Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 19 STEFAN BALDERSSOA Skapmiklö prúómennl og leikhúsmaóur af líflogsál IVOR spurðu leikarar í Árósum þar sem Stefán var að setja upp hvort hann langaði ekki til að verða Þjóðleikhússtjóri. Þá svaraði Stefán: „Jeg vil hellere dö en naturlig död.“ Stefán hefur einnig sett upp verk í Örebro í Svíþjóð og í Stavangri í Noregi. Um þess- ar mundir er liann að setja upp Sölku Völku í Ósló og annað verk bíður í Álaborg. Hann hefur fengið tilboð um að setja upp „Dag vonar“ í öðru stærsta lcikhúsi San Francisco en sennilega verður ekki af því sök- um nýja starfsins. Framkvæmdastjóri umrædds leikhúss var ekki ánægður með það að missa af Stefáni og á að hafa sagt við hann í síma: „Vitið þér hversu margir leikstjórar væru reiðubúnir til að láta hægri hönd sína fyrir tækifæri sem þetta?“ „Nei,“ ansaði Stef- án. „Hve margir?" Stefán er fæddur á Hjalt- eyri þann 18. júní 1944 en þar hcfðu foreldrar hans Baldur Stefánsson og Margrét Stefánsdótt- ir sett saman bú sitt nokkru áður. Þau fluttu til Reykjavíkur þegar Stefán var fimm ára, settust fljót- lega að í Kópavogi og voru því í hópi „frumbyggjanna" í bænum. Stefán gekk í barnaskóla þar og meðal bernskuvina hans var Ketill Högnason, tannlæknir. Þeir kynnt- ust sjö ára og voru saman í bekk til stúdentsprófs. Þegar þeir voru smápollar urðu þeir samferða í skólann og sátu oft saman. „Við kunnum nú ýmislegt fyrir okkur í prakkarastrik- um,“ sagði Ketill og vill að vísu ekki fara nánar út í það. „Stefán var léttur og kát- ur, afburða námsmaður en hann sat ekkert yfir bókunum sýknt og heilagt. Um tíma spilaði hann fótbolta með Breiðablik og var liðtækur í því. Eiginlega var hann jafnfimur í fót- unum og í höfðinu.“ Þeir Ketill og Stefán gengu í Skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði ásamt nokkrum félögum sínum og sóttu fundi vikulega í Hafnarfirði því engin skátadeild var í Kópavogi á þeim árum. „Við vorum mikið sam- an á þessum árum Ásmundur Harðarson, arkitekt, Haraldur Friðriksson, bakari, Geirlaugur Magnússon nú búsettur á Sauðár- króki og Guðjón Jónsson rafvirkja- meistari. Faðir Guðjóns var raf- virki. Hann útbjó jólatrésseríur í kirkjugarðana og við strákarnir fengum að vera í bílskúrnum hjá honum að mála perur og hjálpa svo við að tengja þær þegar búnaðinum hafði verið komið fyrir. Þetta þótti okkur skemmtilegt og Stefán var liðtækur við það eins og margt annað,“ sagði Ketill. Á sumrin vann Stefán sem sendill hjá útibúi súkkulaðigerðar- innar Lindu í Reykjavík, lauk lands- prófi og svo lá leiðin í MR og jafn- framt menntaskólanámi stundaði hann nám í leikskóla Ævars R. Kvaran. í uppfærslunni á „Hamlet" með Gunnari Eyjólfssyni í titilhlut- verkinu lék hann statista og er talið að hann hafi fengið leikhús- bakteríuna þá. Ýmsir viðmælend- anna tóku fram að hann hefði ekki verið góður leikari. Sjálfur hefur Stefán sagt að það hafi hjálpað sér að vera kvæntur leikkonu. Hann lauk stúdentsprófi 1964 og var dúx. Ýmsir þekktir borgarar voru í árganginum og meðal þeirra er Ásdís Skúladóttir leikstjóri sem var í bekk með Stefáni í 3 ár. Hún og María Kristjánsdóttir leikstjóri voru einu stúlkurnar í B-bekk sem hafði langar tíðir eingöngu verið setinn strákum: „í minningu minni finnst mér þetta hafi verið sam- stæður bekkur," sagði Ásdís. „Þarna voru með okkur Maríu ólík- ir menn eins og Björn Bjarnason, Sveinbjörn Rafnsson, Helgi H. Jónsson, Kjartan- Thors, Svavar Gestsson og Einar Sigurbjömsson. Við höfðum mismunandi ■ skoðanir á pólitík og viðhorfum til lífsins en mér finnst við hafa mikið talað saman og verið góðir vinir. Stefán var prúður og góður félagi og það var fínt að fá að kíkja í glósurnar hans því hann var vandvirkur í öllu sem hann gerði." IVIANNSIVIYND eftirJóhönnu Kristjónsdóttur ogKristínu Marju Baldursdóttur Ásdís tók þátt í Herranótt á menntaskólaá- rum og hún segir að Stefán hafi þá þegar haft mik- leikhúsáhuga. Hún segir að hafi kynni haldist vegna mn síðan starfa beggja og hún hafi einu sinni verið aðstoðarleikstjóri hjá honum, í „Gísl“ eftir Brendan Behan. „Það var skemmtilegt. Hann vinnur ljúf- lega og maður hefur ekki á tilfinn- ingunni ’að hann sé að stjórna fólk- inu en hann hefur lag á að örva það og vekja.“ Ásdís sagðist vera hin glaðasta yfir því að Stefán væri orðinn Þjóðleikhússtjóri. „Ég er viss um að hann leggur inn á nýjar brautir. Hann er markviss í vinnubrögðum en hann er enginn hávaðamaður og enn síður einhver súkkulaðidrengur þó ljúfur sé. En síðast en ekki síst er ég náttúrlega ánægð með þetta af því hann er úr B-bekknum. Ég er alltaf montin af því þegar strákarnir standa sig vel.“ Stefán fór til náms í leikhús- og kvikmyndafræðum við Stokk- hólmsháskóla. Hann hafði ætlað í læknis- eða sálarfræði en skipti um skoðun. Við lokapróf dúxaði hann í báðum greinum. Á námsárum sínum fylgdist hann bæði með störfum Ingmars Bergmans og Alfs Sjöbergs og tók þátt í sýning- um hér heima. Hann var aðstoðar- leikstjóri Sveins Einarssonar á „Yvonne" og þar kynntist hann Þórunni Sigurðardóttur sem varð eiginkona hans. Hún lék aðalhlut- verkið. Þórunn segir að á þessum árum hafi hann verið svo saklaus þegar leikhús átti í hlut að hún hafi þurft að segja honum það eft- ir á ef einhver móðgaði hann. „Það þarf að móðga Stefán alveg af- dráttarlaust til þess að hann skilji það.“ Eftir að hann lauk námi var hann fréttamaður hjá sænska sjón- varpinu í hálft ár. Eftir heimkom- una var hann um tíma á frétta- deild útvarps og svo á leiklistar- deildinni. Þorsteinn Ö. Stephensen var leiklistarstjóri þá. „Mér leist vel á hann. Mér þótti hann vel að sér og smekkvís," sagði Þorsteinn. Hann segir að Stefán hafi verið í því sem þurfti að sjá um með sér, tekið þátt í að velja leikrit, koma þeim í útskrift, velja leikara og leikstjóra í samráði við sig. „Ég ætlaðist eiginlega til að hann fengi starfið þegar ég hætti. Hann sótti um á síðustu stundu og fékk það ekki. Mér þótti það leiðinleg ákvörðun.“ Þorsteinn sagði að Stefán hefði alltaf komið sér þannig fyrir að hann væri hæg- látur maður „en hann er nokkuð klár og ég held hann viti hvað hann vill.“ Að námi loknu sneri Stefán sér að leikstjórn og árið 1980 tóku þeir Þorsteinn Gunnarsson við leik- stjórastarfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Því gegndi Stefán í átta ár, einn síðara starfstímabilið. Stefán hefur sett upp mörg verk fyrir Nemendaleikhúsið og segir Helga Hjörvar skólastjóri, sem einnig starfaði með honum fyrstu árin, að aðal Stefáns sem leikstjóra sé hversu vel honum takist að virkja fólk til skapandi starfs. Hann eigi mjög gott með að vinna með fólki og hafi góða heildarsýn í leik- húsinu. Hann gefist aldrei upp þó eitthvað gangi úrskeiðis. „Stefán er dagfarsprúður maður en skap- mikill og ákveðinn og það kemur helst fr.am í mikilli þrautseigju. Hann er ekki maður sem ber strax í borðið þegar eitthvað er að. Hann lætur heldur aldrei sýningu hjá Nemendaleikhúsinu framhjá sér fara né aðrar leiksýningar atvinnu- manna. Það eina sem truflaði mig hér áður fyrr var að hann stillti alltaf úrið sitt stundarfjórðungi of fljótt.“ Guðrún Gísladóttir leikkona hef- ur oft unnið undir stjórn Stefáns og segir hún að það sem einkenni hann sé ótrúleg athyglisgáfa, það fari bókstaflega ekkert framhjá honum. „Stefán kann að velja fólk til að vinna með sér og virkja það sem í því býr. Hann er harður hús- bóndi og nákvæmni hans er stund- um einum of einkum þegar mæt- ingar og matar- og kaffipásur eiga í hlut.“ Guðrún segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að vinna með Stefáni en hann sé ekkert gæðablóð og alls ekki auðvelt að semja við hann. „Hann er lokaður og flanar ekki að neinu og fólk er oft feimið við hann. Hann er dál- ítið of penn. Hann mætti gjarnan vera brussulegri." Allir þeir sem rætt var við báru lof á hæfileika Stefáns sem leikhús- manns. Þorgeir bróðir hans segist ekki draga þá í efa. En sagði síðan: „Mín skoðun er að hann hafi lent á rangri hillu í lífinu. Hann átti að leggja fyrir sig myndlistina, hann var teiknandi frá barnsaldri hefur mér skilist og ég hef séð margar myndir eftir hann frá því hann var smápatti og fram á ungl- ingsár og þær styðja þá skoðun mína.“ Þorgeir sagði að vegna ald- ursmunar á þeim bræðrum, en Stefán er átta árum eldri, hefðu þeir varla kynnst almennilega krakkar. „Mér fannst hann vera „Hann lenti á rangri hillu í lífinu - hann hefði átt að verða myndlist- armaður." „Hann er enginn háv- aðamaður en heldur enginn súkkulaðidreng- ur þó Ijúfur sé.“ „Hann þyrfti að vera brussulegri." „Aðal hans sem leik- stjóra er hversu vel honum tekst að virkja fólktil skapandi starfs.“ að verða fullorðinn þegar ég fór að muna almennilega eftir mér,“ sagði Þorgeir. Hann sagði að Stef- án' hefði alltaf þótt afskaplega þægur og stilltur. „Við vorum víst eitthvað baldnari yngri bræðurnir," bætti hann við. Þorgeir minntist á það sem fleiri hafa gert að Stefán hafi verið mik- ill námsmaður, „kúrði töluvert yfir bókunum. En hann spilaði nú eitt- hvað fótbolta, svo fór hann mikið í bíó og safnaði prógrömmum og það voru staflarnir til af þeim. Sömuleiðis tók hann upp á spólur öll útvarpsleikrit og ég ímynda mér hann eigi það safn allt enn.“ Þor- geir sagði að Stefán hefði stundum farið með yngri bræður sína í bíó „og í Tívolí í Vatnsmýrinni. Það þóttu okkur heilmiklar hátíða- stundir." Mönnum hefur orðið tíðrætt um nákvæmni Stefáns. Þórunn eigin- kona hans staðfesti að svo væri, og nefndi sem dæmi að þegar þau voru að veggfóðra baðherbergið heima í sameiningu hafi hún verið komin hringinn þegar hann var enn að mæla rúlluna sína. „Stefán er annars duglegur heima, er ekki mikill kokkur en ræður vel við hakk og spaghettirétti. Hann er prúður frekjuhundur en fer bai'a vel með það.“ Þórunn segir að hann sé góður teiknari, lesi mikið og fylgist vel með menningarmálum. „Hann hefur þó þann þreytandi ávana að koma alltaf með eina ferðatösku af bókum þegar hann kemur að utan og þetta bókaflóð er orðið vandamál heima.“ Hitt vandamál heimilisins tengist svefntímanum. Hann sofi helmingi minna en hún, þurfi aðeins 4-5 tíma svefn á sólarhring. Þórhildur Þor- leifsdóttir og Stefán eru miklir mátar og segir Þórunn að þau geti spjallað saman um leikhúsmál langt fram á nótt meðan hún og Arnar séu löngu sofnuð undir sam- ræðunum. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri þótti helsti keppinautur Stefáns um embættið. Þórhildur segir þau hafí heyrt hvort af öðru fyrir löngu og þá hafi verið sagt þau væru lík í útliti. Þegar þau hittust seinna fannst þeim þetta á nokkrum rök- um reist. „Okkur hefur lengi verið vel til vina. Eðli málsins samkvæmt vinnum við ekki mikið saman nú orðið, ert við gerðum það áður en við urðum bæði of plássfrek. Við getum talað lengi og mikið um leik- húsið og erum ekki alltaf sammála enda erum við mjög ólíkar mann- eskjur. Þegar ég sé sýningar hans finnst mér að auðvitað hefði ég gert þetta eða hitt öðruvísi og ég reikna með því að hann hugsi það þegar hann sér mínar sýningar. Ég virði hann samt rnjög rnikils sem leikhúsmann og er hlýtt til hans sem góðs kunningja - kannski get ég sagt vinar.“ Þórhildur sagðist óska Stefáni farsældar í starfínu. „Hann hefur alla burði til að leysa það vel af hendi því hann er tvímælalaust atvinnumaður í sinni grein.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.