Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990
EFNI
*
Landsbanki Islands:
Björgvin
Vilmundarson
formaður
bankasljómar
BJÖRGVIN Vilmundarson hefur
verið kjörinn formaður banka-
stjórnar Landsbanka Islands en
bankastjórnin hefur tekið upp
þann hátt að kjósa sér formann
sem gegni því starfí eitt ár í senn.
Bankastjórarnir skiptast á um
að gegna formennskunni og ræður
starfsaldur röð þeirra. Næsta ár
tekpr Sverrir Hermannson við for-
mennsku og þá Valur Arnþórsson.
Stúdentaráð HÍ um kjaradeilu FÍN o g ríkisins:
Hætta á að deilan breið-
ist út til fleiri deilda
Björgvin Vilmundarson.
STUDENTARÁÐ Háskóla íslands
hefur sent Ólafi Ragnari
Grímssyni fjármálaráðherra bréf,
þar sem lýst er áhyggjum af því
að stundakennsla skuli hafa fallið
niður í einstökum námskeiðum
líffræðiskorar Háskólans vegna
launadeilu stundakcnnara úr Fé-
lagi íslenzkra náttúrufræðinga við
ríkið.
Stúdentaráð telur að leysist deilan
ekki sem fyrst, sé hætta á að
deilumar breiðist um skólann.
„Reyndar hefur Stúdentaráð heimild-
ir fyrir því að meirihluti verklegrar
í NIÐURSTÖÐUM könnunar, sem Félagsvísindastofnun lét gera
fyrir rikisstjórnina um nýtt álver, kemur meðal annars fram að 68%
fólks á aldrinum 18-75 ára er hlynnt byggingu nýs álvers hér á
landi. 18% þátttakenda í könnuninni segjast andvígir nýju álveri en
15% segjast ekki hafa gert upp hug sinn eða eru andvígir. Meiri-
hluti kjósenda allra flokka er fylgjandi því að álver rísi á Keilisnesi
ef Atlantsál vill aðeins byggja þar þrátt fyrir að stjórnvöld væru
reiðubúin til að greiða fyrir að það rísi annars staðar.
' niðurstöðum
könnunarinnar
Akemur einnig fram að attatíu
prósent Reykvíkinga styðja bygg-
ingu álvers að gefnu því skilyrði
að Atlantsál vilji aðeins byggja á
Keilisnesi þó stjórnvöld séu reiðubú-
in til að greiða fyrir staðsetningu
þess annars staðar. Rúmlega 61%
landsbyggðarfólks styður álver með
þessum skilyrðum en mest er fylgið
meðal íbúa á Reykjanesi eða 84,2%.
Þá vekur athygli að 50% kjósenda
Kvennalistans eru fylgjandi bygg-
ingu nýs álvers. Á móti eru 42,9%
kennslu í lífeðlisfræði í lyfjafræði,
líffræði, - hjúkrunarfræði og tann-
lækningum- sé í hættu. Jafnframt
kunna nokkur skyldunámskeið í
hjúkrunarfræði að leggjast af,“ segir
í bréfinu, sem undirritað ér af Sigur-
jóni Þ. Árnasyni, formanni Stúdenta-
ráðs.
Skoðanakönnun fyrir ríkisstjórnina:
Meiríhlutí kjósenda
vill álver á Keilisnesi
en 7,1% hlutlausir. Langflestir eða
86,8% kjósenda Alþýðuflokksins
styðja álver á Keilisnesi að gefnum
áðurnefndum forsendum. Á þessum
forsendum styðja 57,8% Framsókn-
armanna byggingu nýs álvers og
78,3% Sjálfstæðismanna. Tæplega
60% Alþýðubandalagsmanna styðja
álver á Keilisnesi ef Atlantsál vill
aðeins byggja þar jafnvel þó stjórn-
völd vilji greiða fyrir byggingu ann-
ars staðar.
Valdir voru af handahófi þúsund
einstaklingar til að taka þátt í könn-
uninni.
Visa-ísland:
Úttektar-
heimildir um
gervihnött
VISA-ísland tók á fímmtudag í
notkun búnað sem gerir kaup-
mönnum kleift að leita milliliða-
Iaust um gervihnött úttektar-
heimilda vegna viðskipta með
erlendum kortum hérlendis.
Þessi tækni nýtist strax 150
afgreiðslustöðum sem þegar
hafa tekið í notkun sjálfvirk af-
greiðslutæki í stað þrykkivéla.
Tölvuboð eru send um gervihnött
til London og fæst svar eftir 6-7
sekúndur. Boðin frá London eru
aðeins einni sekúndu lengur að
berast en boð sem send eru milli
staða innanlands.
í fréttatilkynningu frá VISA-
Islandi kemur fram að um þá staði
sem þegar hafa tekið þessa tækni
í þjónustu sína hafí í síðasta mán-
uði farið nær tíunda hver færsla
vegna greiðslukortaviðskipta hér-
lendis.
Tafír á húsbréfaafgreiðslu Húsnæðisstofnunar:
Biðtímí verður kominn nið-
ur í 10 daga um mánaðamót
- segir Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur verið í sviðsljósinu undan-
farið, þar sem í húsbréfadeild hafa verkefnin vaxið starfsmönnum
yfir höfuð, svo að ekki hefur verið hægt að standa við fyrirheit
um afgreiðslutíma skuldabréfa og greiðslumats umsækjenda.
Erfítt hefur verið að ná sambandi við stofnunina og nánast útilok-
að að fá samband við húsbréfadeild til að fá upplýsingar. Hvers
vegna gerist svona lagað? Fer ástandið ekkert að lagast?
Sigurður Geirsson forstöðu-
maður húsbréfadeildar heitir
því, að í lok mánaðarins verði bið-
tími eftir afgreiðslu kauptilboða
og greiðslumats kominn niður í
tíu daga. Þessi biðtími var kominn
í byijun þessa mánaðar í yfír sex
vikur og olli
hann mörgum
vandræðum,
sem höfðu gert
ráð fyrir styttri
tíma.
Sigurður E.
Guðmundsson forstjóri Húsnæðis-
stofnunar segir nú vera unnið af
kappi við að undirbúa grundvall-
arbreytingu, samkvæmt heimild í
reglugerð, þar sem afgreiðsla
umsókna, það er greiðslumat,
gæti færst til banka og spari-
sjóða. Ekki er ennþá nánar út-
fært hvernig, en hann býst við að
í næsta mánuði geti hafíst viðræð-
ur við fulltrúa lánastofnana um
þetta.
Hann segir, að enginn áhugi
sé fyrir því innan stofnunarinnar
að hafa þessi mái þar, enda sé
eðlilegt að fjármálastofnanir hafi
þau á sinni könnu.
Gangi þetta hvort tveggja eftir,
má Iíta á þetta ástand sem nú
hefur.ríkt sem tímabundið og að
því geti linnt innan fárra mánaða.
í byijun var venjulega rætt um
að afgreiðsla húsbréfadeildar ætti
að taka innan við þijár vikur.
Hvers vegna brást það þá nú?
„Fyrir mér blasir það þannig
við, að menn hafí sofíð á verðin-
um,“ segir
Pálmi Kristins-
son stjómar-
maður í hús-
næðismála-
stjóm. „Það
hefur verið
ákveðið andvaraleysi inni í Hús-
næðisstofnun sem var að skapast
í júlímánuði. Sumpart skýrist það
með því að lykilmenn fóru í sum-
arfrí, sem þeir áttu alls ekki að
gera að mínu mati, nema ganga
betur frá málum fyrst."
Pálmi kveðst hafa gert ítrekað-
ar og árangurslausar tilraunir til
að ná sambandi við Húsnæðis-
stofnun, eftir að hann kom sjálfur
úr sumarleyfí og honum bárust
kvartanir um að afgreiðsla stofn-
unarinnar væri ekki sem skyldi.
Hann kveðst því hafa farið á stað-
inn, „og þá varð mér ljóst, nú
skömmu fyrir mánaðamót, að eitt-
hvað meira en lítið var komið
úrskeiðis í framkvæmd kerfisins.
Deildin var ekki á nokkurn hátt
í stakk búin til að taka á þessum
svo mjög eðlilega kúf sem allir
áttu von á og hefði ekki átt að
verða nokkurt vandamál að gera,“
segir hann. „Þessi stífia sem hefur
myndast er orðin mjög alvarleg
og gjörsamlega ástæðulaus. Nú
er farið að styttast mjög mikið í
næsta vandamál, sem enginn er
farinn að undirbúa sig neitt að
ráði fyrir, það er þegar húsbréfa-
kerfi opnast fyrir nýbyggingarnar
15. nóvember,“ segir Pálmi Krist-
insson.
Sigurður Geirsson segir að hinn
langi biðtími hafí komið til í lok
sumars. „Þá var starfsfólk hér í
sumarleyfum og fleira eins og á
öðrum vinnustöðum og á sama
tíma kom það til að það þurfti
að fara að undirbúa og ganga frá
útgáfu á nýjum flokki húsbréfa.
Það tók allt það mikinn tíma að
ekki tókst að vinna jafnharðan
allt sem kom inn og þar af leið-
andi var biðtími á afgreiðslu
kauptilboða kominn upp í sex vik-
ur. Þann biðtíma erum við núna
búin að vinna niður í rétt rúmar
fjórar vikur og erum búin að gera
áætlu.n um að vinna niður af-
greiðslutíma bæði kauptilboða og
umsagna, þannig að í lok mánað-
arins verður biðtími helst ekki
meiri en tíu dagar.“
Sigurður segist ekki búast við
að veruleg fjölgun verði á kauptil-
boðum þegar nýbyggingar verða
tækar í húsbréfakerfi. Þegar sé
byijað að veita frumumsagnir
vegna nýbygginga. Verði mikil
ásókn í húsbréfalán, segir Sigurð-
ur að stofnunin verði við því búin
að gefa út með skömmum fyrir-
vara annan flokk híjsbréfa til við-
bótar þeim sem nýbúið er að gefa
út.
Þórólfur Halldórsson formaður
Félags fasteignasala segir að
ófremdarástand hafi verið á fast-
eignamarkaðnum undanfarið
vegna þess að tímaáætlanir um
afgreiðslu húsbréfalána hafí ekki
staðist. Af þeim sökum hafí
greiðsluáætlanir manna farið úr
skorðum og margir þurfí því að
greiða dráttarvexti af háum upp-
hæðum.
Þórólfur segir þetta vandræða-
ástand að miklu leyti til komið
vegna þess hve kerfíð sé þungt í
vöfum og fámennt starfslið hús-
bréfadeildar. „Þetta hefur auðvit-
að valdið geysilegu vinnuálagi hjá
fasteignasölunum," segir hann.
Þeir lendi milli steins og sleggju,
þar sem þeir sendi alla pappíra
viðkomandi íbúðakaupum með
húsbréfum til Húsnæðisstofnun-
ar, bæði kaupendur og seljendur
krefji þá svara um hvenær af-
greiðslu verði lokið. „Við vitum
auðvitað ekki neitt, reynum að
ná sambandi við stofnunina og
það gengur ekki, maður nær ekki
sambandi.“
Sigurður E. Guðmundsson seg-
ir sambandsleysið komið til af illri
nauðsyn, einfaldlega verði að loka
símum til þeirra sem vinna verk-
in, annars vinnist ekkert og bið-
tíminn lengdist enn meir. „Eftir
sem áður eru allir með símatíma
og persónulega viðtalstíma,“ segir
hann.
BAKSVIÐ
eftirPórhall Jósepsson
Hátæknin afhjúpaði
hettunauðgarann
► Fyrir rösku ári var ung stúlka
á leið af vinnustað sínum að kvöld-
lagi, þegar hettuklæddur maður
réðst að henni, ógnaði með hníf
og nauðgaði. Með aðstoð nýjustu
hátækni tókst að fínna ódæðis-
manninn./lO
Gluggi að framtíðinni
►Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra gerir grein fyrir stöðu ál-
málsins og rekur hvernig álmálið
er að hans mati gluggi okkar að
frekara samstarfí við erlenda aðila
um nýtingu orkunnar í fallvötnun-
um./16
Mannsmynd
►Hér segir frá Stefáni Baldurs-
syni, nýjum þjóðleikhússtjóra./19
Allir þekkja Þráin
►Enginn sem fer um Egilsstaða-
flugvöll kemst hjá að beija augum
Þráin kaupmann./20
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-24
Möguleikar gluggans
►Gunnar Gissurarson í Glugga-
smiðjunni í viðtali /14
C
IaTVINNU/RAD-
OGSMÁAUGlYSINGARl
HMwmnffiff
Með góðum vilja
►Bille August segir m.a. frá sam-
starfi sínu við Ingmar Bergman
að gerð viðamestu sjónvarpsmynd
sem Norðurlöndin hafa nokkru
sinni ráðist í./l
Börnin í Reykjadal
►Kristján G. Amagrímsson ljós-
myndari blaðsins bregður linsu
myndavélar sinnar á líf og starf
vangefinna bama á vistheimili./6
Spilin á borðið
► Skemmtanakóngurinn Ólafur
Laufdal segir sína hlið sögunnar
um hnignandi veldi sitt./lO
Jimi Hendrix
►Á þriðjudaginn er 20. ártíð
rafgítarleikarans mikla. Hér segir
frá stuttu lífshlaupi hans og
víðtækum áhrifum á rokk nút-
ímans./12
Farfuglinn frá París
►Elísabet Gunnarsdóttir starfar
hálft árið í París sem arkitekt en
sinnir skipulagsmálum í heimabær
sínum, ísafírði, hálft árið/14
í skugga ógnar-
stjórnar
►Kambódía er enn í heimsfréttun-
um og Pol Pott og lagsmenns hans
í Rauðu Kmerunum eru enn á
kreiki þrátt fyrir allt sem á undan
ergengið/16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Fjölmiðlar 20c
Dagbók 8 Menning.st 22c
Hugvckja 9 Dægurtónlist 24c
Leiðari 22 Kvikmyndir 25c
Helgispjall 22 Myndásögur 26c
Rcykjavíkurbréf 22 Brids 26c
Minning 36 Stjömuspá 26c
Fólk í fréttum 48 Skák 26c
Karlar 48 Minning 28c
Utvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 30c
Gárur 43 Á förnum vegi 32c
Mannlífsstr 8c Samsafnið 34c
Myndlist 18c Bakþankar 36c
INNLENDAR FRÉTTIR':
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4