688 300 Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Hitúrn 12 ~Sfmi 29133 - Pájthólf SlíFUloTRcykjiWk Tslind Sjúkraliðarog aðstoðarfólk Sjúkraliða og aðstoðarfólk við aðhlynningu vantar á vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12. Um er að ræða fullt starf en ekki næturvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29133. Bensínafgreiðsla - kassamenn Olíufélagið hf. Esso vill ráða kassamenn á bensínstöð í austurhluta Reykjavíkur. Æski- legur aldur 25-55 ára. Við leitum af starfs- manni sem hefur reynslu í verslunarstörfum, reynslu í stjórnun og ánægju af að umgang- ast fólk. Meðmæli æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar að Suðurlandsbraut 18, 5. hæð frá kl. 9-11. mánudaginn 16. sept. Olíufélagið hf. Sölumaður - ræstðngar Heildverslun í Kópavogi með pappírs- og hreinlætisvörur óskar efitr duglegum og sjálf- stæðum sölumanni sem fyrst. Góður vinnu- tími, frí annan hvern föstudag. Reyklaus vinnustaður. Á sama stað vantar starfsmann í ræstingar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - 8525“ fyrir 19. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.