Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 IÐNAÐAR- RÁÐHERRA STENDUR OG FELLUR MEÐ ÁLMÁLINU eftir Guðmund Sv. Hermunnsson og Björn Vigni Sigurpálsson MARGIR horfa til þess með eftirvæntingu að nýtt álver færi okkur íslendingum krónur í kassann eftir erfíðleika síðustu ára. En aðrir óttast að við séum að láta teyma okkur út í ófærur sem gætu valdið þjóðinni stórfelldu Ijóni. Sveitarfélög og landshlutar bítast um að fá það til sín, en um leið er því haldið fram að löngu hafi verið ákveðið hvar það eigi að rísa. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur staðið í eldlínunni í þessu máli, og fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir hvernig að því er staðið. En hann er sannfærður um að málið sé á góðum skriði og muni færa íslendingum verulegan ávinning í fram- tíðinni: „Nú blæs byrlega og þá á að sigla,“ segir hann. Val á stað fyrir álverið er sennilega viðkvæmasti þáttur málsins. Byggðaþróun undanfarinna ára hef- ur ýtt undir kröfur um að álverinu verði valinn staður úti á landsbyggð- inni, en álfyrirtækin þrjú sem standa að Atlantsálshópnum svonefnda hafa hallast að Keilisnesi á Reykjanesi. Því hefur verið haldið fram að sú niðurstaða hafi lengi verið ljós, en þrátt fvrir það hafi Jón Sigurðsson haldið áfram að ýta undir vonir ann- arra landshluta, með yfírlýsingum um að aðrir staðir komi til greina. „Ég vísa því frá, að staðið hafí verið öðruvísi að staðarvalinu en eðli- legt var,“ segir Jón Sigurðsson. „Það var nauðsynlegt og eðlilegt. að leita að besta staðnum um leið og gert var nýtt samkomulag um byggingu nýrrar álverksmiðju á íslandi. Þann 13. mars urðu tímamót í þessu máli. Alusuisse hætti við þátttöku og gekk formlega út úr samstarfínu í byijun janúar og nýtt samstarf stofnaðist sem ekki var bundið við álver í Straumsvík. Þá taldi ég sjálfsagt mál að kanna alla þá staði sem tald- ir höfðu verið vænlegir fyrir álver í staðai’valsathugunum á 9. áratugn- um í ljósi bestu upplýsinga. Við komum okkur saman um það í mars, að reyna að taka ákvörðun um staðarval í maílok og ljúka samn- ingum í heild fyrir 20. september, til þess að unnt yrði að leggja fram heimildarlagafrumvarp á Alþingi á þessu ári og freista þess að fá sam- þykki stjórna álfélaganna um ára- mótin eða í byijun næsta árs. Okkur hefur tekist að standa við ■ þessa áætlun í meginatriðum, þótt ekki reyndist unnt að ljúka staðarval- inu í maí eins og að var stefnt. Skýr- ingin er fyrst og fremst sú, að báðir aðilar vildu athuga þetta mjög vand- lega. Og það var ekki fyrr en í júní- lok að okkur kom saman um að fækka stöðunum í þá þijá sem hafa verið mest í umræðunni að undan- förnu. Það er auðvitað ljóst, að það hefur lengi verið mikið kappsmál í íslenskum stjómmálum að efla iðnað út um land, en það var ekki síður að óskum erlendu álfélaganna að kanna vandlega kosti þess að stað- setja álverið fyrir norðan eða austan. Menn hafa gert þær athugasemdir að þetta hafi falið í sér undirboð frá sveitarfélögum, samkeppni milli landsfjórðunga og svo framvegis. En þetta er reyndar eðlilegur hlutur og það fer auðvitað fram slík sam- keppni um hvert einasta fyrirtæki sem sett er niður á landinu en það ber minna á því, vegna þess að þau eru ekki svona stór í sniðum." — Þú hefur sagt að staðsetningin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.