Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEFTEMBER 1990
ERLEIUT
INNLENT
Sjávarútvegs
ráðuneytið
óskar eftir
opinberri
rannsókn
Kaup á hluta í Flugleiðum
lögð til hliðar
Forsvarsmenn SAS hafa lagt til
hliðar áform um hlutabréfakaup
SAS í Flugleiðum - að minnsta
kosti um sinn. Er borið við ástand-
inu í Miðausturlöndum og að SAS
muni ekki fara út i fjárfestingar
í öðrum flugfélögum meðan þessi
óvissa ríki.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að óska eftir opinberri
rannsókn á því hvort einhveijir
útflytjendur á ísfiski hafi veitt
ráðuneytinu rangar upplýsingar
um útflutning. Stjórn Aflamiðlun-
ar hefur ákveðið að úthluta ekki
fjórum aðilum leyfi til útflutnings
á ísfiski fyrr en ljóst sé hvernig
stjórnvöld muni framfylgja eftir-
liti með því að úthlutanir Afla-
miðlunar séu virtar. Einnig var
ákveðið að skerða útflutnings-
heimildir fimm aðila um 30% en
þeir hafa flutt út mismunandi
mikið umfram heimildir.
Ráðinn Þjóðleikhússtjóri
Menntamálaráðherra hefur að
fenginni einróma tillögu þjóðleik-
húsráðs ráðið Stefán Baldursson,
leikstjóra, þjóðleikhússtjóra fjög-
ur næstu ár frá 1. janúar næst-
komandi að telja.
Orkuverð miðast við hlutfall
af heimsmarkaðsverði á áli.
í tillögum um orkuverð til
væntanlegs álvers Atlantsálhóps-
ins, sem stjóm Landsvirkjunar og
ríkisstjórnin hefur nú til meðferð-
ar, er gert ráð fyrir að verðið
miðist við ákveðna reikniaðferð
sem byggir á heimsmarkaðsverði
á áli í Bandaríkjadollurum, ákveð-
inni prósentutölu af því og þeim
ijölda kílóvattstunda sem þarf til
að framleiða eitt kíló af hrááli.
Veruleg arðsemi af orkusölu
gangi spár eftir
Þjóðhagsstofnun telur að hagnað-
ur Landsvirkjunar af orkusölu til
nýs álvers geti jafnvel orðið meiri
en Landsvirkjun sjálf reiknar með
að gefnum þeim forsendum að
álverð haldist hátt. Hins vegar sé
veruleg áhætta því samfara að
tengja orkuverðið beint við heims-
markaðsverð á áli vegna mikilla
verðsveiflna.
Framfærsluvísitalan óbreytt
frá ágúst
Vísitala framfærslukostnaðar
í september er óbreytt frá því sem
hún var í ágúst eða 146,8 stig.
Vísitalan fer því tæplega 0,3%
fram úr því sem viðmiðunarmörk
kjarasamninganna í febrúar gerðu
ráð fyrir en ekki 0,5%-0,7% eins
og reiknað hafði verið með.
Komin heim frá Kúvæt
Birna Hjalta-
dóttir, sem bú-
sett hefur verið
í Kúvæt undan-
farin ár, kom til
íslands á
fimmtudag. Að
öllum líkindum
eru allir Norður-
landabúar komn-
ir frá Kúvæt að
undanskildum eiginmanni hennar,
Gísla Sigurðssyni lækni, og sex
manna fjölskyldu Kristínar Kjart-
ansdóttur.
ERLENT
Míkhaíl Gorbatsjov og fulltrúar
fjórveldanna og þýsku ríkjanna
skála að lokinni undirritun sátt-
málans.
Tímamóta-
sáttmáli
Utanríkisráðherrar Fjórveld-
anna, Frakklands, Bretlands,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
og þýsku ríkjanna tveggja undir-
rituðu á miðvikudag í Moskvu
tímamótasáttmála um stöðu sam-
einaðs Þýskalands á alþjóðavett-
vangi. Samningurinn er í senn
friðarsáttmáli milli sigurvegar-
anna í síðari heimsstyrjöldinni og
Þýskalands og markar jafnframt
formleg endalok skiptingar Evr-
ópu sem kalda stríðið milli aust-
urs og vesturs spratt af.
Samuel Doe
tekinnaflífi?
Fregnir hermdu á mánudag að
Samuel Doe, forseti Líberíu, hefði
verið tekinn af lífi. Fréttamaður
breska útvarpsins, BBC, kvaðst
hafa heimildir fyrir að illa útleikið
lík forsetans hefði verið sýnt al-
menningi á sjúkrahúsi í höfuð-
borginni, Monróvíu. Talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
lét eftir sér hafa að flest benti til
að þessi frétt ætti við rök að styðj-
ast, en hún hefur enn ekki feng-
ist staðfest. Harðir bardagar hafa
verið undanfarna daga í
Monróvíu. Uppreisnarmenn úr liði
Prince Johnsons hafa elt uppi
hermenn úr liðsafla Does forseta.
Margir þeirra hafa gefist upp, en
nokkur hópur verst enn af hörku
í rammlega víggirtri forsetahöll-
inni.
Sýrlendingar senda liðs-
auka til Saudi-Arabíu
Stjómvöld í Sýriandi ákváðu á
fimmtudag að fjölga í herliði því
sem sent hefur verið til Saudi-
Arabíu til að veija landið gegn
hugsanlegri innrás íraka. James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kom sama dag til Sýr-
lands til viðræðna við ráðamenn
þar og þykir sú heimsókn marka
þáttaskil í utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna.
Markaðskerfi á 500 dögum
Þing Rússlands, stærsta lýð-
veldis Sovétríkjanna, samþykkti á
þriðjudag drög
að róttækri áætl-
un sem kveður á
ura að fjálst
markaðskerfi
verði tekið upp í
lýðveldinu á
næstu 500 dög-
um. Á þingi
æðsta ráðs Sovétríkjanna er deilt
um hvort taka beri áætlun þessa
upp í landinu öllu og þykja þær
umræður allar hafa grafið undan
stöðu Níkolajs Ryzhkovs forsætis-
ráðherra. Ryzhkov sagði á
fimmtudag að ekki hefði tekist
að ná málamiðlun í deilunni um
framtíðarefnahagsstefnu Sovét-
stjórnarinnar.
Noregur:
Syse braut lög um hlutafélög
Ósló. Frá Hclge Sorensun, fréttaritara Morgunblaðsins.
STAÐFEST hefur verið að Jan
P. Syse, forsætisráðherra Noregs,
hafi margsinnis brotið löggjöf um
hlutafélög. Syse hefur árum sam-
an vanrækt að senda ársuppgjör
og skýrslur fyrirtækja, þar sem
hann er stjórnarformaður, til
réttra yfirvalda.
virðingu fyrir lögum og rétti með
framferði sínu og þingmenn Só-
síalíska vinstriflokksins hafa krafist
þess að Syse segi af sér. Hann vísar
þeirri kröfu á bug. Talsmenn yfir-
valda segja að ekki verði höfðað mál
gegn honum; ákvæði hlutafélagalag-
anna um refsingar fyrir áðurnefnda
vanrækslu hafi aldrei verið notuð.
Finnland:
Leyniferðir Sovétgyðing’a
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins.
FINNSKA dagblaðið Uusi Suomi segir á föstudaginn frá því að
sovéskir gyðingar hafí farið með leynd um Finnland til ísraels. í
lok júlímánaðar var mikið rætt um hugsanlegar ferðir gyðinga
frá Leníngrad-svæðinu um Finnland en ísraelar notuðu aldrei lend-
ingarleyfi sem þeir fengu.
Syse virtist niðurbrotinn maður
er hann svaraði spumingum
fréttamanna um málið og baðst af-
sökunar á fyrri ummælum sínum þar
sem hann virtist reyna að gera lítið
úr málinu. Hann bar við tímaskorti
og benti jafnframt á að skattayfir-
völd hefðu fengið allar nauðsynlegar
upplýsingar um rekstur fyrirtækj-
anna. Einnig hefðu tugþúsundir fyr-
irtækja ekki sent frá sér umræddar
skýrslur. Syse hefur ekki boðað til
aðalfundar í fyrirtækjunum í þijú ár.
Gunnar Berge, varaformaður
Verkamannaflokksins segir forsætis-
ráðherrann hafa stuðlað að minni
Nú hefur hins vegar komið í
ljós að tugir gyðinga hafi far-
ið um Helsinki í hverri viku eins
og venjulegir ferðalangar án þess
að fjölmiðlar og almenningur hafi
vitað. Sovésku gyðingarnir fóru í
leiguflugvélum með finnskum sól-
arlandaferðamönnum á leið til ísr-
aels. Flugvélarnar voru ekki mál-
aðar í venjulegum einkennislitum
EL-Al flugfélagsins.
Bush leggur allt undir í
rimmunni við Saddam
Leiðtogar risaveldanna ræða við blaðamenn að afioknum fundi
þeirra í Helsinki. Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt allt undir í
Persaflóadeilunni en hún kann að styrkja stöðu Sovétmanna í
þessum heimshluta.
í sjónvarpsávarpi sínu fyrir
Bandaríkjaþingi á þriðjudag
ítrekaði George Bush forseti
enn á ný að hann væri staðráð-
inn í að knýja Iraka til að sleppa
hendi sinni af Kúvæt, þótt það
kynni að kosta átök og blóðsút-
hellingar. Ástandið fyrir botni
Persaflóa he.fur nú algeran for-
gang á stefnuskrá Bush og til
að ná markmiði sínu er Banda-
ríkjastjórn reiðubúin til að
ganga þvert á fyrri stefnu bæði
gagnvart Sovétríkjunum og
Miðausturlöndum.
A
Arum saman var það áherslu-
atriði í stefnu Bandaríkja
manna í olíumálum að halda áhrif-
um Sovétmanna í Miðausturlönd-
um í lágmarki. Vissulega hafa öll
samskipti risaveldanna breyst til
hins betra með þeim umskiptum,
sem orðið hafa í Sovétríkjunum
undanfarið. En það var hins vegar
án mikilla ^bollalegginga um
langtíma afleiðingar sem Banda-
ríkjamenn buðu Sovétmönnum að
leggja fram herafla til þátttöku í
herkvínni um írak.
Sovéskir ráðamenn kusu að
beita sér á annan hátt. Hins veg-
ar er Ijóst að þau áhrif, sem Sovét-
menn hafa í friðarumleitunum í
Miðausturiöndum, með fullu sam-
þykki Bandaríkjamanna, gætu
gert stöðu þeirra þar styrkari en
nokkru sinni fyrr.
Ráðamenn í Washington hafa
einnig verið fljótir til að taka Sýr-
lendinga í sátt fyrir afdráttarlausa
andstöðu gegn Saddam Hussein,
forseta íraks.
Fyrir ári áttu
Sýrlendingar
fáa banda-
menn. Araba-
heimurinn
hafði snúið við
þeim baki og Vesturlönd höfðu
sett þá á svartan lista fyrir aðild
að hryðjuverkum.
Nú er hermt að tæplega tutt-
ugu þúsund sýrlenskir hermenn
muni taka sér stöðu við _ hlið
bandarískra hermanna gegn írök-
um. Og í lok vikunnar sótti James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Hafez Assad Sýrlands-
forseta heim. Hvort tveggja hefði
verið óhugsandi fyrir innrás íraka
í Kúvæt.
Þessir atburðir, ásamt sjálfum
hemaðarviðbúnaðinum, hafa
fengið ýmsa til að velta því fyrir
sér hvernig ákvarðanatöku sé
háttað í Hvíta húsinu. Lítið hefur
verið Iátið vita af öllum ákvörðun-
um, en þingmenn hafa engin áhrif
á stefnumótun í íraksmálinu.
Nokkrir fréttaskýrendur hafa lát-
ið ljósi áhyggjur af því að gagn-
rýnendur skorti í innsta hring.
Slíkt getur haft hrikalegar afleið-
ingar og má taka innrásina í
Svínaflóa árið 1961 sem dæmi.
Kennedy var nýkominn til valda
þegar tekin var ákvörðum uiri að
hrinda í framkvæmd áætlun, sem
bandaríska leyniþjónustan CIA
hafði soðið
saman um að
setja landflótta
Kúbana á land
á Kúbu. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum CIA
voru óvinsældir Fidels Kastrós
slíkar að ekki þyrfti nema örfáa
innrásarmenn til að hrinda af stað
byltingu.
Kúbönsku skæruliðarnir höfðu
varla stigið á land þegar þeir voru
yfirbugaðir. Áætlunin var fráleit
frá upphafi og ýmsir innan stjórn-
arinnar höfðu sínar efasemdir.
Þeir sáu sér hins vegar þann kost
vænstan að hreyfa engum mót-
bárum og glata þar með tækifæri
til að afstýra þeim hrapallegu
mistökum, sem gerð voru í Svína-
flóa.
Fræðimaðurinn Irving Janus
hefur sett fram þá kenningu að
þar sem háttsettir menn komi
saman til að taka ákvarðnir gæti
sterkrar tilhneigingar til að
standa saman. Það getur kostað
valdaskerðingu að setja sig upp á
móti forseta. Hjarðmennska af
þessu tagi er sérstaklega hættur
leg þegar mikið liggur við og taka
þarf af skarið í skyndi^
Hér er ekki verið að fullyrða
að málum sé háttað á þennan veg
í stjórn Bush. Bandaríkjaforseti
hefur hins vegar sett það á oddinn
að veija Saudi Arabíu, koma Írök-
um brott frá Kúvæt og helst Huss-
ein frá völdum. í raun stendur
Bush og fellur með Persaflöamál-
inu.
Dálkahöfundur einn, Tom
Wicker, velti því fyrir sér í dag-
blaðinu The New York Times í
vikunni hvort olíumál séu sá
vandi, sem um þessar mundir
krefst helst aðgérða Bandaríkja-
stjórnar. Þótt aðeins sé rúmur
hálfur mánuður til fullrar samein-
ingar Þýskalands er umræða nán-
ast engin á opinberum vettvangi
um það hvernig Bandaríkjamenn
eigi að snúa sér. Önnur mál virð-
ast einnig sitja á hakanum.
Ógerningur er að segja til um
hversu lengi bandarískir hermenn
verða í Saudi Arabíu. Bush hefur
lagt allt undir og hvernig sem fer
þá getur hann að minnsta kosti
enn um sinn baðað sig í dýrðar-
ljóma þess að vera forseti heims-
veldis með flest ríki heimsbyggð-
arinnar, ýmist hálfvolg eða heils-
hugar, að baki sér.
BflKSVIÐ
Karl Blöndal skrifarfrá Boston