Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 Evrópustefnunefnd á fundum erlendis : Dönum gerð grein fyrir ummælum Mitterrands hér Evrópustefnunefnd Alþing'is kom til Brussel í gær til viðræðna við embættismenn EB, að afloknum viðræðum við markaðsnefnd danska þingsins. „Þessi fyrsti fundur nefndarinnar á viku ferðalagi var hinn ánægjulegast og skilar vonandi einhverjum árangri," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans ítrekuðu íslendingar meðal annars þau sjónarmið sín í viðræðun- um, að að ekki kæmi til álita að nokkur skip Evrópubandalagsins fengju veiðiheimildir innan íslenskrar Efnahagslögsögu og gerði grein fyrir umræðum Mitterrands Frakklandsforseta á blaðamannafundi í Reykjavík fyrir skemmstu. „Við óskuðum stuðnings Dana við þá stefnu sem þar er sett fram,“ sagði Eyjólfur Konráð. Taflfélag Reykjavíkur ætlar að halda skákmót með þátttöku 2.000 barna og unglinga: Þarna er vaxt- arbroddurinn - segir Jón G. Briem formaður Taflfélags Reykjavíkur STÆRSTA taflfélag’ landsins, Taflfélag Reykjavíkur, verður 90 ára 6. október. A þessum tímamótum ætlar Taflfélagið að halda skákmót, með þátttöku allt að 2.000 barna og unglinga, og það er vel við hæfi því kornungir skákmenn eru nú að setja mark sitt á skákíþróttina í síauknum mæli. arna er vaxtarbroddurinn, sagði Jón B. Briem formað- ur Taflfélagsins þegar hann var spurður hvers vegna 90 ára gamalt félag veldi að halda upp á afmæli sitt með börnum og unglingum. „Það hittist raunar svo heppilega á, að í þann mund sem við vorum að undirbúa mótið varð einn af unglingunum okkar, Héðinn Steingrímsson, hvorki meira né minna en Is- landsmeistari í skák, aðeins 15 ára gamall. Hann er nánast fæddur og uppalinn í Taflfélag- inu og hefur stundað sína skák þar,“ sagði Jón. Undanfarin ár hafa börn og unglingar orðið æ meira áber- andi á skákmótum og skákað þeím eldri. Jón sagði að ungu skákmennimir fengju einnig sífellt fleiri tækifæri, bæði inn- anlands og utan, „og margir hveijir eru stöðugt á ferðum til útlanda. Ég man eftir því að fyrir tveimur árum fór ég með nokkmm ungum strákum í skákferð til Noregs. Á heimleið- inni var komið við í Kaupmanna- höfn, og einn strákanna, sem var 13 ára, sagði: Skrítið, þetta er í 13. skipti sem ég kem til Kaupmannahafnar í skákferð- um! Það eru margir unglingar farnir að einbeita sér að þessu. Að vísu erum við ekki óf hrifnir af því í Taflfélagi Reykjavíkur að menn helli sér út í skákina svona ungir, því við viljum að þeir ljúki sínu námi fyrst. Þeir geta þar tekið stórmeistarana okkar sér til fyrirmyndar sem flestir eru háskólamenntaðir. Það þarf nefnilega meira til að verða taflmaður en að kunna skák,“ sagði Jón. Uppgangur Taflfélags Reykjavíkur hefur verið stöðug- ur undanfarin ár, að sögn Jóns. Þátttakendum hefur fjölgað í þeim mótum sem félagið heldur, og fleiri og fleiri skákmenn ná góðum árangri. Hins vegar hef- ur fjármögnun starfseminnar verið erfið, eins og víðar í skák- hreyfingunni. Jón G. Briem „Reykjavíkurborg hefur aðal- lega stutt félagið með árlegum rekstrarstyrk, og að auki þöfum við fengið þaðan styrk öðru hverju til sérstakra verkefna. En það dugar skammt til rekst- urs félagsins og að auki vorum við að eignast nýtt félagsheimili sem kostar um 50 milljónir og það er afskaplega erfitt að borga það. Afmælismótið gæti þó hjálpað þar upp á. Það er margþættur tilgangur með því að halda upp á afmælið á þennan hátt, en meðal annars ætlum við að fá fyrirtæki til að borga þátttöku- gjald fyrir skólabörnin. Við stefnum að því að fá 2.000 þátt- takendur með 5.000 króna þátt- tökugjaldi á hvern, og ég er nokkuð bjartsýnn á að það geti tekist. Við höfum talað við mörg fyrirtæki og fengið góðar undir- tektir. Sanitas hf. reið á vaðið og ætlar að greiða þátttökugjald fyrir 100 böm. Þetta á að bjarga okkur úr mestu þrengingunum ef vel tekst til,“ sagði Jón G. Briem. Við bentum á að innan GATT væri enginn stuðningur við þau sjónarmið að veiðiheimildir kæmu í stað tollalækkana," sagði Eyjólfur Konráð. „Við minntum einnig á að 1972 hefðu Islendingar gert samning við EB um það að skip frá bandalag- inu hyrfu af íslandsmiðum en við felldum niður tolla af Evrópubanda- laginu að langmestu leyti. Það væri fáránlegt sjónarmið ef nú eftir tvo áratugi yrði sett fram krafa um að við hleyptum erlendum skipum inn á okkar mið á ný. Var lýst yfir einróma andstöðu nefndarinnar við allar til- raunir í þessa átt. Hins vegar hlyti það að vera fullkomið réttlætismál að viðauki yrði gerður við bókun 6 vegna þess að nú hafa ný ríki bæst við í bandalagið, einmitt þau sem flytja inn saltfísk frá okkur, og á saltfiski er hár tollur." „Við bentum einnig á það mikla umrót sem væri í Evrópumálum og sérstöðu okkar sem hlyti að valda því að við værum varkárir þegar barist væri í gjörvallri álfunni, þótt ekki væri það með hefðbúndnum vopnum heldur blýöntum sem betur fer,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Kynnt- um við skýrslu þá sem EB-nefndin lagði fram á Alþingi á síðastliðnu ári þar sem meðal annars kemur fram að enginn íslenskra stjórnmála- flokka væri fylgjandi umsókn að Evrópubandalaginu. Hefur greinar- gerð þessi verið þýdd á ensku og verður hvarvetna dreift, svo og um- mælum Mitterrands og margháttuð- um gögnum sem snerta hafsbotns- svæðið við Rockall, sem íslendingar eiga tilkall til að alþjóðalögum en framundan eru viðræður við Dani/Færeyinga og Breta um þau mál og hefjast viðræður við Dani þann 4. október næstkomandi,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Um helgina fundar nefndin með starfsmönnum utanríkisþjónustunn- ar í Brussel til undirbúnings viðræð- um sem hefjast á mánudag. Dávaldur með reykinga- námskeið Dávaldurinn Peter Casson er staddur hér á landi og hefur hann haldið nokkrar fjölsóttar sýn- ingar. í dag, sunnudag, heldur hann námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Námskeiðið er í íslenzku óperunni í Gamla bíói og hefst það klukkan 16. Fjölmargir Islendingar hafa hætt að reykja fyrir tilstilli Peter Casson. Nýtt Safnaðar- heimili Dómkirlg- unnar vígt í gær Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti var vígt við hátíðlega athöfn í gær. Athöfnin hófst með því að Kjartan Gunnarsson, formaður byggingarnefndar endurbyggingar hússins, afhenti Auði Garðarsdóttur, formanni sóknarnefndar, lyklavöld að húsinu. Dómkirkjuprestarnir, séra Hjalti Guðmundsson og Jakob Ágúst Hjálmarsson, lásu ritning- arorð og biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, blessaði húsið. Að því loknu söng Dómkórinn nokkur lög og Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, flutti ávarp. Þá íjallaði Leifur Blumen- stein, arkitekt, um sögu hússins. Húsið var byggt árið 1906 en fram til 1955 var Iðnskól- inn þar til húsa. Árið 1965 keypti borgin húsið til niðurrifs en fimmtán árum seinna var hafist handa við endurbyggingu þess sem lauk að mestu Ieyti að utan- verðu árið 1984. Tveimur árum seinna, 21. júní árið 1986, varð eldur laus í húsinu með þeim afleiðingum að rishæðin eyði- lagðist og hálft loftið milli ann- arrar hæðar og rissins brann. Var þá ákveðið að hraða viðgerð- um á brunatjóninu fyrir afmæli Reykjavíkurborgar um sumarið. Húsið var fullklárað að utan fyr- ir afmælið en viðgerðir innan- stokks sátu á hakanum. í fyrravor var það svo sem sóknarnefnd Dómkirkjunnar leit- aði til Borgarráðs um afnot af húsinu. Borgarráð gerði leigu- samning við sóknarnefndina í maímánuði og um sumarið var leitað eftir hugmyndum um inn- réttingar í húsinu sem er að sögn Kjartans Gunnarssonar, for- manns byggingamefndar, einkar hentugt sem safnaðarheimili. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að húsið væri stutt frá kirkjunni en í bígerð er að leggja göngustíg frá kirkjunni að safn- aðarheimilinu. Húsið er 500 fm að flatarmáli og í því eru tveir rúmgóðir salir, skrifstofur presta, aðstaða fyrir organista, kirkjukór og sóknamefnd, rúmg- ott eldhús og snyrtiaðstaða. Á efstu hæð hússins er baðstofa í eigu Iðnaðarmannafélagsins. í safnaðarheimilinu hefur verið komið fyrir tæknibúnaði sem gerir fólki kleift að fylgjast með athöfnum í kirkjunni í máli og mynd. Komið hefur verið fyrir lyftu og fullkomnu bmnavarnar- kerfi í húsinu. Kjartan Gunnarsson sagði að sóknamefndin væri afar ánægð með endurbyggingu hússins sem Morgunblaðið/RAX Auður Garðarsdóttir formaður safnaðarstjórnar og Kjartan Gunnarsson formaður bygginganefnd- ar í nýja safnaðarheimilinu. staðið hefur yfir í um það bil ár. Hann sagði að reynt. hefði verið að líkja sem mest eftir uppruna- legum innréttingum í húsinu og hafí það tekist mjög vel. Kjartan sagði að tilkoma hússins gjör- breytti aðstöðu fyrir safnaðar- starf af ýmsu tagi s.s. æskulýðs- starf, öldrunarstarf og kvenfélag kirkjunnar en áður fór safnaðar- starf fram í kirkjunni sjálfri sem er tvöhundruð ára gömul. Fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar hefur Kjartan Gunnarsson haft yfiramsjón með endurbyggingu gamla Iðnskól- ans en Istak hefur séð um allar framkvæmdir. Höfundur innrétt- inga er Leifur Blumenstein en arkitektamir Bragi Blumenstein og Þorgeir Jónsson hafa aðstoð- að hann. Aðrir hönnuðir og ráð- gjafar voru Jón Grétar Guð- mundsson, raffræðingur, Þóra Ásgeirsdóttir, verkfræðingur, Bjöm Höskuldsson, verkfræð- ingur, og Hörður Ágústsson, list- málari. Jónas Þór Jónsson var yfirsmiður og verkstjóri. Messað verður í Dómkirkjunni í dag klukkan 14.00 en að lok- inni messu verður kirkjugestum boðið að skoða safnaðarheimilið og þiggja þar veitingar. Dóm- kirkjuprestar eru Hjalti Guð- mundsson og Jakob Ágúst Hjálmarsson. Séra Andrés Olafs- son er kirkjuvörður og Marteinn H. Friðriksson organisti. Þess má að lokum geta að leigu fyrir húsið borgar sóknar- nefndin með endurbótum á hús- inu sem kostað hafa 70 milljón- ir. Leigusamningur sóknar- nefndarinnar og Borgarráðs eildir til 12. september árið 2031.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.