Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 5 Skagaströnd: Flutningaskip veldur tjóni á höfninni Skagaströnd. FLUTNINGASKIPIÐ Jarl olli skemmdum á löndunarbryggju þegar verið var að færa skipið til í höfninni á Skagaströnd 11. sept- ember siðastliðinn. Allhvöss suðvestanátt var þegar óhappið varð en í þeirri átt er ókyrrt í höfninni, sérstaklega í ytri hlutanum, þar sem Jarl lá. Þegar flytja átti skipið að viðlegukanti í innri hluta hafnarinnar slóst stefni þess í endann á löndunarbryggju, sem skilur á milli ytri og innri hluta hafnarinnar, og braut stórt skarð í hana. Biyggjan er straurabryggja með steyptri þekju og fyllt af gijóti. Við óhappið brotnuðu nokkrir staurar á horni bryggjunnar og töluvert af gjóti hrundi út í höfnina. Einnig brotnaði kanttréð á bryggjunni og þekkjan á nokkrum kafla. Ljóst er að hér er um að ræða tjón upp á hundruð þúsunda króna á bryggj- unni, en skipið slapp að mestu óskemmt. Þegar Jarl var svo að fara um miðnættið vildi ekki betur til en svo að skipið strandaði í innri höfninni, 15-20 metrum frá viðlegukantinum. Sat skipið fast í um þijá klukkutíma og losnaði ekki fyrr en tveir vöru- bílar fulllestaðir af möl tóku í skipið um leið og vélin var keyrð á fullu aftur á bak og híft með spili þess í taug sem fest var í land. Losnaði skipið þá svo snöggt af standstaðn- um að það sigldi á nokkurri ferð með skutinn á viðlegukantinn og skemmdi hann lítilsháttar. Við þetta seinna óhapp dældaðist skutur skips- ins nokkuð og örlítil sprunga kom á hann. Þegar skemmdir höfðu verið kannaðar og séð var að þær voru ekki alvarlegar hélt Jarl úr höfn og sigldi til Dalvíkur samkvæmt áætlun. - ÓB Landsspítalinn: Eldvarnar- kerfið tengt slökkviliði UMFANGSMIKIÐ eldvarnakerfi hefur nú verið sett upp á Lands- spítalanum og verður það tengt við slökkviliðið í dag. Gefur kerfið frá sér nákvæmar upplýsingar um hvar eld sé að finna um leið og hans verður vart. Allar deildir Landsspitalans tengjast þessu kerfi, nema geðdeild, sem er með sjálfstætt kerfi. Ingólfur Þórisson, tæknilegur framkvæmdastjóri Ríkisspítal anna, segir kerfið samanstanda af um tvö þúsund skynjurum, hitaskynj- urum, reykskynjurum, skynjurum í stokkum sem og handboða. Kerfið er stafrænt og hefur hver skynjari sitt númer. Ef eitthvað kemur upp á munu upplýsingar um eld birtast samstundis á skjá jafnt hjá vakt- mönnum spítalans, starfsfólki á deildum og slökkviliðinu. Geta menn þá séð nákvæmlega í hvaða herbergi elds hefur orðið vart. Einnig lokar kerfið sjálfkrafa brunahurðum og brunalokum í loftræstistokkum. Uppsetning kerfisins hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár. Undanfarið ár hefur það verið í notkun að hluta og-æ fleiri deildir bæst við. Nú þeg- ar það er komið í allar deildir spítal- ans er það tengt við slökkviliðið. Ingólfur segir að gefinn hafi verið út leiðbeiningarbæklingur fyrir starfsfólk um hvernig kerfið er upp- byggt og hvemig bregðast eigi við boðum frá því. Þá var starfsfólki boðið upp á námskeið af tæknideild Ríkisspftalanna fyrr í mánuðinum þar sem leiðbeiningar voru gefnar um kerfið. A námskeiðinu kenndi einnig Eldvarnareftii’lit Reykjavíkur notkun handslökkvitækja. Skemmdirnar á viðlegukantinum. Þjóðleikhúsið: Einhveijar breytingar -segir Stefán Baldursson nýr Þjóðleikhússtjóri Stefán Baldursson, nýráðinn Þjóðleikhússtjóri, segir að búast megi við að stokkað verði upp í ákveðnum hlutum í leikhúsinu þegar hann tekur við störfum Þjóðleikhússtjóra á næsta ári. Stefán mun starfa með núverandi Þjóðleikhússtjóra, Gísla Alfreðssyni, frá 1. janúar til 1. sept- ember 1991, en þá tekur hann við starfinu að fullu. að verða eflaust einhveijar breyt- ingar í Þjóðleikhúsinu á næsta ári,“ sagði Stefán Baldursson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. „ í hveiju þær felast er of snemmt að segja en sennilega verður stokkað upp í ákveðnum hluturn." Hann benti einnig á að lög um Þjóð- leikhúsið lægu nú fyrir Alþingi en þeim fylgdu einhveijar breytingar. Stefán sagðist vilja stuðla að því að Þjóðleikhúsið gæti sinnt forystu- hlutverki sínu. Hann benti á að stund- um hefðu blásið kaldir vindar um stofnunina og sagðist vona að um hana færu nú hlýrri vindar. Um verk- efnaval sagði Stefán að of snemmt væri að ræða en gat þess að stefnan þyrfti að vera breið en um leið mark- viss. Hann sagði að starfið legðist vel í sig og að hann hlakkaði til að koma til starfa. Stefán er nú staddur í Osló þar sem hann leikstýrir Sölku Völku í Det Norske Teater. Sjá Mannsmynd bls. 19 iglll fIVI Verð er aðeins 41.610 kr. Innifalið í verðinu er gisting eina nótt á Rimini og 6 nætur á stór- hótelinu Ergife Palace í nágrenni Vatikansins, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Róm er einstök! Þar má ganga dögum saman innan um helstu afrek mannsandans, og fylgjast með því erfortíðin og líðandi stund heilsast á einkar viðfelldinn hátt. - Páfagarður, Sixtinska kapellan, Péturs- torgið, Péturskirkjan og Forum Romanum eru nokkrir þeirra nafntoguðu staða sem hinir margrómuðu fararstjórar Ólafur Gíslason og Halldóra Friðjónsdóttir munu leiða okkur um. Hitastigið í borginni eilífu seinni hluta september er notalegt og einkar ákjósanlegt fyrir þá sem vilja sveifla sér um súlnagöng og sigurboga. Allt leggst þetta á eitt um ógleymanlega ferð! Brottför er 24. sept., þá verður flogið til Rimini og haldið þaðan næsta dag til Rómar. Flogið verður heim 1. okt. Ólafur Gíslason leiðir okkur ásamt Halldóru Friðjónsdóttur um forn stræti Rómaborgar á þann hátt sem Júlíusi Sesar einum hefði verið lagið! Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 12.sept. 1990 Samvinnuferóir - Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12. s. 91 -691010, Innanlandsferðir s. 91 -691070. póstfax 91 -27796, telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg. s. 91 -622277. póstfax 91 -623980. Akw-1 vri: Skipagötu 14. s. 96-27200. póstfax 96-27588. telex 2195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.