Morgunblaðið - 16.09.1990, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990
Elvis Presley og sögu hans. Níundi þáttur af tíu
endurtekinn frá liðnum vetri.
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman
lög úr ýmsum áttum. (Frá Akureyri.) (Úrvali út-
varpað í næturútvarpi aðfaranótt sunnudags kl.
5.01.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Glymskrattinn. Útvarp framhaldsskólanna.
Umsjón: Jón Atli Jónasson.
20.30 Gullskifan - „Hættuleg hljómsveit og glæpa-
kvendið Stella" með Megasi frá 1990.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 8.00, 9.00.10.00,12.20,16.00,19.00,
22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Róbótarokk.
2.00 Fréttir.
2.05 Djassþáttur. Jón Múli Árnason. (Endurtekinn
frá þriðjudagskvöldi á Rás 1.)
3.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson.
(Endurtekinn þáttur frá miðvikudegi á Rás 1.) '
4.00 Fréttir.
4.03 í dagsins önn - Borgarholt og Öskjuhlíð.
Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. (Endurtekinn
þáttur frá föstudegi á Rás 1.)
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.01 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við fólk til sjávar og sveita: (Endurtekið
úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Áfram Island. Islenskir tónlistarmenn flytja
dægurlög.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
8.00 Endurteknir þættir: Sálartetrið.
10.00 Sunnudagur í sælu. Umsjón Oddur Magnús.
12.00 Hádegi á helgldegi. Randver Jensson.
13.00 Vitninn. Umsjón Júlíus Brjánsson. Tekið fyrir
listir og menningu liðandi stundar. Fær til sjn
myndlistarmenn, rithöfunda, skáld og lifskúnstn-
era.
16.00 Pað finnst mér. Umsjón Inger Anna Aikman.
Þáttur um málefni liðandi stundar.
18.00 Sigildir tónar. Umsjón Jón Óttar Ragnarsson.
-Klassískur þáttur með listamönnum á heims-
mælikvarða.
19.00 Aðal-tónar. Ljúfir tónar á sunnudagskvöldi.
22.00 Sjatnaryndi. Umsjón Haraldur Kristjánsson
og Elisabet Jónsdóttir. Fróðlegur þáttur um
samlif kynjanna. Þau Elísabet og Haraldur ræða
við hlustendur í sima og fá sérfræðinga sér til
aðstoðar þegar tilefni er til.
24.00 Næturdagskrá Aðalstöðvarinnar. Umsjón:
Randver Jensson.
BYLGJAN
FM 98,9
9.00 l bitið. Haraldur Gislason.
13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Fylgst með þvi
sem er að gerast i íþróttaheiminum og hlustend-
ur teknir tali.
17.00 Lífsaugað. Þórhallur Guðmundsson tekur a
viðkvæmum málum, og spjallar vi hlustendur.
19.00 Ágúst Héðinsson. Óskalög og góð ráð.
23.00 Heimir Karlsson og hin hliðin.
2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvaktinm.
Fréttir eru sagðar kl. 10,12,14 og 16 á sunnu-
dögum.
EFF EMM
FM 95,7
10.00 Jóhann Jóhannsson.
14.00 Valgeir Vilhjálmsson.
19.00 Páll Sævar Guðjónsson.
22.00 Ragnar Vilhjálmsson.
1.00 Næturdagskrá.
STJARNAN
FM 102/104
10.00 Arnar Albertsson.
14.00 Á hvíta tjaldinu. Þáttur um allt það sem er
að gerast í heimi kvikmyndanna. Umsjón: Ómar
Friðleifsson og Björn Sigurðsson.
18.00 Darri Ólason. Tónlist með kvöldmatnum.
Rokkeftirlitið hefur nú haft upp á nokkrum
þilskúrsböndum og verður þeim komið á fram-
færi I þessum þaetti.
22.00 Ólöf Marín Úlfarsdótfir. Stjörnutónlist.
2.00 Næturvakt Stjörnunnar. Björn.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
10.00 Sigildur sunnudagur. Klassisktónlist. Rúnar
Sveinsson.
12.00 Islenskir tónar I umsjá Garðars Guðmunds-
sonar.
13.00 Elds er þörf. Vinstrisósíalistar.
14.00 Af vettvangi baráttunnar. Umsjón Ragnar
Stefánsson.
16.00 Um rómönsku Ameríku. Mið-Amerikunefnd-
in. Kúba.
17.00 Erindi sem Haraldur Jóhannsson flytur.
17.30 Fréttir frá Sovétrikjunum I umsjá Maríu Þor-
steinsdóttur.
18.00 Gulrót. Guðlaugur Harðarson.
19.00 Upprót. örn Sverrisson.
21.00 í eldri kantinum. Sæunn Jónsdóttir.
23.00 Jazz og blús. Glsli Hjartarsson stjórnar dæm-
inu alla leiö frá Sviþjóð.
24.00 Náttróbót.
HÚSGAGNÁSÝmm
r '
Síðumúla 20 sími 688799
íW . ^#..1 »
, " - •• ■
Sjónvarp:
Systkinin á
Kvfskerjum
■■■■■ Háskóli sveitanna er elsta íslenska „akademían“ og því fer
nn 30 fjarri að hún sé sú lakasta. í skauti íslenskra sveita leyn-
ist margur sjálfmenntaður vísinda- og fræðimaður af eldri
kynslóðinni er ekki hefur átt annarra menntaleiða völ í uppvextinum
en þeirra er eigin skilningavit, elja og fróðleiksfýsn fengu aflað.
A Kvískerjum, austasta bænum í Óræfasveit, er einn slíkur há-
skóli og fræðasetur. Þar búa fimm systkin er yrkt hafa jörðina allan
sinn aldur og ekki gert víðreist utan endimarka hennar um dagana.
Þau systkinin eru nú hnigin á efri ár og hafa varið áratugum til
rannsókna, athugana og fræðistarfa, hvert á sínu sviði, svo orð hef-
ur farið af.
Aðstandendur MAGMA-FILM, þau Sigríður Halldórsdóttir og.
Ralf Christiansen, sóttu fræðasetrið að Kvískeijum heim á vordögum
1990 og dvöldust nokkra daga með þeim systkinum. Afrakstur heim-
sóknarinnar fá sjónvarpsáhorfendur að sjá í tveimur þáttum og verð-
ur hinn fyrri þeirra á dagskrá í kvöld.
Aðalstöðin:
Vetrardagskrá
■■■ Vetrardagskrá Aðalstöðvarinnar tók gildi hinn 10. september
000 og hafa verið gerðar töluverðar breytingar á dagskránni. Virka
daga hefur Steingrímur Ólafsson dagskránna með þættinum
í morgunkaffi. Þátturinn Morgunverk Margrétar er milli kl. 9 og
12. Hádegisspjallið, aðalviðtal dagsins, verður áfram á sínum stað,
en milli kl. 13 og 16.30 er það Ásgeir Tómasson sem heldur um
stjórnvölinn í þætti sem ber heitið Strætin út að aka. Nýr dagskrár-
liður er kl. 16.30, Mál til meðferðar í umsjá Eiríks Hjálmarssonar.
Þar eru mál brotin til mergjar með aðstoð hlustenda í gegnum
„málpípuna“, þ.e. símann.
Á kvölddagskrá hafa verið gerðar ýmsar breytingar. Kristján
Frímann stjórnar þættinum Draumasmiðjunni á mánudagskvöldum.
Þar er fjallað um drauma og draumar hlustenda ráðnir. Valgerður
Matthíasdóttir og Júlíus Bijánsson stjórna þáttum á þriðjudagskvöld-
um sem nefnist Þriðja kryddið. Inger Anna Aikman heldur áfram
með þátt sinn Sálartetrið og Jóna Rúna Kvaran stjórnar þættinum
Á nótum vináttunnar hvert fimmtudagskvöld. Þar er ijallað um yfir-
skilvitlega reynslu og fleira sem tengist andlegum málum.
Laugardagur með góðu lagi verður áfram í umsjá þeirra Eiríks
Hjálmarssonar og Steingríms Ólafssonar til skiptis fyrir hádegi á
laugardögum. Út vil ek heitir nýr þáttur Júlíusar Brjánssonar eftir
hádegi á laugardögum sem fjallar um ferðalög Islendinga erlendis.
Heiðar konan og mannlífið flytur sig um set af þriðjudagskvöldum
á laugardagssíðdegi og lengist auk þess í heila klukkustund. í þess-
um þáttum ræðir Heiðar Jónsson snyrtir við áberandi fólk úr tísku-
heiminum.
í bítið á sunnudagsmorgnum verða endurfluttir valdir þættir In-
ger Önnu Aikmann, Sálartetrið. Vitinn er nýr þáttur í umsjá Júlíus-
ar Bijánssonar þar sem hann fer yfir sviðið í lista- og menningarlífi
landans. Júlíus fær m.a. til sín listamenn og lífsspekúlanta í
hljóðsstofu. Inger Anna sér um nýjan þátt sem heitir Það finnst
mér. Þar lítur hún yfir atburði vikunnar ásamt gesti sínum. Sígild
tónlist skipar sinn sess í vetrardagskrá með nýjum þætti Jóns Ott-
ars Ragnarssonar, Sígildir tónar.
Sjafnaryndi er nýr þáttur Haraldar Kristjánssonar og Elísabetar
Jónsdóttur um samlíf kynjanna, ástina, kynlíf, kynhlutverk og tengd
mál.
1:
Furðuffólk
og fyrirbæri
■HHi Áttundi og síðasti þátturinn í útvai’psþáttaröð Ómars Valdi-
1Í? 20 marssonar og Guðjóns Arngrímssonar, „í fréttum er þetta
A'l helst“, er á dagskrá Rásar 1 í dag. Nefnist þátturinn Furðu-
fólk og fyrirbæri og segir þar frá ýmsum sérkennilegum atburðum
og fólki sem verið hefur í fréttum á liðnum árum og áratugum. Eins
og nafnið ber með sér verður lögð áhersla á það sem furðulegt má
teljast - eða mátti teljast á þeim tímum er atburðirnir gerðust eða
fólkið komst í fréttirnar.
Rás 1:
Ferðasögur
■■■■I I dag verður Ævar Kjartansson enn á ferðinni í þættinum
1A 25 Ferðasögur af segulbandi og við heyrum ferðasögur frá
1-” Finnlandi. Að þessu sinni býður Ævar upp á brot frá óperu-
hátíðinni í Savonlinna. Fylgst er nteð Irinu Kruskoph sem syngur í
óperukórnum um staðinn og einni verður fylgst með sýningu á
„Aidu“.
Er hægt að ákæra fyrir yfirsjón sem gerð er í krafti trúarinnar?
Stöð 2:
Loforð um kraftaverk
^■■■1 Sunnudagsmynd Stöðvar 2 er að þessu sinni sannsöguleg
Ol 50 kvikmynd um lífsreynslusögu Parker fjölskyldunnar, Lof-
"-*- orð um kraftaverk (Promised A Miracle). Árið 1973 kemur
farnadtrúboði til smábæjarins Barstow í Kaliforníu. Larry og Lucky
Parker eiga ellefu ára gamlan son sem þjáist af sykursýki og í sam-
ráði við trúboðan hætta þau að gefa syni sýnum insúlin og fela
Drottni alfarið lækningu hans. Barnið deyr og þau eru handtekin,
ákærð fyrir barnsmorð að yfirlögðu ráði.
Við gerð myndarinnar var stuðst við endurminningar Larry Park-
er en hann skráði endurminningar sínar í þeirri von að þessi hörmung-
arsaga yrði öðrum víti til varnaðar, og bjargaði þó ekki væri nema
einu barni frá því að hljóta sömu örlög og sonur hans hlaut. Með
aðalhlutverk fara Rosanna Arquette og Judge Reinhold. Leikstjóri
er Steven Gyllenhaal.